Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. 6. nóvember í 9 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. MAROKKÓ Sólarferð til Síðustu sætin Frá kr. 79.995 m/morgunmat Biskup afturkallar prestsskipun  Skipun sr. Evu Bjarkar í Dómkirkjuprestakall afturkölluð  Kjörnefnd valin, ekki réttilega kjörin  Prófastur telur vígslubiskupskjör ólögmætt  Kjörstjórn frestar kjörinu og óskar frekari upplýsinga Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Agnes Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, hefur ákveðið að afturkalla skipun sr. Evu Bjarkar Valdimars- dóttur, í embætti prests í Dómkirkju- prestakalli en skipunin átti að taka gildi í dag. Ástæða þessa er að kjör- nefnd prestakallsins sem hefur það hlutverk að kjósa prest úr hópi um- sækjenda, var ranglega skipuð, þ.e. sóknarnefnd Dómkirkjusóknar valdi í nefndina, en hún skal kosin á aðal- safnaðar- eða safnaðarfundi. Taldi biskup slíka annmarka á málsmeð- ferðinni að ákveðið var að skipunar- ferlið yrði endurtekið. Ekki þótti þörf á sömu aðgerðum hvað varðar skipun sr. Sveins Val- geirssonar fyrr á þessu ári í embætti sóknarprests Dómkirkjuprestakalls þar sem hann sótti einn um. Embætti prests í Dómkirkju- prestakalli verður auglýst að nýju á næstunni, en sr. Elínborg Sturludótt- ir, einn umsækjenda í hópi þeirra sem metnir voru hæfastir sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi reikna með því að sækja aftur um stöðuna. Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, einnig í hópi þeirra sem metin voru hæfust, sagðist myndu „halda öllu opnu“. Vígslubiskupskjörið ólögmætt? Kjörnefndarmenn hafa einnig kosningarétt við kjör vígslubiskups í Skálholti sem nú stendur yfir. Þegar hafa atkvæði verið greidd einu sinni, þ.e. í fyrri umferð kjörsins en í ljósi þess að enginn þriggja frambjóðenda hlaut meirihluta atkvæða verður kos- ið aftur milli hinna tveggja efstu 6. nóvember nk. Kjörstjórn ákvað í gær að fresta seinni umferð kosninganna og hefur óskað eftir því að Biskupsstofa afli upplýsinga um það hvernig staðið hafi verið að kjöri allra kjörnefnda í Skálholtsumdæmi. Kjörstjórn mun taka ákvörðun um framhald málsins þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Magnús Erlingsson, prestur á Ísa- firði og prófastur í Vestfjarðapró- fastsdæmi, gagnrýndi í gær skipan kjörnefndarmannanna, en hann telur að kjörið sé ólögmætt í ljósi þess að einhverjir kjörnefndarmanna hafi ekki verið kjörnir. „Í ýmsum sóknarnefndum virðist þetta ekki hafa verið gert með réttum hætti, heldur á sóknarnefndarfund- um eða jafnvel í símtölum manna á milli. Ef kjörnefndarmennirnir eru ekki rétt kjörnir, þá leikur vafi á öllu því sem tekur við,“ segir hann og bæt- ir við að vitað sé um dæmi þess að í einni kjörnefnd séu fjórir af ellefu kjörmönnum ekki kjörnir með rétt- um hætti. „Vígslubiskupskjörið er hálfnað. Við hljótum að spyrja okkur að því hvort rétt sé að þessu staðið. Mér finnst það ekki vera, þetta er í raun og veru alveg ótækt,“ segir hann. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Kvenfélagið Hringurinn hefur veitt styrki úr Barnaspítalasjóði Hringsins fyrir rúmar 97 milljónir króna það sem af er árinu. Þetta segir í til- kynningu frá kvenfélaginu, en 5. nóvember nk. verður árlegur jólabasar Hrings- ins haldinn á Grand hóteli. Bas- arinn er ein helsta fjáröflunarleið Hringsins, en þar eru til sölu hand- unnar jólavörur, kökur og bakkelsi. „Í upphafi jólafjáröflunar Hrings- ins er sjálfsagt að upplýsa í hvað fjár- munirnir fara. Allt fé sem Hringskon- ur safna, gjafir og áheit rennur óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins. Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu, yfir- bygging félagsins er engin og félagið rekið með félagsgjöldum Hrings- kvenna sjálfra,“ segir í tilkynning- unni. Flestir styrkir til vökudeildar Að því er fram kemur á vefsíðu Hringsins hefur vökudeild Barnaspít- ala Hringsins fengið flesta styrki. Meðal gjafanna eru sex öndunarvélar ásamt fylgihlutum að andvirði um 26 milljóna króna, 14 gjörgæsluvagnar og 11 tengikvíar fyrir sprautudælur að andvirði um 12 milljóna króna. Einnig voru gefin sex rakatæki fyrir öndunarvélar að andvirði einnar milljónar króna og barkakýlisspeglar fyrir börn að andvirði um 400 þúsund króna. Barnavöktun LSH í Fossvogi fékk styrk til endurbóta á barnavöknun að andvirði um 350 þúsund króna. Fyrir um 20 milljónir króna voru gefin tvö ómtæki til fósturgreiningar á fósturgreiningardeild kvenna. Skurðstofur Landspítala fengu að gjöf blóðstorkumæli að andvirði 4 milljóna króna auk berkjuspeglunar- tækja og linsa til eyrnaaðgerða á börnum að andvirði um 1,6 milljóna króna. Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala var gefið ómtæki vegna hjartaaðgerða á börnum að andvirði 9,5 milljóna króna. Hringurinn var stofnaður árið 1904 og rak í upphafi hæli fyrir berklasjúk- linga, en síðar meir varð það megin- markmið félagsins að stofna barna- spítala. Draumurinn varð að veruleika árið 1965 þegar Barnaspít- ali Hringsins var opnaður. Árið 2003 var síðan ný bygging reist fyrir starf- semina við Hringbraut. Styrktu fyrir 97 milljónir  Hringurinn hefur stutt við ýmsa heilbrigðisstarfsemi í ár  Víðfrægur jólabasar kvenfélagsins haldinn um helgina Spítali Hringurinn styrktur veglega. Óttarr Proppé, formaður Bjartr- ar framtíðar, sagði af sér sem formaður flokks- ins í gær. „Ég var helsti málsvari flokks- ins í aðdraganda kosninganna og ekki síður mál- svari í erfiðu og umdeildu ríkisstjórnarsamstarfi. Mér fannst rétt, í ljósi ótvíræðra hrakfara flokksins í kosningunum, að ég axlaði ábyrgð á stöðunni og gæfi öðrum tækifæri á að gera bet- ur,“ sagði Óttarr í samtali við Morg- unblaðið í gær. Sagði hann þátttöku flokksins í ríkisstjórn með Sjálf- stæðsflokki og Viðreisn hafa verið mjög umdeilda frá upphafi. Spurður hvort það hafi komið á óvart að ákvörðun BF um stjórn- arslit hafi ekki fallið í kramið hjá kjósendum kveður hann nei við. „Nei, það kom kannski ekki á óvart. Við erum nýr flokkur og enn að finna okkur, en við höfum alltaf lagt á það áherslu að standa við okk- ar prinsipp. Við gerðum okkur fulla grein fyrir því að ákvörðun okkar um að draga okkur út úr ríkisstjórn- inni gæti orðið okkur mjög erfið,“ sagði hann. Óttarr stíg- ur úr stóli formanns Óttarr Proppé Hrekkjavaka hefur á síðustu árum náð fótfestu hér á á landi. Fyrirmyndin er að líkindum komin hingað frá Bandaríkjunum þótt uppruni hátíðar- innar sé í kristinni trú. Þar hefðin sú að börn gangi hús úr húsi í allra kvik- inda líki og setji húsráðendum afarkosti, annaðhvort láti þeir úr búri sínu sælgæti eða þeim verði gerður grikkur. Búningar barnanna eru jafnan ógnvænlegir og velja því flestir fyrri kostinn. Þær Hugrún Edda, Kolfinna og Emilía sneru í gær heim á leið með fulla vasa af góssi í gærkvöldi eftir að hafa bankað á dyr í Reykjavík og hrætt líftóruna úr húsráðendum. Ógnvænlegar verur bönkuðu á dyr í borginni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.