Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 4

Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýr ísfisktogari í eigu Samherja, Björg EA 7, lagði að bryggju á Akureyri í hádeginu í gær. Skipið var smíðað í Cemre-skipa- smíðastöðinni í Tyrklandi og er fjórða í röð systurskipa sem komið hafa til landsins á árinu. Um er að ræða mikla endurnýjun ísfisktog- ara viðkomandi fyrirtækja og má áætla að heildarfjárfesting við smíði skipanna fjögurra og við að gera þau tilbúin á veiðar nemi um níu milljörðum króna. Guðmundur Freyr Guðmunds- son er skipstjóri á Björgu og sigldi skipinu heim. Yfirvélstjóri er Kjartan Vilbergsson. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segist reikna með að skipið fari á veiðar upp úr áramótum. Eftir er að setja niður aðgerðarbúnað og kælibúnað um borð í Björgu. Slippurinn á Akureyri annast það verkefni, en búnaður kemur m.a. frá Marel og norskum framleið- endum. Kælikerfi frá Frost er komið um borð í skipið. Bjögúlfur og Kaldbakur, sem Samherji og ÚA fengu fyrr á árinu, eru bæði fyrir nokkru kom- in á veiðar. Kristján segir að skip- in hafi reynst ágætlega og í sam- ræmi við væntingar, t.d. um sjóhæfni og eldsneytisnotkun. „Stefni skipanna hefur vakið at- hygli, en það segir okkur aðeins að það stefni sem aðallega hefur verið notað í áratugi er ekki rétt. Þó svo að slík skip kunni að vera fallegri þá er þetta ekki spurning um það, heldur miklu fremur um hagkvæmni, sem við teljum okkur fá með nýju hönnuninni,“ segir Kristján. Þrír nýir ísfisktogarar HB Granda eru með sams konar stefni og systurskipin fjögur á Norðurlandi og segir Kristján að aðrir, hvort sem er hérlendis eða erlendis, hafi ekki farið svo langt með stærð stefnis. Skipin eru 62,5 metra löng og mesta breidd 13,5 metrar. Skipin eru hönnuð af verkfræðistofunni Skipatækni og Bárði Hafsteins- syni í samvinnu við eigendur og sérfræðinga útgerðarfyrirtækj- anna. Níu milljarða fjárfesting í fjórum systurskipum  Björg EA 7, nýr ísfisktogari Samherja, lagði að bryggju á Akureyri í gær Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Björg EA 7 Nýja skipið siglir fánum prýtt inn Eyjafjörðinn um miðjan dag í gær, en lagt var af stað frá Istanbúl í Tyrklandi 15. október. Í stól skipstjórans Björg Finnbogadóttir, móðir Þorsteins Más Baldvins- sonar, forstjóra Samherja, og Guðmundur Freyr Guðmundsson skipstjóri. Hinn nýi ísfisktogari Samherja ber einmitt nafn Bjargar. Endurnýjun » Kaldbakur EA 1, nýr ísfisk- togari Útgerðarfélags Akureyr- inga, var fyrstur í röð systur- skipanna, en hann kom til Akureyrar í byrjun mars í vetur. » Björgúlfur EA 312 var annar í röðinni, en hann kom til Sam- herja á Dalvík 1. júní í sumar. » Drangey SK 2 kom síðan til heimahafnar á Sauðárkróki í ágúst, en FISK Seafood er eig- andi skipsins. » Björg EA bættist síðan í flot- ann er landfestar voru bundnar á Akureyri í gær. Afar hlýr októ- bermánuður hef- ur kvatt. Meðal- hiti í Reykjavík verður líklega 6,9 stig, og verður hann þá einn af 10 hlýjustu októ- bermánuðum allra tíma, sam- kvæmt upplýs- ingum Trausta Jónssonar veðurfræðings. Mánuðurinn er þó talsvert svalari en október í fyrra. Þá var október- mánuður sérlega hlýr og víða á land- inu sá hlýjasti síðan mælingar hóf- ust. Meðalhiti í Reykjavík mældist 7,8 stig og var þetta næst hlýjasti október í 146 ára sögu mælinga. Úrkoma í nýliðnum október er að- eins helmingur meðallags og mán- uðurinn sá þurrasti frá 2005, en þá var úrkoma svipuð og nú. Sólskins- stundir eru nærri meðallagi. Líklega verður meðalhiti á Akureyri um 6,0 stig, sá áttundi hlýjasti október frá upphafi mælinga þar. Úrkoma á Ak- ureyri er ekki fjarri meðallagi. Föstudagur 27. október varð nokkuð merkilegur. Hámarkshiti fór í 21,3 stig í Kvískerjum í Öræfum og 22,1 stig á stöð Vegagerðarinnar á svipuðum slóðum. Á báðum stöðv- unum er þetta hæsti hiti ársins. Það er óvenjulegt að hæsti hiti á veður- stöð mælist í október, að sögn Trausta Jónssonar. Spáð er svölu veðri þegar nær dregur helgi. sisi@mbl.is Október var afar hlýr Kvísker Þar varð methiti í október. Fjárfestirinn Vincent Tchengu- iz hefur náð sátt við Kaupþing vegna málsóknar sem felur í sér greiðslur Kaup- þings til Tchenguiz og tengdra fyrir- tækja en upp- hæðir og önnur skilyrði eru trúnaðarmál. Sáttin þýðir að málsókn Tchengu- iz á hendur endurskoðunar-fyrir- tækinu Grant Thornton, tveggja starfsmanna þess, Kaupþingi og lög- fræðingi á vegum Kaupþings, verði dregin til baka. Tchenguiz höfðaði mál á hendur fyrirtækjunum og Jó- hannesi Rúnari Jóhannssyni, með- limi í slitastjórn Kaupþings, haustið 2015 vegna tjóns sem hann segist hafa orðið fyrir. Fór Tchenguiz fram á 2,2 milljarða punda í skaðabætur vegna málsins, en upphæðin nemur um 308 ma. kr. Sættist við Kaupþing Vincent Tchenguiz Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stjórn VR, fjölmennasta stéttar- félags landsins, ætlar að leggja fram tillögur að breytingum á kosn- ingalögum félagsins á aðalfundi VR á næsta ári. Breytingatillögurnar eru sjö tals- ins og miða að því að kosið verði í fé- laginu annað hvert ár í stað þess að kjósa á hverju ári. Lagt er til að kjör- tímabil lengist úr tveimur árum í fjögur. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði stjórn VR standa einhuga að baki breytingartillögunum. Nán- ast sömu tillögur hafi verið lagðar fram árið 2014 en ekki hlotið braut- argengi þá. Fé- lagsmenn töldu þá að kynna þyrfti tillögurnar betur. „Félagsmönn- um finnst mikið að kjósa á hverju einasta ári. Þess- ar tillögur eru því lagðar aftur fram nánast óbreytt- ar,“ sagði Ragnar. Hann sagði að reifaðar hefðu verið ýmsar hugmyndir um nýtt fyrir- komulag á kjöri stjórnar og for- manns. Niðurstaðan hefði orðið að kjósa um helming stjórnarmanna annað hvert ár. Þannig væri tryggt að reynsla af stjórnarstörfum væri ávallt fyrir hendi. Breytingatillög- urnar snúa m.a. að kjöri formanns VR og stjórnar. Gert er ráð fyrir að formaður verði kjörinn fjórða hvert ár í einstaklingskosningu, en ekki annað hvert ár eins og nú. Annað hvert ár verði sjö stjórnarmenn kosn- ir til fjögurra ára og fimm varamenn til tveggja ára í einstaklingsbundinni kosningu. Nú eru kjörnir þrír vara- menn til eins árs. Þá er lagt til að breyta fyrir- komulagi varðandi röð frambjóðenda á kjörseðli. Einnig að annað hvert ár verði kosinn 41 fulltrúi í trúnaðarráð til fjögurra ára í senn. Varamenn verði kjörnir til tveggja ára í senn. Kjörtímabil stjórna deilda VR verði fjögur ár Tillaga stjórnar um breytt fyrirkomulag kosninga í VR  Kosningar verði annað hvert ár  Kjörtímabilin lengist Ragnar Þór Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.