Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 6

Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 6
SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sennilega hafa línur eitthvað skýrst í gær, hvað varðar mögulega stjórn- armyndun, samkvæmt því sem við- mælendur Morgunblaðsins úr mis- munandi stjórnmálaflokkum sögðu í gær. Ljóst er að ákveðins pirrings er farið að gæta í garð Framsóknar af hálfu VG og Sjálfstæðisflokksins, þar sem viðmælendum úr þeim flokkum finnst sem Framsókn sé að leika tveimur skjöldum í þeim óform- legu þreifingum sem átt hafa sér stað undanfarna daga og daðri ýmist til hægri eða vinstri. Framsóknarfólk sem rætt var við gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir sem svo að þau hafi gefið skýrt til kynna hvaða stjórnarmynstur þau telji að myndi reynast farsælast fyrir land og þjóð, það sé ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks, Framsóknar og VG, en framsóknarfólk segir jafnframt að flokkurinn hafi alls ekki viljað af- skrifa þátttöku í ríkisstjórn stjórn- arandstöðuflokkanna fjögurra. Flokksforystan hafi einfaldlega ekki mikla trú á að slíkar tilraunir muni leiða til stjórnarmyndunar. Líkt og kunnugt er lýstu þau Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobs- dóttir, formaður VG, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, öll yfir áhuga sínum við Guðna Th. Jóhann- esson, forseta Íslands, í fyrradag, á að fá umboðið til stjórnarmyndunar. Guðni kaus, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, að bíða með að afhenda umboðið og töldu viðmæl- endur í gær með öllu óvíst að hann afhenti umboðið í dag. Alls konar fundahöld fóru fram í Alþingi í gær auk þingflokksfunda. Katrín Jakobsdóttir vill augljóslega reyna myndun ríkisstjórnar með Samfylkingu, Framsókn og Pírötum, hugsanlega með Viðreisn einnig. Slík ríkisstjórn hefði þingstyrk 36 þing- manna og án Viðreisnar 32 þing- manna styrk. En í þessum efnum er einn galli á gjöf Njarðar: Framsókn þvertekur fyrir hvers konar mála- miðlun í Evrópusambandsmálum. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, sagði á RÚV í gær- morgun að ESB-mál væru ekki á dagskrá og þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort taka ætti upp aðildarvið- ræður við ESB á nýjan leik væri það ekki heldur. Sem sagt, það er ekkert um að semja af hálfu Framsóknar þegar kemur að ESB-málum og hvað segja Samfylkingin, Píratar og Viðreisn þá? Það getur vel verið að tilraunir Katrínar steyti á skeri af þessum sökum. Auk þess fullyrða ákveðnir viðmælendur að hjá VG og Fram- sókn sé afskaplega takmarkaður áhugi á að mynda ríkisstjórn þar sem Píratar séu innanborðs. Líkt og fram kom í Morgun- blaðinu í gær virðist mestur áhugi innan raða Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar á að mynda breiða rík- isstjórn, þar sem VG væri þriðji flokkurinn, en þótt slíkt stjórnar- mynstur njóti ákveðins stuðnings innan raða VG er fullyrt að Katrín Jakobsdóttir, vilji hún á annað borð reyna þátttöku í slíkri stjórn, hafi ekki þann styrk í eigin flokki að hún geti fengið samþykki í flokknum. Þrátt fyrir stuðning ákveðinna landsbyggðarþingmanna VG við slíkt stjórnarmynstur dugi það ekki til, því ákveðin öfl í VG undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, muni berj- ast gegn slíkum áformum af öllu afli. Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuðóvin- urinn í augum svo margra VG- manna. Þá hafa bæði framsóknarmenn og sjálfstæðismenn verið áhugsamir um það í samtölum, að reyna sam- starf Sjálfstæðisflokks, Framsókn- arflokks og Miðflokksins, hugsan- lega með fulltingi Flokks fólksins. Slík stjórn hefði 35 þingmanna styrk. Viðmælendur virðast flestir sam- mála um að það ætti ekki að þurfa að taka langan tíma fyrir Sjálfstæðis- flokk, Framsóknarflokk og Miðflokk að ná þokkalegri sátt um stjórnar- sáttmála. Það séu ekki málefnin sem þvælist fyrir slíkri stjórnarmyndun, heldur sé það heiftarlegur persónu- legur ágreiningur á milli þeirra Sig- urðar Inga Jóhannssonar og Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar. Þessir fyrrverandi pólitísku sam- herjar talist ekki við og algjör kuldi sé á milli þeirra. Sumir hafa nefnt að Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokks, gæti mögulega sætt þá tvímenninga, en aðrir eru ekki ýkja bjartsýnir á að það geti orðið. Staðan sé einfaldlega þannig á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs að aldrei muni gróa um heilt á milli þeirra. En svo má minna á ágætis orðtak: Aldrei að segja aldrei. Strandar samstarf á per- sónulegri andúð og heift?  Pirringur í garð Framsóknarflokks, sem sagður er daðra til hægri og vinstri Morgunblaðið/Eggert Þrautin þyngri Það hefur reynst ljósmyndurum í kosningabaráttunni undanfarnar vikur erfitt að ná þeim saman á mynd Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. 6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Fararstjórar: Íris Marelsdóttir & Árni Ingólfsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Ramsau við Dachstein er með betri gönguskíðasvæðum Alpanna. Skíðagöngubrautirnar teygja sig yfir þrjú mismunandi hæðarsvæði og því er svo sannarlega hægt að finna brautir við allra hæfi. Gist verður á ekta austurrísku 4 stjörnu alpahóteli með heilsulind. Í þessari ferð fer saman útivist, hreyfing, góður matur og skemmtilegur félagsskapur í sannkölluðu ævintýralandslagi. Verð: 198.800 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. 27. janúar - 3. febrúar SkíðagönguferðtilRamsau Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Samkvæmt 22. grein stjórnarskrárinnar stefnir forseti lýðveldisins Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir al- mennar alþingiskosningar. Hins vegar liggur fyrir að nú þarf að kalla Alþingi saman miklu fyrr. Eftir er að af- greiða aðkallandi mál, svo sem fjárlög ársins 2018. Mikið kapp er lagt á að afgreiða fjárlög hvers árs fyrir áramótin enda segir í 41. grein stjórnarskrárinnar að rík- ið megi ekkert gjald reiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp á síðasta þingi, skömmu fyrir stjórnar- slitin, en það var órætt. Í fyrra var kosið 29. október en nýtt þing kom ekki saman fyrr en en rúmum fimm vikum síðar, 6. desember. Ekki var búið að mynda nýja ríkis- stjórn þegar þing var sett í fyrra. Nöfn nýkjörinna þingmanna á vef Alþingis Landskjörstjórn kemur saman til fundar þriðjudaginn 7. nóvember til að úthluta þingsætum á grundvelli kosn- ingaúrslita í kjördæmum, samkvæmt frétt á vef Alþingis í gær. Nöfn nýkjörinna alþingismanna hafa verið skráð og birt á vef Alþingis með fyrirvara um afgreiðslu lands- kjörstjórnar Að loknum alþingiskosningum fá kjörnir þingmenn og jafnmargir varaþingmenn kjörbréf sent frá landskjör- stjórn. Áður en landskjörstjórn gefur út kjörbréf og birt- ir úrslit fer hún yfir skýrslur yfirkjörstjórna um at- kvæðatölur og úthlutar þingsætum. Að loknum alþingiskosningum gegnir störfum forseta Alþingis, nái forseti ekki endurkjöri, sá varaforseti sem næst honum gengur í röð endurkjörinna varaforseta. Hann gegnir embættinu frá kjördegi og fram til þing- setningar, samkvæmt 2. mgr. 6. gr. þingskapa. Þessi varaforseti er Steingrímur J. Sigfússon. Hann er jafnframt starfsaldursforseti þingsins og mun stjórna fundi þegar Alþingi kemur saman við þingsetningu. Sem kunnugt er náði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Al- þingis, ekki kjöri að þessu sinni. Fjárlög knýja á um að Alþingi komi saman  Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum 7. nóvember Morgunblaðið/Ófeigur Þingsetning Alþingi kom saman 6. desember í fyrra. Logi Már Einars- son, formaður Samfylkingar- innar, tók dóttur sína, á unglings- aldri, með sér í kjörklefann þeg- ar kosið var til Alþingis sl. laug- ardag. Ólafur Rúnar Ólafsson, formaður yfir- kjörstjórnar Norðausturkjördæmis, segir kosningalögin skýr en þar segir að þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum fer kjósandi með hann inn í kjörklefann, þar sem kjósandinn einn má vera. „Lögin eru nokkuð skýr hvað þetta varðar, hins vegar getur það auðvitað gerst að okkar fólk í undir- kjörstjórn hafi ekki áttað sig á þessu enda fjölmiðar og fleira fólk sem fylgir þegar formaður stjórn- málaflokks kemur á kjörstað,“ segir Ólafur. Spurður hvort starfsfólk kjör- deilda fái sérstakt námskeið eða leiðbeiningar segir hann það ekki í höndum yfirkjörstjórnar. „Þetta er oftast vant fólk sem sit- ur í kjördeildum og passað er upp á að óvant fólk raðist ekki saman.“ Jafnframt bendir hann á að farið sé yfir helstu mál þó ekki sé haldið sérstakt námskeið. Fundað með fólki í Reykjavík Kristín Edwald, formaður lands- kjörstjórnar, vísar til ákvæða kosn- ingalaga sem hún segir nokkuð skýr. Spurð um leiðbeiningar til starfsmanna í kjördeildum bendir hún á að það hafi tíðkast í Reykja- vík að funda með öllum sem komi að kosningunni. „Þá er farið yfir öll helstu mál en síðan er þetta í höndum kjör- stjórnar á hverjum stað að fram- fylgja lögunum,“ segir Kristín. Ljóst er að Loga var ekki heimilt að taka dóttur sína með inn í kjör- klefann. Logi Már braut kosn- ingalög  Verður að vera einn inni í kjörklefa Logi Már Einarsson KOSNINGAR 2017
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.