Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017
Nýjar vörur í hverri viku
Holtasmári 1
201 Kópavogur
sími 571 5464
Str. 38-52
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Til stendur að sameina leikskólana Seljaborg og Seljakot í
Breiðholti og var tillaga sviðsstjóra skóla- og frístunda-
sviðs Reykjavíkurborgar þess efnis tekin fyrir á síðasta
fundi skóla- og frístundaráðs. Ákvörðun um sameiningu
var frestað til næsta fundar en lagt hefur verið til að sam-
einingin komi til framkvæmdar um áramótin.
Árið 2011 var fjöldi leikskóla sameinaður í Reykjavík.
Þá var lagt til að sameina Seljaborg og Seljakot, sem eru
litlir leikskólar nálægt hvor öðrum í Seljahverfi, en horfið
var frá því vegna ólíkra áherslna í leikskólastarfinu. Selja-
borg vinnur í anda Hjallastefnunar en Seljakot eftir hug-
myndafræði Reggio Emilia.
Sigríður Kristín Jónsdóttir, leikskólastjóri Seljakots,
segir aðalóánægjuna enn snúa að ólíkum stefnum og
starfsháttum leikskólanna. „Það er hægt að sameina
skólana en aðferðafræðin og forsendurnar þurfa að vera
réttar. Til að sameiningin sé farsæl þarf að vanda sig og
starfsmenn þurfa að finna að þeir geti tekið þátt í henni og
haft áhrif,“ segir Sigríður Kristín og leggur áherslu á að
sameining gæti kostað bæði tíma og peninga og að það
verði óhjákvæmilega miklar breytingar á námskrám skól-
anna. „Ef af sameiningu verður þarf að vera svigrúm til að
vinna að nýrri skólanámskrá, það tekur tíma. Við samein-
ingu leikskólanna og vinnuna sem því fylgir tel ég mik-
ilvægt að auka við stöðugildi aðstoðarleikskólastjóra og
afleysingu.“
Sigríður Kristín hefur leitað til annarra leikskóla-
stjóra til að heyra um þeirra reynslu af sameiningu leik-
skóla. „Sumstaðar hefur gengið vel og á öðrum stöðum
verr. Það þarf að leggja áherslu á að passað sé upp á vönd-
uð vinnubrögð og ég finn fyrir því að það er verið að hlusta
á okkur. Þetta er mildara en var við sameiningarnar 2011.
Sem dæmi frestaði Skóla- og frístundaráð þessari ákvörð-
un núna því þeir ætla að skoða umsagnirnar betur, enn er
þetta því tillaga.“
Olga Guðrún Guðjónsdóttir leikskólastjóri Seljaborg-
ar segir að þau vilji halda sinni stefnu enda eini leikskóli
Reykjavíkurborgar sem vinnur í anda Hjallastefnunnar
og hefur gert það síðan 2001. „Við höfum áhyggjur af því
að hún líði undir lok við sameiningu og verði þá ekki val
fyrir foreldra að senda börnin sín í leikskóla sem vinnur í
þeim anda,“ segir Olga. „Auðvitað hafa allar stefnur eitt-
hvað gott og við sameiningu yrði þá að finna upp nýja
stefnu eða taka eitthvað úr báðum. Svo er spurning hvern-
ig þetta vinnst,“ segir Olga.
Samkvæmt heimildum á við sameiningu leikskólanna
að verða til hagstæðari rekstrareining sem liggur m.a. í
launum eins stjórnanda, kostnaði við reikninga og bókhald
og hagræðingu í innkaupum.
Á fundi skóla- og frístundaráðs var líka tekin fyrir til-
laga um sameiningu leikskólanna Engjaborgar og Huldu-
heima í Grafarvogi en afgreiðslu þeirrar tillögu var frest-
að til næsta fundar.
Borgin fyrirhugar samein-
ingu nokkurra leikskóla
Þarf að passa upp á vönduð vinnubrögð segir leikskólastjóri
Morgunblaðið/Ómar
Leikskólabörn Borgin vill sameina fleiri leikskóla.
Þrjú brugghús eru stærst á markaði, Öl-
gerðin með Borg brugghús innanborðs,
Vífilfell með Einstök innanborðs og Kaldi.
Nokkrir bruggbarir eru þegar starfandi
á landsbyggðinni; Ölverk í Hveragerði,
Jón ríki í nágrenni við Höfn, Beljandi á
Breiðdalsvík og The Brothers Brewery í
Vestmannaeyjum. Í höfuðborginni er
Bryggjan brugghús og Öldurhúsið á að
opna í vetur. Þá er bruggað í Ægisgarði
vestur á Granda.
Af örbrugghúsum á höfuðborgarsvæð-
inu hefur Lady Brewery þegar látið til sín
taka, Ide brugghús sendi frá sér fyrsta
bjórinn á dögunum og RVK Brewing Co.
verður opnað bráðlega. Kex Brewing hef-
ur sent frá sér marga bjóra og bruggað
með þekktum brugghúsum úti í heimi og
innan tíðar mun Malbygg fara í gang.
Brugg kompaní er á Akureyri, Segull 67 á
Siglufirði, Gæðingur í Skagafirði, Steðji í
Borgarfirði og Ölvisholt í Flóanum. Smiðj-
an verður opnuð í Vík í Mýrdal og Austri
er á Héraði. Þá eru ótalin brugghúsin
Hólar, Draugr og ónefnt brugghús Gunn-
ars Óla.
25 brugghús um allt land
BJÓRÁHUGAFÓLK GETUR BRAGÐAÐ Á SPENNANDI NÝJUNGUM ALLS STAÐAR Á LANDINU
Brugghús Lady Brewery.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Er það ekki þannig að þegar ein
kýrin mígur þá verður annarri mál?
Það er hellings markaður fyrir
þetta,“ segir Hrafnkell Freyr Magn-
ússon, eigandi Brew.is, um ótrúlega
fjölgun sem orðið hefur á brugg-
húsum hér á landi að undanförnu.
Um 25 brugghús eru nú hér á landi
og þau sem bæst hafa við, eða eru í
undirbúningi, eru öll hluti af mikilli
vakningu í svokölluðum handverks-
bjór, vönduðum bjór sem fram-
leiddur er í litlu magni í svokölluðum
örbrugghúsum. Fyrsta slíka brugg-
húsið á Íslandi var Kaldi á Árskógss-
andi sem stofnað var 2006. Síðan
hafa margir lítrar runnið ofan í land-
ann.
Mikill áhugi hefur verið á heima-
bruggi síðustu ár og margir sem nú
brugga í alvörubrugghúsum hafa
byrjað heima í bílskúr. Hrafnkell
hefur rekið Brew.is síðan 2010 og
hefur séð ófáum heimabruggurum
og smærri brugghúsum fyrir hrá-
efni. Hann segir að rúmt ár sé síðan
að þessi litlu brugghús fóru að
spretta upp.
„Það hafa rosalega margir verið að
pæla í þessu lengi og svo fór þetta af
stað þegar sá sem rekur Jón ríka á
Höfn keypti brugggræjur frá Kína.
Þá kvisaðist út að hægt væri að fá
góðar græjur á verði sem væri innan
seilingar fyrir marga.“
Síðan þá hafa hátt í tíu brugghús
verið sett upp með samskonar græj-
um. Algengt er að menn borgi um tíu
milljónir króna fyrir brugggræj-
urnar. Þá á eftir að finna hentugt
húsnæði og koma því í stand. Al-
gengt er að aðrar fimm milljónir fari
í það. Það er því hægt að miða við að
um 15 milljónir króna kosti að koma
upp sómasamlegu brugghúsi á Ís-
landi í dag. „Þetta er kannski einn
Land Cruiser og það eru nú ófáir
sem eiga slíkan,“ segir Hrafnkell.
Eyþór Helgi Pétursson, formaður
Fágunar, félags áhugafólks um gerj-
un, tekur undir með Hrafnkeli.
„Þetta er allt að breytast, kostn-
aðurinn og svo hjálpar fjölgun ferða-
manna líka til við að búa til markað
fyrir bjórinn. Það heillar líka marga
að búa til vöru. Fólk er ekkert endi-
lega í þessu til að græða peninga,
eiginlega þvert á móti.“
Mörg af þessum nýju brugghúsum
eru einmitt á landsbyggðinni enda
hentar það afskaplega vel að byrja
smátt, tryggja sér viðskipti á veit-
ingastöðum og hótelum í nær-
umhverfinu og byggja svo ofan á það.
Þá sleppa brugghúsin við 18% álagn-
ingu í Vínbúðunum og flutnings-
kostnað sem myndi ella bætast við.
Eitt af þeim örbrugghúsum sem
vakið hafa athygli síðustu misseri er
Brothers Brewery í Vestmanna-
eyjum. „Við byrjuðum að brugga í
kjallara árið 2013 og fengum fram-
leiðsluleyfi í janúar 2016. Það var svo
í mars á þessu ári sem við opnuðum
ölstofu og brugghús í nýju húsnæði,“
segir Kjartan Vídó Ólafsson, einn
forsvarsmanna Brothers Brewery.
Hann kveðst ánægður með hvern-
ig gengið hefur að koma fyrirtækinu
á legg.
„Við erum fast á 5-6 stöðum í
Reykjavík og á okkar stað í Eyjum.
Þetta hefur gengið eins og í góðri
sögu og við erum ánægðir með hvað
við erum komnir langt. Það var ekki
fyrr en nú í september sem einn okk-
ar fór í fulla vinnu hjá Brothers Bre-
wery. Þetta er áhugamál sem hefur
undið upp á sig hægt og rólega.“
Hann segir að stefnan sé einmitt
að fyrirtækið vaxi hægt og rólega. Á
næsta ári verður ef til vill ein bjór-
tegund sett í sölu í Vínbúðunum en
vöxturinn eigi að koma á veit-
ingamarkaði.
„Það hefur orðið mikil vakning í
bjórmenningu á Íslandi. Við tökum
því fagnandi að litlum brugghúsum
fjölgi, því fleiri, þeim mun betra. Það
er líka gaman hvað þetta dreifist
skemmtilega um landið, bæði fyrir
túrismann og líka fyrir Íslendinga að
komast í handverksbjór.“
Brugghús spretta upp um allt land
Síðasta árið hefur örbrugghúsum fjölgað hratt hér á landi Græjurnar kosta 10 milljónir frá
Kína Sífellt fleiri sneiða hjá Vínbúðunum og selja bara á veitingastaði Vakning í bjórmenningu
Ljósmynd/Ólafur Einar Lárusson
Bræðurnir Hlynur Vídó, Hannes Kristinn, Kjartan Vídó og Jóhann Ólafur reka The Brothers Brewery í Eyjum.
Fólki gefst kostur á að koma með
eigin gripi til greiningar hjá sér-
fræðingum Þjóðminjasafns Íslands
næstkomandi sunnudag. Grein-
ingin er ókeypis og fer fram í fyrir-
lestrarsal safnsins á fyrstu hæð frá
klukkan 14 til 16, að því er fram
kemur í tilkynningu frá safninu.
Hámarksfjöldi gripa til greiningar
eru þrír hlutir á mann.
Í tilkynningunni segir að grip-
irnir geti verið erfða- eða ættar-
gripir, t.d. útskornir munir, skart
eða hvaðeina sem virðist gamalt.
Ennfremur segir að þeir þurfi ekki
„að vera frá miðöldum“ til að telj-
ast gamlir. Margar nýjungar síð-
ustu áratuga séu raunar orðnar
„gamlar“ eða „fornlegar“.
Reynt verður að greina gripi út
frá aldri, efni, uppruna og fleiru, en
verðgildi þeirra verður ekki metið.
Gripina hafa eigendur með sér
heim að lokinni skoðun.
Fólk getur látið greina forngripi sína