Morgunblaðið - 01.11.2017, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.11.2017, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fulltrúar sjö þjóðlanda kynntu menningu sína á fjölmenningar- hátíð sem haldin var í Snæfellsbæ á dögunum. Líkt og í mörgum öðrum sjávarbyggðum landsins býr vestra fjöldi fólks af erlend- um uppruna sem margt hefur ver- ið þar um ára- raðir. Stjórn- endum sveitar- félagsins hefur verið í mun að fá þetta fólk til virkari þátttöku í samfélaginu og í því skyni meðal annars var efnt til þessarar sam- komu sem var í Frystiklefanum, menningarmiðstöðinni í Rifi. Að þessu sinni kynnti fólk frá Bosníu, Rúmeníu, Slóvakíu, Suður- Afríku, Þýskalandi og Póllandi sig og sitt á hátíðinni sem stóð dag- langt. „Við erum hæstánægð með hvernig tókst til,“ segir Rebekka Unnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Átthagastofu Snæfellsbæjar, sem hafði umsjón með hátíðinni. Frá um 20 þjóðlöndum Íbúar í Snæfellsbæ, það er í Ólafsvík, Rifi og Hellissandi og sveitunum í kring, eru 1.625 og af þeim er um fimmtungur af erlendu bergi brotinn. Alls býr fólk frá um 20 þjóðlöndum í sveitarfélaginu og sá hluti þess sem er á vinnumarkaði mikilvægur starfskraftur hjá fisk- vinnslunni. Störfin og verkefnin verða þó æ fjölbreyttari. Í þessum hópi eru Pólverjar fjölmennastir Fólkið sem kemur frá útlöndum og sest hér að er hingað velkomið. Raunar er okkur í mun að fá það til þátttöku til dæmis í slysavarna- deildinni, ýmsum klúbbum, félags- starfi aldraðra og svo framvegis enda var starfsemi þeirra kynnt á fjölmenningarhátíðinni, þar sem fólkið kynnti meðal annars fjöl- breytta matarrétti frá sínum heimalöndum. Lífið er fleira en fiskur, þó hann sé undirstaðan í at- vinnulífinu hér í Snæfellsbæ,“ segir Rebekka Unnarsdóttir. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Mannlíf Nemendur úr Lýsuhólsskóla sem er á sunnanverðu Snæfellsnesi, með þeim er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem sótti hátíðina. Fólk sé virkara í samfélaginu  Framandi menning í Snæfellsbæ „Fjölmenning ber með sér um- burðarlyndi og víðsýni, fróð- leiksþrá og andúð á hleypidóm- um. Fjölmenning er andstæða kreddutrúar, þröngsýni og öfga sem aldrei skal þola,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þegar hann ávarpaði hátíðina í Rifi. „Svo verðum við að sýna þeim sem hingað koma til að snúa hjólum atvinnulífsins með okkur sjálfsagða virðingu. Því miður hefur borið á því að reynt sé að hlunnfara fólk af er- lendum uppruna. Það er auðvit- að óþolandi. Þess hefur jafn- framt gætt að þeir sem bera ókunnuglegt nafn eigi erfiðara en ella með að fá starf eða boð í atvinnuviðtal. Þann afdalahátt verður að uppræta.“ Afdalaháttur sé upprættur ANDSTÆÐA KREDDANNA Rekbekka Unnarsdóttir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Haldið verður upp á það í Eyjafirði í dag að 90 ár eru lið- in frá því að meðferð við berklaveiki hófst á Kristnesi. Núverandi og fyrrverandi starfsmönnum á Kristnesi hefur verið boðið til hátíðarsamkomu, ásamt velunnurum hælisins og stjórn- endum heilbrigðisstofnana á Norður- landi. Við sama tækifæri verður kynnt bók sem Brynjar Karl Óttarsson kennari hefur tekið saman um sögu Kristneshælis, þar sem hann tekur sérstaklega fyrir það tímabil sem bar- ist var við berklana og veitt aðhlynn- ing við hinum skæða sjúkdómi þess tíma. Í fyrstu hét stofnunin Heilsuhæli Norðurlands að Kristnesi en fljótlega var farið að tala um Kristneshæli. Nafninu var svo breytt í Kristnesspít- ala árið 1984 en ríkið hafði þá tekið reksturinn alfarið yf- ir og breytt honum í hjúkrunar- og endurhæfingarspít- ala. Síðasti berklasjúklingurinn útskrifaðist frá Kristnesi árið 1976. Endurhæfing og öldrunarlækningar Um tíma leit út fyrir að spítalanum yrði lokað en þann 1. janúar 1993 tók Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) við rekstrinum, nú Sjúkrahúsið á Akureyri. Í dag eru þar reknar endurhæfingardeild og öldrunarlækn- ingadeild. Starfsmenn eru um 50 í 75 stöðugildum. Á Kristnesi eru 38 hjúkrunarrými, þar af 21 á endurhæf- ingardeild og 17 á öldrunarlækningadeild. Á síðasta ári voru alls 296 einstaklingar lagðir inn á Kristnesspítala, 42 komu á dagdeild og 222 á göngudeild. Á hátíðarsamkomunni í dag verður yfirskriftin Krist- nes í fortíð, nútíð og framtíð. Auk bókarkynningar Brynjars Karls mun María Pálsdóttir leikkona flytja er- indi en hún hefur verið að grúska í sögu berklaveiki hér á landi með það fyrir augum að setja upp safn á Kristnesi. Þá mun Pétur Halldórsson, fræðslufulltrúi Skógræktar- félags Íslands, fjalla um umhverfisáhrifin á Kristnesi en þar hefur vaxið stór og myndarlegur skógur sem Skóg- ræktin heldur utan um. Ingvar Þóroddsson, forstöðulæknir á Kristnesi, mun einnig flytja erindi um stöðu spítalans í dag og framtíð- armöguleika hans. Í samtali við Morgunblaðið segir Ingvar að Kristnes hafi í gegnum tíðina náð að skapa sér ákveðna sérstöðu meðal heilbrigðisstofnana hérlendis. „Við lifum á smæðinni og nándinni, sem getur oft verið til gagns,“ segir Ingvar, sem vonast til að hægt verði að efla starfsemina á Kristnesi í náinni framtíð, bæði í öldr- unarlækningum og endurhæfingu. Þörf sé t.d. á að byggja nýtt þjálfunarhúsnæði. Vonast Ingvar jafnframt til þess að hægt verði að leggja aukna áherslu á endurhæfingu ungra öryrkja, einkum þeirra er glímt hafa við geðraskanir. Kristnesspítali fagnar 90 ára afmæli í dag  Velunnurum boðið til fagnaðar á Kristnesi  Bók kynnt um sögu meðferðar á Kristneshæli við berklaveikinni Ljósmynd/Kristnesspítali Berklaveiki Vistmenn og hjúkrunarfólk á Kristneshæli á fyrri hluta síðustu aldar, en hælið var stofnað 1927. Ingvar Þóroddsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sagan Brynjar Karl Óttarsson kennari hefur skrifað bók um starfsemina á Kristnesi á fyrri árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.