Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fjölmiðlanefnd fór meðal annars að
ráðum Gallup hvað varðar tímasetn-
ingu á könnun á viðhorfi almenn-
ings til frétta og fréttatengds efnis
Ríkisútvarpsins (RÚV) í maí í fyrra.
Þetta segir Elfa Ýr Gylfadóttir,
framkvæmda-
stjóri Fjölmiðla-
nefndar, og rifjar
upp að starfs-
menn Gallup hafi
ekki talið heppi-
legt að vinna
könnunina sam-
hliða forseta-
kosningum í júní
í fyrra.
„Starfsmenn
Gallup bentu á að
það væri betra að gera þessa könn-
un áður en kosningasjónvarpið
byrjaði. Þannig að við fórum eftir
ráðleggingum sérfræðinga.“
Standi straum af rannsóknum
Þá segir Elfa Ýr það eiga þátt í
tímasetningunni að mennta- og
menningarmálaráðuneytið hafi í
maí í fyrra ákveðið að veita nefnd-
inni sérstaka fjárveitingu til að
standa straum af fjölmiðlarann-
sóknum. Þær séu hluti af eftir-
litshlutverki nefndarinnar.
Fyrir fjárveitinguna var annars
vegar gerð áðurnefnd könnun, sem
var netkönnun gerð 23. til 30. maí.
Bentu niðurstöður hennar til að
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks töldu RÚV síður
gæta hlutleysis en stuðningsmenn
annarra stjórnmálaflokka.
Hins vegar var unnin greining á
fréttaumfjöllun RÚV í aðdraganda
þingkosninganna í fyrrahaust. Lét
nefndin fjölmiðlavakt Creditinfo
framkvæma þá könnun. Um var að
ræða samanburðarrannsókn sem
tók til tímabilsins 16. október til 29.
október 2016 annars vegar og 14.
apríl til 27. apríl 2013 hins vegar,
þegar einnig var kosið til Alþingis.
Tímasetningin væri óheppileg
Magnús Geir Þórðarson, útvarps-
stjóri, sagði í Morgunblaðinu í gær
að netkönnun Gallup á viðhorfi
fólks til frétta RÚV væri ómark-
tæk.
„Gallinn við þessa tilteknu könn-
un sem Fjölmiðlanefnd lét gera er
að hún er bara ein og stök og er að
auki gerð á tíma sem er mjög
óvenjulegur og ómarktækur, að ég
tel,“ sagði Magnús Geir og vísaði til
þess að rúmum mánuði áður hefði
RÚV sýnt þátt um Panama-skjölin
svokölluðu. Í kjölfarið hefði stjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks fallið. Þetta bæri að hafa í
huga með hliðsjón af viðhorfi stuðn-
ingsmanna þessara flokka til efnis-
taka RÚV.
Ræðst af fjárveitingum
Spurð hvort slík netkönnun verði
endurtekin segir Elfa Ýr það munu
ráðast af fjárveitingum.
„Það væri áhugavert að skoða
þróunina varðandi til dæmis viðhorf
fólks til RÚV. Það má til dæmis
nefna könnun frá 2013 sem bendir
til að viðhorf bresks almennings til
breska útvarpsins, BBC, sé tengt
stjórnmálaskoðunum. Margt er þar
líkt og með viðhorfinu til Ríkis-
útvarpsins,“ segir Elfa Ýr.
Hún vísar aðspurð til þess að
stuðningsmenn Íhaldsflokksins og
breska Sjálfstæðisflokksins (UKIP)
beri minna traust til BBC en stuðn-
ingsmenn annarra stjórnmálaflokka
í Bretlandi.
Breyta sem hefur áhrif
„Tölurnar eru mjög sambæri-
legar. Þarna virðist vera einhver
breyta sem hefur áhrif á viðhorf
fólks til fréttaflutnings,“ segir hún.
Spurð hvernig netkönnunin muni
gagnast við eftirlit Fjölmiðla-
nefndar rifjar Elfa Ýr upp 15. grein
laga um RÚV. Þar segi að nefndin
skuli árlega leggja sjálfstætt mat á
hvort Ríkisútvarpið hafi uppfyllt al-
mannaþjónustuhlutverk sitt sam-
kvæmt 3. grein um fjölmiðlaþjón-
ustu í almannaþágu.
Byggt á EES-samningnum
Elfa Ýr segir Fjölmiðlanefnd bíða
eftir gögnum frá RÚV til að geta
lokið slíku mati og gefið það út.
„Þetta er byggt á EES-
samningnum um að sjálfstæðu fjöl-
miðlanefndirnar á EES-svæðinu
skuli hafa sjálfstætt eftirlit með
ríkisfjölmiðlinum og að gætt sé að
þeim atriðum sem skipta máli.“
Elfa Ýr segir það hafa staðið til
að niðurstöður Gallup annars vegar
og fjölmiðlavaktar Creditinfo hins
vegar yrðu birtar síðar á þessu ári.
Þá sem hluti af árlegu mati nefnd-
arinnar á almannaþjónustuhlutverki
RÚV. Því mati sé hins vegar ekki
lokið. Nefndinni hafi borist beiðni
frá tveimur fjölmiðlum um að niður-
stöðurnar yrðu birtar. Með vísan til
upplýsingalaga og sjónarmiða um
gagnsæi og jafnræði hafi nefndin
ákveðið að birta niðurstöðurnar.
Elfa Ýr segir RÚV eiga eftir að
senda nefndinni ítarlegri gögn, líkt
og getið sé um í samningi Ríkis-
útvarpsins og menntamálaráðuneyt-
isins. Þar er rætt um hvað þurfi að
koma til viðbótar svo nefndin geti
lokið árlegu mati sínu. „Þessi al-
mannaþjónustusamningur er mun
ítarlegri en lögin sjálf [um RÚV].
Það þarf að hafa hann til hliðsjónar
þegar nefndin skoðar hvernig Ríkis-
útvarpið hefur sinnt því hlutverki
sem því er ætlað,“ segir Elfa Ýr.
Hún segir aðspurð að slík gagna-
öflun fari nú fram í fyrsta sinn.
Nefndin fór að ráðum Gallup
Framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar svarar gagnrýni útvarpsstjóra á könnun á viðhorfi til RÚV
Við tímasetningu könnunarinnar í maí 2016 hafi verið horft til forsetakosninga þá um sumarið
Morgunblaðið/Eggert
Viðbrögð Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur gagnrýnt tímasetningu á könnun á viðhorfi til RÚV.
Elfa Ýr
Gylfadóttir
RÚV fjallaði á jákvæðari hátt um
Pírata en aðra flokka í aðdraganda
þingkosninganna í fyrrahaust.
Þetta er meðal þess sem má lesa
úr greiningu fjölmiðlavaktar
Creditinfo á fréttaumfjöllun RÚV í
aðdraganda alþingiskosninga 2016.
Greiningin var unnin að beiðni
Fjölmiðlanefndar og náði til tíma-
bilsins 16. október til 29. október
2016. Til samanburðar var valið
tímabilið 14. apríl til 27. apríl 2013.
Þingkosningar fóru fram 27. apríl
2013 og 29. október 2016.
Fram kemur í skýrslu Creditinfo
um niðurstöðurnar að eftirtaldir
miðlar/fréttatímar voru greindir:
Ruv.is, sjónvarpsfréttir RÚV kl.
19:00 og 22:00 og útvarpsfréttir
RÚV kl. 08:00, 12:20 og 18:00.
Þá voru eftirfarandi þættir nýtt-
ir í greiningunni: Kastljós Sjón-
varpsins, Morgunútvarpið á Rás 1,
Morgunvaktin á Rás 2, Samfélagið
á Rás 1, Síðdegisútvarpið á Rás 2
og Spegillinn á Rás 1 og 2.
Umfjöllun um flokka skoðuð
Annars vegar var lagt mat á
hverja grein eða frétt (ekki þætti)
þar sem fjallað var um hvern
stjórnmálaflokk. Tekið er fram að
hver grein eða frétt geti legið fleiri
en einu mati til grundvallar ef fleiri
en einn flokkur eru til umfjöllunar.
Hins vegar var grein eða frétt
metin jákvæð (frekar/mjög) ef hún
var „talin skapa jákvætt viðhorf
hjá lesendum, hlustendum eða
áhorfendum gagnvart þeim
stjórnmálaflokki sem er til umfjöll-
unar“.
„Samskonar forsendur liggja að
baki öðrum greiningarniður-
stöðum, þ.e.: hvorki/né og nei-
kvætt. Frétt telst jöfnuð ef fulltrúi
flokks fær tækifæri innan fréttar
til þess að leiðrétta/útskýra af-
stöðu flokks gagnvart umfjöllun
sem annars hefði verið greind nei-
kvæð,“ segir um aðferðafræðina í
niðurstöðuskýrslu Creditinfo.
Við greininguna fyrir þingkosn-
ingarnar 2016 var lagt mat á 236
greinar. Að meðaltali voru unnar
3,7 greiningar á frétt og var fjöldi
greininga því alls 882. Þær skiptust
þannig að 63% voru á ruv.is, 24% í
útvarpi og 13% í sjónvarpi RÚV.
Niðurstaðan var sú að 88% grein-
inga töldust hvorki jákvæð né nei-
kvæð, 9% töldust vera jákvæð og
3% vera neikvæð.
Þegar þessi gögn eru sundur-
liðuð eftir stjórnmálaflokkum er
niðurstaðan sú að hlutfall jákvæðra
frétta var hæst hjá Pírötum, eða
22%. Hlutfallið var næsthæst hjá
Dögun, 14%, og svo 11% hjá VG.
Algengustu viðmælendur í
ljósvakafréttum RÚV hafi verið
Katrín Jakobsdóttir, Birgitta Jóns-
dóttir og Oddný G. Harðardóttir.
Creditinfo vann sem áður segir
sambærilega greiningu árið 2013.
Þar voru samtals 748 greiningar
unnar upp úr 233 fréttum. Hlutfall
jákvæðra frétta var þá mun hærra,
eða 23%. „Sá munur sem birtist á
milli áranna 2013 og 2016 virðist að
mestu tengjast því að árið 2013 var
hærra hlutfall frétta í tengslum við
fylgiskannanir og þá sérstaklega
dagana fyrir kosningar þar sem út-
lit var fyrir gott gengi Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks. Árið
2013 var einnig hærra hlutfall við-
tala í fréttatímum við frambjóð-
endur, en árið 2016 var sá háttur
hafður á að viðtöl við frambjóð-
endur færðust í meira mæli yfir í
sérstaka þætti utan fréttatíma og
sú umfjöllun féll því ekki undir
greiningu Fjölmiðlavaktarinnar,“
segir til skýringar í skýrslunni.
Greining Creditinfo á fréttaumfjöllun RÚV í aðdraganda alþingiskosninga 2013 og 2016
Heimildir: Creditinfo/Fjölmiðlanefnd
Hvorki/né Jákvætt Neikvætt
Samfylkingin
Framsóknarflokkurinn
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
Sjálfstæðisflokkurinn
Björt framtíð
Hægri grænir, flokkur fólksins
Píratar
Lýðræðisvaktin
Dögun
Sturla Jónsson, K-listi
Flokkur heimilanna
Húmanistaflokkurinn
Regnboginn, fyrir sjálfstæði
Alþýðufylkingin
Landsbyggðarflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn
Framsóknarflokkurinn
Píratar
Samfylkingin
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
Björt framtíð
Viðreisn
Flokkur fólksins
Íslenska þjóðfylkingin
Dögun
Alþýðufylkingin
Húmanistaflokkurinn
65% 88%
86%
75%
91%
88%
92%
90%
94%
93%
86%
96%
93%
2013
Heild
70%23%
7%
2016
Heild
88%
9%
3%
27% 8%
9%
22%
5%
11%
7%
6%
6%
14%
4%
7%
4%
5%
3%
4%
1%
1%
4%
7%
30%
25%
36%
13%
14%
18%
7%
14%
21%
16%
11%
19%
15%
45%
8%
13%
7%
6%
6%
7%
4%
7%
3%
7%
3%
11%
5%
8%
0%
57%
68%
58%
81%
79%
78%
84%
86%
71%
81%
78%
76%
77%
55%
Mest jákvæðni í umfjöllun um Pírata
Fjölmiðlanefnd lét Creditinfo greina umfjöllun RÚV um flokkana fyrir þingkosningarnar í fyrra