Morgunblaðið - 01.11.2017, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.11.2017, Qupperneq 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) Valin besta nýja vara ársins, Nordbygg 2016 Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. Vefsíðan Mælaborð ferðaþjónustunnar er eitt gagnlegasta hjálp- artækið sem atvinnu- greinin hefur fengið í hendur. Vefsíðan var nýlega sett í loftið, en henni er ætlað að vera vettvangur fyrir allar tölulegar upplýsingar og kannanir sem varða ferðaþjónustuna. Hing- að til hefur þurft að sækja þessar upplýsingar frá fjölmörgum stofn- unum og félögum, en með mæla- borðinu verða þær allar aðgengileg- ar á einum stað. Þvílíkur munur. Ferðaþjónustan er lifandi og sí- breytileg. Til að fyrirtækin geti gert áætlanir og staðið að uppbyggingu þurfa þau að hafa að- gang að vönduðum og ferskum upplýsingum um fjölmargar breytur sem varða atvinnu- greinina. Hvert liggur straumurinn, hvað eru ferðamenn að eyða miklu, hvar er skortur á gistingu, hvert verð- ur framboð flugferða næsta sumar, hvaða þjóðir eru að auka komur sínar hingað o.s.frv. Það eru mörg þúsund fyrirtæki starfandi í ferða- þjónustunni, flest þeirra lítil. Því betri aðgang sem þau hafa að upp- lýsingum, þess betur geta þau und- irbúið sig til að koma til móts við ferðamennina og stuðla að ánægju- legri upplifun þeirra hér á landi. Mælaborð ferðaþjónustunnar er besta leiðsögutækið sem ferðaþjón- ustan gat fengið í hendurnar. Það á bara eftir að verða enn betra, eftir því sem fleiri upplýsingabrunnar bætast við. Það að setja mælaborðið á laggirnar lýsir mikilli framsýni Stjórnstöðvar ferðamála. Ástæða er til að óska aðstandendum verkefn- isins til hamingju með afraksturinn og ekki síður ferðaþjónustunni sjálfri með að hafa opinn aðgang að þessari mikilvægu upplýsingaveitu. Fín leiðsögn fyrir ferðaþjónustuna Eftir Ásbjörn Þ. Björgvinsson Ásbjörn Þ. Björgvinsson » Þetta er besta leið- sögutækið sem ferðaþjónustan gat fengið í hendurnar. Höfundur er markaðs- og sölustjóri LAVA – Eldfjallamiðstöðvar á Hvolsvelli. abbi@lavacentre.is Þjóðleikhúsið sýnir nú leikrit Henriks Ib- sens „Óvinur fólksins“ í leikgerð og þýðingu Grétu Kristínar Óm- arsdóttur og Unu Þor- leifsdóttur, sem er leik- stjóri. Leikgerðin er allmikið stytt en það kemur ekki að sök. Boðskapurinn skilar sér vel. Leikmynd og búninga gerði Eva Signý Berger og tónlist og hljóðmynd Gísli Galdur Þorgeirsson og Kristinn Gauti Ein- arsson. Leikritið heitir á norsku „En folke- fiende“ og er skrifað 1882 og var í fyrri þýðingu á íslensku nefnt „Þjóðn- íðingur“. Bandaríski rithöfundurinn Arthur Miller gerði leikgerð af verk- inu á sjötta áratug síðustu aldar og kallaði það „An Enemy of the People“, og þaðan er íslenska heitið nú runnið. Sýning á leikgerð Millers hlaut mikla athygli, enda var þetta á tímum ofsókna í Banda- ríkjunum á hendur rót- tæku fólki, svo kölluðum MacCarthy-tímanum. Leikritið „Óvinur fólks- ins“ er eitt frægasta verk Henriks Ibsens og fjallar um átök í smábæ í Noregi. Þar hafa verið stofnuð heilsuböð sem draga að sér fólk víðs vegar að og eru böðin orðin undirstaða atvinnulífs og velmegunar í bænum. Hins vegar kem- ur í ljós að vatnið í böð- unum er mengað, eitrað, frá verksmiðju sem rekin hefur verið í bænum þrjá mannsaldra. Bæjarstjór- inn, Katrín Stokkmann, sem leikin er af Sólveigu Arnarsdóttur, vill leyna menguninni og reyna að finna leiðir til þess að bjarga böðunum og bæjarsamfélag- inu, en bróðir hennar, læknirinn Tóm- as Stokkmann, sem Björn Hlynur Hallsson leikur, vill upplýsa almenn- ing um málið. Skiptist fólk í and- stæðar fylkingar sem takast á, en margir skipta um skoðun og sumir oftar en einu sinni, eins og gengur. Einn er sá sem ekki skiptir um skoð- un. Það er læknirinn og vísindamað- urinn sem vill berjast fyrir lýðræði og sannleika, eins og hann segir. Verkið lýsir á áhrifamikinn hátt hverjir hafa vald yfir sannleikanum og hvernig má skrumskæla lýðræðið. Lokaorð verksins eru orð Tómasar Stokkmanns: „Ég gerði nýja upp- götvun. Þegar maður berst fyrir sannleikanum, þarf maður að standa einn. Og sterkasti maður heims er sá sem þorir að standa einn. Ég er sá maður. Ég er sterkasti maður heims.“ Á norsku hljóða lokaorð Stokkmanns þannig: „Den sterkeste mann i ver- den, det er han som står mest alene.“ Hljóðmyndin er áhrifamikil og leik- myndin frábær, sýnir hinn lokaða heim iðnaðarsamfélagsins með járn- möstrum og byggingum úr stáli. Verkið kallast á við samtíma okkar þar sem takast á gróðahyggja og mengun annars vegar og hins vegar krafa um valddreifingu, velsæld og mannvirðingu. Þessi sýning Þjóðleikhússins á verkinu „Óvinur fólksins“ er ein áhrifamesta sýning sem undirritaður hefur séð um langan tíma og leiðir í ljós að óvinir fólksins í samtíma okkar eru margir. Óvinur fólksins Eftir Tryggva Gíslason Tryggvi Gíslason » Óvinir fólks- ins í sam- tíma okkar eru margir. Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri og leikari. Ég ók á leið minni um Vestfirði um dag- inn út Arnarfjörð og sá hvar kominn var munni nýrra jarð- ganga þar. Ég fagna þessum fram- kvæmdum og vænt- anlegum vegabótum á Dynjandisheiði og jafnvel í Suður- fjörðum. Mér finnst vegagerð yfirleitt og sérstaklega gangagerð vera mik- ilvægur þáttur landnáms á Íslandi og með því búið í haginn fyrir ókomnar kynslóðir. Ég hef séð með eigin augum hversu mjög Vestfjarðagöngin hafa breytt byggðaforsendum í Ísa- fjarðarsýslum, opnað landið og greitt samgöngur til aðfanga, út- flutnings og menningarsamskipta. Og því veit ég að göngin nýju eiga eftir að valda stórfelldum umbót- um. En sem ég ók út Hrafnseyr- arhlíðina þá hugsaði ég að nú vær- um við að víkja vegi frá menning- arstaðnum mesta sem við eigum vestra, sjálfri Hrafnseyri, fæðing- arstað þjóðhetjunnar Jóns Sigurðs- sonar og bústað Hrafns Svein- bjarnarsonar, landnámsstaðarins þar sem Grelöð fann forðum ilm úr grasi. Öll voru þau framfarasinnar. Jón reit margt um framkvæmdir og at- vinnuháttu í því skyni að örva til framfara. Hann hefði glaðst yfir öllum þessum vega- bótum með eflingu mannlífs og atvinnu- reksturs. Það er því miður ef framkvæmdin gerir það að verkum að Hrafnseyrar verði miður minnst og sjaldnar heimsótt eftir að hún verður ekki lengur í þjóðbraut. Því vil ég benda á ágæta leið til þess að halda nafni Hrafn- seyrar meir á lofti og minningu þeirra sem þar gengu um garða og að fleiri víki af leið sinni til þess að heimsækja staðinn. Látum göngin heita Hrafnseyrargöng! Dýrfirðingar hafa verið manna duglegastir við að rækja minningu Jóns en allir Vestfirðingar sækja staðinn þegar mikið er við haft, síð- ast á Hrafnseyrarhátíðinni 2011, og heiðra söguna og minnin sem Hrafnseyri eru bundin. Hugsið um þetta, góðir landsmenn, og þið sem ráðið þessum málum. Hafið gjarn- an samkeppni um svona nöfn. Eftir Jakob Ágúst Hjálmarsson »Leið til þess að halda nafni Hrafnseyrar meir á lofti: Látum göngin heita Hrafnseyrargöng! Jakob Ágúst Hjálmarsson Höfundur er frá Bíldudal. Hrafnseyrargöng Gott mál er góð- gerðarviðburður sem nemendur Hagaskóla halda árlega. Nem- endur og starfsfólk skólans eru nú að halda daginn í níunda skiptið. Mikið er um að vera á góðgerðardeg- inum, en þá opna nemendur stofur sínar fyrir gestum. Boðið er upp á ýmiss konar skemmtanir eins og til dæmis draugahús í kjall- aranum, sameiginlegt kaffihús, veit- ingastaði, lukkuhjól, happdrætti og hvað annað sem nemendum dettur í hug. Nemendur leggja því mikla vinnu á sig til að gera daginn sem skemmtilegastan. Hann eflir sam- starf nemenda ásamt því að láta gott af sér leiða. Dagurinn vekur líka ávallt mikla lukku og kærleik meðal gesta. Þar til nú hafa ver- ið valin tvö málefni til þess að styrkja, en í ár einungis eitt. Að þessu sinni styrkja nemendur skólafélaga sinn sem hefur glímt við mjög alvarleg veikindi um langt skeið og á enn langa baráttu fyrir höndum. Góðgerðardagurinn verður haldinn á morgun, 2. nóvember næstkomandi. Húsið verður opnað klukkan kl. 16 og lokað 19. Nemendur hvetja alla til þess að mæta og láta gott af sér leiða. Eftir Bryndísi Líf Bjarnadóttur Bryndís Líf Bjarnadóttir »Dagurinn eflir samstarf nemenda ásamt því að láta gott af sér leiða. Höfundur er nemi. Gott mál Einhver mesta ógn sem steðjar að fisk- veiðiþjóðinni Ísland er sú ömurlega staðreynd að mengun er að ná yf- irhöndinni á gæðum hafsins sem umlykur okkar land. Hafið sem við viljum gjarnan hampa sem hreinasta hafi í heimi. Við erum sennilega aðeins heppnari en margar aðrar þjóðir hvað varðar bæði dýpi, hafstrauma og legu landsins, að ekki séu hér heilu plastflákarnir út um allt. En hingað berst plast annars staðar úr heiminum. Undirritaður á myndir af alls kyns plastumbúðum, svo sem utan af matvælum og fiskumbúðir svo dæmi sé tekið. Sá plastkassi sem kom lengst að var frá Marokkó, hin- ir eru frá Ameríku, Grænlandi, Fær- eyjum, Kanada, Danmörku, Skot- landi, Noregi, Englandi og Slóvakíu. Undirritaður vill afgerandi að- gerðaráætlanir til að fyrirbyggja að plast fari hér á landi óhindrað í haf- ið, hvort sem er í gegnum fráveitu- kerfin eða eftir öðrum leiðum. Við eigum að verja umtalsverðum fjár- munum í að hreinsa strendurnar okkar og virkja öll öfl sem vilja vinna að þeim verkefnum. Kanna má hvort ekki er hægt að fjármagna slík verkefni með því að Framtakssjóður Íslands og/eða lífeyrissjóðir lands- manna kaupi hreinlega ruslið úr fjörunum. Plastið sem liggur í fjörum landsins brotnar smá saman nið- ur í örplast sem læðist síðan í lífkeðju hafsins og þaðan beint á disk- inn okkar og við- skiptavina okkar. Frá- veitukerfi landsins eru okkur til mikils ósóma og hafa verið vanrækt og á undanþágum um margra ára skeið. Þjóð- in hefur sofið á verð- inum um hreinleika hafsins og gæti, ef ekkert verður að gert, fengið skömmina svo rækilega til baka að álitshnekkir yrði um heim allan. Rusl og drasl í umhverfinu okkar á greiða leið í lífríki hafsins vegna slóðaskapar okkar og allra íbúa jarðar. Hreint haf – hagur Íslands er gamalt slagorð frá útgerðinni, end- urvekjum þetta, tökum okkur tak og virkjum landsmenn til dáða. Það liggur yfirleitt um 1 tonn af rusli á hverjum kílómetra strandlengjunnar samkvæmt ruslabókhaldi Bláa hers- ins en í þeim fjörum þar sem hann hefur beitt sér fyrir hreinsunum er þetta yfirleitt tonnið en hefur farið upp í yfir 8 tonn á mjög slæmum stöðum (Selvogur). Undanfarin 22 ár hefur Blái herinn hreinsað yfir 1350 tonn af rusli og drasli úr umhverfinu okkar, aðallega á Reykjanesinu, gróf skipting á hráefninu er svona, 50 tonn af dekkjum úr fjörum og höfn- um, 100 rafgeymar af hafsbotni, 100 tonn af veiðarfærum, 200 tonn af Má bjóða þér plastfisk? Eftir Tómas J. Knútsson »Mengun er að ná yfirhöndinni á gæðum hafsins kringum landið. Tómas J. Knútsson Höfundur er formaður Bláa hersins og kafari. tomas@blaiherinn.is www.blaiherinn.is timbri (mest af opnum svæðum), 550 tonn af járni (öll svæði, fjörur, hafnir og opin svæði), 230 tonn af plasti. Þessar tölur eru mjög sláandi fyrir þær sakir að öllum virðist sama þótt rusl og drasl liggi í okkar nær- umhverfi jafnvel áratugum saman. Við hömpum landinu okkar á tylli- dögum sem hreinasta landi í heimi en þegar djúpt er kafað í þennan mála- flokk erum við áratugum á eftir þeim þjóðum sem við gjarnan miðum okk- ur við. Ef ekkert verður hér til sem breytir þessu munum við bjóða upp á plastfisk til útflutnings og þá eru fiskmarkaðir okkar einskis virði. Talið er að fyrir árið 2050 verði jafn- mikið magn af plasti í hafinu og af fiski. Verjum landhelgi Íslands fyrir plastmengun, sýnum kjark og þor að viðurkenna veikleikann og snúum þessari vanþróun við. Blái herinn og Landvernd hafa tekið höndum sam- an í verkefni sem vonandi mun stuðla að meiri umhverfisvitund og umræðu og verður unnið að í vetur að útfæra. Áhugasamir aðilar um hreinni fjörur Íslands mega hafa samband með samvinnu í huga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.