Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 58
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
BORÐ
131.000 kr.SKÁPUR
59.000 kr.
MOTTA
85x130cm
17.900 kr.
Sigurður Þorri Gunnarsson
siggi@mbl.is
„Ég hef verið að gera tónlist alla
mína ævi, var að taka upp sjálfur
og setja tónlistina á netið. Svo
gerðist það fyrir tveimur árum að
umboðsmaðurinn Sindri Ástmars-
son sendi mér tölvupóst og spurði
hvort mig vantaði ekki umboðs-
mann. Ég var þá að klára listnáms-
braut í VMA og vissi þá eiginlega
ekki hvað umboðsmaður gæti gert
fyrir mig, ég var ekkert búinn að
pæla í því hvernig það virkaði að
vera tónlistarmaður í raun og veru.
En ég hitti Sindra og þá byrjaði
bara boltinn að rúlla og nú er ég
kominn á samning hjá Sony úti í
Amsterdam og er fluttur þangað,“
segir Axel Flóvent um upphaf fer-
ilsins en það má segja að þetta hafi
gerst allt mjög hratt hjá honum en
það eru aðeins tvö ár síðan hann
var að útskrifast úr VMA á Akur-
eyri.
„Ég er svo ótengdur þessu, það
vita svo fáir hver ég er hérna
heima. Jú, ég er með einhverjar
tölur yfir spilanir á netinu en það
þýðir ekkert fyrir mér því ég lendi
aldrei í því að fólk viti hver ég er.
Þannig að ég næ að upplifa að vera
atvinnutónlistarmaður án þess að
vera alltaf að minna sjálfan mig á
það eða fá eitthvað í egóið,“ segir
Axel sem er ánægður með að
frægðarsólin rísi hægt og rólega.
Unglingsárin innblástur
Axel eyðir flestum stundum í
Amsterdam í íbúðinni sinni við
lagasmíðar. „Ég er að reyna að
klára að gera hina fullkomnu
plötu,“ segir Axel og hlær þegar
hann er spurður af hverju hann
eyði öllum stundum aleinn heima.
„Ég er að vinna með geggjuðum
upptökustjórum sem hafa gert
plötur sem ég hef hlustað á og eru
í uppáhaldi,“ segir Axel en upp-
tökustjórarnir hafa m.a. unnið með
bresku sveitinni London Gramma
og poppstjörnunni Foxes.
„Í Amsterdam er ég því að búa
til demo á fullu og mæti svo með
þau til þeirra í stúdíóið og þar tök-
um við allt upp aftur sem ég er
búinn að gera í alvöru græjum,“
segir Axel um ferlið en hann sem-
ur alla sína tónlist sjálfur. Ung-
lingsárin eru yfirleitt yrkisefnið
hjá Axel.
„Ég er yfirleitt að vinna með
frekar draumkenndar tilfinningar
og pælingar. Ég vinn mikið með
fortíðina mína og einhverjar til-
finningar sem ég var með á ung-
lingsárunum því mér finnst þær
mjög merkilegar, hvernig tilfinn-
ingar geta farið með mann þegar
maður 14, 15, 16 ára og búið til
veruleika fyrir manni. Þannig að
ég fer aftur í þær og bý til sögur
um eitthvað sem ég hef lent í,“
segir Axel en í nýjasta laginu sínu,
City Dream, fjallar hann um
strákinn að norðan sem allt í einu
er kominn í stóra borg og upplifir
drauminn sinn.
Axel segist alltaf vera að semja.
„Það er enginn veggur á milli tón-
listarinnar og lífsins, ég er meir að
segja að sækja upplýsingar núna í
þessu samtali,“ segir Axel og
hlær.
Hitar upp á Airwaves
Axel er staddur hér á landi til
þess að koma fram á Airwaves.
Hann mun bæði koma fram „off
venue“ og „on venue“. „Á fimmtu-
dag verð ég á Slippbarnum, föstu-
dag á Bryggjunni Brugghús og á
laugardag verð ég að spila á Æg-
isgarði. Svo á sunnudaginn verð ég
í Vodafonehöllinni að hita upp fyrir
Mumford and sons,“ segir Axel um
dagskrána yfir Airwaves og greini-
legt að það verður í nógu að snú-
ast.
Hann hyggst einnig flakka um
Holland í desember og flytja tón-
listina sína fyrir Hollendinga auk
þess sem frekari landvinningar í
Evrópu eru fyrirhugaðir á næsta
ári í tengslum við útgáfu plötunnar
hans.
Húsvíkingurinn í Hollandi
Húsvíkingurinn Axel Flóvent er að gera góða hluti í tónlist á erlendri grundu. Axel sem er frá Húsavík er nú búsettur í Amsterdam þar sem hann er
á samningi hjá hollenska armi útgáfufyrirtækisins Sony. Þessa dagana er Axel að leggja lokahönd á fyrstu plötuna sína í fullri lengd og sendi hann
fyrstu smáskífuna af henni frá sér fyrir helgi, lagið City Dream. Axel er um þessar mundir staddur á landinu til þess að spila á Iceland Airwaves.
Amsterdam Axel er búsettur í
Amsterdam um þessar mundir
þar sem hann er á samningi.
Stórborgardraumur Á nýjustu
smáskífu sinni yrkir Axel um
stórborgardrauminn.