Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 60

Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 60
Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is „Ég er 18 ára nemi við Mennta- skólann við Sund, var bara venjuleg- ur fótboltastrákur en síðan kynntist ég strák sem heitir Oddur og fyrstu nóttina eftir að við kynntumst bjuggum við til okkar fyrsta lag, I’m so sorry, sem fólk tók svo vel í þann- ig að við héldum bara áfram,“ segir Chase Anton Hjaltested sem þegar hann er spurður um upphaf þess að hann fór að gefa út tónlist. „Ég var bara að syngja heima, aldrei fyrir framan fólk. Það var ekki fyrr en ég tók þátt í leikriti í MS að ég söng fyrir framan annað fólk,“ segir Chase en helstu fyrirmyndir hans eru Michael Jackson, Justin Bieber og The Weekend. Chase vinnur tón- listina sína ásamt vini sínum Oddi Þórissyni sem sömuleiðis er 18 ára gamall en það má segja að þeir fé- lagar hafi búið til eitt af lögum árs- ins, Ég vil það. „Við vorum bara slakir heima hjá mér, vildum gera okkar fyrsta lag á íslensku. Jói Pé, góður vinur okkar, rappaði inn á það og ég söng. Þegar við leyfðum vinum okkar heyra það tóku þeir vel í það þrátt fyrir að Oddur hafi ekki verið alveg viss um að þetta væri smellur. Síðan ákváðum við að gera basic myndband við þetta og það kom bara vel út. Ég á ekki orð yfir við- brögðin frá fólki,“ segir Chase en vinsældir lagsins hafa teygt sig langt út fyrir aldurshópinn þeirra. „Við erum búnir að vera að spila fyr- ir fyrirtæki og þá eru foreldranir að taka vel í þetta, maður er að sjá fimmtuga menn syngja með,“ segir Chase og bætir við að það sé frábær tilfinning þegar fólk syngur með lög- unum manns. „Svo eru mömmur að koma og taka myndir með manni, það er alveg special,“ bætir Chase við. „Ég ætla að klára skólann,“ seg- ir Chase spurður um framtíðar- plönin. „Mæting mín er mjög léleg. Þegar maður er að vinna allar helg- ar, spila langt fram eftir nóttu þá er maður þreyttur á mánudegi. En kennararnir eru frekar skilnings- ríkir,“ segir Chase. Kemur fram á Airwaves og plata á leiðinni „Ég er að spila á Airwaves á Hressó á miðvikudagskvöld og svo á Pósthúsbarnum á Akureyri á föstu- dag,“ segir Chase um dagskrána sína yfir Airwaves en hátíðin er í fyrsta skipti haldin á Akureyri í ár. „Vonandi um helgina kemur fyrsta platan okkar sem inniheldur lög bæði á íslensku og ensku. Við ætlum að flytja lög af henni á Airwaves,“ bætir Chase við. Oddur Þórisson vinnur, eins og áður segir, allt efnið með honum. „Ég var svona 11 ára þegar ég byrjaði að fikta í Garage Band og færði mig svo yfir í tónlist- arforritið Logic,“ segir Oddur sem gerir alla sína tónlist í tölvu. Strák- arnir vinna allt efnið sitt ásamt vin- um sínum, hvort sem það eru laga- smíðarnar, upptökurnar eða myndböndin. „Litli bróðir hans Odds er að hjálpa okkur við nýjasta myndbandið,“ segir Chase. „Þetta er allt home grown,“ bætir Oddur við og brosir. 18 ára mennt- skælingur með eitt vinsælasta lag landsins Chase Anton Hjaltested eða bara Chase syngur eitt vin- sælasta lag landsins um þessar mundir, Ég vil það, sem hefur verið streymt í yfir milljón skipti á Spotify. Chase sem er ungur að aldri vinnur allt efnið sitt með jafnöldrum sínum, hvort sem það er lagasmíðar, upptökur, myndbönd og kynningarefni. Chase og félagar sýna og sanna það að í dag þarf ekki lengur stór útgáfufyrirtæki til þess að slá í gegn, menn geta bara gert hlutina sjálfir. Ég vil það Jói Pé rappar ásamt Chase í laginu Ég vil það. Myndband Úr myndbandinu við lagið Ég vil það. Ungur Chase er 18 ára gamall og stundar nám við Menntaskólann við Sund. 60 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 MIKIÐ ÚRVAL ELDHÚSVASKA Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.