Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 62

Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 62
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 VETUR Verumgáfuð ogborðum fisk Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5mín. Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is Hollt og fljótlegt[ ] ÁNMSG P R E N T U N .IS Veturinn er líka líflegur hjá Samtök- unum ‘78 og mun Sólveig hafa í nógu að snúast. Vetrardagskráin er fjöl- breytt og reynt að höfða til sem flestra. „Öll fimmtudagskvöld er opið hús og breytileg dagskrá í hvert sinn. Stundum horfum við á kvikmynd, fáum til okkar góða gesti eða bjóðum einfaldlega upp á kaffi, te og notalegt spjall við kertaljós,“ segir Sólveig en sjálfboðaliðar sjá um skipulagið. „Á þriðjudögum breytast Samtökin ‘78 í félagsmiðstöð fyrir unglinga og oft glatt á hjalla hjá ungliðahópnum. Á föstudögum stendur síðan Q – félag hinsegin stúdenta fyrir samkomum fyrir fólk á aldursbilinu 18 til 30 ára. Á mánudögum er svo jóga en það er gjaldfrjálst og opið öllum.“ Þau sem vilja sökkva sér ofan í bókmenntirnar finna líka hóp við sitt hæfi hjá Samtökunum ‘78, og kjörið að nota rökkrið til að renna í gegnum bitastæð verk hinsegin höfunda. „Bókmenntaklúbburinn hittist einu sinni í mánuði og tekur fyrir alls kyns verk með hinsegin þema, jafnt skáld- sögur sem ljóðabækur, og ákaflega gaman þegar hópurinn hittist til að skrafa og skeggræða.“ Hér áður fyrr var jólaball Samtak- anna einn af hápunktum hinsegin ársins en núna fær fólk útrás fyrir djammþörfina annars staðar. Jóla- bingóið er hinsvegar fastur punktur í skemmtun og fjáröflunarstarfsemi Samtakanna. „Í fyrra prófuðu Sam- tökin að efna til fögnuðar á að- fangadagskvöld og mættu um 10 til 15 manns til að eiga saman gleði- stund. Sum sem þangað koma eiga ekki í nein önnur hús að venda, eru hælisleitendur eða hafa misst tengsl- in við fjölskylduna, og svo eru líka þeir sem einfaldlega finnst gaman að fagna komu jólanna með fjöl- breyttum og stórum hópi fólks. Við vonum að þessi hefð muni festa sig í sessi því hún er einstaklega skemmti- leg.“ Morgunblaðið/freyjagylfa Áhugaverð dagskrá í vetur Gleði Allir eru velkomnir í Sam- tökin í vetur. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það stefnir í óvenju skemmtilegan vetur hjá Sólveigu Rós, fræðslu- stýru Samtakanna 78. Fyrir þremur mánuðum bættist nefnilega við nýr fjölskyldumeðlimur sem fær núna að upplifa sinn allrafyrsta vetur: „Ég reikna með að í kringum jólin verði sú litla klædd í allt of stóran kuldagalla og prufi að láta sig plompa niður í snjóinn,“ segir hún. Veturinn framundan verður líka töluvert léttari en sá síðasti. „Vetu- nn sem barnið var á leiðinni var ég með mikla ógleði, og líka á fullu að ljúka námi til viðbótar við vinnu. Þetta haust er það fyrsta í að ég held sex ár sem ég þarf ekki að setj- ast á skólabekk. Það var mjög furðuleg upplifun þegar september gekk í garð og ekkert gerðist – eng- ar stundaskrár eða próf.“ Notalegast heima Á veturna er Sólveig gjörn á að hreiðra um sig heima frekar en að arka af stað út úr húsi. „Þegar ég var yngri og virk í skátastarfinu var ég dugleg að ganga á fjöll yfir vetr- armánuðina en núna er ég hrifnari af því að hanga heima í rólegheit- unum.“ Sólveig getur samt ekki kveikt upp í arni til að kóróna hugguleg- heitin – örnum er ekki til að dreifa á stúdentagörðum þar sem fjöl- skyldan er nýflutt inn, en unnusti Sólveigar er enn að mennta sig. „Þegar veturinn kemur fyrir alvöru verð ég vonandi búin að kaupa betri lampa eða nóg af kertum því það skiptir mig miklu máli að geta skap- að þægilega birtu. Með rétta lýsingu get ég vel hugsað mér að skríða und- ir teppi uppi í sófa með góða bók, eða einfaldlega kúra þar með barninu.“ Ekki er ráðgert að nota tækifærið í rökkrinu til að horfa á sjónvarps- þætti, og Sólveig ekki ein af þeim sem stytta biðina eftir sumrinu með því að kafa ofan í Netflix. „Ég horfi fjarskalítið á sjónvarp. Það er sjón- varpstæki í íbúðinni en við eigum enn eftir að tengja það og fluttum samt inn síðasta vor,“ segir hún. „Ég nota veturinn þeim mun betur til að éta mig í gegnum bækurnar á heimilinu og sinna mínum yndisletri. Sólveig hefur menntað sig mikið og búið víða. Hún lauk meistara- gráðu í Kanada og bjó um stund í Belgíu þar sem hún starfaði fyrir Evrópusamtök hinsegin félaga. Í út- löndum tileinkaði hún sér ýmsa nýja vetrarsiði, eins og við er að búast. „Ég held ég hafi smitast rækilega af hrifningu heimamanna í Kanada af kalkúni og graskersbökum. Í Belgíu var líka afskaplega gaman að heim- sækja jólamarkaðina, smakka þar alls konar sælgæti og drekka heitan eplasíder.“ Þar sem hún er með barn á brjósti getur Sólveig ekki látið það eftir sér að njóta áfengu vetrar- drykkjanna, en hún er mikill mat- gæðingur og sælgætisgrís, og hlakk- ar til aðventunnar með öllum þeim kræsingum sem þá eru á borðum. „Eitt það besta við jólin er að þá get ég raðað í mig sætindunum eins og mig lystir. Uppáhaldið mitt er app- elsínumolinn í Quality Street öskj- unum.“ Undarlegt að þurfa ekki að mæta í tíma Í Kanada og Belgíu lærði Sólveig Rós ýmsa góða vetrarsiði og þykir ekki amalegt að fá kalkún eða heimsækja jólamarkað. Appelsínumolarnir frá Quality Street eru uppá- haldsnammið á aðventunni. Morgunblaðið/Eggert Makindi Sólveig Rós og Ylfa Líf láta fara vel um sig í sófanum. Framundan eru ævintýri í snjónum fyrir litla barnið og jólakonfektmolar fyrir mömmuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.