Morgunblaðið - 01.11.2017, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 01.11.2017, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 VETUR PLUSMINUS OPTIC Smáralind Sími 517 0317 | www.plusminus.is TILBOÐ Margskipt sjóngler frá 49.900 kr. Hágæða sjóngler frá NOVA Jóel bjó á tímabili í Bandaríkjunum og stundaði þar nám samhliða því að keppa í körfubolta. Þar vandist hann því að borða kalkún á þakkar- gjörðardeginum, og þykir ágætt að fá eins og eina veglega kalkúna- veislu hvern vetur. Hann segist ekki endilega halda þakkargjörðar- daginn hátíðlegan, heldur fái kalkúnninn eftir öðrum leiðum: „Sú hefð hefur skapast að móðir mín eldar dýrindis kalkún á gamlárs- kvöld og fæ ég þá skammtinn minn.“ Erfitt að standast kalkúninn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Jóel Ingi Sæmundsson leikari seg- ist hvorki geta kallað sig sumar- mann né vetrarmann. „Ég er hrif- inn af öfgunum í báðar áttir og hef gaman af tilbreytingunni sem björtu sumarnæturnar veita frá vetrarskammdeginu. Óneitanlega tengi ég samt alltaf veturinn við leikhúsið, enda er það annasamasti tími ársins fyrir leikarastéttina.“ Jóel leikur um þessar mundir í Hellisbúanum sem sýndur er í bæði Gamla bíói og Bæjarbíói. Sýningar hófust í september og standa yfir fram til áramóta. Oft er það hlutskipti leikarans að þurfa að vinna þegar aðrir geta slakað á. Jóel er því oft í þeim sporum á veturna að vera á sviði mörg kvöld í viku, og á ekki alltaf auðvelt með að taka frí frá leiklist- inni í kringum stórhátíðirnar. „Ég myndi gjarnan vilja hafa betra svigrúm til að fara sjálfur í leikhús og fá innblástur frá því sem koll- egar mínir í faginu eru að gera, en oft hittist þannig á að mér tekst ekki að finna tíma fyrir margar þær sýningar sem ég hef áhuga á.“ Raunar tekur Jóel skyldur sínar sem leikari svo alvarlega að hann reynir að forðast þær vetrar- tómstundir þar sem hætta gæti verið á slysum. „Ég hef gaman af að fara á snjóbretti en hef ekki treyst mér til þess síðustu tvö ár því það hefur verið svo mikið að gera í leiklistinni á veturna. Ég er ekki skyldugur til að fara svona varlega en finnst svo gaman að vera á sviði að ég vil ekki taka óþarfa áhættu.“ Þar með er ekki sagt að Jóel láti það alveg vera að hreyfa sig á veturna. „Ég læt nægja að skjót- ast upp í íþróttahús í körfubolta með félögunum,“ segir hann. Með nammi undir teppi Hvernig lætur leikarinn svo fara vel um sig þegar hann vill eiga notalegan vetrardag? Jóel segist ekki búa svo vel að eiga arin til að kveikja upp í, eða kött sem kúrir hjá honum uppi í sófa. „En hins vegar keypti ég mér á dögunum rafmagnskerti til að geta skapað huggulegt andrúmsloft – ég nenni ekki hinu. Svo finnst mér gott að fara undir hlýtt teppi sem systir mín Hulda hefur prjónað handa mér. Glas af köldu vatni, smávegis nammi, og skemmtilegir þættir á Netflix er mín uppskrift að nota- legheitum að vetri til, og jafnvel hægt að skipta vatninu út fyrir bjór ef svo ber undir.“ Veturinn er líka tími til að leggjast yfir bækur, en í tilviki Jó- els eru það einkum handrit að leikritum sem hann les af kappi. „Ég mætti alveg lesa meira af bókum, en áherslan er frekar á greinar og handrit, stúderingar á fólki og þessháttar.“ Ísferðir með börnunum Síðast en ekki síst notar Jóel veturinn til að eiga ánægjulegar stundir með fjölskyldunni. Hann á þrjú börn sem hann hefur í sinni umsjá aðra hverja viku og getur fjölskyldulífið litast af því hversu mikið annríki er í leikhúsinu hverju sinni. „Ef rólegt er að gera þá vikuna þá dúllum við okkur við ýmsilegt; förum í göngutúra eða höngum einfaldlega uppi í sófa eins og hrúgöld og borðum snakk. Ferð í ísbúðina er líka alltaf skemmtileg, eða heimsókn til ömmu og afa,“ segir hann, „Vetr- inum fylgir einnig alls kyns skóla- starf og vitaskuld þarf að passa upp á heimavinnuna.“ Undir teppi með nammi, vatnsglas og Netflix Ef mikið er að gera í leik- húsinu reynir Jóel að forð- ast þær vetraríþróttir þar sem möguleiki er á slysum. Honum finnst svo gaman að vera á sviði að honum þætti ómögulegt að þurfa að taka hlé eftir slæma byltu á snjóbretti. Morgunblaðið/Eggert Huggulegt Jóel fjárfesti nýlega í rafmagnskerti sem má nota til að skapa notalegt andrúmsloft. Snakk og sjónvarpsgláp á vel við hann á veturna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Varkár Til að hætta ekki á að missa úr kvöld á sviðinu vegna mögulegra meiðsla sneiðir Jóel hjá snjóbrettasportinu, sem hann hefur þó gaman af.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.