Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 67

Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 hann var að hefja störf. Hann var þó ekki tilbúinn að veita afgerandi svar þegar hann var spurður hvaða nýjung hefði breytt mestu í starfi hans. „Hver tækninýjung er mest og best á þeirri stundu, sem hún er tekin í notkun,“ svaraði hann. „Svo er hún orðin sjálfsögð og vill gleymast, þegar sú næsta kemur.“ Þorbjörn hafði lengst af stöðu fulltrúa ritstjóra á ritstjórninni. Þar sá hann meðal annars um samskipti við fólk sem átti erindi við blaðið. Betri maður í slíkt starf er vandfundinn. Hann var ein- stakt prúðmenni og tók öllum er- indum af ljúfmennsku og leysti úr málum af alúð. Þorbjörn hætti störfum á Morgunblaðinu í árslok 1992. Það var ógleymanlegt að sjá þá sam- starfsmennina og vinina Þorbjörn og Sverri Þórðarson ganga saman niður tröppurnar í Morgunblaðs- húsinu í Aðalstræti síðasta vinnu- dag þeirra beggja. Saman höfðu þeir unnið á blaðinu í 100 ár sam- tals. Þeir félagarnir ásamt ótal öðrum einstaklingum hafa gert Morgunblaðið að besta og áreið- anlegasta dagblaði Íslands. Eftir að Þorbjörn hætti daglegum störfum hélt hann þó áfram að setja mark sitt á blaðið. Hann gerði meðal annars hina árlegu myndagátu blaðsins og var kom- inn yfir nírætt þegar sú síðasta birtist. Við leiðarlok þakkar Morgun- blaðið Þorbirni langa samfylgd, dygga vináttu og vel unnin störf og sendir fjölskyldu hans innileg- ar samúðarkveðjur. Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri. Það er ekki ofmælt að á þeim tíma, sem ég þekkti til á ritstjórn Morgunblaðsins hafi allt verið á öðrum endanum dag hvern, þótt misjafnlega mikið gengi á frá degi til dags. Þar starfaði fyrirferðarmikið fólk, sem lifði sig sterkt inn í starf sitt, hafði skoðanir á öllu, sem var að gerast í kringum okkur og þá ekki sízt skoðanir á því, hvernig fjalla ætti um mál hverju sinni. Í öllu þessu umróti var einn maður, sem alltaf hélt ró sinni og ekki varð haggað. Það var Þorbjörn Guðmunds- son. Hann var einhvers konar klett- ur sem margt brotnaði á. Og gegndi lykilhlutverki í því að halda gangverki ritstjórnar og framleiðslu saman. Ritstjórn og framleiðsludeild blaðsins var á þessum árum eins konar samfélag, sem var eftir- sóknarvert að vera hluti af. Þar ríkti sterk samstaða en um leið fóru þar fram lífleg skoðanaskipti og eftir því sem á leið var litróf skoðana starfsmanna orðið mjög fjölbreytilegt eins og vera ber á dagblaði. Einsleitni skoðana á ekki heima á slíkum vinnustað. Í augum okkar, sem vorum yngri var Þorbjörn eins konar tengiliður við Morgunblað fyrri tíðar. Ég sá að vísu Valtý Stefáns- son á ritstjórninni en átti þess aldrei kost að tala við hann enda ekki orðinn starfsmaður blaðsins þá. Þorbjörn hóf hins vegar störf á blaðinu árið 1942 og þekkti þess vegna vel bæði Valtý og Jón Kjartansson, sem var ritstjóri með Valtý í tæpan aldarfjórðung. Þorbjörn Guðmundsson varð einn nánasti samstarfsmaður rit- stjóra Morgunblaðsins áratugum saman. Við treystum dómgreind hans. Hann tók að sér „erfiða“ samskiptaaðila, sem voru ófáir og hann leysti vandamál, sem upp komu þegjandi og hljóðalaust. Hann var ómetanlegur sam- starfsmaður á erilsömum og svipt- ingasömum starfsvettvangi. Við verðum öll gömul og fylgj- umst með okkar gamla vinnustað úr fjarlægð og gleðjumst yfir þeim hópi nýs og ungs fólks, sem þar er komið til sögunnar. Og kveðjum þennan gamla vin okkar með virðingu. Styrmir Gunnarsson. Kveðja frá Blaðamannafélagi Íslands Fallinn er frá í hárri elli öðling- urinn Þorbjörn Guðmundsson, sem hefur síðustu tvo áratugina verið með félagsnúmerið 1 í fé- lagaskrá Blaðamannafélags Ís- lands. Hann var einn af þeim sem tóku á móti mér af einstakri ljúf- mennsku á ritstjórn Morgun- blaðsins þegar ég byrjaði í blaða- mennsku 18. maí árið 1982. Af einhverri ástæðu vita blaðamenn gjarnan upp á dag hvenær þeir hófu sinn blaðamennskuferil og er það eitt með öðru táknrænt fyrir það hversu sterkt þetta starf get- ur gripið mann, enda finnst mér oft blaðamannsstarfið frekar vera köllun en aðferð til þess að sjá sér og sínum farborða. Það er velþekkt að þeir sem taka sér hlé frá námi og hefja störf í blaðamennsku, snúi gjarnan ekki aftur til náms. Þannig var það með Þorbjörn og undirritaðan og ótrú- lega marga aðra sem lagt hafa blaðamennsku fyrir sig. Slíkum heljartökum getur þetta starf gripið mann. Þorbjörn hóf sinn blaða- mennskuferil á Morgunblaðinu árið 1942, tvítugur að aldri og vann þar óslitið í hálfa öld, lengst af sem fulltrúi ritstjóra. Betri og traustari starfsfélaga er vart hægt að hugsa sér. En það var ekki bara á ritstjórn Morgunblaðsins sem Þorbjörn lét til sín taka. Hann beitti sér af krafti á vettvangi Blaðamanna- félagsins og bar hag þess alla tíð fyrir brjósti. Hann var formaður félagsins um tíma og sat í stjórn þess, auk þess sem hann sat í siða- nefnd og í stjórn Lífeyrissjóðs blaðamanna um langt árabil. Öll voru þessi störf ólaunuð og unnin meðfram erilsömu og erfiðu starfi blaðamannsins í þágu blaða- mannastéttarinnar. Raunar hög- uðu örlögin því svo að sá er þetta ritar tók sæti Þorbjörns í stjórn Lífeyrissjóðsins þegar Þorbjörn hætti störfum og skrifborðið sem undirritaður situr við og hefur set- ið við síðustu fimmtán árin er gamla skrifborðið hans Þorbjörns á Morgunblaðinu. Það er ekki vandalaust að vera sporgöngu- maður slíks manns. Blaðamannafélagið þakkar Þorbirni óeigingjörn störf í þágu félagsins um áratugaskeið og vott- ar eiginkonu og börnum hans samúð á kveðjustund. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Á þessum tímapunkti minnist ég Þorbjarnar Guðmundssonar, blaðamanns á Morgunblaðinu, með sérstakri hlýju. Það er vegna þess að þau kynni tengdust byrj- uninni að áratugalangri birtinga- sögu minni í blaðinu; en það var árið 1981 sem ég kom fyrst með grein til hans. Var strax auðfundið að þar fór einn af ómissandi reynsluboltum blaðsins, sem naut trausts rit- stjórnarinnar, bæði við móttöku á almennum blaðagreinum og minningargreinum. Er hann nú í huga mér sem einn af þremur helstu blaðamönn- um þar þess tíma, ásamt með rit- stjórunum Matthíasi Johannessen og Gísla Sigurðssyni; þessi roskni, hávaxni, alúðlegi og einlægi mað- ur! ... Eitthvað af andrúmi blaða- greina þess tíma kemur fram í ljóði mínu Forsetaembættinu, (frá 2015), en þar segi ég m.a. svo: ... Hann virðist leita í sálartetri sínu að hinni einu sönnu miðju heimsins, og þjóðin leitar að því sama í honum en finnur ekki nema stundum. Sannleikurinn er nefnilega sá að Ísland er nú ekki nafli heimsins þrátt fyrir arfgenga snilli útrásarvíkinga, og hið raunverulega íslenska hjarta er falið einhvers staðar innanum ljóðin og fornsögurnar... Tryggvi V. Líndal. ✝ Ólafur JóhannJónsson fædd- ist í Reykjavík 9. október 1928. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 14. október 2017. Foreldrar hans voru Jón Jónsson frá Rauðasandi, f. 24.8. 1896, d. 3.1. 1969, og Vilhelm- ína Kristjánsdóttir, f. 22.6. 1900, d. 15.11. 1995. Systkini hans eru öll látin, þau voru Sigríður, f. 15.5. 1922, Guð- mundur, f. 17.2. 1924, Ólína Jó- hanna, f. 1926, dó á fyrsta ald- ursári, og Hanna, f. 6.6. 1931. Þann 19.1. 1952 giftist Ólafur Ingibjörgu Þórðardóttur, f. 1928, þau slitu samvistir 1985. Börn þeirra eru 1) Ingibjörg Þóra, f. 14. október 1947, börn hennar eru Ragnar Sigurbjörns- son, f. 1971, giftur Ellen Báru þeirra eru Stefnir Húni, f. 1989, og Dagur Fróði, f. 1996. 5) Jón Ívar, f. 19.1. 1970, í sambúð með Ingunni Ástu Sigmundsdóttur, f. 1979, börn þeirra eru Ívar Ingi, f. 2008, Aníta Kristín, f. 2009, og Sylvía Kristín, f. 2011. Ólafur ólst upp á Flateyri og var á sumrin í Tungu í Valþjófs- dal og var einn af síðustu smöl- unum á Íslandi sem gengu með mjólkandi ær á fjall. Eftir að fjölskyldan flutti í bæinn stund- aði hann læknanám við Háskóla Íslands og í Þýskalandi 57-61, eftir kandídatsár heima fór hann í framhaldsnám í Dan- mörku 63-68. Eftir að hefja sér- nám í lyflækningum fékk hann sérréttindi í geðlækningum. Hann átti langan starfsferil á Kleppi, var deildarlæknir á deild 9 í mörg ár. Síðar var hann á deild 32C á Landsspítalanum. Hann stofnaði Dagdeildina á Kleppi og var framarlega í að stuðla að endurhæfingu geðfatl- aðra. Hann beitti nýjungum í starfi sínu eins og Gestalt og fjölskyldumeðferð. Útför Ólafs fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 1. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13. Valgerðardóttur, þeirra barn er Mar- grét Rún, f. 2009. Fyrir átti Ragnar soninn Örn Pálma, f. 1998. Dagbjört Edda Barðadóttir, f. 1976, hennar börn eru Ragnar Már Sigurðsson, f. 1998, Lilja Björk Sigurðardóttir, f. 2000, Ragnhildur Sara Sigurðardóttir, f. 2002, og Aron Barði Sigurðsson, f. 2007. 2) Gylfi, f. 13.6. 1955, giftur Ingibjörgu Sigrúnu Einisdóttur, f. 1956, búsett í Bandaríkjunum, börn þeirra eru Jóhann Ingi, f. 1980, barn hans er Dagbjartur Ingi, f. 2004, Þorbjörn, f. 1984, og Guðrún Björg, f. 1989. 3) Vala, f. 8.1. 1962, búsett í Bandaríkjunum. 4) Kristján Ív- ar, f. 25.12. 1964, í sambúð með Hebu Helgadóttur, f. 1961, börn Hver er tilgangur lífsins? Hvað vill maður upplifa við lífs- lok? Hefur maður gert heiminn betri, hefur maður haft góð áhrif á samferðafólk sitt. Og ekki síst, verðlaunaðir þú sjálfan þig? Pabbi gerði sitt besta alla tíð, getur maður beðið um meira? Hann átti stundum erfitt og var kannski ekki alltaf eins mikið til staðar fyrir sína fjölskyldu eins og hann hefði viljað. Miklir og margir voru hans hæfileikar en það sem stendur upp úr fyrir mér er kærleikurinn sem í honum bjó og hve kröft- uglega hann var til staðar fyrir svo ótalmarga. Undanfarið hef ég verið að hitta og tala við fólk um Ólaf og allir hafa sömu sögu að segja. Umhyggja, gjafmildi, nærgætni, skilningur, skýr sýn, kraftur og styrkur til lausna. Ég gleymi aldrei þegar hann lýsti því þegar hann fengi nýja sjúklinga inn á deild. Þá bað hann þá um að tala við sig þegar þeir voru tilbúnir og hann gat beðið dögum saman, því hann vissi að sjúklingurinn yrði að hafa frumkvæðið. Eða þegar starfsmaður Borg- arspítalans sagði mér hve und- ursamlega gott væri að sitja og halda í hlýja hönd hans þegar hann var að jafna sig eftir lungnabólgu 86 ára gamall. En hann gat líka verið harður í horn að taka. Fólk gat bakkað undan hvössu augnaráðinu ef svo bar undir. Ást pabba á náttúrunni var ótvíræð og þorsti hans til að skilja heiminn sem hann bjó í og eðli mannsins var mikill. Hann skildi að það sem gerir heiminn betri er að hjálpa og vera til stað- ar fyrir fólk, sem hann og gerði. Alltaf þegar pabbi var til stað- ar fyrir mig var það svo gott. Hann hafði þessa hlýju. Hann var eins og náttúran, hún dæmir þig ekki og er svo nærandi. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa kynnst hans innri manni pabbi var góður maður. Hann var ómetanlegur fyrir mína fjölskyldu, frábær afi og studdi okkur eins og hann gat. Við starfslok var nóg að gera við að fara á fjöll, eiga sumarbústað, vera með hesta, lesa bækur, grúska í tónlist, rækta blóm og spila á píanó. Ólafur gerði heiminn betri með því að hjálpa öðrum. Persónulega tókst honum að byggja sig upp í gegnum lífið og ná öllum sínum markmiðum. Hann vildi afhenda næstu kyn- slóð keflið með þá tilfinningu að honum hefði tekist vel upp. Takk fyrir að vísa veginn, pabbi. Þér tókst það! Þú gerðir það með þínum hætti! Þinn sonur Kristjan Ívar Ólafsson. Ólafur átti snemma hug til mennta. Fór svo að drengurinn sem undi sér vel í kyrrþey uppi á tignarlegum fjöllum Vestfjarða settist á skólabekk í Menntaskóla Reykjavíkur. Læknanámið tók við og ástin milli hans og Diddu blómstraði. Vorið 1957 fluttist Ólafur til Þýskalands í nám, nokkru seinna kom eiginkona hans og sonurinn Gylfi og síðust mætti Þóra um haustið. Fyrst um sinn bjuggu þau inni á öðrum hjónum með sameiginlegri snyrt- ingu. Mikil húsnæðisekla var á þessum tíma í Þýskalandi eftir stríð og rústir víða, enda Düssel- dorf iðnaðarborg sem lenti illa í sprengjuárásum bandamanna. Svo tók við afar köld íbúð þar sem sofið var með prjónahúfur og við bættist kirkjuklukkna- hringing á 15 mínútna fresti og veggir skulfu. Jón pabbi Ólafs var byggingameistari og hélt hann ungu fjölskyldunni uppi því engin voru námslánin á þessum árum. Síðasta árið fór vel um þau. Eftir stutta viðkomu á Ís- landi var haldið erlendis til Dan- merkur í frekara nám. Í sumarfríunum sótti hann til fjarða Noregs og naut þess að róa árabáti á lygnum firði. Minn- ist ég hans oft um ævina sitjandi á steini að horfa yfir fjöll og firn- indi og var þá sérstök ró yfir hon- um. 1968 opnaði hann læknastofu. Mikið er hann pabbi þinn góður læknir, var sagt við okkur börn- in. Hann átti stundum við þung- lyndi að stríða og hafði því mikla samkennd með þeim sem áttu við geðræn vandamál að stríða. Hann sérhæfði sig í geðlækning- um og var deildarstjóri á deild 9 á Kleppi. Þótt fárviðri væri og allar samgöngur erfiðar lét hann það ekki á sig fá. Skellti sér bara á gönguskíði og hélt ótrauður til vinnu. Lýsing úr bókinni Englar alheimsins eftir Einar Má kemur til hugar þar sem því er lýst að aðstandendur keyrðu framhjá manni á gangi að Kleppspítala sem sýndist með heiminn á herð- um sér og hafi það komið sér að óvörum að þar gekk ekki vist- maður heldur sjálfur læknirinn. Á áttunda áratugnum komu heim til Ólafs erlendir brauðryðjendur frá á sviði geðlækninga og fjöl- skyldumeðferða. Skilningur al- mennings á geðrænum vanda- málum jókst til muna á þessum árum og stóð Ólafur með sínum vistmönnum sem vinur jafnt sem geðlæknir og var aldrei fyrir að upphefja sig heldur var áhugi hans á mannseðlinu svo að hann vildi gera það sem hann gat til að hjálpa þeim sem á þurftu að halda svo að líf þeirra og andleg vellíðan yrði sem best. Þetta átti við um fjölskylduna líka. Ólafur tók upp hlaup á miðjum aldri og hljóp um götur borgar- innar orðinn meira en áttatíu ára gamall. Hann hljóp hálft Reykja- víkurmaraþon á hverju ári og var orðinn elstur allra keppenda þeg- ar hann hætti. Hann var næmur á tilfinningar fólks og kunni að meta allt sem fagurt var, lista- verk, tónlist og náttúrufegurð. Hann fór mikið á fjöll og sagði hvergi fegurra en á Íslandi. Ólaf- ur var mikill tónlistarunnandi. Hann lærði á píanó og þótti mikið efni, en hann kaus að einbeita sér að læknanáminu. Hann átti alltaf píanó og spilaði Chopin af mikilli list. Þótt blindur væri í lokin spil- aði hann á píanóið sitt þar til yfir lauk. Ingibjörg Þóra Ólafsdóttir, Gylfi Ólafsson, Vala Óla, Jón Ívar Ólafsson. Afi hafði mikil áhrif á líf mitt. Frá því að ég man eftir mér og allt til unglingsaldurs gisti ég hjá afa nær allar helgar. Þó að við höfum tekið upp á ýmsu eins og að kíkja á bókasafnið í Þingholts- stræti, renna okkur á þotum og taka göngutúra um miðbæinn, þá langar mig að fara í gegnum hefðbundinn dag með afa. Á laugardegi fóru foreldar mínir með mig til afa og snemma við komu fór ég að biðja um dót, enda var búin að myndast hefð fyrir því og var afi ætíð bóngóð- ur, jafnvel um of. Við löbbuðum út í garð þar sem hann geymdi gamla hjólið sitt og hann setti mig á böggla- berann. Ég hélt þéttingsfast í afa meðan við brunuðum yfir holótt- ar götur miðbæjarins á hjóli með engum dempurum. Við stoppuð- um í leikfangaverslun við Lauga- veginn og hann sagði mér hve mikið ég mætti kaupa mér fyrir. Eins og lítill strákur í leikfanga- búð hljóp ég um allt og velti því fyrir mér hvort hluturinn sem mig langaði í væri innan þeirra marka. Út úr búðinni fór ég skælbrosandi meðan hann hjól- aði með mig á næsta leikvöll, þar sem ég fékk að hoppa og skoppa um. Hann var duglegur að taka þátt en hafði þó ekki orkuna í að atast í mér allan tímann. Þegar kom að kvöldmat og við heim- komu hljóp ég í hringi í kringum húsið og hoppaði yfir blómabeð- in, við mismikla kátínu nágrann- anna. Afi var ekki mikill kokkur en hann átti nokkra góða rétti sem ég borðaði með bestu lyst eftir daginn. Eftir matinn spjölluðum við saman við litla eldhúsborðið hans um stór málefni og víkkaði hann ætíð huga minn, enda talaði hann við mig eins ég væri fullorð- inn. Síðan fór hann og spilaði á pí- anóið sitt meðan ég fór inn í her- bergi og fór að lesa Sögu mann- kyns eða Tinna. Eftir píanóleik lagðist hann upp í rúm og og hlustaði á klassíska tónlist sem ómaði um íbúðina. Á meðan hátt- aði ég mig í sófanum og gladdist mikið þegar ég sá rauða RÚV- merkið í sjónvarpinu því þá vissi ég að það væri góð mynd í vænd- um. Afi kenndi mér mikið og leit ég ávallt upp til hans, en það sem situr hvað mest eftir er mikil- vægi þekkingar og fræði- mennsku. Ég hugsa ávallt til afa þegar ég les góða fræðibók og þegar ég hlusta á klassíska tón- list. Ein af bestu minningum mínum er þegar ég var liggjandi uppi í rúmi með afa hlustandi á Chopin talandi um heimspeki og sagnfræði. Stefnir Húni Kristjánsson. Margar gamlar og góðar minningar streyma fram þegar Ólafur Jóhann kveður þetta líf. Og líka koma upp lífsspekibrot eins og allt hefur sinn tíma, vinir berast burt með tímans straumi. Svo margoft hefur mynd hans leitað á hugann í rás áratuganna síðan við unnum saman á Klepps- spítalanum upp úr 1970. Leiðir skildi þegar ég hvarf til starfa annars staðar um 1990, og við hittumst síðan í mýflugumynd á förnum vegi, á ráðstefnum eða fyrirlestrum eða bara þegar ég átti leið um Landspítalann og hann kom hjólandi eftir Eiríks- götunni og vinkaði svo fallega. Ég hélt það kæmi tækifæri síðar til að spjalla saman. Minnisstæðar eru margar setningar Ólafs og athugasemdir, sem hreyfðu við manni og vöktu til frekari ígrundunar. Hann var næmur fyrir öllu mannlegu, sér- stök og hlý augun svo full af sam- hygð og mannskilningi. Það kom skuggi í þessu augu þegar um óréttlæti eða óþarfa ósanngirni var að ræða, ekki síst í málefnum sjúklinga. Þegar nýjar hugmynd- ir vöknuðu kviknaði von, og þá kom blik í augun. Hann var snortinn af tilfinningum, reynslu og líðan annars fólks, og gat ver- ið stutt í að hann kæmist við, og aldrei lá hann á liði sínu. Það var bæði sköpunarkraftur og gleði í starfinu á þessu blómaskeiði Kleppsspítalans – ekki síst í teyminu með Ólafi Jóhanni. Það var lán að kynnast þessum djúphugsandi, skarpa geðlækni og fá að læra af honum, hrífast með í samvinnu undir hans leið- sögn að lausnum í strembnu starfi með geðsjúkum og fjöl- skyldum þeirra. Ólafur Jóhann var áhugasamur um fjölskyldu- nálgun og lýðræðislega vinnu með fólki. Hann sóttist líka eftir þverfaglegu samstarfi m.a. með starfsgreinum eins og félagsráð- gjöfum þar sem var góður sam- hljómur. Hann fylgdist með nýj- um straumum, aðferðum og nálgun í meðferðarfræðum, var gagnrýninn á stofnunarvæðingu og oft með eitthvað nýtt á tak- teinum. Þeim áherslum miðlaði hann í spennandi samræðum sem ég á m.a. að þakka að ég fór sjálf í klínískt framhaldsnám í hjóna- og fjölskyldumeðferð. Tími var hugtak sem Ólafur hafði sérstakt viðhorf til. Tíminn, eða tímaleysið sem ber svo oft á góma í dag, var honum aldrei hindrun – og ekki heldur aðrar tilbúnar átyllur. Það var aldrei rútína eða doði í samstarfinu með Ólafi Jóhanni, en fyrir kom að þeir sem höfðu annað viðhorf til tímans en hann gætu orðið óþol- inmóðir! Að leiðarlokum vil ég votta minningu Ólafs Jóhanns Jóns- sonar virðingu mína og þakka fyrir dýrmæta samfylgd um tveggja áratuga skeið. Fjöl- skyldu hans sendi ég samúðar- kveðjur. Sigrún Júlíusdóttir. Ólafur Jóhann Jónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.