Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017
✝ Björn Karlssonfæddist í
Reykjavík 23. jan-
úar 1950. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans 20. októ-
ber 2017.
Björn var sonur
hjónanna Önnu
Gísladóttur, f. 27.
ágúst 1912, d. 5.
janúar 1999, og
Karls Einarssonar,
f. 10. janúar 1913, d. 13. apríl
1965. Systir Björns er Helga, f.
6. október 1946.
Björn eignaðist tvær dætur.
Þær heita Anna Hera, f. 11. jan-
úar 1980, og Heiðdís Dögg, f. 14.
mars 2000. Sambýlismaður
Önnu Heru er Pawel Bartoszek,
f. 25. september 1980, og synir
Þjóðleikhússins 1974. Hann út-
skrifaðist sem leikari frá Leik-
listarskóla Íslands 1978. Hann
starfaði sem leikari hjá Alþýðu-
leikhúsinu og Þjóðleikhúsinu ár-
in 1980-1984 og hjá leikfélagi
Akureyrar 1984-1987. Björn
starfaði sem sviðsstjóri á Stöð 2
á árunum 1987-1990 og hjá Ís-
lensku óperunni 1995-1998. Árið
1998 tók hann við starfi áfengis-
ráðgjafa á Teigi og árið 2003
hóf hann störf sem áfengis- og
vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ.
Hann lauk áfengis- og vímuefna-
ráðgjafaprófi í lok árs 2008 og
starfaði sem ráðgjafi hjá SÁÁ
öll sín ár eftir það.
Björn lék í nokkrum kvik-
myndum og auglýsingum og á
milli starfa fékkst hann við ýmis
störf svo sem sjómennsku og
leikmunavörslu í kvikmyndum.
Útförin fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag, 1. nóvember 2017,
klukkan 11.
þeirra heita Ágúst,
f. 24. júlí 2008, og
Ólafur Jan, f. 15.
nóvember 2012.
Móðir Önnu Heru
er Jóhanna Fjóla
Ólafsdóttir, f. 9. júlí
1941, og móðir
Heiðdísar er Kol-
brún Þóra Sverris-
dóttir, f. 27. mars
1963.
Björn bjó í
Kleppsholti í Reykjavík fyrstu
níu árin og fluttist svo í Vogana.
Hann lauk gagnfræðaprófi frá
Vogaskóla 1967 og þaðan lá leið
hans í Kennaraháskóla Íslands
þar sem hann lauk kennaraprófi
1971. Björn starfaði sem kenn-
ari næstu tvö ár eftir útskrift en
hóf svo nám í Leiklistarskóla
Til elsku pabba. Takk fyrir
allt.
Þú fórst alltaf með mig til
systur þinnar og fjölskyldu á
jóladag. Þar var fullt hús af
dásamlegu fólki, góður og mikill
matur og barbíhjól með böggla-
bera.
Þú bjóst til leik sem heitir
„pakkasæng“. Þú vafðir mig inn
í sæng, hélst svo á sænginni og
gekkst með hana í annað her-
bergi í íbúðinni. Stundum var
það stofan, stundum eldhúsið,
stundum baðkarið. Ég átti að
giska hvar ég væri, kíkja út und-
an sænginni og þá sá ég hvort
„giskið“ var rétt. Þú burðaðist
með mig í sænginni herbergi úr
herbergi og alltaf var þetta jafn
spennandi.
Ég kvartaði yfir því að eiga
enga afa, þeir voru báðir dánir.
Þá sagðir þú að ég ætti víst afa,
hann Andrés. Andrés var mjög
góður vinur þinn á svipuðum
aldri og þú. Þú reddaðir mér afa.
Ég bað þig svo oft að teikna
fyrir mig dúkkuvagna. Mér
fannst svo flott hvernig þú teikn-
aðir hjólin. Þú teiknaðir þau sem
hring með krossi inni í. Þú teikn-
aðir ótal marga dúkkuvagna í
dagbækurnar þínar, merktar
1983, 1984 og 1985. Mig minnir
að þær hafi verið karrígular eða
ljósbrúnar. Eins og Ladan þín.
Þú komst í heimsókn til mín
og mömmu, fórst inn í eldhús og
helltir upp á kaffi. Þið mamma
spjölluðuð mikið saman, voruð
glöð og kát. Ég heyrði aldrei
neitt rifrildi eins og mér var sagt
að gerðist hjá foreldrum sem
voru skilin. Þið voruð vinir.
Við fórum í sund, þú varst
hvalur og ég fór á hvalsbak. Þú
sagðir mér að það væri ekki klór
í Seltjarnarneslaug, heldur salt.
Ég fór oft með þér á æfingar í
leikhúsinu. Ég man sérstaklega
eftir þér í Kardimommubænum
hjá Leikfélagi Akureyrar. Þú
lékst bæjarfógetann Bastían.
Þetta var ævintýralegt og
spennandi.
Ég spáði hvort þú myndir
veifa mér til baka frá sviðinu
þegar ég veifaði þér úti í sal. Ég
hef sennilega verið að kanna hve
fastur fyrir í hlutverkaleiknum
þú varst. Og það varstu, ekki
veifaðir þú til baka.
Þú settir alltaf sandpoka aft-
an í Löduna þína. „Vélin er að
framan,“ sagðir þú. Þá er bíllinn
svo þungur þar en léttur að aft-
an. Við ræddum svo um það
hvort bíllinn gæti farið kollhnís
ef sandpokarnir yrðu teknir.
Börnin í hverfinu dingluðu
stundum hjá þér og báðu þig að
syngja í jarðarför fugla sem þau
höfðu grafið í garðinum úti. Þú
gerðir það með glöðu geði. Allt
eins og blómstrið eina.
Ég bjó hjá þér einn vetur í
Vesturbænum þegar mamma
var í útlöndum í framhaldsnámi.
Ég var 15 ára og þú 45 ára. Mig
langaði í kött. Ég komst að
miklu um þig þennan vetur og
kynntist þér vel. Þú lást stund-
um á gólfinu og hlustaðir á þátt-
inn Tengja á Rás 2. Þú reyktir
Gold coast-sígarettur og söngst í
baði. Það var heimilisregla að
taka til á sunnudögum. „Og ok,
þá skulum við fá til okkar þenn-
an kött, Anna mín.“
Þú gafst sonum mínum bók-
ina um Tralla og horfðir með
þeim á Dóru landkönnuð.
Við horfðum á leikinn Ísland-
Tyrkland. Þú hafðir ekki mikla
orku til að fylgjast með en varst
sáttur þegar ég tilkynnti þér úr-
slitin, 3-0 fyrir Ísland.
Ég hélt við hönd þína, vinstra
megin. Systir mín hélt í hönd
þína hægra megin. Ég horfði á
þig, reyndi að anda djúpt eins og
þú. Svo kvaddir þú.
Anna Hera Björnsdóttir.
Á skemmtistað í Reykjavík
fyrir meira en fjörutíu árum
kynntist ég Bjössa. Þau kynni
breyttu mínu lífi. Ég var nýbúin
að segja vinkonum mínum
brandara þegar maður við næsta
borð sagði: „Hann var góður
þessi“ og hló mikið. Maðurinn
var Bjössi sem settist hjá okkur,
líflegur og skemmtilegur.
Á þessum tíma var hann nemi
við Leiklistarskóla Íslands og ég
nýskilin tveggja barna móðir að
velta fyrir mér nokkrum at-
vinnutilboðum. Bjössi benti mér
þá á Leiklistarskólann. Mér leist
vel á hugmyndina, íhugaði hana
og nokkrum mánuðum síðar var
ég byrjuð að kenna þar tónlist
og söng. Því starfi sinnti ég í
mörg ár.
Bjössi kom oft í heimsókn til
mín og líka eftir að hann varð
nemandi minn. Við urðum mestu
mátar og tókst vel að blanda
ekki saman persónulegu sam-
bandi okkar og vinnunni í skól-
anum. Hann var einlægur og
ljúfur, alltaf í góðu skapi og
hafði góð áhrif á börnin mín,
Hrönn og Óla, og þeim þótti
vænt um hann. Einnig náðu þeir
vel saman Bjössi og Hrafn, fyrr-
verandi eiginmaður minn. Heim-
ili mitt var alltaf opið fyrir þá
báða sem betur fór.
Það var hægt að ræða allt
milli himins og jarðar við Bjössa
en menntunar- og menningarmál
voru ofarlega í okkar samræð-
um. Við lásum oft ljóð hvort fyr-
ir annað og það var unun að
hlusta á hann lesa. Hann var
einn af mínum uppáhaldsupples-
urum.
Eftir nokkurra ára náin kynni
eignuðumst við hana dásamlegu
Önnu Heru okkar. Þrátt fyrir
okkar góðu vináttu og að hafa
eignast barn saman varð aldrei
um sambúð að ræða en vináttan
hvarf aldrei. Önnu Heru reynd-
ist hann góður faðir og við
Bjössi vorum samtaka í uppeld-
inu. Hún hefur alltaf verið okkur
kær og mikill gleðigjafi. Anna
Hera og Pawel tengdasonur
eignuðust tvo drengi, Gústek og
Ólaf Jan, dásamlegu afa- og
ömmustrákana okkar.
Þorsteinn, núverandi eigin-
maður minn, og Bjössi áttu vel
saman enda fyrrverandi starfs-
félagar á Unglingaheimilinu.
Bjössi var alltaf velkominn í
heimsókn til okkar og byrjaði
oftast með að bjóða okkur að
laga kaffi. Okkur fannst það svo
frjálst og skemmtilegt.
Heimsóknir hans urðu ekki
eins tíðar þegar Anna Hera óx
úr grasi og Bjössi fór að vinna
úti á landi og eignaðist fjöl-
skyldu; hana Kollu sína og ynd-
islegu dóttur þeirra, Heiðdísi
Dögg.
En þegar við hittumst þá var
alltaf spjallað, hlegið og gaman.
Bjartar minningar um þennan
góða vin munu verða mikils virði
á saknaðarstundum. Ég sendi
hjartans samúðarkveðjur til
elsku Önnu Heru og fjölskyldu,
Heiðdísar Daggar, Kollu, Helgu
systur Bjössa og annarra að-
standenda og vina.
Að lokum læt ég fylgja fallega
leiðsögn sem Bjössa þótti vænt
um. Hún er úr bókinni „Faith
into Action“ eftir Daisaku Ikeda:
Þegar veturinn gengur í garð
missa tré og aðrar plöntur lauf sín
tímabundið.
En þessar jurtir búa yfir lífi sem gerir
þeim kleift
að bera brum þegar vorar að nýju.
Hið sama á við um dauða mannlegrar
veru.
Við búum öll yfir lífskrafti
sem mun leiða okkur í átt að nýju lífi,
nýju hlutverki,
samstundis
og án sársauka.
Með hjartans kveðju,
Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir.
En þegar hinzt er allur dagur úti
og uppgerð skil,
og hvað sem kaupið veröld kann að
virða,
sem vann ég til:
í slíkri ró ég kysi mér að kveða
eins klökkan brag
og rétta heimi að síðstu sáttahendi
um sólarlag.
(Stephan G. Stephansson)
Það er óneitanlega undarleg
tilfinning að eiga ekki eftir að
heyra oftar í Bjössa bróður. Við
töluðumst að vísu ekki við á
hverjum degi en þráðurinn á
milli okkar var sterkur.
Hann var fjórum árum yngri
og ég bar því vissa ábyrgð. Í
minningunni var ég alltaf að
gæta hans. Við fylgdumst að
fyrstu árin en svo varð hann
ekki eins eftirlátur og fór sínar
eigin leiðir þar sem leiksvæðið
var rúmt, Vatnagarðarnir og
Kleppstúnið.
Bjössi bróðir hafði snemma
mjög frjótt ímyndunarafl, hann
gat dundað sér með blýant eða
spennur úti í horni og bjó til sinn
eigin heim. Hann gat líka verið
skemmtilegur, einkum ef gestir
komu, og var þá stundum kom-
inn upp á fötu eða stól og söng
hástöfum fyrir nærstadda. Þeg-
ar þessi gállinn var á honum
skammaðist ég mín stundum.
Við fluttum í Vogahverfið
þegar Bjössi var níu ára. Hann
gekk því í Vogaskóla þar sem
hann naut sín. Þar lærði hann
m.a. að lesa upp og leika í skóla-
leikritum. Í Vogaskóla eignaðist
hann góða vini sem hafa fylgst
að og eflaust brallað ýmislegt
sem ég kann ekki skil á.
Á kennaraskólaárunum man
ég einkum eftir Bjössa þar sem
allt snerist um leikritin sem ver-
ið var að setja upp. Kennslu-
fræðin ekkert endilega í fyrsta
sæti. Fyrsta veturinn eftir kenn-
arapróf fór Bjössi til Ísafjarðar
og kenndi þar. Hann var fljót-
lega farinn að vinna með Litla
leikklúbbnum. Sumarið eftir
komst hann á sjóinn en hann
hafði gengið með það í maganum
að gaman væri að prófa sjó-
mennsku. Leiklistaráhuginn lét
hann þó ekki í friði. Hann út-
skrifaðist úr Leiklistarskóla Ís-
lands 1978. Á þessum árum
vaknaði ég oft um miðjar nætur
við að Bjössi var hinum megin
við vegginn og þuldi ljóð og sög-
ur upphátt af mikilli innlifun.
Þegar ég hugsa til baka minnist
ég þess ekki að þetta hafi valdið
mér óþægindum, heldur þvert á
móti, það var alltaf afskaplega
gaman að hlusta á Bjössa bróður
lesa upphátt.
Bjössi starfaði sem áfengis-
ráðgjafi hjá SÁÁ undanfarin ár.
Þar naut hann sín. Hann kynnt-
ist þessum vágesti á yngri árum
og þessi mál voru honum mjög
hugleikin nú síðari árin.
Bjössi var svo gæfusamur að
eignast tvær dætur. Hann var
óendanlega stoltur og glaður
þegar hann talaði um stelpurnar
sínar. Hann var þeim góður
pabbi.
Ég kem til með að sakna hans
núna þegar líður að jólum, því
þau eru ekki mörg jólin sem við
Bjössi bróðir höfum verið fjarri
hvort öðru. Fyrstu árin í mínum
búskap komu mamma og hann
alltaf til okkar á jólunum og
hann las ævinlega eina bók á
jólanótt. Hann sagði okkur hin-
um svo yfirleitt frá innihaldi
hennar yfir hangikjötinu á jóla-
dag.
Hann tók svo gjarnan eina
skák við krakkana. Eftir að
stelpurnar hans komu til sög-
unnar höfum við haldið áfram að
koma saman á jóladag og við
munum halda því áfram.
Bjössi var ljúfmenni, ég sakna
hans og er þakklát fyrir að hafa
átt hann fyrir bróður. Hvíldu í
friði.
Þín systir
Helga.
Langt úti í myrkrinu liggurðu og hlustar
á hnattanna eilífa söng.
Þú ert veikur og einn og vitund þín
svífur
um svimandi víddir hins óræða geims,
í örvænum flótta á undan sér sjálfri.
Langt úti í myrkrinu liggurðu og hlustar
á hnattanna eilífa söng.
Og annarleg rödd mun í eyra þér segja:
Þú sjálfur ert einn af þeim.
(Steinn Steinarr)
Það er gott að vita af Bjössa
frænda þarna meðal stjarnanna.
Kveðja,
Anna Björg og fjölskylda.
Mér er orða vant. Hann
Bjössi, minn besti vinur og sálu-
félagi, er farinn! Af hverju hann,
ekki ég?
Ég vissi að endalokin voru í
nánd, en maðurinn með ljáinn
kemur alltaf óvænt.
Ljóðið „Innan í sjálfum mér“
eftir Shuntaro Tanikawa í þýð-
ingu Gyrðis Elíassonar segir allt
sem ég vil segja vegna ótíma-
bærs fráfalls þíns, minn kæri.
Innan í sjálfum mér
er djúpstætt óp
sem lætur munn minn harðlokast
Innan í sjálfum mér
er nótt sem tekur engan endi
og lætur augu mín galopnast
Innan í sjálfum mér
er steinn sem heldur áfram að velta
og lætur fæturna stöðvast
innan í sjálfum mér
er hringleikhús sem er lokað
og fær hug minn til að opnast
Innan í sjálfum mér
já, innan í minni eigin tilveru
er hold og blóð sem bindur mig við
þig
Þetta veldur því að maðurinn er svo
einn
aðskilinn frá öðrum
Já, það er skrýtið þetta korter
sem við köllum líf, stundum
breytist það í fimm mínútur.
Ég kveð þig með sárum sökn-
uði, elsku vinur, og um leið kveð
ég hluta af sjálfum mér.
Að kveðja, minn kæri, er að
deyja agnarögn.
Andrés Sigurvinsson.
Fyrir óralöngu settumst við,
um það bil 30 ungmenni, í fyrsta
bekk í Kennaraskóla Íslands.
Flest aðeins 17 ára, önnur um
tvítugt nema ein harðdugleg
fullorðin kona, hún Þórunn –
sem seinna varð mikil kjölfesta í
okkar mjög samhenta bekk.
Ég var eitt þessara ungmenna
og svo var hann Bjössi. Síkátur,
brosmildur með smitandi hlátur
og alltaf til í glens og gaman.
Fljótlega kom í ljós ólæknandi
áhugi hans á leiklist. Hann hafði
einstaklega gott vald á íslensku
og röddin svo ógleymanlega
sterk – rödd meistara þeirra
tíma, Gunnars, Róberts og Rú-
riks. Enda átti hann fljótt eftir
að yfirgefa kennsluna og í mörg
ár ævinnar helgaði hann líf sitt
kvikmyndum og leikhúsi – hvort
sem var á sviðinu eða utan þess.
Ekki veit ég hvaða taug það
var sem dró okkur félagana
saman. Eiginlega ekkert svo lík-
ir og ekki deildi ég með honum
áhuganum á leikhúsinu. En þau
fjögur ár sem á náminu stóð óx
með okkur einstök vinátta.
Námið var reyndar ekki alltaf í
fyrsta sæti – en það var vinátta
okkar. Þarna óx hún og dafnaði
og entist okkur alla ævi. Ekki
það að ég væri hans eini vinur.
Síður en svo. Með góðmennsku
sinni og hjartalagi dró hann til
sín vini úr öllum áttum. Í kring-
um hann voru oft hlátrasköll og
gleði. Það var gaman að vera ná-
lægt honum Bjössa. Hann var
svo sannarlega hvers manns
hugljúfi.
Leiðir skildi af og til í gegnum
lífið. Oft liðu mörg ár sem við
hittumst ekki. En vinaböndin
slitnuðu aldrei. Og nú hefur
dauðinn skilið okkur að. Allt of
snemma.
Enn einu sinni hefur skarð
verið höggvið í okkar samhenta
skólasystkinahóp í B-bekknum –
skarð sem rétt eins og áður
verður ekki fyllt.
Það voru mikil forréttindi að
eiga Bjössa að vini og við sem
þekktum þennan glaða og gáfaða
mann kveðjum hann með sárum
söknuði um leið og við þökkum
allar ljúfu og góðu minningarn-
ar. Minningar um hæfileikaríkan
snilling, snilling orðavalsins.
Við vottum dætrum hans
tveimur, Önnu Heru og Heiðdísi
Dögg, og fjölskyldunni okkar
dýpstu samúð.
Hvíl í friði, elsku vinur.
Fyrir hönd B-bekkjarins
1971,
Eiríkur Einarsson.
Hann var töframaður.
Galdraði að vísu ekki kanínur
upp úr hatti eða sagaði í sundur
glæsimeyjar. Nei, hann töfraði
mann upp úr skónum. Kom með
sinn stóra hramm og faðmaði
mann, fangaði mann með sjarm-
anum, hlýjunni, fjörinu og
gleðinni. Hann var stærsti vin-
urinn, kom með gusti upp stig-
ann, hafði hringt fyrir augna-
bliki, sagst vera í Vesturbænum
og spurt hvort við ættum að fá
okkur tíu. Ketillinn settur yfir
og fuglar með vængjaþyt og æv-
intýrum flugu um stofuna.
Það var árið 1987 að hann tók
mig tali á bar og spurði hvort
vantaði ekki sviðskarl á Stöð 2.
Hann var tekinn á orðinu og
brátt var hann kominn í hring-
iðuna á stöðinni og naut sín í
botn. Hann elskaði Stöð 2 og Jón
Óttar, ekki síst ef Johnny mætti
í bítlaskónum og rauða lúðra-
sveitarjakkanum. Hann var líka
settur fyrir framan myndavél-
ina, keypt á hann móðins jakka-
föt og stillt upp með sjálfri
Bryndísi Schram. Hann var ekki
hræddur við neitt, settur þar
sem bardaginn var harðastur.
Enda brást hann ekki þegar
hann tók ákveðið um axlirnar á
sjálfum Garrí Kasparov og
skellti honum í stól við hliðina á
Palla Magg og púðraði hann fín-
lega eins og fegurðardrottningu.
Heimsmeistarinn, sem hafði
aldrei fengið svona trakteringar,
vissi hvorki upp né niður, en
Bjössi taldi niður.
Bjössi kaldi. Börnin mín elsk-
uðu hann. Hann sagði Vala svala
og hljóp með hana um húsið í
þvottabala og hún kallaði hann
Bjössa kalda. Ein fallegasta sag-
an af Bjössa er þegar hann var
sviðsstjóri í Gamla bíói. Þá komu
þar eitt sinn útlendir tónlistar-
menn. Bjössi tekur elskulega á
móti þeim og sá sem heilsar
fyrst stamar svona rosalega. Á
einhvern undarlegan hátt byrjar
Bjössi að stama á móti „og þar
með var ég lentur í bobba“ sagði
Bjössi. „Ég gat ekki hætt að
stama því þá hefði aumingjans
maðurinn haldið að ég væri að
gera grín að sér svo ég bara
stamaði alla helgina meðan þeir
voru í húsinu og það get ég sagt
að aldrei hef ég verið kvaddur
með meiri virktum og elskuleg-
heitum en af þessum manni sem
stamaði svona svakalega. Þarna
hafði hann nefnilega hitt þján-
ingarbróður sinn sem skildi
hann! En það get ég svarið að ég
hef sjaldan verið eins þreyttur
og eftir að hafa þurft að stama
heila helgi.“ Svona gat hann
glatt mann endalaust með fljúg-
andi sögum og skellandi fjöri.
En svo þagna fuglarnir.
Ó, hvað við ætluðum að verða
skemmtilegir gamlir karlar, fara
saman á kaffihús og röfla, ganga
niður að höfn og skoða bátana,
Björn Karlsson