Morgunblaðið - 01.11.2017, Page 69

Morgunblaðið - 01.11.2017, Page 69
MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 sæúlfurinn Björn og landkrabb- inn ég. „Þú ert nú lélegur drykkjumaður, Eyi minn, jessörí bob,“ sagði hann stundum. Kall- aði mig iðulega „Árnason og Melsteð“, var ekki sérlega smá- munasamur með sumt, stríddi fólki með því að segja að það væri „fint følende“, horfði á stóru myndina, elskaði dætur sínar og dóttursyni, nennti ekki löngu símasnakki og nennti ekki að tefla við mig af því ég er lé- legur í skák. Svo var ekki gerð almennileg íslensk bíómynd öðruvísi en Bjössa brygði þar fyrir. Og nú finnst mér hann sitja hér í sófanum. Hann skellir í sig restinni úr bollanum, strýk- ur sér í framan, stendur upp og fyllir upp í stofuna. Svo er hann farinn og ég sit eftir í þögninni. Við förum ekki framar saman á heimsenda, ég loka leynihólfinu, helli í glas og skála við myrkrið. Hann kveikti ljós og gleði svo hraustlega að maður var utan við sig af kátínu og langaði til að dansa. Hann var töframaður, töframaður í þeirri list að vera manneskja. Eyþór Árnason. Þetta líf okkar er óttalegt brambolt. Við þvælumst þetta áfram, reynum að gera okkar besta og vonum það allra besta. Á leið okkar kynnumst við fólki sem sumt staldrar lengur við en annað og sumir lengur en við kannski kjósum. En við höldum áfram og uppgötvum flest að það besta er að eiga góða að. Að við eigum öruggt skjól í hverfulum heimi, að einhverjum þarna úti þyki nógu vænt um okkur til að vilja vita hvort við eigum heitt á könnunni. Þannig var Bjössi. Í gegnum árin kom hann alltaf og ef mér fannst vera liðinn of lang- ur tími þá hringdi ég og rak á eftir honum. Minnti hann á kaffið eins og ég væri sá eini sem ætti kaffisopa að bjóða. Alltaf kom Bjössi og alltaf þótti mér jafnvænt um að sjá hann. Það var ekki erfitt að þykja vænt um Bjössa og það þótti mér frá okkar fyrstu kynnum. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og í raun allt- af eins og ferskur andvari. Það var eitthvað gegnumheilt og gott við Bjössa og mikið þótti mér af- skaplega vænt um hann. Við kynntumst fyrst er við lékum saman í bíómynd en síðar lágu leiðir okkar saman á Ak- ureyri er við ásamt fleira dásam- legu fólki bjuggum saman í Helgamagrastræti í tæpt ár og unnum hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Það sem ég man best eru hlátrarnir sem ómuðu um gang- ana og alltaf tókst Bjössa að ganga fram af henni Veigu okk- ar. En hún fyrirgaf honum alltaf og Veiga sagði mér margoft síð- an hversu undurvænt henni þætti um Bjössa. Það þótti okk- ur öllum. Ég gleymi aldrei þegar Bjössi tók sig til og reyndi að hætta að reykja. Hann fékk sér tyggjó til varnar nikótíninu og tuggði í gríð og erg. Eitthvað fannst Bjössa þetta ganga illa þannig að einn daginn mætti hann allur plástraður en tuggði þó áfram sem mest hann mátti. Nokkrum dögum síðar kem ég heim af æfingu og situr þá ekki minn maður á spjalli við Veigu plástraður upp fyrir haus meðan kjálkarnir gengu upp og niður í tyggjójapli, auðvitað kol- fallinn því hann reykti ofan í all- ar varnirnar. Mörgum árum síðar skaut Bjössi yfir mig skjólshúsi er ég var í húsnæðishrakningum og í nokkra mánuði undum við fé- lagarnir okkur vel saman á Laufásveginum. Þannig var Bjössi. Eftir að Veiga veiktist heim- sóttum við Bjössi hana eins oft og við gátum en auðvitað aldrei nógu oft en hláturinn, gleðin og hlýjan sem umlukti þessar tvær manneskjur er mitt veganesti nú. Hugur minn er hjá öllu því fólki sem þekkti Bjössa miklu betur en ég og fékk að kynnast hans manngæsku. Þeirra missir er mestur en Bjössa þakka ég kaffisopana sem hann þáði og hlýjuna sem hann sýndi mér. Ef ég réði væri Veiga núna að hella upp á fyrir Bjössa sinn. Jón Bjarni. Öðlingur er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til Bjössa. Það er margs að minnast og mikils að sakna. Á okkar heimili verður Bjössa þó alltaf minnst með bros á vör og gleði í hjarta. Það var alltaf gaman að hitta Bjössa, með stóra brosið sitt og djúpu röddina. Hann var hrókur alls fagnaðar og forsöngvari í öllum veislum. Honum varð aldr- ei orða vant og fólk hópaðist að honum til þess að spjalla. Það var einnig ósköp gott að fá hjá honum lífsins ráð og njóta sam- veru í þau ófáu skipti sem við skelltum okkur í bústað með fjölskyldunni. Okkur þótti vænt um allar stundir með Bjössa og erum þakklátar fyrir að vegir okkar lágu saman um lífsins veg. Elsku Kolla, Dísa Dögg, Anna Hera, Helga og fjölskyldur, okk- ar dýpstu samúðarkveðjur á erf- iðri stundu. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár, þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Sigríður Karlsdóttir og Sigurdís Bjarney Guðbrandsdóttir (Sigga og Dísa Bjarney). Enn er höggvið skarð í litla S- bekkinn. Af tólf manna útskrift- arhópi frá Leiklistarskóla Ís- lands 1978 kveðjum við nú þriðja bekkjarfélagann. Okkur verður hlýtt um hjarta- rætur þegar við minnumst Bjössa. Hann var svo góður vin- ur, svo hlýr, kærleiksríkur, mjúkur, traustur og tryggur. Það var mikil gæfa fyrir okk- ur öll þegar Björn Karlsson kom ásamt Andrési vini sínum inn í hópinn á seinni námsárunum. Skemmtilegri og líflegri bekkjarfélaga var tæplega hægt að finna og Bjössi mætti til leiks með eindæmum víðsýnn, fróður og áhugasamur og bætti lit- brigðum í fjölbreyttan hópinn. Þá hófst ferðalag og samvinna sem hefur verið bæði góð og gjöful og gerði okkur sannarlega ríkari. Bjössi starfaði í öllum at- vinnuleikhúsunum að námi loknu. Auk þess lék hann í kvik- myndum og sjónvarpi. En hugur hans leitaði á önnur mið og það kom ekki á óvart að hann, sem einnig hafði lokið kennaraprófi, skyldi fljótlega ákveða að helga krafta sína ráð- gjöf og uppfræðslu. Í ráðgjafast- arfinu var hann á heimavelli, miðlaði af eigin reynslu, hvetj- andi og gleðjandi og veitti stuðn- ing til betra lífs. Bjössi okkar var stór í marg- víslegum skilningi. Hann var mikill á velli með sterka rödd og hlátur sem skók allt umhverfið og hann hafði líka stórt hjarta, breitt bros og stóran faðm þegar á þurfti að halda og aldrei brást það að ef einhver þurfti aðstoð, þá var Bjössi mættur fyrstur allra, tilbúinn að leggja sitt af mörkum. En Bjössi gat líka látið lítið fyrir sér fara, enda var hann í eðli sínu einstaklega hógvær og lítillátur, hvers manns hugljúfi, hjálpsamur og trygglyndur. Við bekkjarsystkinin höfum haldið góðu sambandi í nær fjörutíu ár en það verður tóm- legra án hans í framtíðinni. Við horfum á bak Birni Karls- syni með söknuði og miklu þakk- læti fyrir samfylgdina og vottum dætrum hans, konu og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning elskulegs bekkjarfélaga. S-bekkurinn: Andrés Sigurvinsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Gerður Gunnarsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Kristín S. Kristjánsdóttir, Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Sigfús Már Pétursson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Þröstur Guðbjartsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. … (Valdimar Briem) Þegar mér var ljóst að komið væri að kveðjustund Bjössa Karls, skólabróður míns úr Kennaraskóla Íslands – en það- an útskrifuðumst við, ásamt 213 öðrum, á vordögum 1971 sem kennarar eftir fjögurra vetra nám, hann úr B-bekknum, ég úr C-bekknum – þá fann ég hjá mér þörf til að draga fram og skoða Ynglingatal 1971-árgangs- ins en þar átti hver nemandi sína mynda- og spakmælasíðu í gamansömum stíl. Engan þarf að undra að á síðu Bjössa stend- ur „ljósið“ við nafnið hans. Síðan kemur sitt af hverju persónulegt fram sem er dæmigert fyrir glettnina, grínið og gamanið sem einkenndi öðlinginn hann Bjössa og bestu vini hans. Hann varð fljótt gagntekinn af leiklistar- áhuga sem hann lagði mikla rækt við – var virkur í leiklist- arfélagi Kennaraskólans þar sem hann stofnaði til sterkra vinatengsla sem hafa haldið alla tíð síðan. Eftir útskrift fór Bjössi til Ísafjarðar þar sem hann spreytti sig á kennslu í eitt ár. Leiklistar- áhuginn elti hann vestur. For- svarsmenn Litla leikklúbbsins komust fljótt á snoðir um að efnilegur leikari væri fluttur til bæjarins og sóttu hann til að taka þátt í leiksýningum félags- ins. Það var skemmtilegt að ræða við Bjössa um leiklistina fyrir vestan og samleikarana sem honum þótti mjög vænt um. Langþráður draumur Bjössa rættist síðan þegar hann fékk inngöngu í Leiklistarskóla Ís- lands en þaðan útskrifaðist hann 1978 og starfaði við ýmislegt í tengslum við leiklist og kvik- myndagerð í framhaldi af því, víða um land. Á þessum árum starfaði hann um tíma sem uppeldisfulltrúi hjá Unglingaheimili ríkisins en þar hafði ég starfað sem kennari. Á einum tímapunkti lágu leiðir okkar einnig saman í Dramik- kennarafélaginu ásamt fleirum úr árganginum okkar. Þannig hefur verið um marga sem út- skrifuðust úr Kennaraskólanum 1971 að leiðir okkar hafa víða legið saman á ólíkum tímum. Helga systir Bjössa, sem út- skrifaðist sem hússtjórnarkenn- ari sama ár og við, er ein af þeim. Síðustu árin áttum við Bjössi því láni að fagna að starfa saman að ráðgjöf þó ráðgjöfin væri á ólíkum sviðum. Gagnkvæm virð- ing og skilningur ríkti milli okk- ar „gömlu“ skólasystkinanna. Margar djúpar pælingar ein- kenndu samstarfið. Það lýsir Bjössa vel að tveimur vikum fyr- ir kveðjustundina hringdi hann til að staðfesta frestun á fyr- irhuguðum samstarfsfundi okkar – var helst til slappur eins og hann orðaði það. Einlægt þakklæti er mér efst í huga á þessari kveðjustund fyr- ir hin góðu og gömlu kynni sem gleymast ei. Ég sendi fjölskyldu Bjössa, Önnu Heru, Heiðdísi Dögg, Kol- brúnu Þóru, Helgu og öðrum í fjölskyldum þeirra mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan dreng lifir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Valgerður Snæland Jónsdóttir. Þegar minnast skal Björns Karlssonar, skólabróður og vin- ar, koma upp í hugann myndir af ungum ákafamanni með stórt hjarta og djúpa tilfinningu fyrir dramatík. Í hugskotinu kvikna minningar tengdar leiklistar- námi okkar á áttunda áratug síð- ustu aldar. Augnablikin lifna eitt af öðru. Staðirnir eru ýmist gamla iðn- aðarmannahúsið við Lækjar- götu, Miðbæjarskólinn, eða Lindarbær, en líka Þjóðleikhúsið og Iðnó. Það bregður fyrir myndarlegum manni, hávöxnum með dökkt yfirbragð og djúpa rödd. Hann rís á fætur, breiðir úr sér og réttir út hægri höndina um leið og hann dregur djúpt andann, hefur upp raust sína og flytur Áfanga eftir Jón Helgason utanbókar. Hver mynd þessa magnaða kvæðis fær notið sín þegar hljómmikil röddin fyllir salinn. Ferðalagið liggur um víð- erni landsins, yfir Kjöl, fyrir Ólafsfjarðarmúla, um Kögur, Horn og Heljarvík, að ekki sé talað um Látrabjarg. Við heyr- um vötn byltast á Brunasandi og ólman organleik ofviðrisins á Dröngum. Svo liggur leiðin að hjarta landsins og hljómfallið verður angurvært: Séð hef ég skrautleg suðræn blóm sólvermd í hlýjum garði; áburð og ljós og aðra virkt enginn til þeirra sparði; mér var þó löngum meir í hug melgrasskúfurinn harði, runninn upp þar sem Kaldakvísl kemur úr Vonarskarði. (Jón Helgason) Hvílíkt snilldarverk, þetta ljóð, en líka flutningurinn hans Bjössa. Hann dregur svo und- urskýrt fram andstæðurnar sem bera uppi skáldskapinn, mýkt og hörku, ljós og skugga, og það blasir við okkur hvernig mann- eskjan speglar þessar marg- breytilegu hliðar náttúrunnar í lífi sínu og athöfnum. Andstæður íslenskrar náttúru eru efniviður hinna ódauðlegu Áfanga og þessar sömu andstæður eru oft- ar en ekki uppistaðan í lífsvefn- aði okkar. Það vafðist ekki fyrir honum Bjössa, þökk sé hans djúpu og einlægu tilfinningu fyrir drama- tíkinni. Hún fylgdi honum hvert fótmál og þótt starfsvettvangur- inn hafi ekki verið einvörðungu innan leiklistarinnar þá lituðust störfin hans engu að síður af nánum samskiptum við fólk og samhjálp þar sem skilningur á mannlegu eðli og útsjónarsemi eru lykilatriði. Skapandi nálgun og innsæi þess sem þekkir átök- in og andstæðurnar í lífinu reið þar baggamuninn. Líklega hafa fáir átt auðveldara með að leggja fólki lið og leiðbeina í lífs- ins ólgusjó. Og hvað sem segja má um drauminn sem lagt var upp með, drauminn um að verða leikari, þá er ljóst að verkfærakistan sem hann fór með út í lífið, fyrst úr kennaranáminu og svo úr leiklistarskólanum, var nákvæm- lega það sem þurfti til þeirra verka sem leituðu hann uppi. Og þó skáldið Jón Helgason hafi óskað þess við ævikvöld að kvæðin hans féllu í gleymsku og dá, þá vitum við nú að það mun ekki gerast. Við vitum líka að minningin um okkar góða skólabróður og vin, Bjössa Karls, mun lifa, með- al annars í hljóðmyndum og minningum eins og þeirri sem hér hefur verið dregin upp og ljúka má með þessum orðum skáldsins sem Bjössi dáði: Kom milda nótt er mýkir dagsins sár, kom morgunstund er færir ljós og yl. Megi hið almáttuga ljós kær- leikans lýsa dætrum og ástvin- um okkar góða vinar. Kolbrún Halldórsdóttir. „Í sama máta“ var oft við- kvæðið hjá Bjössa Karls þegar maður kvaddi hann og óskaði honum góðs. Hann átti það einn- ig til að lauma að manni einföld- um og góðum ráðum um þyngd- artap, oft í gríni en einnig stundum í fullri alvöru. Hann gat spurt mann spurningar sem var algerlega út í hött og ekkert raunverulegt svar var til við og lofað Mallorkaferð fyrir rétt svar. Hann var gamansamur og gerði góðlátlegt grín sem beind- ist helst að honum sjálfum og meiddi engan. Hann var stoltur af dætrum sínum, talaði um þær með inni- leika og var sérstaklega natinn við þá yngri. Björn Karlsson áfengis- og vímuefnaráðgjafi og leikari var samstarfsmaður sem hafði áhuga á velferð samferðafólks síns, var réttsýnn maður og góð manneskja. Hann átti auðvelt með að ná sambandi við fólk og það auðveldaði honum vinnuna hjá SÁÁ. Hann var góður vinur vina sinna og sem vinnufélagi var hann skemmtilegur, ræðinn, hjálpsamur og græskulaus. Sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi var hann áhugasamur og styðjandi. Hann var í hópi þeirra sem hafa fengið löggildingu frá Fagráði Landslæknisembættisins í Áfengis- og vímuefnaráðgjöf og var einn af 18 slíkum sem starfa hjá SÁÁ nú um stundir. Það er mikil eftirsjá að góðum félaga úr fámennri stétt. Þó við vinnufélagar hans viss- um að hverju stefndi, þá var andlát Bjössa óvænt. Krabba- meinið gekk hratt á hann, við sáum það í byrjun október þegar hann kom á afmælisfund SÁÁ og á afmælisráðstefnuna. En hann hélt í karakterinn og þegar ég kvaddi hann í síðasta sinn sem við hittumst bað ég hann að fara vel með sig og var- lega. Ekki stóð á svarinu – „í sama máta félagi“. Fyrir hönd félaga hans í Fé- lagi áfengis- og vímuefnaráð- gjafa og vinnufélaga hans hjá SÁÁ sendi ég fjölskyldu Bjössa innilegar samúðarkveðjur og góðar hugsanir til allra sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hans. Farðu vel félagi. Hörður J. Oddfríðarson. Minningaleiftur frá morgni í húnvetnskri sveit: Mófuglasöngurinn blandast við golunnar þyt. Himinn í bláum og landið í dimmgrænum lit. Léttstígur peyi að fara með kýrnar á beit. Minningaleiftur frá mörgu í hversdagsins önn, mannlífi, störfum og gildum þess tíma, sem var. Bullskáld og rapparar byrjuðu ferilinn þar, bernskunnar gleði í hjörtunum, einlæg og sönn. Algóði drottinn, sem okkur í hendi þér berð ofar til ljóssins og þroskans frá myrkri og gröf, vertu hjá syrgjendum, veittu þeim huggun að gjöf. Verndaðu bangsann í þessari síðustu ferð. Guðmundur Kristjánsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.