Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 74
74 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017
Unnur Anna Halldórsdóttir, djákni og leikskólakennari, er 75 áraí dag. Hún lauk prófi frá Fóstruskóla Sumargjafar 1962 ogprófi frá Djáknaskóla Samariterhemmet í Uppsölum í Svíþjóð
1965. Hún var því fyrsti sérmenntaði djákninn hér á landi í samtím-
anum. Síðar sat hún í djáknanefnd, sem sá um að koma á djáknanámi
hérlendis en það hófst árið 1993.
Unnur var forstöðumaður barnaheimilis Ríkisspítala við Kleppsspít-
ala 1962-63, var vígð til djáknaþjónustu við Hallgrímskirkju og Æsku-
lýðsstarfs Þjóðkirkjunnar 1965, hafði umsjón með barna- og unglinga-
starfi Hallgrímskirkju 1965-70, starfaði á Leikskóla Sauðárkróks og
Furugrund í Kópavogi 1974-83, var forstöðumaður Skólaskjóls 6-9 ára
barna við Háteigskirkju 1991-95, og vann í Hlíðaskóla 1996-2004 og síð-
an á leikskólanum Sólborg þar til hún komst á eftirlaunaaldur.
Unnur var formaður Kvenfélags Háteigskirkju 1981-97, sat um ára-
bil í Æskulýðsnefnd kirkjunnar, var formaður Djáknanefndar kirkj-
unnar og Djáknafélags Íslands og sat í stjórn umönnunar- og hjúkr-
unarheimilisins Skjóls.
„Eftir að ég hætti að vinna þá hef ég unnið örlítið áfram fyrir þjóð-
kirkjuna og svo eins og gengur hjá eldri borgurum þá er ég núna að-
allega að hafa það skemmtilegt með barnabörnunum mínum.“
Eiginmaður Unnar er Tómas Sveinsson, fyrrverandi sóknarprestur
við Háteigskirkju, og börn þeirra eru Kristín Þórunn, Dagný Halla,
Sveinn Bjarki, Gunnfríður Katrín og Jóhannes Þorkell. Barnabörnin
eru 12.
„Ég ætla að drekka morgunkaffi með vinum og borða kvöldmat með
fjölskyldunni. Það verður ekkert stórbrotið gert í tilefni dagsins. Ég
verð því í samfélagi vina og fjölskyldu, og er mjög þakklát fyrir góða
heilsu og gleði hvunndagsins.“
Á hátíðarstundu Unnur með fjórum af fimm börnum sínum.
Fyrsti sérmenntaði
djákninn í samtímanum
Unnur Halldórsdóttir er 75 ára í dag
G
unnhildur Elsa Hrólfs-
dóttir fæddist í Vest-
mannaeyjum 1. nóv-
ember 1947, ólst þar
upp og bjó fram að gosi
árið 1973. Hún lauk BA-prófi í sagn-
fræði frá Háskóla Íslands árið 2011.
Fyrstu störfin tengdust fiskvinnu.
Allir lögðust á eitt að bjarga verð-
mætum, gefið var frí í skólum og lág
í loftinu stóð hún á kassa til að ná
upp á borð í frystihúsi. Á sumrin fór
Gunnhildur í sveit til móðurforeldra
sinna á Reyðarfirði. Hún rak kýrn-
ar, lærði að mjólka, strokka smjör
og hleypa skyr. Á þessum árum var
hún staðráðin í að búa í sveit því þar
þyrfti aldrei að fara í búð.
Seinna saltaði hún síld á Seyðis-
firði, hún var hausuð og slógdregin
með einu handtaki og angan af
kryddi í lofti. Það var eitt af þessum
sumrum æskunnar sem hún réði sig
í skógræktina á Hallormsstað. Þar
var plantað út trjám, reyttur arfi og
hlúð að gróðri. Sundlaugarvörður
var hún einnig um sumar í ónefndu
plássi austur á fjörðum. Laugin var
yfirbyggð og á veggjunum rimlar því
yfir vetrartímann var salurinn not-
aður sem íþróttasalur. Heilu áhafn-
irnar komu í sundlaugina til að nota
sturturnar og fá sér sundsprett. Sjó-
mennirnir klifruðu upp í rimlana og
köstuðu sér þaðan út í laugina.
Sennilega mjög skemmtilegt fyrir
þá, en dálítið erfitt fyrir vörðinn. Þar
kom að hún kynntist höfuðborginni
og fékk vinnu á saumastofu. Seinna
það sumar glasseraði hún snúða og
vínarbrauð í bakaríi í Vesturbænum.
Gunnhildur missti heimili sitt og
æskustöðvar í eldgosinu á Heimaey
23. janúar 1973 og nóttina örlaga-
ríku sigldi hún ásamt fjölskyldu
sinni til lands í fiskibáti og fannst að
ef hún lifði af þessa nótt væru hennir
flestir vegir færir. Um tíma glataði
tilveran lit og tilgangi en smám sam-
an rofaði til og ljóst að lífvænlegt var
víðar en í Vestmannaeyjum. Hún
var í nokkur ár forstöðukona á
barnaheimili, gjaldkeri hjá Mosfells-
hreppi og einnig formaður Kven-
félags Lágafellssóknar. Síðari árin
hafa almenn skrifstofustörf verið
störf Gunnhildar með ritstörfum.
Helstu áhugamál eru auk fjöl-
skyldu; sagnfræði, ferðalög til fram-
andi landa og ýmis félagsmál og er
hún núna formaður Kvenfélagsins
Heimaeyjar sem í eru konur frá
Vestmannaeyjum. Gunnhildur og
eiginmaður hennar ráku í mörg ár
fyrirtækið Frum sem annaðist út-
gáfumál, auglýsingagerð og prentun
ýmiss konar.
Gunnhildur hefur skrifað fjölda
bóka fyrir börn og fullorðna. Hún
hlaut verðlaun Ríkisútgáfu náms-
bóka í tilefni barnaárs Sameinuðu
Gunnhildur Hrólfsdóttir, rithöfundur og sagnfræðingur – 70 ára
Afmælisveisla Stór hluti fjölskyldunnar var samankominn sl. sunnudag til að halda upp á afmæli Gunnhildar.
Unnið til sjávar og sveita
Á Kínamúrnum Gunnhildur.
Kópavogur Axel Máni Norðfjörð
fæddist á Landspítalanum í
Reykjavík 1. nóvember 2016 og
á því eins árs afmæli í dag. For-
eldrar hans eru Andrew David
Shaw og Heiða Björk Norðfjörð.
Eldri systir er Eva María.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isCARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is
Skoðið glæsilegt úrval á carat.is
30% afsláttur 1- 11 nóvember
Verslaðu jólag jafirnar á www.carat.is eða í verslun okkar Hátúni 6
af öllum CARAT skartgipum
Sendum frítt um allt land
HÁLSMEN – ARMBÖND – HRINGIR – EYRNALOKKAR