Morgunblaðið - 01.11.2017, Page 77

Morgunblaðið - 01.11.2017, Page 77
DÆGRADVÖL 77 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að leysa samskiptavandamál með því að prófa nýja aðferð. Gátan leysist ekki á næstunni, reyndu að finna til spennu frekar en gremju. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú munt sennilega hafa minniháttar áhyggjur af einhverju í dag. Væntanlega mun það hafa áhrif á tekjur þínar til hins betra. Vertu bara þú sjálfur og njóttu þess sem gef- ur lífinu lit. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er rétti tíminn til þess að gera vel við sjálfan sig og næra líkama og sál. Mundu að við erum öll mannleg og dæmdu ekki aðra harðar en þú dæmir sjálfan þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er rétti tíminn til að sækjast eftir því sem þú vilt í vinnunni. Til að vera í núinu þarftu að hætta þessari sjálfsgagnrýni sem dregur athyglina frá því. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú færð snjallar og hagnýtar hug- myndir í vinnunni í dag. Gakktu sjálfur úr skugga um sannleiksgildið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þeir eru ófáir sem líta upp til þín en láttu það ekki stíga þér til höfuðs. Um leið og þú hellir þér út í það fellur hvert atriði á sinn stað. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þykist vita hvers vegna viss aðili ger- ir það sem hann gerir, en ert ekki alveg viss. Byggðu þig frekar upp fyrir framtíðina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú munt sennilega eiga áhuga- verðar samræður við einhvern ókunnugan í dag. Sýndu nú hug, djörfung og dug – vilji er allt sem þarf. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Orðum þarf að fylgja einhver at- höfn því annars missa þau marks. Leggðu þinn skerf til mannúðarmála. Ef þú auglýsir ekki, hver þá? Draumar næturinnar verða brjálaðir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú getur ekki lokað augunum fyrir því að margt af því sem þú segir misskilst af því að þú talar hvorki skýrt né skorinort. Gleymdu ekki að sýna þakklæti þitt fyrir vin- áttuvott. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú getur ekki endalaust leikið ein- leik þinn, þótt góður sé. Vertu sveigjanlegur því á þann veg muntu ná mestum árangri. Gefðu þér tíma til að gaumgæfa málin. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hjól lífsins halda áfram að snúast ef maður fyrirgefur óvini sínum. Þú leggur þig mikið fram við að gera vinum sínum til hæfis. Páll Imsland er óvenju langorðurá Leir að þessu sinni og lætur svo um mælt: „Það er margt að breytast í notkun ísl. máls og ekki lengur kennd nein málfræði að heit- ið geti. Málið á að fá að þróast eins og það vill, segja málfræðingar. Það hefur þó engan vilja og hlýtur því að þróast eftir öðrum leiðum en viljans. Það sem þróast þannig breytist tilviljanakennt og kaótískt. Ekki er öllum sama um þetta og um þetta má margt mæla. Kannski verður að setja lög á þingi um málnotkun og þróun ísl. máls í framtíðinni:“ Þorlákur Jónsson á Þingi var þagmælskumeistarinn slyngi, – Hann sveik ekki lit, enda lítið hans vit. en það lagaðist, ef að hann syngi. Stjórnarmyndunarviðræður eru að hefjast og óvissuþættir margir, svo að Ólafi Stefánssyni líst ekki meira en svo á blikuna: Forða oss, Herra, úr háska heimtaðu dýra fórn, vonandi í vor um páska verður komin stjórn. Gústi Mar sér atburðarásina þannig fyrir sér: Eitthvað virðast utangátta enginn lausnir finna kann. Í röð þeir fara einn og átta. eiga að hitta forsetann. Hjálmar Freysteinsson birtir þessa vísu á fésbókarsíðu sinni og þykir hitta í mark, – . „Lilja er auð- vitað blómið enda blómanafn“ er at- hugasemd Guðrúnar Indriðadóttur: Þeim sem haltra á skökkum skóm og skrimta á eyðijörðum, er álitsbót að eiga blóm í annarra manna görðum. Hallmundur Kristinsson er maður sátta og fer með „Söng dýralæknis- ins í Hálsaskógi“ á Boðnarmiði: Bændur horfa til beggja átta, byr mun ráða för, langar þá að leita sátta með loforðum á vör. Með íhaldið á aðra hönd, og alþýðu á hina er freistandi að binda bönd og brúa á milli vina. Fía á Sandi veltir fyrir sér „örlög- um alkans“: Þó ég biðji guð um grið og gráti sárt með ekka aldrei get ég fundið frið fái ég ekki að drekka. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Lög um málnotkun og í skökkum skóm „EF HANN GETUR EKKI TALAÐ, HVERNIG VEISTU ÞÁ AÐ HANN HEITIR HRÓLFUR?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að bíða eftir næsta tölvupósti frá honum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann OG … ÞÚ ERT MEÐ SÚKKULAÐIBÚÐING Á KINNINNI OG SMÁ HOR Í NEFINU SUMIR UPPLJÓSTRARAR SEGJA MEIRA EN AÐRIR. ÞÚ LIGGUR ÞARNA MEÐAN ÉG GERI ALLT HÉRNA VIÐ GETUM VERIÐ SAMMÁLA UM ÞAÐ! EN ÉG SKIL EKKI HVERNIG ÞESSI SKJÖL EIGA AÐ HJÁLPA ÞÉR AÐ FLÝJA! KOMSTU MEÐ ÞJÖL EINSOG ÉG BAÐ UM? JÁ Víkverji á í erfiðu sambandi viðsjónvarpið sitt. Honum finnst gaman að horfa á ýmislegt í sjón- varpi, en dagurinn er stuttur og hann vill koma ýmsu öðru að líka. Hann furðar sig á því hvað sumir virðast hafa mikinn tíma til að horfa á sjón- varp – stunda lotugláp. Þeir hafa horft á heilu sjónvarpsseríurnar nán- ast áður en þær dúkka upp á efnis- veitunum. Víkverji á það til að byrja á svona seríum, en nær sjaldnast að klára þær, ekki vegna áhugaleysis, heldur tímaleysis. Þar við bætist að vilji fjölskyldan finna tíma til að horfa saman verður enn erfiðara að komast í gegnum margra þátta raðir. x x x Víkverji er svo aldurhniginn aðhann man þá daga, sem ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og út- sendingar lágu niðri á sumrin. Þá var lítil hætta á því að ekki væri tími til að horfa á það, sem áhuga vakti í sjónvarpi. Það var helst að dagskrá sjónvarps skaraðist við aðra viðburði í dagskrá lífsins því aðeins var hægt að horfa á viðkomandi efni í þetta eina skipti. x x x Nú getur Víkverji verið sinn eigindagskrárstjóri, horft á það sem honum sýnist þegar honum sýnist. x x x Hann á það þó til að sitja yfir línu-legri dagskrá, jafnvel lengur en góðu hófi gegnir. Eftir á spyr hann sig stundum hvort hann hefði virki- lega horft á það, sem hann er búinn að sitja yfir í sjónvarpinu í heilt kvöld, ef hann hefði sjálfur ákveðið að velja. Iðulega er svarið nei. Fyrir helgi setti efnisveitan Net- flix þáttaröðina Stranger Things í umferð. Margir höfðu beðið með eftirvæntingu eftir þessum þáttum, enda fyrsta þáttaröðin í þessum flokki hreint afbragð. Víkverji heyrði einhvers staðar þá kenningu að þarna væri fundin ástæða fyrir því að Píratar hefðu fengið færri atkvæði nú, en í fyrra. Þættirnir höfðuðu sér- staklega til þeirra stuðningsmanna og þeir hefðu setið heima á kjördag til að horfa á þættina í einni lotu. Þegar þeir loks gátu staðið upp eftir að hafa horft á síðasta þáttinn hefði verið búið að loka kjörstöðum. vikverji@mbl.is Víkverji Eins og hindin þráir vatnslindir þráir sál mín þig, ó Guð. (Sálmarnir 42:2) EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.