Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 80
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017
Í bókinni rifjar Þórður Tómasson í
Skógum upp ævafornan fróðleik og
nýjan sem gengið hefur frá manni til
manns. Hér er gripið ofan í kafla þar
sem sagt er frá nefinu og ýmsum sið-
um, orðum og orðtækjum því tengd-
um. Millifyrirsagnir eru blaðsins:
Napurt nef og nefið forna
Nef setur sterkan svip á hvern
mann. Bjarni Thorarensen skáld lík-
ir dýrðarlandinu Danmörku við nef-
lausa ásýnd af því að fjöll vantar.
Nef er helgað andardrætti og ilman.
Í mannlýsingum er oft tekið mið af
stærð þess og formi. Nokkuð föst
nefgerð gat gengið í ættir og um það
var vel þekkt orðið ættarnef. Menn
voru með stórt nef eða lítið nef og
allt þar á milli. Bogið nef nefndist
arnarnef, fálkanef, kónganef, júða-
nef. Til voru og orðin hrútsnef og
klumbunef. Orðið kartöflunef er til
komið seint í tíma. Hátt og þunnt nef
var kallað napurt nef. Runólfur Sig-
urðsson, bóndi og skáld á Skagnesi í
Mýrdal, segir í ljóðinu Kapalóður
nálægt 1820 um Magnús Sigurðsson
hinn ríka, bónda á Leirum undir
Eyjafjöllum: „og klórar napra nefið
sitt“. Nefgerð Magnúsar hef ég séð
á nokkrum niðjum hans og má þá
nefnast ættarnef.
Hárbrúskur skartaði á nefbroddi
sumra karlmanna, kallaðist fjár-
toppur, átti að veita öryggi um fjár-
heill og virðist oft ekki fjarri lagi.
Auðsæll bóndi undir Austur-
Eyjafjöllum um aldamótin 1900 var
með þetta auðkenni. Hjá Heiðmundi
Hjaltasyni, bónda á Suður-Götum í
Mýrdal, sem uppnefndi hvern mann,
hét bóndinn jafnan Fjártoppur.
Það verður að fylgja hverjum og
einum sem það sem við hann er fest,
sagði gamla fólkið. Hver og einn
varð að sætta sig við áskapað nef.
Þetta birtist glöggt í þjóðvísunni
gömlu:
Lastaðu ekki nefið mitt forna.
Ekki skapti sjálfa sig,
ein heiðarlig,
seimþorn norna.
Hið skammvinna nasaveður
Nasir með nasaholum fylgja nefi,
búnar bifhárum. Hliðar nefs frá nef-
broddi nefnast nasavængir. Heitið
er dregið af hreyfigetu þeirra. Mið-
nesi skilur að nasaholur. Nasablóð,
blóðnasir öðru nafni, gerði stundum
manni lífið leitt. Gamalt ráð til að
stöðva blóðnasir var að binda þétt
um annan litlafingur blæðarans.
Fyrir kom að svo þétt var bundið að
nærri hélt að stöðvaði blóðrás og gat
þá illt orðið í efni. Ekki var óalgengt
að mann klæjaði í nef. Nefkláði átti
að vísa til þess að maður yrði brátt
reiður. Nasaveður eða nasavindur
nefndist skammvinn reiði manns.
Um það var sagt: Það er bara í nös-
unum á honum. Meira var að kveðið
ef maður stökk upp á nef sér. Þá
snöggreiddist maður en þeirri reiði
var sjaldan fylgt fast eftir. Mikið var
að reiði kveðið er maður náði ekki
upp í nefið á sér fyrir vonsku. Um
mann, sem var hugar síns ráðandi,
var sagt: Hann hefur bein í nefinu.
Móður maður af erfiði eða göngu
blés úr nös. Til vitnis um þol var
sagt: Þú blæst ekki einu sinni úr nös.
Sama orðtak var haft um þolinn
hest. Orðið nasablástrar átti við um
snöggar reiðihrinur.
Breidd nefs milli augna getur ver-
ið misjöfn. Þangað er sótt orðtak um
nískan mann: Honum er mjótt milli
augna. Um örlátan mann heyrðist
sagt: Honum er breitt milli augna.
Málshátturinn Náið er nef augum
vísar til þess að maður hafi meiri
skyldum að gegna við ættingja og
þeir standi huga manns nær en
óskylt fólk.
Nánös og nasvís maður
Að núa einhverjum um nasir er
það nefnt þegar rifjað er upp eitt-
hvað sem manni er til vansæmdar
fallið. Maður sem vissi jafnlangt nefi
sínu var vel viti borinn og sá fyrir
óorðna atburði, þó sýnu betur sá
sem vissi lengra en nef hans náði.
Til nefs eru sótt orðin nánös og
lýsingarorðið nánasarlegur. Um
nískan mann var sagt: Hann (hún)
er mesta nánös. Um lítilvæga gjöf
heyrðist sagt: Það var nánasarlega
úti látið.
Lyktnæmi (ilman) lætur nef í té.
Um hæfileikann er völ margra orða.
Sögnin að nasa er sömu merkingar
og að lykta. Nafnorðið þefur og
sögnin að þefa eru ævaforn í máli.
Lyktnæmur maður var þefvís.
„Mannaþefur í helli mínum,“ sögðu
tröllin í þjóðsögunum. Nasvís er
sömu merkingar og þefvís. Nafn-
orðið þefari var í æsku minni mikið
notað og í niðrandi merkingu, nánast
eingöngu um Björn Blöndal lög-
gæslumann sem af miklum dugnaði
gekk fram í því að þefa uppi landa-
bruggara.
Þefur í nefi gat boðað ýmislegt
sem lá ekki alltaf opið fyrir, t.d. veð-
urbreytingar. Alþekkt var þessi
vísa:
Kominn er þefur í koppinn minn
Veltast í honum veðrin stinn,
veiga mælti skorðan.
Kominn er þefur í koppinn minn,
kemur hann senn á norðan.
Þefur úr gömlu trékoppunum lá
að jafnaði niðri en lét á stundum til
sín taka. Raunsæi bjó hér að baki og
geta veðurfræðingar skýrt.
Brugðið gat fyrir ilmi af einhverri
matbjörg sem var ekki fyrir hendi
en barst svo óvænt í bú. Þefnæmið
átti sér öruggar forspár. [...]
Forvitinn maður, hnýsinn um
annarra hagi og gjarn á að breiða út
óhróður, var með nefið ofan í öllu.
Þar átti við vísan:
Þið þefið upp eins og hundar hræ
hrasanir náungans,
hlaupið svo með þær bæ frá bæ,
beinleið til andskotans.
Að hafa nasasjón af einhverju
merkir að maður hafi um það óljósa
hugmynd. Sömu merkingar er að
hafa nasaþef af einhverju. Fyrir
kom að tveir sátu saman, ræddu
hljóðlega og naumt bil á milli nef-
brodda. Það heitir að stinga saman
nefjum. Um mann, sem kom lítt
móður frá áreynslu eða hlaupum,
var sagt: Hann blés ekki úr nös.
Orðtakið var þó öllu meir við haft um
hesta en menn.
Nef manna fer jafnan fyrir hvert
sem haldið er. Maður gekk til bæj-
ardyra og leit til veðurs sem þá gat
verið svo vont að ekki væri hundi út
sigandi. Hann hörfaði inn og sagði:
Ég rétt rak út nefið. Einnig heyrðist
sagt: Ég rak nefið í nóttina. Út-
gönguveður var gott, vont eða ekk-
ert. Algengt viðkvæði ferðamanna,
sem komu rétt í mýflugnamynd við á
bæ, var: Ég rétt rak nefið þar inn.
Sultardropar drjúpa stöku sinn-
um úr nefi. Í svölu veðri heita þeir
kuldadropar. Nef manna bregst ekki
vel við langri útivist í frostköldu
veðri og vitnar um það þegar inn er
komið og kallast glænef. Við börn
var einatt sagt er þau sóttu í að fara
út í brunagadd: Verið þið ekki að
glænefjast úti.
Nef og hnerrar eiga saman. Eng-
inn vanrækti að segja guð hjálpi mér
er hnerri var afstaðinn og á sér æva-
fornar rætur, er ná langt aftur um
Íslandsbyggð. Sú trú býr að baki að
andi og sál séu að fara forgörðum við
hnerrann.
Aftur kemur hor í nös
Sjómanni var það góð aflavon ef
hann hnerraði ofan í bát sinn eða
veiðarfæri, áður en lagt var í róður.
Góðs viti var að hnerra ofan í heyið í
teignum, maður hnerraði því heim í
garð. Mánudagshnerrar tóku öllum
hnerrum fram. Betri er mánudags-
hnerri en móðurkoss sagði gamall
málsháttur. Eitthvað gott var þá í
vændum. Hnerrar yfir matborði
höfðu sterka boðun og fór eftir aldri
þess sem hnerraði: Elsti mat meiri,
yngsti mann fleiri, miðlungur mann
frá borði. Að hnerra ofan í askinn
sinn boðaði matarheill í húsi. Fyrir
kom, þar sem tveir áttu tal saman,
að annar hnerraði. Þá var eins víst
að hinn segði: Er ég svona bjartur
(björt) í augunum á þér?
Hor á oft heimkynni í nösum, læt-
ur til sín taka í kvefsótt. Til hans er
sóttur málshátturinn Aftur kemur
(eða sækir) hor í nös. Hann var not-
aður í niðrandi merkingu um menn
sem voru gjarnir á að leggja náung-
anum illt til.
Í greinargerð um nef og nasir er
ekki alveg út í hött að nefna atvik
tengt Nikulási Magnússyni, sýslu-
manni í Rangárvallasýslu (d. 1741).
Hann hafði eitt sinn í mannfagnaði
og ölteiti uppi ófögur orð um sköp
kvenna. Kona, er á hlýddi, tók þá
djarflega til orða: „Þar hefur þú nas-
irnar um dregið.“
Það er síst úr vegi að nefna þá
nautn er neftóbak hefur veitt mörg-
um manni. Það var víst sr. Hall-
grímur Pétursson sem gerði þessa
tóbaksvísu um miðja 17. öld:
Tóbakið hreint
gjörla fæ greint,
gerir höfðinu létta,
svefnbót er fín,
sorg hugarins dvín,
sannprófað hef ég þetta.
Skæla trýnið út á hlið
Snjáldur nefnist nef húsdýra.
Þetta yfirfærðist stundum um menn:
Ég rétt rak þar inn snjáldrið, sagði
maður um snögga viðstöðu á bæ.
Trýni er heiti á nefi húsdýra. Hund-
ur, sem nasaði af manni, rak í hann
trýnið. Orðið trýni var stundum
heimfært til manns, helst í grófum
kveðskap. Hér má grípa til gamallar
vísu:
Gefðu mér í gapið trýns
góðan sopa brennivíns,
fyrir sakir föður þíns,
fornkunningja og vinar míns.
Guðmundur nokkur Gíslason orti
um kaffifíkn kvenna:
Ketil velgja konurnar,
kaffið svelgja forhertar,
ófriðhelgar alls staðar,
af því félga [fjölga] skuldirnar.
Helga Stefánsdóttir skáldkona
svaraði:
Bændur svína brúka sið,
belgja vínið sinn í kvið,
skynsemd týna og skemma frið,
skæla trýnið út á hlið.
Þar hefur þú nasirnar um dregið
Út er komin hjá Sæmundi bókin Um þjóðfræði
mannslíkamans eftir Þórð Tómasson í Skógum.
Ástaraugu og ygglibrún eiga þar sinn sess, en
einnig margskonar svipbrigði munns og andlits.
Morgunblaðið/Golli
Fróður Þórður Tómasson safnvörður á Skógum hefur gefið út bók um þjóðfræði mannslíkamans.
FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐA
Ég var greind með slitgigt og hef fundið fyrir verkjum í hægri mjöðminni
um árabil. Á tímabili varð ég svo slæm að ég þurfti að fá sprautur og sterk
verkjalyf fyrir mjöðmina. Eftir að ég fór að taka NUTRILENK öðlaðist ég
hreinlega nýtt líf. Ég hef notaðNUTRILENKGOLD síðan í september
2012 með frábærum árangri, og þá meina ég ÁRANGRI.
Ragnheiður Garðarsdóttir, leikskólakennari
Nutrilenk fyrir liðina
GOLD
NNA
Vertu laus við
LIÐVERKINA
Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi
ÉG ÖÐLAÐIST NÝTT LÍF MEÐ
NUTRILENK GOLD.”
Náttúrul
egt
fyrir liðin
a