Morgunblaðið - 01.11.2017, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 01.11.2017, Qupperneq 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Tilvísunum er sleppt í kaflanum sem fer hér á eftir: Rausnarheimili á Reynistað Soffía [Jónsdóttir Claessen] er orðin barnshafandi og fæðir 24. jan- úar 1925 stúlku sem er skírð Laura Frederikke, í höfuðið á móðurömmu sinni og afasystur. Það er fullt starf að vera móðir og húsfreyja á Reyni- stað. Soffía sækir um lausn frá kennarastarfinu áður en skóli hefst að nýju haustið 1924. Ekki þarf hún að fara langt til að bera upp erindið. Málið heyrir undir föður hennar, Jón Þórarinsson fræðslumálastjóra, sem tilkynnir henni í embættisbréfi í byrjun október að fallist hafi verið á ósk hennar svo sem sjálfsagt var. Eggert ræður tvær vinnukonur til að aðstoða þau við heimilisstörfin og fá þær sérstakt herbergi í húsinu. Þetta eru þær Daðína Matthildur Guðjónsdóttir, sem er rúmlega tví- tug, og Kristín Margrét Guðmunds- dóttir, 33 ára gömul. Önnur er eld- hússtúlka, hin innistúlka eins og það heitir á þessum árum. Þetta eru afar eftirsótt störf. Eldhússtúlkur sjá um matseld og þvotta, innistúlkur þurrka af í stofum, búa um rúm, uppvarta og gæta barna húsráð- enda. Báðar þurfa að vera árrisular því undirbúa þarf morgunverð og færa húsráðendum kaffi í rúmið þegar hringt er eftir þjónustu. Raf- magnsbjöllur eru í öllum her- bergjum og stofum og á töflu í eld- húsinu má sjá hvaðan kallið kemur. Vinnukonur koma og fara en Kristín Margrét er á heimilinu í mörg ár. Húshaldsreikningar Eggerts og Soffíu frá þriðja áratugnum og fyrstu árum hins fjórða hafa varð- veist, en eftir það virðist þeim ekki haldið til haga. Þau hafa búið við mikla rausn á Reynistað eins og Eggert og Sophia gerðu í Póst- hússtræti. Matarinnkaup gera þau í bestu verslunum Reykjavíkur og flytja sendisveinar vörurnar heim á reiðhjólum. Athugun á heimilishaldi þeirra á árunum 1924 til 1926 leiðir í ljós að þau veita sér allt það besta og gómsætasta sem á boðstólum er hverju sinni: kjöt og fisk, gjarnan lax, grænmeti og ávexti, mjólk, ost, rjóma og egg, niðursoðin matvæli af ýmsu tagi frá útlöndum og margs konar munaðarvörur. Matarreikn- ingarnir einir eru hærri en mán- aðarlaun verkafólks á þessum tíma. Þau kaupa líka ýmsar vörur frá út- löndum, láta senda heim og horfa ekki í kostnaðinn. Frá Au Bon Marché, þekktri sérvöruverslun í París, koma til dæmis árið 1926 handklæði, skyrtur og vesti. Einnig eru reikningar frá Printemps, einu frægasta vöruhúsi Parísar á þessum tíma. Te virðast þau hafa sérpantað frá nafnkunnri verslun í London, The Tea Planters & Importers Company, sem enn er starfrækt. Haustið 1926 fjölgar á Reynistað. Soffía eignast Kristínu Önnu 1. október 1926. Nú er hún komin á fimmtugsaldur svo börnin verða ekki fleiri. Eggert fagnar því að hafa eignast tvær heilbrigðar og fallegar stúlkur. Kristjana mágkona hans segir í bréfi frá Kaupmannahöfn rétt áður en Kristín fæðist að hún „vildi óska að það yrði nú drengur, því ég held að þú, sem von er, vildir gjarnan fá óskabörnin“. En Eggert blæs á þetta útbreidda viðhorf. Að- alatriðið er, segir hann, að börnin séu heilbrigð. Þær systur alast upp við mikið ástríki foreldra sinna og umgangast mikið frændur, frænkur og annað venslalið foreldra sinna. Þótt Jón Þorláksson sé orðinn for- sætisráðherra og seinna borg- arstjóri hefur hann alltaf tíma fyrir fósturdætur þeirra Ingibjargar, Önnu og Elínu, og þegar Laura og Kristín og Valgarð, sonur Önnu og Ólafs J. Briem, koma í heimsókn á heimili þeirra á þriðju hæðinni í Bankastræti 11, les hann fyrir hóp- inn úr nýjum barnabókum. Lauru er minnisstætt þegar hann las fyrir þau í áföngum Önnu Fíu í höf- uðstaðnum, sem þá var nýkomin út. „Hann byrjaði alltaf þar sem hann hafði hætt síðast. Það fannst okkur gaman.“ Á æskuárum Lauru og Kristínar er Reynistaður eins og í sveit. Spöl- korn frá er gamli Skildinganessbær- inn, Vesturbærinn, timburhús end- urbyggt um 1864. Í tíð Eggerts heitir hann Reynistaður II, en er síðar nefndur Reynisnes. Umhverfis eru kálgarðar og tún og hin venju- legu útihús; fjós, hlaða, hesthús, reykhús og hænsnakofi. Þarna eru kýr á beit og hestar til þjónustu reiðubúnir; Eggert er yfirleitt með þrjá til fjóra gæðinga. Systurnar eru barnungar settar á hestbak; Laura fær eigin hnakk fjögurra ára gömul. Á góðviðrisdögum fara þær gjarnan ríðandi með foreldrum sínum yfir Skildinganesmelana, fram hjá Öskjuhlíð og inn að Elliðaám, yf- irleitt er komið við þar sem nú heitir Hlemmur en þar var lengi vatnsþró fyrir hesta. Elís Jónsson, fyrrverandi versl- unarstjóri á Djúpavogi, og kona hans Guðlaug Eiríksdóttir, leigja jörðina fyrstu sex árin og búa á Reynisnesi, en stofna síðan litla verslun í Skildinganesi. Árið 1931 taka við ábúðinni Georg Jónsson bú- fræðingur, bróðir hinna kunnu lista- manna Finns og Ríkharðs, og kona hans Margrét Kjartansdóttir. Auk kúabúskapar rær Georg til fiskjar, veiðir grásleppu og rauðmaga og selur í bænum. Mikil og náin sam- skipti eru á milli heimilanna á Reynistað alla tíð. Í sjávarvörinni steinsnar frá hús- unum geymir Eggert skemmtibát fjölskyldunnar Þegar veður er gott er bátnum róið um Skerjafjörðinn, stundum þau Soffía ein með dæt- urnar, og stundum er gestum boðið í siglingu. Eggert er árrisull og á vor- in og sumrin byrjar hann gjarnan daginn á því að fara út garð og sinna gróðrinum í garðinum í klukkutíma eða lengur. Svo hefur hann óvenju- legt áhugamál, er með stóran dúfna- kofa á lóðinni og ræktar dúfur sem oft eru hafðar til matar. Eftir þeim þarf að líta á hverjum degi. „Ég man að smyrillinn sótti oft í þær. Við krakkarnir þurftum stundum að kasta grjóti í hann til að fæla hann í burtu,“ segir Kristín dóttir hans. Ef veður er sérstaklega gott hjólar Eggert í bæinn og skilur bílinn eftir. Soffía tekur bílpróf snemma, sem er óvanalegt á þeim tíma að konur geri, og er því ekki eins bundin í sveitinni með börnin meðan Eggert er í vinnunni. Kristín minnist þess að smástrákar hlupu einhverju sinni á eftir bílnum á Suðurgötu þegar þeir sáu móður hennar við stýrið og hrópuðu: „Kerling að keyra! Kerling að keyra!“ Þetta hefur þeim fundist furðuleg sjón. Þær systur eru settar í Landa- kotsskóla kaþólsku kirkjunnar með börnum annarra góðborgara því hann þykir betri en Barnaskólinn. Áður hafa þær verið í tímakennslu hjá fröken Ragnheiði Jónsdóttur, síðar skólastjóra Kvennaskólans. Þegar veður er gott hjóla þær í skól- ann, annars taka þær strætisvagn og stundum fá þær far með föður sínum. Um háveturinn teppist stundum vegurinn út í Skildinganes og þá sitja þær bara heima – mjög öfundaðar af bekkjarsystkinum sín- um. Eitt sinn þegar Kristín bíður eftir strætó við Vöruhúsið í Að- alstræti, hún er þá 10 eða 11 ára, víkur sér að henni kona og spyr hverra manna hún sé. Þegar hún segist vera dóttir Eggerts Claessen segir konan: „Af fyrra eða seinna hjónabandi?“ Kristínu bregður við þetta, þær systur hafa aldrei heyrt að pabbi þeirra hafi verið kvæntur áður. Honum hefur ekki fundist ástæða til að hafa orð á þessu að fyrrabragði. En aldrei hitta þær Sophiu Jónassen og engin kynni hafa þær af Þórunni, fósturdóttur hennar. Mikil rausn á Reynistað Eggert Claessen var einhver mesti áhrifamaður á Íslandi á fyrri hluta síðustu aldar. Hann var með- al annars einn helsti frumkvöðull Eimskipafélags- ins, tók þátt í hinu sögufræga Milljónarfélagi, var lykilmaður í fossafélaginu Titan og var banka- stjóri Íslandsbanka eldri í tæpan áratug. Ævi- sögu hans ritar Guðmundur Magnússon og bygg- ir á umfangsmikilli rannsókn áður óþekktra frumheimilda. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Magnús Ólafsson Sveit Reynistaður í Skerjafirði 1924. Eggert og Soffía Claaessen nýflutt inn. Fyrir utan er Ford-bifreið Eggerts. Ljósmynd/Úr einkasafni. Góðviðrisdagur Laura og Kristín Claessen fara í sinn fyrsta reiðtúr frá Reynistað í Skerjafirði í júní 1928. www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum mögulegum stærðum á vinnuvélar, vöru- og flutningabifreiðar, dráttarvélar og lyftara FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.