Morgunblaðið - 01.11.2017, Qupperneq 88

Morgunblaðið - 01.11.2017, Qupperneq 88
88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Forval dómnefndar til Hönnunar- verðlauna Íslands hefur verið kynnt en yfir hundrað tilnefningar til verðlaunanna bárust. Dómnefnd hefur lokið störfum og tilnefnir fimm sigurstrangleg verk, að því er fram kemur á vef Hönnunarmið- stöðvar en eitt þeirra mun hljóta Hönnunarverðlaun Íslands og pen- ingaverðlaun upp á eina milljón króna. Verðlaunin verða veitt 9. nóvember í Iðnó. Verkin fimm eru einkenni listahátíðarinnar Cycle, Marshall- húsið, Reitir Workshop + Tools for Collaboration, orlofshús BHM í Brekkuskógi og Saxhóll. Umsagnir dómnefndar um þessi verkefni má finna á vef Hönnunarmiðstöðvar á slóðinni verdlaun.honnunarmid- stod.is en einnig má þar lesa um- sögn dómnefndar um það fyrirtæki sem hljóta mun viðurkenningu fyr- ir bestu fjárfestingu í hönnun en nafn þess verður gefið upp á verð- launaafhendingunni. Fimm tilnefnd til hönnunarverðlauna Morgunblaðið/Einar Falur Marshall-húsið Það var áður síldar- bræðsla en er nú helgað myndlist. Ásama tíma og draumaverk-smiðjan í Hollywood send-ir á markaðinn enn eina of-urhetjumyndina og nú byggða á Þór, þrumuguði norrænu goðafræðinnar, og hruni heimsins í ragnarökum, birtist ólíkt önnur og léttari sýn á gamla goðaheim- inn í nýjustu teiknimyndasög- unni í Goðheima- röðinni, Brísinga- menið. Þessum skrifara hefur alltaf þótt ofur- hetjukonseptið ameríska afar leiðinlegt og óspennandi en banda- rískir gagnrýnendur, sem eru upp- aldir í hetjudýrkun og trú á hinn stóra og sterka einstakling, virðast ekki heldur hafa náð að tengja sig við þrumuguðinn; rýnir The New York Times tjáði sig á dögunum um Þór og þótti hann lang-litlausastur og leiðin- legastur af þeim hetjum sem Marvel- teiknimyndasögurnar fjölluðu um og hafa nú ratað í kvikmyndir, hver af annarri. Sjálfur myndi ég alltaf kjósa breyskar og hlægilegar Goðheima- persónurnar fram yfir þær vöðva- stæltu og kjánalegu í Marvel- blöðunum. Full ástæða er til að hrósa Iðunni fyrir að halda áfram að gefa út teikni- myndasögur Peter Madsen. Þær fyrstu komu út á íslensku um 1980 – og slógu hér í gegn – og svo fleiri seint á níunda áratugnum. Nú hafa fleiri bæst í hópinn og er Brísinga- menið sú áttunda og kom upphaflega út á dönsku árið 1991. Hér segir af ástargyðjunni Freyju sem gæðir veröldina lífi með vordansi sínum í skóginum og ber sitt dýrasta djásn, Brísingamenið. Goð sem dýr hrífast með og fyllast ástarbríma, all- ir nema hinn fúllyndi og svikuli Loki Laufeyjarson sem heldur eins og í fyrri bókum áfram að hafa allt á hornum sér – og sér eins og áður um að skapa vandræði í heimi ása. Hann reynir allt hvað hann getur til að stela meninu af Freyju, fyrir Óðin alföður sem girnist hina íðilfögru ástargyðju og vill ólmur komast yfir hana, þótt hann sé kvæntur Frigg. Heimdallur, sem gætir regnboga- brúarinnar Bifrastar og þess að þurs- ar geri ekki innrás í Ásgarð, fyllist hins vegar ekki kynferðislegum losta gagnvart Freyju, eins og Óðinn, held- ur verður innilega ástfanginn af henni – og þar verða átökin í sögunni, milli andlegrar og upphafinnar ástar og þess sem mætti kalla grófrar og karlrembulegrar eðlunarfýsnar. Húmorinn í sögunni er á einhvern hátt einstaklega danskur – og jafn- framt óneitanlega nokkuð gamal- dags. Ekki er víst að hin íturvaxna Freyja, með ávalar línur holdsins og djúpa brjóstaskoruna (sem Óðinn sýnilega þráir að sökkva sér í), höfði vel til rétthugsunar samtímans. Hún er afsprengi liðinnar aldar. En sagan er engu að síður fyndin og allar per- sónur dregnar skírum dráttum; þær eru flestar guðir en eru samt svo miklir kjánar – reyndar fyrst og fremst karlarnir því konurnar eru altaf sýndar skynsamari og yfirveg- aðri; þær eru réttsýnar og vita betur, sama hvað karlarnir hamast og klúðra málum. Teiknistíll Madsen er bráð- skemmtilegur og sögur hans flæða vel; hann kann líka þá list bestu teiknimyndahöfunda að dvelja á rétt- um stöðum við kómísk eða íhugul smáatriði. Brísingamenið er ekki ein af betri Goðheimasögunum en hins vegar má hrósa sagnabálknum sem heild, því hér er unnið á áhugaverðan og frumlegan hátt úr sagnaarfi Norð- urlandanna. Og meðan það er enn gert þá er þetta lifandi arfur. Lostafull Óðinn þráir ástargyðjuna Freyju en mikið er gert úr þrýstnum vexti hennar. Ögrandi og ítur- vaxin ástargyðja Myndasaga Goðheimar 8 - Brísingamenið bbbnn Teikningar og texti: Peter Madsen. Saga: Henning Kure, með hjálp Hans Rancke, Per Vadmand og Peter Madsen. Litir: Søren Håkanson. Bjarni Frímann Karlsson þýddi. Iðunn, 2017. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Thor er fangelsaður í hinum enda alheimsins án hamarsins síns og er í kapphlaupi við tímann til að komast aftur heim til Ásgarðs til að stöðva heims- endi sem hin miskunnarlausu Hela er ábyrg fyrir. En fyrst verður hann að berjast fyrir lífi sínu. Metacritic 72/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.00, 18.00, 20.00, 21.00, 22.50 Sambíóin Egilshöll 17.15, 18.00, 20.00, 21.00, 22.45 Sambíóin Kringlunni 16.45, 18.00, 19.30, 21.00, 22.15 Sambíóin Akureyri 17.10, 20.00, 22.45 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30, 22.45 Smárabíó 16.40, 19.10, 19.30, 22.00, 22.20 Thor: Ragnarok 12 Undir trénu 12 Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðnir þreyttir á að fá ekki sól á pallinn. Morgunblaðið bbbbn IMDb 6,9/10 Laugarásbíó 15.50, 17.50, 20.00 Smárabíó 17.50 Háskólabíó 18.00, 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Geostorm 12 Þegar loftslagsbreytingar ógna öllu lífi á jörðinni sameinast yfirvöld um alheimsnet gervi- hnatta. Eftir að hafa verndað plánetuna gegn hamförum í tvö ár fer eitthvað að fara úrskeiðis. IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 18.30 Sambíóin Kringlunni 18.50, 21.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Island Songs Ólafur Arnalds tónskáld ferðast um Ísland og skapar tónlist ásamt margs konar samstarfsfólki. Bíó Paradís 18.00 Thelma Ung stúlka flytur til Óslóar og verður ástfangin af skóla- systur sinni en uppgvötar dularfulla krafta. Metacritic 74/100 IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 20.00 690 Vopnafjörður Bíó Paradís 18.00 Sumarbörn Morgunblaðið bbbmn Bíó Paradís 20.00 The Party Bíó Paradís 20.00, 22.00 Borg - McEnroe Myndin segir okkur forsög- una að hinum magnaða úr- slitaleik á Wimbledon. Metacritic 57/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 22.00 Rökkur 16 IMDb 5,4/10 Nokkrum mánuðum eftir sambandsslitin fær Gunnar símhringingu frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hræddur um að hann muni fara sér að voða Smárabíó 17.30, 19.40, 22.10 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00 The Foreigner 16 Hulin fortíð viðskiptajöfurs- ins Quans leiðir til þess að dóttir hans deyr í hræðilegu tilræði hryðjuverkamanna. Metacritic 55/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 20.00, 22.25 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.15 Happy Death Day 16 Tree Gelbman verður að upplifa afmælisdaginn sinn ótal sinnum til að komast að því hver reynir að myrða hana og hvers vegna. Metacritic 57/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.10 Smárabíó 20.00, 23.10 Borgarbíó Akureyri 22.15 Unlocked 12 Alice Racine er sérfræðingur í yfirheyrslum sem áttar sig á því að yfirheyrslan sem hún stendur í er gildra. Metacritic 46/100 IMDb 6,2/10 Háskólabíó 18.10, 22.10 Emojimyndin Metacritic 12/100 IMDb 2,4/10 Smárabíó 15.30 The Lego Ninjago Movie Sex ungar ninjur fá það verk- efni að verja eyjuna sína, Ninjago. Metacritic 55/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Sambíóin Kringlunni 16.45 Sambíóin Akureyri 17.40 My Little Pony Metacritic 39/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 15.50, 17.50 Smárabíó 15.15 Hneturánið 2 Ævintýramynd um sérvitran íkorna og vini hans. Metacritic 37/100 IMDb 5,8/10 Laugarásbíó 15.50, 7.50 Smárabíó 15.20, 17.30 Borgarbíó Akureyri 18.00 Skrímslafjölskyldan IMDb 5,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Personal Shopper 16 Aðstoðarmaður í tískubrans- anum lendir í kröppum dansi. Metacritic 77/100 IMDb 6,2/10 Bíó Paradís 22.15 Home Again Líf einstæðrar móður tekur óvænta stefnu þegar hún leyfir þremur ungum mönn- um að flytja inn til sín. Metacritic 41/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 18.00 Blade Runner 2 16 Nýr hausaveiðari kemst að gömlu leyndarmáli sem gæti valdið miklu umróti í sam- félaginu. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 82/100 IMDb 8,8/10 Sambíóin Egilshöll 20.00 Smárabíó 15.45, 20.00, 22.15 The Snowman 16 Lögreglumaðurinn Harry Hole óttast að hræðilegur fjöldamorðingi sé kominn aftur á stjá. Metacritic 34/100 IMDb 5,4/10 Laugarásbíó 22.00 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Kingsman: The Golden Circle 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 44/100 IMDb 7,2/10 Háskólabíó 20.50 It 16 Metacritic 70/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 22.10 Vetrarbræður Morgunblaðið bbbbn IMDb 6,9/10 Háskólabíó 17.50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.