Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 92
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 305. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. „Hlýt að hafa verið óæskilegur“ 2. Leyndarmál flugfreyjunnar 3. Kannanir misstu af Flokki … 4. „Handsprengjan“ dregur úr … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónleikar til minningar um sænska söngvaskáldið Cornelis Vreeswijk verða haldnir í Norræna húsinu í kvöld kl. 20, í tilefni af því að Vrees- wijk hefði orðið áttræður 8. ágúst sl. og að 12. nóvember nk. verða 30 ár liðin frá því hann lést. Hljómsveitin Spottarnir heldur tónleikana og verða söngvar og vísur eftir Vrees- wijk uppistaðan í efnisskrá tón- leikanna. Sérstakir gestir verða Håk- an Juholt, sendiherra Svíþjóðar, Vera Illugadóttir fjölmiðlakona og Guðrún Gunnarsdóttir söngkona. Vreeswijk minnst  Kvartett saxó- fónleikarans Sig- urðar Flosasonar leikur á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtu- loftum, 5. hæð Hörpu, í kvöld kl. 21. Kvartettinn mun leika sí- græna djassstandarda. Ásamt Sig- urði koma fram Kjartan Valdemars- son á píanó, Þorgrímur Jónsson á bassa og trommarinn Einar Scheving. Sígrænir standardar  „Momentum 9 – Alienation“ er yfirskrift fyrirlestrar sem Jón B.K. Ransu, myndlistarmaður og deildar- stjóri við Listmálaradeild Myndlista- skólans í Reykjavík, flytur í Safna- húsinu við Hverfisgötu í dag kl. 12. Jón var einn fimm sýningarstjóra Momentum tvíæringsins sem lauk í október í Moss í Noregi og mun hann fara yfir sýninguna í máli og myndum og fjalla um þá listamenn sem tóku þátt auk þess að fjalla um vinnuferli sýning- arstjóranna í að- draganda sýningar- innar. Fjallar um tvíæring Á fimmtudag Suðvestan 8-15 m/s og rigning eða jafnvel slydda, einkum til fjalla, en úrkomulítið NA- og A-lands. Hægari um kvöldið. Á föstudag Gengur í norðaustan 8-15 m/s með éljum við norður- ströndina. Hæg breytileg átt í öðrum landshlutum fram eftir degi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Él NA-lands, en léttir til fyrir sunnan og vest- an. Lægir og styttir upp eftir hádegi. Hiti víða um frostmark. VEÐUR Eftir tíu vikur verður flautað til leiks á Evrópumótinu í handknattleik karla í Króat- íu. Eftir vináttuleikina við Svía á dögunum komst skýrari mynd á þann hóp sem Geir Sveinsson lands- liðsþjálfari mun tefla fram á mótinu. Margt bendir til þess að talsverðar breyt- ingar verði á hópnum frá HM fyrr á þessu ári og ný andlit verði í sviðsljósinu í Split í janúar. »4 Kynslóðaskiptin halda áfram „Mér líkar afar vel hjá Álaborg. Í vetur er ég í stóru hlutverki, leik á miðjunni og flesta leiki nánast frá upphafi til enda,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, sem leik- ur undir stjórn landsliðsþjálfarans fyrrverandi Arons Kristjánssonar hjá danska meistaralið- inu Aalborg. »1 Ánægður í stórri rullu hjá dönsku meisturunum Karlalið Skautafélags Akureyrar er einstaklega sigursælt á Íslands- mótinu í íshokkíi. Liðið er nú á kunn- uglegum stað á toppi Hertz- deildarinnar þótt framundan sé væntanlega hörð barátta við Björninn og Esju. Morgunblaðið kynnir karlalið SA til leiks í blaðinu í dag en áður hefur lið Esju verið kynnt á síðum blaðsins. »2-3 Einstaklega sigursælt lið á Akureyri ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tolli Morthens setti í gær síðustu pensilstrokurnar í nýtt og stórt mál- verk af sjálfri Herðubreið, drottningu íslenskra fjalla. Litbrigði myndar- innar eru sterk, roði miðnætursólar er yfir öllu og olíulitirnir eru þykkt smurðir á strigann. Steinarnir ekki á sama stað „Herðubreiðarmyndin er svolítið framandi og litirnir gætu minnt á leiðangur til Mars. Ég hef lengi ætlað mér að ganga á Herðubreið, en aldrei farið. Hér er ég þó kominn nokkuð áleiðis,“ sagði listamaðurinn þegar Morgunblaðið leit inn á vinnustofu hans í gærdag. Myndin af Herðubreið og önnur sem er úr Mývatnssveit verða á Foss- hóteli, Mývatni, og væntanlega komnar á veggi þar síðar í mán- uðinum. Þarna er byggt á langri sam- vinnu sem Tolli og fosvarsmenn hót- elkeðjunnar hafa lengi átt. Málverk eftir Tolla úr nærumhverfi hótelanna eru á mörgum þeirra og bregða sterkum svip á öll salarkynni þar. „Þetta eru allskonar mótív, sem öll lúta þó lögmálum málverksins og list- arinnar og eru spuni upp að vissu marki. Þó að ég hafi farið inn á öræfi í sumar til þess að skoða staðhætti við Herðubreið eru steinarnir á mynd- inni nýju ekki endilega á sama stað og í veruleikanum. Listmálarans er allt- af að skerpa og koma með eitthvað umfram það sem ljósmyndin hefur,“ segir Tolli sem málað hefur landslag og fátt annað en landslag síðustu ára- tugi. Afleiðing kapítalismans „Í dag vekja listaverk sem skír- skota á einhvern hátt til náttúru landsins mikinn áhuga,“ segir Tolli Morthens. „Á tímabili var málverkið sem listform alveg dautt, að ég tali nú ekki um landslagsverk. Þau voru talin til borgaralegrar arfleifðar sem ekki mátti sinna. Nú eru hins vegar runnir upp þeir tímar að slík verk eru í há- vegum höfð því í náttúrunni berg- mála væntingar og þrár mannsins. Það er sama hvort ég sýni landslags- verk Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku eða nú síðast í Þórshöfn í Færeyjum, alls staðar samsamar fólk sig svona myndum. Og það gera allir sér mál málanna hlýnun jarðarinnar; sem er afleiðing af stjórnleysi kapítal- ismans og því að maðurinn tekur ekki ábyrgð á ófullkomleika sínum. Þess vegna finnst mér svo mikil ögrun að mála skriðjökla, sem eru ásýnd jarð- ar og bera í fangi sér það risavaxna verkefni sem mannkynið stendur andspænis – sem er að taka á hlýnun andrúmsloftsins og vánni sem henni fylgir.“ Í náttúru bergmála væntingar  Leiðangur til Mars í miðnætursól  Sterk litbirgði og steinar færast úr stað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjalladrottning Tolli við trönurnar á vinnustofu sinni í gær þar sem Herðubreið í nýrri útgáfu hefur sprottið fullsköpuð fram, fallegri en nokkru sinni fyrr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.