Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bill Clintonvar ungurkjörinn ríkisstjóri í Ark- ansas, en féll óvænt þegar hann leitaði end- urkjörs fjórum árum síðar. Svo slakur ár- angur þýðir iðulega að stjórnmálaferli viðkomandi sé lokið. En Bill, sem var brugðið, hristi af sér von- brigðin og slenið og með hjálp sinnar metnaðarfullu eiginkonu náði hann rík- isstjóraembættinu á ný. Hann varð svo forsetaefni Demókrataflokksins vegna kosninganna í nóvember 1992, þegar sumar helstu stórstjörnur flokksins ákváðu að bíða í fjögur ár, fremur en að etja kappi við George H.W. Bush forseta, sem fór með himintunglum vinsælda eftir sitt Íraks- stríð, ólíkt syninum eftir sitt. En Ross Perot, auðkýf- ingur úr röðum repúblik- ana, setti strik í allar spár og reikninga þegar hann bauð sig fram og komst alla leið í úrslitabaráttuna um Hvíta húsið sem óháður frambjóðandi. Perot náði svo mörgum atkvæðum frá forsetanum að Bill Clinton náði kjöri, þótt með miklum minnihluta atkvæða væri. Eftir árangurinn í Arkansas fékk ungi maðurinn og síðar forsetinn viðurnefnið „comeback kid“. Það var ný- lega notað um annan kappa, sem hefur ekki verið síður fjölþreifinn um ævina, eftir kosningar á Ítalíu. Eftir stórsigur hægri flokka og flokks andstæð- inga ESB á Sikiley, mætti ítalska kempan á fjölmenn- an útifund stuðningsmanna sinna og var ákaft fagnað. Daily Telegraph kallar hann í grein „comeback kid“. Comeback, kannski, en kid varla. Því þetta er enginn annar en Silvio Berlusconi, 81 árs gamall, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefur marga fjöru sopið. Vitnaði blaðið í ítalska fræðimenn og stjórnmála- skýrendur sem segja mann- inn ótrúlegan snilling. Hann hafi legið hundflatur í drull- unni eftir síðustu áföll, hvort sem þau snertu hneyksli, heilsu eða marg- vísleg málaferli. En nú sé hann sestur á ný hnarreist- ur í hnakk gæðings hinnar pólitísku lukku. Samflotsflokkur Berlusconis og Norðurbanda- lagsins fékk 39% atkvæðanna og Fimmstjörnu- hreyfingin, sem er helsti efasemdarflokkur um ágæti ESB og evrunnar, fékk 35%. Fyrrnefndu sig- urvegarnir eru einnig mjög gagnrýnir á Brusselvaldið og hafa efasemdir um gagn- semi evrunnar fyrir Ítali. Hefur Berlusconi lagt til að líran verði vakin til lífs á ný og notuð samhliða evru á Ítalíu, og er sú tillaga eitur í beinum þeirra í Brussel, Berlín og París. Demókrataflokkur Renz- is, fyrrverandi forsætisráð- herra, sem liggur vinstra megin við miðju, fékk aðeins um 19% atkvæðanna, en hann er sá eini af þessum þremur sem hefur stuðning við ESB og evrusamstarf of- arlega á sínu blaði. Renzi situr nú undir há- værum kröfum um að segja af sér flokksformennsku eftir þetta síðasta afhroð, en áður hafði hann tapað þjóð- aratkvæði sem hann hafði sagt vera baráttu upp á líf eða dauða fyrir Ítalíu. Enn sem komið er hefur Renzi hafnað öllum kröfum um af- sögn. Hann segir að niður- staðan á Sikiley sé auðvitað mikil vonbrigði, en hún sé ekki endilega vísbending um það sem koma skuli í þingkosningum í landinu öllu, sem verða að fara fram ekki síðar en í maí 2018. Hvað sem því mati Renzis líður munu úrslitin á Sikiley enn auka áhyggjur búró- kratanna í Brussel. Þau bætast við hið mikla Brexit áfall, góð úrslit fyrir AfD í Þýskalandi, þingkosningar í Austurríki og aukin áhrif Frelsisflokksins þar og vax- andi ágreining um ofríkis- tilburði af verstu gerð gagn- vart sjálfstæðisóskum Katalóníumanna. Alls ekki er öruggt að búrókratarnir í Brussel hafi enn frétt af því að formaður Viðreisnar hafi afneitað þrisvar nauðsyn á ESB- aðild, áður en ráðherrastól- arnir höfðu blikkað hann tvisvar. Sjálfsagt munu þeir í Brussel og nágrenni eiga bágt með svefn þegar frétt- irnar af þessu síðasta áfalli berast loks ofan frá Íslandi með vorskipunum. Afgerandi kosn- ingaúrslit á Sikiley boða ekki neitt gott fyrir Brussel eða Matteo Renzi} Upprisuunglingar S íminn hringir. „Gunnar?“ segir rödd í símanum. „Já, það er hann, hver er þetta með leyfi,“ segi ég. „Þetta er Pétur fréttamaður hjá Kannski-fréttum, geturðu staðfest að enginn er að tala við ykkur?“ Gunnar: „Hvað áttu við? Það eru allir flokkar að tala við okkur.“ Pétur: „Nei, láttu ekki svona, eruð þið ekki al- veg í kuldanum?“ Gunnar: „Nei, nei, en við erum svo sem ekki búnir að skríða uppí hjá einhverjum.“ Pétur: „Nú! Var ykkur boðið það? Hver bauð ykkur það? Fleiri en einn?“ Gunnar: „Ha! Fleiri en einn í einu? Neeee, höf- um ekki tekið þátt í svoleiðis.“ Pétur: „Nú, varstu ekki að segja að þið væruð tilbúin að skríða uppí hjá mörgum?“ Gunnar: „Nei, ég sagði að við værum EKKI búin að skríða uppí hjá mörgum.“ Pétur: „En stendur það til?“ Gunnar: „Nei, Pétur, það stendur ekki til á þessari stundu.“ Pétur: „Ok, ok, það vill sem sagt enginn vera með ykkur.“ Gunnar: „Sko, ef þú ert að tala um stjórnarmyndunarvið- ræður þá eru margir sem vilja vera memm en á hitt hefur ekki reynt.“ Pétur: „Ha? Á hvað hefur ekki reynt?“ Gunnar: „Að við séum uppí hjá mörgum.“ Pétur: „Ok, skil þig, þú átt þá væntanlega við þá flokka sem þið viljið tala við.“ Gunnar: „Varla færum við uppí með einhverjum sem við vilj- um ekki tala við.“ Pétur: „Jæja, svo þið hafið þá verið að hitta einhverja !!!!“ Gunnar: „Nei, Pétur, við höfum talað við marga.“ Pétur: „Koma sem sagt allir til greina nema Mis- skildiflokkurinn?“ Gunnar: „Hann kemur líka til greina, allir eins og ég sagði, við höfum ekki útlokað neinn.“ Pétur: „Líka Misskildaflokkinn?“ Gunnar: „Já líka hann.“ Pétur: „En þetta stemmir ekki við mínar heimildir.“ Gunnar: „Getur ekki verið að þær heimildir séu rangar?“ Pétur: „Þetta er MJÖÖÖG traust....“ Gunnar: „...er þetta frá okkur komið?“ Pétur: „Nei, nei, en ég átti samtal við innanbúð- armann í öðrum flokki sem fullyrti þetta.“ Gunnar: „Og hvaðan hafði hann þetta?“ Pétur: „Hann hafði þetta innan úr Misskildaflokkn- um.“ Gunnar: „Ég fullyrði við þig að við erum að ræða við fullt af fólki. Höfum ekki útilokað neinn og en ekki sængað hjá neinum!“ Pétur: „Sængað? hvað áttu við?“ Gunnar: „Æi Pétur, er þetta ekki komið gott. Við erum að tala við marga.“ Pétur: „Ok, má ég hafa það eftir þér?“ Gunnar: „Hvað?“ Pétur: „Að þið séuð í viðræðum við marga.“ Gunnar: „Endilega.“ Pétur: „Frábært, mig grunaði að það væri eitthvað í gangi!“ Gunnar: „Einmitt...“ Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Samtal við fréttamann Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og þingflokksformaður Miðflokksins gbsveinsson@gmail.com STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Arnór Guðmundsson, forstjóriMenntamálastofnunar,kveðst fagna áhuga og út-tekt Sigurbjargar Jóns- dóttur kennara á PISA-verkefninu, sem fjallað var um í Morgunblaðinu á þriðjudag. Sigurbjörg skrifaði lokarit- gerð í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík sem bar yfirskriftina Það er eitthvað skakkt við PISA. Þar komst hún að þeirri niðurstöðu að mælivilla væri í nið- urstöðum verkefn- isins hér á landi. „Eins og rétti- lega er bent á er margt jákvætt í niðurstöðum PISA á Íslandi. Þar má nefna vellíðan nem- enda, minni stríðni, minna skróp og meiri virðingu fyrir kennurum,“ segir Arnór. „Sigurbjörg veltir upp áhuga- verðum atriðum í ritgerð sinni s.s. hvernig staðið er að kynningu á PISA í skólum og hvort nemendur leggja sig fram. Þar eru greinilega tækifæri til að kynna skólastjórnendum könnunina betur og láta þeim í té efni til upplýs- ingar fyrir kennara, foreldra og nem- endur. Nokkurs misskilnings virðist þó gæta í þeim ályktunum sem hún dreg- ur um meintar mælivillur í PISA. Virð- ast þær koma fram þegar hún veltir fyrir sér birtingu niðurstaðna eftir skólum, sem er annmörkum háð, og hætt við að séu óáreiðanlegar. PISA er hannað til að mæla menntakerfi en ekki skóla. Niðurstöður PISA um ís- lenska menntakerfið eru ekki villandi. Hins vegar geta niðurstöður einstakra skóla verið það. Á þessu er megin- munur,“ segir Arnór. Öruggari niðurstöður hér Bendir hann á grein Júlíusar Björnssonar, sem birtist í Skólavörð- unni fyrr á árinu. Júlíus er forstöðu- maður stofnunar um mennta- rannsóknir við Oslóarháskóla sem sér m.a. um fyrirlögn og greiningu al- þjóðlegra menntakannana eins og PISA. „Það skal einnig áréttað að allir skólar og flest allir nemendur á Íslandi taka þátt í rannsókninni, þó svo hægt væri að notast við minna úrtak. Úrtök- in sem notuð eru í öðrum löndum eru um það bil jafn stór og allur nemenda- hópurinn á Íslandi og því eru allir prófaðir hér, svo samanburðurinn við önnur lönd verði sem réttastur. Ef minna úrtak væri notað á Íslandi þyrftu breytingar yfir tíma og munur á niðurstöðum milli Íslands og annarra landa að vera mun meiri en nú er til að þessi mismunur teldist marktækur. Þetta fyrirkomulag tryggir jafnframt að íslensku niðurstöðurnar eru mun öruggari en niðurstöður annarra landa, þar sem rannsóknin byggist bara á úrtaki nemenda,“ segir í grein Júlíusar. Arnór segir að Menntamálastofn- un hafi komið til móts við óskir stórra skóla um að fá sínar niðurstöður og þá gert fyrirvara um mögulegar skekkjur eða mælivillur. „Þeir fyrirvarar eiga ekki við um mælingar á stöðu nemenda á Íslandi almennt. Þær eru jafnvel öruggari en mælingar í öðrum löndum. PISA mælir ýmsa aðra þætti en hæfni í lestri, stærðfræði og náttúru- vísindum. Íslendingar koma þar t.d. vel út í mælingum á vellíðan nemenda. Ekki hafa komið fram neinar athuga- semdir við þær mælingar. Fer ekki að koma tími til að Íslendingar hætti að skjóta sendiboðann, taki niðurstöður um árangur nemenda alvarlega og vinni að því að bæta hann?“ segir Arn- ór. Meintar mælivillur byggðar á misskilningi Morgunblaðið/ÞÖK Skólastarf Skiptar skoðanir eru um ágæti hinnar alþjóðlegu PISA- könnunar. Íslenskir nemendur hafa ekki fengið góða útkomu þar. Arnór Guðmundsson Júlíus Björnsson svaraði í grein sinni þeirri gagnrýni sem sett hefur verið fram á þýðingu PISA-könnunarinnar hér. „Auðvitað verður að vanda þýðingu prófa eins og PISA. Umræðan um þýðingar og gæði þeirra breytir hins vegar ekki því að niðurstaða PISA könnunarinnar var ekki góð og verður lakari með hverri umferð rannsókn- arinnar. Rétt er að undir- strika að þessi þróun er fyrst og fremst mæld með verkefnum sem breytast ekki milli prófana. Því er útilokað að þýðingarvillur núna skipti máli varðandi það fall í frammistöðu sem niðurstöðurnar sýna. Frammistaðan nú var mæld á sama kvarða og síðast þannig að þær þýðingar- villur sem voru til staðar geta ómögulega hafa haft þessi miklu áhrif.“ Niðurstaðan sífellt lakari SÉRFRÆÐINGUR UM PISA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.