Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 reyna. Hún rétti honum opna bók og sagði „Lestu þá.“ Hann starði lengi ofan í bók- ina og þá sagði hún „sérðu ekki stafina?“ „Jú, jú, en ég kann bara ekki að lesa,“ sagði fjögurra ára snáðinn. Að mörgu leyti var hann litli bróðir fyrir hana og hann undi því hlutverki vel. Aldrei bar skugga á þá vináttu. Með söknuði minnumst við góðs drengs og megi guð blessa fjölskyldu hans á sorgarstund. Anna Hulda. Ekki átti ég von á því þegar þyrlan flaug hér yfir Minni- Velli laugardaginn 28. október síðastliðinn að hún væri að sækja hann Svavar mág minn. Hann hringdi í mig á fimmtu- deginum áður að kanna með af- réttinn hérna, hvort það væri einhver rjúpnavon því hann langaði að skreppa með Svavari syni sínum til rjúpna. Við spjöll- uðum, hlógum og að lokum kvöddumst við með orðunum „sjáumst“. Orð og ætlanir mega sín lítils þegar svo stórt skarð er höggv- ið í fjölskyldu okkar. Svavar og Anna systir mín fóru að vera saman þegar ég var um 5 ára gamall, ég þurfti nú smátíma til að kaupa þennan kauða af Langholtsveginum, því ég hafði notið þess algjörlega að vera yngsta systkinið og eiga athygli og umhyggju stóru syst- ur óskipta. En ég þurfti ekki langan tíma til þess að sjá hvaða mann Svavar hafði að geyma, hann var fljótur að vinna mig á sitt band. Mér gafst tækifæri til að vinna hjá Svavari við rafvirkj- un, hann réð mig í vinnu við fyrirtækið hjá sér, ég um tví- tugt og búinn að vera hálfí- stöðulaus um skeið en hann var tilbúinn að gefa mér tækifæri. Ég er þakklátur fyrir það tæki- færi því það var afskaplega gott að vinna í kringum og með Svavari, hann var alltaf rólegur og sagði manni til verka á góð- an hátt. Fyrirtækið stækkaði, mönn- um fjölgaði og verkin urðu stærri, þá naut hann sín þegar nóg var að gera, en það var allt- af skýlaus krafa um góð vinnu- brögð og vandaðan frágang. Við hlógum nú oft við strák- arnir í vinnunni þegar minn maður birtist á vinnustað með eitthvert nýtt verkfæri sem hann gat ekki sleppt því að kaupa af því að það var á svo góðu tilboði, þar var mættur „Tilboðs-Svavar“ og við höfum oft hlegið í fjölskyldunni þegar Anna hefur verið að segja okk- ur frá einhverju sem Svavar hafði keypt á tilboði af því það vantaði. Ég er ríkari af því að hafa orðið samferða Svavari í 37 ár og Anna systir mín var heppin með mann, saman eignuðust þau fjögur börn og barnabörnin orðin fimm. Með fjölskyldunni naut hann sín og ekki síst í afa- hlutverkinu. Lífið er hverfult og ekki allt- af sanngjarnt, gærdagurinn er liðinn, daginn í dag eigum við og um morgundaginn vitum við lítið. Ég kveð þig, vinur, með söknuði og þakka þér samfylgd- ina og það sem þú varst mér og mínum alla tíð. Þú varst svo sannarlega klettur í mínu lífi. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Minning þín er mér ei gleymd mína sál þú gladdir innst í hjarta hún er geymd þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elsku Anna og fjölskylda, megi góður guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Jón Þorberg Steindórsson. Lífskertin okkar mannanna brenna mishratt, sum loga lengi, önnur slokkna skyndi- lega. Nú er lífskerti frænda míns, Svavars Kristinssonar, slokknað. Óvænt er hann hrif- inn á braut á besta aldri frá ást- ríku heimili, eiginkonu, börnum, barnabörnum og einnig full- orðnum foreldrum sínum. Svavar átti stóra og sam- heldna fjölskyldu sem deildi sínum áhugamálum og studdi hvert annað á lífsins göngu. Svavar var alltaf aðeins eldri en ég, sérstaklega hér áður fyrr og margar minningar sækja á hug- ann. Sérstaklega er mér minn- isstætt þegar hann starfaði sem pikkóló á fínu hóteli, þá líklega ekki nema 14 ára. Mér fannst hann vera orðinn fullorðinn og leit upp til þessa ábyrgðarfulla frænda míns. Eins man ég vel eftir fermingunni hans en ég hafði miklar áhyggjur af því að þurfa að kyssa hann á kinnina og óska til hamingju. Það hugn- aðist mér ekki nógu vel. Frá unga aldri kom Svavar mér allt- af fyrir sjónir sem myndarleg- ur, lífsglaður og skemmtilegur frændi og stutt var í hlátur. Svavar skilur eftir sig gott veganesti og minningu um um- hyggjusaman fjölskylduföður og afa. Megi sú minning verða fjöl- skyldunni leiðarljós í framtíð- inni. Guð blessi minningu Svavars Kristinssonar. Sigrún Birna Norðfjörð. Við erum stödd á Sigló og golfmót í uppsiglingu hjá sex ára bekknum. Mótstjóri er Svavar Kristinsson. Þarna var hann í essinu sínu, búinn að skipuleggja allt í þaula og margra daga laumulegur und- irbúningur hans að skila sér. Þessi vinahópur skartar fallegu litrófi en af öðrum ólöstuðum var Svavar foringi þessa hóps, sá um skemmtiatriði, búninga- stjórn og gerði í raun allt sem gera þurfti til að gleðja okkur hin, ógleymanleg helgi að baki og Svavar potturinn og pannan í öllu. Minningarnar streyma fram, Barcelona, veiðiferðir, Land- mannahellir, hestaferðir, sum- arbústaðarferðir, þorrablót, skötuveislur, villibráðakvöld o.fl. o.fl. Stórt skarð er höggvið í sex ára bekkinn og óraunverulegt að hugsa til þess að vinar okkar njóti ekki lengur við með sinn smitandi hlátur og hnyttnu til- svör. Það er ekki sjálfgefið að arka í gegnum lífið og eignast vini eins og Önnu og Svavar. Það er þakkarvert. Hann lifði lífinu lifandi og átti mörg áhugamál. Að vera úti í náttúrunni var hans líf og yndi. Kallið kom allt of snemma en fyrst við fáum engu um það ráðið er það huggun harmi gegn að hann var við veiðar, sem voru hans ástríða, þegar hans tími kom. Samúð okkar allra er hjá þér, elsku Anna mín, og fjölskyld- unni allri. Örlög mín ég get ei flúið Fuglasöngur í fjarska ómar Hver þar kveður, lífið búið Lífsins klukka Svavars hljóðnar Sex ára bekkurinn, Birgir og Gyða, Ingimund- ur og Sigríður, Ólafur og Gunnhildur, Hlynur og Kristín, Símon og Helen, Gunnar og Eva og Sig- mundur (Bóbó). Haustið er skollið á og vetur framundan, þetta lýsir símtal- inu sem við félagarnir fengum þann 28. október síðastliðinn. Svavar hafði ásamt syni sínum gengið til rjúpnaveiða, þetta átti að vera falleg stund og samvera en snerist upp í and- hverfu sína. Svavar vinur okkar deyr í höndum sonar síns, við iðju sem hann elskaði alla sína ævi. Þetta slær mann kaldan og maður spyr sig, hvernig höldum við áfram án Svavars? Við félagarnir kynntumst í æsku í Vogaskóla og héldum síðan hópinn í gegnum hand- boltann í Þrótti og höfum haldið hann síðan. Meðal annars höf- um við borðað saman í hádeg- inu á hverjum miðvikudegi í meira en 30 ár. Síðustu ár höf- um við einnig spilað golf saman á miðvikudögum yfir sumartím- ann og voru það okkur öllum góðar stundir. Svavar var vissulega dellu- karl – stundaði skot- og stang- veiði af ástríðu alla tíð. Golfið sem hefur átt hug hans og frí- tíma seinni árin leiddi til þess að hann, sem í öðru, fór alla leið og ekki nægði minna en einka- golfhermir á verkstæðinu hans. Esjan var líka í miklu uppáhaldi hjá honum og reyndi hann oft að fá okkur félagana með sér í göngu á hana, það verður nú gert í minningu hans. Okkur er einnig minnisstætt þegar Svav- ar hellti sér út í hin ýmsu áhugamál um lengri eða skemmri tíma. Hver man ekki eftir trillunni, kajökunum og sumarhúsaævintýrunum. Hvernig höldum við áfram, þegar vantar Svavar með sína gleði sem einkenndi hann og hans hvella hlátur og bakfettur sem fengu alla sem nálægt hon- um voru til að hlæja. Hugurinn sendir okkur líka til æskunnar, en þá áttum við ófáar stundir á Langholtsveginum en þar voru alltaf opnar dyr. Þar fengum við að dvelja löngum stundum og spila tónlist (hátt) og njóta samverunnar. Toppurinn á þeim stundum var oft þannig að Súsanna bauð okkur upp á hina heimsfrægu brauðtertu með rauðkáli, sem hún ein gat fram- reitt; þá skipti ekki máli hvort klukkan var 5 að degi eða nóttu. Hin síðari ár reyndi Svavar hins vegar að troða í okkur hafragraut í golfferðunum sem voru ófáar; til Florida með strákunum eða Spánar með konunum. Þessar ferðir fara nú í minningabankann. Það er kaldur vetur fram- undan og við sem köllum okkur Þrettán Þreytta Þróttara (ÞÞÞ) reynum að láta minningarnar um frábæran félaga fylla það stóra skarð sem komið er í hóp- inn. Þér, Anna, og fjölskyldunni sendum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og vonum að æðri styrkur hjálpi ykkur í gegnum veturinn. Fyrir hönd ÞÞÞ, Þormóður Jónsson. Ég var svo heppinn að Anna og Svavar tóku þá ákvörðun að byggja sér og fjölskyldu sinni framtíðarheimili í Logafold, þar sem foreldrar mínir voru einnig búnir að gera sér hreiður. Svav- ar Már og ég erum fæddir sama ár og okkar á milli varð mikil vinátta. Við Svavar Már vorum óaðskiljanlegir og ég varð einn af fjölskyldunni í Logafold 136. Mér leið allavega þannig enda tóku Svavar og Anna alltaf vel á móti mér og buðu mér að taka þátt í ævintýrum fjölskyldunn- ar, en þau voru fjölmörg. Svav- ar var mikill ævintýramaður sem lét verkin tala og með ein- dæmum duglegur. Mér er það einkar minnisstætt þegar Svav- ar fékk dellu fyrir siglingum og keypti sér trillu. Ég hafði farið í veiðiferðir með fjölskyldunni en vá hvað það var gaman á sjóst- angveiði þar sem stóru fiskarnir létu ekki bíða eftir sér. Siglandi úti á miðjum Hvalfirði á trillu, verandi sjóveikur með kaptein Svavar undir stýri, ógleyman- legt. Þetta er bara sandkorn af öllum þeim góðu minningum sem maður fékk að upplifa með Svavari í gegnum áhugamálin hans. Svavar kunni svo sannarlega að njóta lífsins með gleði í hjarta og smitaði alla í kringum sig með góðu gildum. Kæri Svavar, bestu þakkir fyrir allar minningarnar og samveruna, þú varst kærleiksríkur, duglegur faðir og það voru forréttindi að fá að umgangast þig. Ég verð þér, Önnu og fjölskyldu þinni ævinlega þakklátur fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með þér og þínum. Fjölskyldu Svavars sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Gunnar Hrafn Arnarsson. HINSTA KVEÐJA Elsku afi, þú varst alltaf svo góður og fyndinn og alltaf svo glaður. Við gerð- um svo mikið saman, til dæmis bíó, út að borða og margt fleira. Þér fannst svo gaman í bíó á spennumynd- um. Svo áttum við margar góðar stundir þegar ég var lítill. Afi var mjög góður mað- ur. Kveðja, Steindór Sólon. Bless Bragi, minn kæri mágur, og takk fyrir sam- veruna Ég er níu ára og þá kemur einhver Bragi og ætlar að taka systur mína frá mér. Ótukt- arlegt fannst mér og varð hon- um reiður. Sú reiði breyttist þó fljótt í væntumþykju og vin- áttu. Skrítið, en síðan eru liðin 64 ár. Þau áttu sextíu ára brúðkaupsafmæli hinn 14. sept- ember, Erla systir mín og hann, og laugardaginn 21. októ- ber lést minn kæri mágur eftir að hvítblæðið hafði ráðist á hann og krafist sinna fórna. Hatrammt var barist, en að lokum varð fátt til bjargar. Minningarnar eru margar eftir langt líf og dugnaður og eljusemi einkenndu lífið, tveir grallarar komu í heiminn með stuttu millibili og systir fimm árum seinna. Það var eiginlega þá fyrst sem ég virkilega fór að „fíl’ann“ eftir að hann tók Erlu frá mér. Í hönd fór skemmtilegur tími með útilegum, sumarbústaða- ferðum, íbúðarbyggingu og húsbyggingu. Og hjá mér barnapössun og svoleiðis. Hann var næmur fyrir góðri tónlist, fagurkeri. Ekkert hálfkák í því sem hann tók sér fyrir hendur. Nægjusemi, nákvæmni og alúð einkenndu mág minn. Frábær maður sem sárt verður saknað. Takk fyrir samveruna, minn kæri mágur, við sjáumst. Sigurður Örn Gíslason. Við Bragi Jóhannesson hitt- umst fyrst haustið 1956 þegar við hófum báðir nám, ásamt fleirum, í Verkfræðideild Há- skóla Íslands. Þar vorum við samtímis í þrjú ár og nutum kennslu frábærra kennara sem fræddu okkur af alúð og mikilli þekkingu í undirstöðugreinum verkfræðinnar; stærðfræði, eðl- isfræði, efnafræði og landmæl- ingu. Landmælinganámskeið í Bragi Jóhannesson ✝ Bragi Jóhann-esson fæddist 31. júlí 1935. Hann lést 21. október 2017. Útför Braga fór fram 6. nóvember 2017. Hveragerði er sér- staklega minnis- stætt en þar lærð- um við landmæl- ingar undir handleiðslu Finn- boga Rúts Þor- valdssonar, próf- essors. Dvölin þar var mjög ánægju- leg, við vorum í fæði og húsnæði hjá Kára Tryggva- syni, rithöfundi og kennara, og höfðum góðan aðbúnað í einni skólastofunni þar sem við sváf- um á flatsængum og alltaf var nóg af hollu grænmeti á mat- arborðinu. Í Hveragerði kom í ljós að Bragi var efnilegur landmæl- ingamaður, hann var fljótur að átta sig á aðstæðum og var ná- kvæmur og reikningsglöggur og steig hann þarna sín fyrstu spor á þessum vettvangi á starfsævinni. Þegar kom að svefntíma á kvöldin las einn félagi okkar, Halldór Halldórs, kafla úr hinni þekktu bók „Litli svarti Sambó“ og reyndist sá lestur alltaf öruggt svefnmeðal. Að loknu námskeiðinu í Hvera- gerði tók við prófmæling sem fólst í að mæla hús, götur og girðingar við Nýbýlaveg í Kópavogi og teikna kort af ákveðnu svæði sem hver nem- andi hafði fengið úthlutað. Heldur vorum við auralitlir eft- ir þetta sumar þar sem tími til að vinna fyrir kaupi var stutt- ur, minni en þrjár vikur. Eftir þrjú ár saman í HÍ skildi leiðir okkar Braga, en lágu svo sam- an aftur þegar við urðum báðir meðeigendur og starfsmenn í Verkfræðistofunni Hnit hf., hann árið 1971 og ég tveimur árum síðar. Upp frá því vorum við starfs- félagar fram til ársloka 2004 þegar Bragi og tveir aðrir fé- lagar okkar gengu út úr Hniti hf. og luku þar störfum. Allan sinn starfsaldur hjá Hniti var Bragi áhugasamur í vinnunni og skilaði góðum verkum. Þá voru hann og Erla eiginkona hans sérstaklega gestrisin hjón sem gaman var að heimsækja. Núna þegar Bragi Jóhann- esson er allur vil ég fyrir hönd gömlu félaganna í Hniti hf. þakka honum fyrir samstarfið í rúm þrjátíu ár og votta Erlu og fjölskyldu innilega samúð. Hilmar Sigurðsson. Elsku Bjössi, sársaukinn vegna hvarfs þíns úr þessu lífi er mikill. Þó við byggjum ekki saman vorum við bundin kærleiksböndum frá fyrstu tíð. Við hjálpuðum hvort öðru eins og við gátum og gerð- um það vel. Takk fyrir fallegustu og mestu gjöfina sem fæddist fyrir 17 ár- um, dóttur okkar Heiðdísi Dögg sem breytti lífi mínu til frambúð- ar. Natin varstu við Dísu okkar; lestur og söngur á hverju kvöldi þegar hún var lítil, alltaf varstu tilbúinn að greiða götu hennar; svo góður pabbi. Söknuðurinn er mikill en minningarnar lifa: sumarbú- staðaferðir, utanlandsferðir, fjallaferðir, þ.m.t. Úlfarsfell, Esj- Björn Karlsson ✝ Björn Karlssonfæddist 23. jan- úar 1950. Hann lést 20. október 2017. Útförin fór fram 1. nóvember 2017. an, Keilir og einu sinni fórum við þrjú upp á Mosfell með kakó og nesti, í kirkjugarðinum neðan við Mosfell er hvílustaður þinn nú. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin; mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Hvíl í friði, Bjössi minn. Kolbrún Þóra Sverrisdóttir (Kolla). Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.