Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti fór í opinbera heimsókn til Kína í gær og ræðir við forseta landsins í dag, með- al annars um erfið mál á borð við deilur landanna um viðskipti og kjarnorku- og eldflaugatilraunir einræðisstjórnarinnar í Norður- Kóreu. Fylgst er grannt með fundi leiðtoganna, enda stjórna þeir tveim- ur stærstu hagkerfunum og viðræð- ur þeirra geta haft mikla þýðingu fyrir ríki heims. Mikil óvissa er um niðurstöður leiðtogafundarins, m.a. vegna misvísandi skilaboða frá Do- nald Trump. Hann var mjög harð- orður í garð Kínverja fyrir forseta- kosningarnar fyrir ári en hefur ekki gripið til refsiaðgerða gegn þeim eins og hann hafði hótað. Trump og eiginkona hans, Mel- ania, fengu mjög hlýjar móttökur þegar þau komu til Peking. Börn héldu á bandarískum fánum og veif- uðu til forsetahjónanna þegar þau gengu eftir rauðum dregli við undir- leik herhljómsveitar. Athöfnin var mjög ólík móttökunum sem Barack Obama fékk þegar hann fór til Kína nokkrum vikum áður en hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna. Kínverjar brugðu þá út af þeirri venju að taka á móti erlendum þjóðarleiðtogum með rauðum dregli og talið var að þeir hefðu gert það af ásettu ráði til að sýna Obama lítils- virðingu, að sögn breska ríkisút- varpsins. Sýndur óvenju mikill sómi Xi Jinping tók Trump tveim hönd- um í Peking og sýndi honum For- boðnu borgina sem var aðsetur keis- ara Kína á árunum 1420 til 1912. Peking-óperan hélt sýningu þar til heiðurs gestunum. Trump og eigin- kona hans snæddu síðan kvöldverð í Forboðnu borginni ásamt Xi og konu hans, en þetta er í fyrsta skipti sem bandarískum forseta er sýndur sá heiður, að sögn fréttasjónvarpsins CNN. Markmið Kínverja með því að sýna Trump svo mikinn sóma er m.a. að höfða til sjálfsdýrkunar hans og fullnægja þörf hans fyrir aðdáun, að því er The Wall Street Journal hafði eftir stjórnarerindrekum og frétta- skýrendum. Þeir telja að markmið Kínverja sé einnig að breiða yfir lít- inn árangur í viðræðum ríkjanna um viðskiptadeilurnar og leggja áherslu á sterka stöðu Xi sem er valdamesti leiðtogi Kína í áratugi, að sögn blaðs- ins. Fréttaskýrendur The Wall Street Journal benda einnig á að staða kínverska forsetans er mjög ólík veikri stöðu Donalds Trump heima fyrir vegna lítils fylgis hans samkvæmt skoðanakönnunum og rannsóknar á tengslum aðstoðar- manna hans í kosningabaráttunni við stjórnvöld í Rússlandi. Xi styrkti mjög stöðu sína á flokksþingi komm- únista í síðasta mánuði og frétta- skýrendur telja að það minnki lík- urnar á því að hann fallist á verulegar tilslakanir í viðræðunum við Trump, að sögn breska ríkisút- varpsins. Sterk staða kínverska leiðtogans gæti þó orðið Trump til framdráttar, að mati Christophers Johnson, fyrr- verandi sérfræðings bandarísku leyniþjónustunnar CIA í málefnum Kína. Hann skírskotar til þess að Xi getur ekki borið því við að hann hafi ekki nægan stuðning heima fyrir til að fallast á tilslakanir og kennt öðr- um um. „Ég geri ráð fyrir því að Trump leiki þessu spili út í viðræð- unum,“ hefur The Wall Street Journal eftir Johnson. Hann telur að Kínverjar leggi mikla áherslu á að nota leiðtogafundinn til að bæta samskiptin við Bandaríkjastjórn. Hótaði refsitollum Fréttaskýrandi CNN telur að hlýju móttökurnar sem Trump fékk í Peking endurspegli létti kínverskra ráðamanna yfir því að hann hefur Erfiðar viðræður eftir mjög hlýjar  Mikil óvissa um niðurstöður fundar leiðtoga tveggja stærstu hagkerfa heims  Forsetar Bandaríkj- anna og Kína ræða viðskiptadeilur landanna og ágreining þeirra um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu Viðskipti með vörur Sæti á heimslista, 2016 321 milljón BANDA- RÍKIN Útflutningur kínversks varnings til Bandaríkjanna Vöruútflutningur Helstu viðskiptaríki, 2016 Viðskiptamagn, 2016 í milljónum dollara Útflutningur til Innflutningur frá Útflutningur til Innflutningur frá ESB Suður-Kórea Japan Taívan Bandaríkin Bandaríkin ESB Hong Kong Japan Suður-Kórea ESB Kanada Mexíkó Kína Japan Kína ESB Mexíkó Kanada Japan 18,3% 16,1 13,8 6,1 4,5 18,7% 18,3 15,9 8,0 4,4 21,4% 18,9 13,2 12,6 6 13,1% 10,0 9,2 8,8 8,5 BNA Kína Vöruútflutningur Vöruinnflutningur Vöruinnflutningur Þjónustu- útflutningur Þjónustu- innflutningur Viðskipti sem % af vergri landsframleiðslu 2. 2. 2. 20,013,9 1.454.607 2.251.351 Flytur meira inn en útFlytur meira út en inn 2.098.161 1.587.431 1. 1. 1. 1. 5. 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Í milljörðum dollara 54 63 70 70 92 104 111 288 321 338 296 365 399 426 2013 2014 468 124 440 122 Útflutningur bandarísks varnings til Kína 483 116 116 2015 2016 463 91 365 2017 Jan.-sept. Heimildir: Hagstofa Bandaríkjanna/Alþjóðaviðskiptastofnunin Viðskipti Bandaríkjanna og Kína 1,3 milljarðar KÍNA BNA Kína BNA Kína Íbúafjöldi Kína einangri N-Kóreu » Kínaheimsókn Donalds Trump stendur í einn og hálfan dag og er liður í tíu daga ferð hans um Asíu. » Áður hafði Trump heimsótt Japan og Suður-Kóreu. Eftir viðræðurnar í Peking í dag fer hann til Víetnams og Filipps- eyja. » Donald Trump ávarpaði þing Suður-Kóreu í fyrradag og hvatti Kínverja til að leggja meira af mörkum til að ein- angra einræðisstjórnina í Norður-Kóreu og þvinga hana til að eyða öllum kjarnavopn- um sínum. Franska þingið hefur svipt Marine Le Pen þinghelgi, að sögn frétta- veitunnar AFP. Le Pen, sem er for- maður frönsku Þjóðfylkingarinnar (Front National), birti árið 2015 myndir á Twitter af grimmdar- verkum íslamskra hryðjuverka- manna, meðal annars af bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var hálshöggvinn. Le Pen er sökuð um brot á lögum sem banna dreifingu á „ofbeldis- fullum skilaboðum þar sem hvatt er til hryðjuverka“ og getur átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fang- elsi, að sögn AFP í gær. FRAKKLAND Marine Le Pen svipt þinghelgi Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk gæða heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Stærðir XS-XXL Verð 16.995 kr. Ný glæsileg sending frà InWear Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.