Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú færð frábærar hugmyndir í dag um það hvernig græða má peninga. Nýttu þér það til þess að átta þig á því hvað þú vilt til til- breytingar. Margt á eftir að koma þér á óvart. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt bækur séu til margs nytsamlegar er lífið líka utan blaðsíðna þeirra. Allir spyrja hvort þú skiljir hvað þeir eiga við. Breytingar (og átök) verða þér hins vegar til góðs. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það mun færa þér gleði að bæta heimili þitt. Vertu opin/n fyrir hugmyndum annarra um það hvernig þú getur aukið lífs- gæði þín. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er allt fullt af tækifærum í kring- um þig og segja má að þú hafir ekki við að notfæra þér þau sem þér hentar. Vel unnið verk talar sínu máli og þú munt uppskera laun erfiðis þíns. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur reynst erfitt að losa sig við gamla siði jafnvel þótt þeir reynist manni dýr- keyptir. Lítil ferð á nýjan stað er tilvalin, því þig vantar ævintýri og ögrun. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Samstarfsfólk þitt er óvenju hjálplegt þessa dagana og þú ert líka tilbúin/n til að hjálpa því. Ef þú heldur að þú sért ekki á rétt- um stað, skaltu hugsa þig um tvisvar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér lætur betur að láta verkin tala en að setja á langar orðræður um hlutina. Verslun og viðskipti, málaleitanir og samningar ganga vel í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú verðurðu að halda þér til hlés og ýta frá þér fólki sem tekur frá þér orku. Hristu af þér slenið, brettu upp ermarnar og taktu til starfa. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Líflegar samræður við vini og ætt- ingja eru líklegar til þess að eiga sér stað í dag. Annaðhvort líkar þér eitthvað eða ekki, það gildir líka um fólk. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samræður um daginn og veginn geta gengið úr hófi. Að detta inn og út úr augnablikinu gerir kvöldið að fjarstæðu- kenndri upplifun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú tekur ákvörðun sem snertir sameign eða sameiginlega hagsmuni. Þú ljómar í viðtölum, kynningum og á fundum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að læra að nýta þér þann eig- inleika sem fær fólk til þess að opna hjarta sitt fyrir þér. Stígðu fram sem nýr og betri maður. Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-16 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili Menn og menntir eftir PálEggert Ólafsson eru meðal þeirra bóka sem ég erfði eftir föð- ur minn. Það er skemmtilegt rit og fróðlegt og það má sjá á kili IV. bindis að það er mest lesið, en þar er fjallað um skáld á sið- skiptaöld. Að þessu sinni staldra ég við Þórð Magnússon í Strjúgi í Langadal, sem hefur verið einna nafnkunnastur og vinsælastur með alþýðu manna af skáldum á 16. öld. Páll Eggert hefur orð á því að jafnvel Páll lögmaður Víd- alín hæli kveðskap Þórðar í vísu einni: Þórður undan arnarhramm aldrei hreytti leiri skaraði ’ann langt úr skáldum fram sem skírast gull af eiri. Fjósarímur eftir Þórð eru 67 erindi og mikill fjöldi fornkappa kemur við sögu. Þessar vísur seg- ir Páll Eggert að hvert manns- barn á Íslandi hafi kunnað og kunni enn: Karlamagnús keisari dýr kenndi trúna hreina; aldrei hann fyrir aftan kýr orustu háði neina. Þórðu hreða þegna vo þessi bjó á Ósi; breytti aldrei bóndinn svo að berði menn í fjósi. Þessi er síðasta vísa Þórðar: Kær bið ég ráði Kristur því, kóngurinn öllum meiri, hvort ég lifi heimi í hvítasunnur fleiri. Eftir Odd Einarsson biskup er þessi staka, sem enn lifir: Borgarfjörður er besta sveit, ber hún því langt af öðrum, hefur svo margan heiðursreit sem haninn er þaktur fjöðrum. Séra Ólafur Jónsson á Söndum þýddi úr þýsku kvæði sem kveðið var „til skemmtunar við öl- drykkju“ og mun lengi hafa verið notað hér á landi. Þar er þetta undurfallega vers: Eittt sinn fór ég yfir Rín á laufblaði einnar lilju; lítil var ferjan mín. Alþýðumaðurinn og Snæfelling- urinn Jón Pétursson orti um gæði himnaríkis. Þar er þetta viðlag: Skemman gullinu glæst glóir hún öll að sjá; þar leikur jafnan minn hugurinn á. Bjarni skáldi orti um sig og Margréti konu sína: Bjarni skáldi ber um haus bar sig að fastna Möngu; elskað hefur sú arma taus aulann þann fyrir löngu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Góðar vísur frá siðskiptaöld Í klípu HUMPTY DUMPTY VAR MEÐ FRÁBÆRAN KLÆÐSKERA eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „LÖGGAN LÉT DRAGA BÍLINN SVO ÉG KEYPTI BARA NÝJAN“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einhver sem bjargar þér úr rústunum ÞÚ VIRKAR MJÖGGRANNUR ÚTSALA ÉG RÉÐ SMIÐ TIL AÐ GERA VIÐ BORÐIÐOKKAR. FYLGSTU MEÐOG REYNDU AÐ LÆRA EITTHVAÐ ÉG KANN ÞETTA ORÐ! AH! ÞAÐ ER STAÐURINN SEM VIÐ NOTUÐUM TIL AÐ BIRTA SJÁLFUR MYNDA- ALBÚM MYNDA- ALBÚM, HVAÐ ER ÞAÐ? HVAÐ ERTU AÐ SKOÐA, KÖTTUR? Í inngangi að Málheimum nefnirAri Páll Kristinsson að Íslend- ingar búi við „það „þægilega“ ástand að opinber tunga þjóðar- innar er jafnframt móðurmál níu tíundu hluta þjóðarinnar“. x x x Þessu er öðruvísi farið víða ann-ars staðar – um daginn birtist á vefsetri BBC frásögn af manni sem „fann“ 780 tungumál á Ind- landi, en þau voru vitanlega ekki „týnd“, nema fyrir þeim sem kunnu þau ekki. (Til gamans: Þar í landi notast menn við 65 leturgerðir til að skrifa efni á þessum tungu- málum.) x x x Tungumál breytast og ný verðatil. Gamalt fólk finnur þeim breytingum flest til foráttu, enda var allt betra í gamla daga. Pól- verjinn Jacek Godek, sem ólst upp hér á landi, benti til að mynda á það í viðtali við blaðið fyrir stuttu að íslenskan eins og hún er töluð í dag væri allt öðruvísi en sú ís- lenska sem hann heyrði talaða sem táningur á Grenimelnum. x x x Mállýskumunur í íslensku er þófyrst og fremst, og kannski bara, hljóðfræðilegur, enda löngum að því stefnt, leynt og ljóst, að allir ættu að tala rétt; samskonar ís- lensku. Í hverri mállýsku eru menningarverðmæti sem eru þar með horfin. x x x Í heita pottinum í Suðurbæjarlaugvar ungur drengur, á að giska fimm ára gamall, og lét vaða á súð- um. Ekki var gott að skilja hvað hann sagði – enska, nei, kannski flæmska, eða eitthvert annað tor- kennilegt mál. x x x Þegar faðir drengsins ávarpaðihann síðan á íslensku stóðst ung kona í pottinum ekki mátið: Fyrirgefðu, en hvaða mál er hann að tala? Faðirinn leit vandræða- legur á hana og svaraði svo: Hann er að tala jútúb. vikverji@mbl.is Víkverji Það er andinn sem lífgar, maðurinn án hans megnar ekkert. Orðin sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf. (Jóh. 6:63)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.