Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 12
Fliss Vinkonur spjalla, María Georgsdóttir í hlutverki sínu sem Kata og Karen Rut Robertsdóttir sem Dóra. Listafélag VerzlunarskólaÍslands frumsýnir á morg-un, föstudag þann 10. nóv-ember, glænýtt verk sem ber heitið SKÖMM. Í verkinu er inn- blástur sóttur í norsku sjónvarps- þættina SKAM sem hafa notið gríð- arlegra vinsælda bæði hér heima á Íslandi og í Noregi, en þeir fjalla um líf unglinga í nútímasamfélagi á afar opinskáan og raunsæjan hátt. Í tilkynningu kemur fram að krakkarnir í Listafélaginu hafi unnið að gerð verksins síðastliðna tvo mánuði, en undirbúningur hefur staðið allt frá því í byrjun sumars með viðtölum við ungt fólk á aldr- inum 16-20 ára. Dominique Gyða Sigrúnardóttir leikstýrir leikhóp Listafélagsins í SKÖMM en þetta er í annað sinn sem hún gerir það, því í fyrra leik- stýrði hún sýningunni The Break- fast Club sem skólinn setti upp og naut mikilla vinsælda. Í verkinu SKÖMM hafa 10 leik- arar búið til sína eigin sýningu frá grunni undir leiðsögn Dominique, með því sem kallað er „devised“ að- ferð, eða samsköpunarleikhús, en vinnan við það er mjög krefjandi fyr- ir þá sem að því koma. Þó verkið beri nafnið SKÖMM er verkið sjálfstætt og persónurnar nýjar og aðrar en þær sem eru í norsku þáttunum, enda nóg af spennandi og hæfileikaríkum ung- lingum til að sækja innblástur í hér á Íslandi. Leikpersónur lifa sjálfstæðu lífi á Instagram Hópurinn notar ýmsa miðla til að halda í hráan raunveruleikann sem einkennir einnig norsku þættina SKAM, til dæmis hefur hver per- sóna í verkinu sína eigin insta- gram-síðu. Persónurnar munu halda áfram að lifa sjálfstæðu lífi í gegnum instagram meðan á sýningum stend- ur og aldrei að vita hvað svo tekur við. Þau sem standa að SKÖMM eru metnaðarfull og ætla sér að slá í gegn, enda hefur sýningin nú þegar náð að vekja áhuga ekki minni manna en Guðna Th. Jóhannes- sonar, forseta Íslands, en hann mætti á forsýningu verksins og gaf sér góðan tíma til að spjalla við leik- ara og leikstjóra eftir sýninguna. Hann lýsti hrifningu sinni með því að skrifa status um verkið á Face- book-síðu sinni þar sem hann sagðist hafa skemmt sér vel og tengt við ýmsar senur verksins, sem rifjuðu upp fyrir honum feimni og vesen unglingsáranna. SKÖMM er íslenskt SKAM Krakkarnir í Listafélagi Verzlunarskóla Íslands gerðu sér lítið fyrir og sköpuðu nýjar íslenskar persónur í leikverkinu SKÖMM, en innblástur sóttu þau í hina vinsælu norsku þætti SKAM. Ljósmyndir/Antoníus Freyr Félagar Ungt fólk prófar ýmislegt, Skarphéðinn Vernharðsson sem Berti og Pétur Már Sigurðsson sem Darri. Forseti á forsýningu F.v Máni Huginsson, Selma Kristín Gísladóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Antoníus Freyr Antoníusson og Ása Valdimarsdóttir. Samskipti kynjanna geta verið flókin Vilberg Andri Pálsson sem Óli og Rán Ragnarsdóttir sem Blær. Miðasala er hafin og hægt er að nálgast miða á vefsíðunni: nfvi.is/midasala. Vert er að taka fram að aðeins er sýnt út nóvember og að selt er á tvær sýningar í senn. Hægt er að kynna sér persónur verksins á instagram-síðu Listafélags Verzl- unarskóla Íslands, listoverzlo. Ljósmynd/Sigurjón Björn Torfason 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, var stofnað til að gera listsköpun sýnilegri í bæjarfélaginu. Gróska fagnar ævinlega komu vetrar jafnt sem sumars með myndlistarsýningum, en heldur þar fyrir utan fleiri sýningar. Gróska stendur líka fyrir ýmsum opnum fyrirlestrum um myndlist og menningu, býður upp á námskeið og hverskonar samhristing fyrir félagsmenn. „Með gróskumiklu starfi sínu hefur Gróska skapað mikilvægan vettvang fyrir skapandi samneyti mynd- listarmanna og orðið mörgum hvatning til að koma fram með faldar perlur í formi listaverka,“ segir í til- kynningu frá Grósku um árlega haustsýningu félagsins og bætir við að sýningin „tendri listrænt ljós í skamm- deginu“. Þetta haustið unnu listamennirnir með þemað „Sól í myrkri“ og eru sýnendur margir, og næsta víst að fjöl- breytni verður nokkur í túlkun á þemanu. Kannski verða margar sólir á lofti? Haustsýningin verður opn- uð í dag, fimmtudaginn, kl. 20 í sýningarsal Grósku á 2. hæð á Garðatorgi við hliðina á versluninni Víði. Dú- ettinn Artemis flytur tónlistaratriði og boðið verður upp á léttar veitingar. Sýningin verður opin áfram dag- ana 10.-12. nóvember kl. 12 til 18. Allir eru velkomnir. Sól í myrkri – Haustsýning Grósku Ólíkar túlkanir listamanna á sól í myrkri Barokkdans á jökli Þetta verk eftir Ósk Laufdal er meðal þeirra sem verða á haustsýningunni hjá Grósku. Möttulstrókurinn sem núna er undir Vatnajökli er lífæð Íslands. Án hans og þeirra efna sem hann flytur upp væri Ísland löngu sokkið í sæ eins og Atlanshafshryggurinn fyrir sunnan og norðan landið. Svo segir í tilkynn- ingu um fyrirlestur sem Sæmundur Ari Halldórsson jarðefnafræðingur er með í dag, fimmtudag, í Öskju HÍ, stofu 132, kl. 16. Sæmundur ætlar að fjalla um möttulstróka, sem eru umfangsmikil lághraðasvæði í möttli jarðar sem al- mennt eru tengd við varmaupp- streymi frá neðri hluta möttuls og/ eða kjarna. Í þessum fyrirlestri verð- ur fjallað um þær upplýsingar sem möttulgös er losna úr læðingi við eld- virkni á Íslandi og í austurafríska sig- dalnum geyma. Öllum opið. Fyrirlestur í dag í HÍ Morgunblaðið/RAX Vatnajökull Jökullinn okkar stóri. Hvað geyma möttulgos? Ómar Ragnarsson er landsmönnum öllum að góðu kunnur eftir áratuga nærveru bæði á sjónvarpsskjánum sem og á öðrum vettvangi. Hann er einstaklega orkumikill og hefur kom- ið mörgu í verk og á gott með að láta fólk fara að hlæja. Ómar á sér mörg andlit og hefur tekið að sér hin ólík- ustu hlutverk; hann er fréttamaður, skemmtikraftur, metsölubókahöf- undur, ljóðskáld og lagahöfundur, svo fátt eitt sé nefnt. Ómar verður gestur dagsins í opnu húsi fyrir eldriborgara í safnaðarheimili Akraneskirkju í dag, fimmtudag, kl. 14.30. Hann ætlar að skemmta áheyrendum í tali og tónum í rúma klukkustund. Allir velkomnir. Opið hús í Akraneskirkju Morgunblaðið/RAX Kátur Ómar Ragnarsson Ómar ætlar að skemmta fólki MIÐNÆTUR SPRENGJA! Í KRINGLUNNI 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM OPIÐ TIL 24:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.