Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 ✝ Anna Gabríella(Annella) Stef- ánsdóttir fæddist á Akureyri 13. ágúst 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 27. október 2017. Foreldrar henn- ar voru Stefán Ágúst Kristjánsson, forstjóri og skáld, f. 14. maí 1897, d. 1. maí 1988, og Sigríður Friðriks- dóttir húsmóðir, f. 10. febrúar 1912, d. 6. ágúst 1980. Foreldrar Stefáns Ágústs voru Kristján Jónsson, bóndi og smiður á Glæsibæ (1858-1928) og kona hans Guðrún Oddsdóttir (1855- 1926), húsfreyja þar, ættuð frá Dagverðareyri. Foreldrar Sig- ríðar voru Friðrik Daníel Guð- mundsson (1870-1925), bóndi á Teigi, Arnarnesi og Syðra Kambhóli, en bjó síðast á Ak- ureyri og kona hans Anna Guð- mundsdóttir (1873-1956), hús- freyja á sömu stöðum. Amma Önnu Gabríellu (Annellu), Anna Guðmundsdóttir, var fædd á Ás- láksstöðum í Kræklingahlíð, þar sem nöfnur hennar og formæður bjuggu í þrjá ættliði í röð, en Anna Gabríella, sem nú er látin, arsdóttur, sálfræðingi, f. 21. október 1981. Börn þeirra eru: Trausti f. 12. desember 2008 og Brynja f. 22. september 2013. c) Kjartan Friðrik, kennari, f. 25. júlí 1979, kvæntur Andreu Fann- ey Jónsdóttur, textílhönnuði, f. 27. september 1982. Sonur þeirra er Jón Gunnar, f. 18. nóv- ember 2014. d) Egill Friðrik, matreiðslunemi, f. 12. ágúst 1992. Annella ólst upp á Akureyri, og lauk þar gagnfræðaprófi 1947. Hún vann ýmis störf á yngri árum, en var lengstum húsmóðir. Hún lauk námi frá Húsmæðraskólanum í Reykja- vík, um það leyti sem hún stofn- aði fjölskyldu. Hún var virk í starfi Kvenfélagsins Hringsins um árabil. Hún var ritari á Heilsugæslustöðinni í Fossvogi, 1980-1997. Annella flutti, ásamt fjöl- skyldu sinni, til Washington DC árið 1955, þar sem Magnús, maður hennar, lauk sérfræði- námi í lyflækningum. Hún flutti aftur heim til Íslands, sumarið 1958, og bjó í Skaftahlíðinni til ársins 1968, en þá flutti fjöl- skyldan í Stigahlíðina. 1993 flutti Annella, þá orðin ekkja, á Sléttuveg 17, þar sem hún bjó til ársins 2012, þegar heilsu hennar hrakaði. Hún dvaldi síðustu ævi- árin á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 9. nóvem- ber 2017, klukkan 13. bar nafn ömmu sinnar og formæðra fram á 18. öld. Bróðir Annellu er Friðrik Daníel, viðskiptafræð- ingur, f. 7. nóv- ember 1932, kvænt- ur Ólafíu Sveins- dóttur, f. 19. júní 1946. Annella giftist 1. janúar 1950 Magn- úsi Ólafssyni, lækni og hjarta- sérfræðingi, f. 1. nóvember 1926 d. 2. september 1990. Synir þeirra eru: 1) Stefán Ágúst, framkvæmdastjóri, f. 15. júní 1950. Dóttir hans er Ragn- hildur, f. 13. október 1974. 2) Ólafur Friðrik, læknir og fv. borgarstjóri, f. 3. ágúst 1952. Sambýliskona Ólafs er Kolbrún Matthíasdóttir, f. 21. júní 1951. Börn Ólafs og fv. eiginkonu, Guðrúnar Kjartansdóttur, eru a) Anna Sigríður, prófessor við Há- skóla Íslands, f. 3. febrúar 1974. Börn hennar og fv. eiginmanns, Alfonsar Ramel, eru Jakob Yngvi f. 8. september 2004, Hel- ena Lea f. 21. janúar 2008 og Elí- as Ívar. f. 6. maí 2010. b) Magnús Friðrik, sálfræðingur, f. 25. júlí 1979, kvæntur Hafdísi Ein- Er ég kveð móður mína rifj- ast upp margar fallegar minn- ingar. Hún fæddist á Akureyri og þar erum við Ólafur bróðir minn einnig bornir í heiminn. Fyrstu minningarnar eru frá Samkomuhúsinu á Akureyri sem afi minn, Stefán Ágúst Kristjánsson, rak. Faðir minn, Magnús Ólafsson læknir, hélt til Bandaríkjanna til framhalds- náms 1955 og svo komum við mamma og synirnir ári síðar. Eflaust hefur bærst í brjósti hennar bæði eftirvænting og kvíði þegar hún átti fyrir hönd- um 16 klst. flugferð til New York með millilendingu á Gand- er í Nýfundnalandi. Síðan tók við ferðalag til Washington D.C. þar sem við bjuggum með- an á Bandaríkjadvölinni stóð. Á Íslandi hélt mamma heimili, fyrst í Skaftahlíð, síðar Stiga- hlíð 69. Móðir mín var glæsileg kona og vakti athygli hvar sem hún fór. Mikil reisn var yfir fasi hennar. Það var mömmu og okkur öllum mikið áfall þegar pabbi féll frá, langt um aldur fram, árið 1990. Sorg hennar og söknuður við að missa elskaðan lífsförunaut til áratuga varði langan tíma. Pabbi var starf- andi hjartalæknir en áhugamál hans var stangveiði, hann sat í stjórn SVFR og var ritstjóri tímaritsins Veiðimaðurinn. Hún varð snemma veiðifélagi pabba og býsna veiðin á „garðflug- una“. Fékk eitt árið bikar SVFR fyrir stærsta fisk veidd- an af konu. Norðurá í Borg- arfirði var eftirlætisá þeirra en einnig höfðu þau dálæti á Sandá í Þistilfirði. Mamma átti sér mörg áhuga- mál; hún var listakokkur, stundaði postulínsmálun, söng í kvennakórnum Senjórítunum og gerðist liðtæk Hringskona. Hún virtist ætla að eldast vel en fyrir um sjö árum byrjaði alzheimers-sjúkdómurinn að gera vart við sig og dró hana loks til dauða. Einkadóttir mín, Ragnhildur, og dóttir hennar, Stella Luna, senda innilegar samúðarkveðj- ur. Megi hinn hæsti höfuðsmið- ur himins og jarðar lýsa henni leiðina til austursins eilífa, til fundar við pabba. Stefán Ágúst Magnússon. Mig langar með nokkrum minningabrotum að kveðja Önnu Gabríellu, eða Annellu eins og amma var alltaf kölluð. Við vorum nánar allt frá fyrsta degi og minningarnar og sam- verustundirnar margar. Þegar ég fæddist bjó hún í Stigahlíð- inni og hinum megin við götuna voru ekki komin nein hús, bara mói sem hentaði vel til útileikja og leikskólinn Efrihlíð og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Ég sótti báðar þessar mennta- stofnanir og var því svo heppin að vera nálægt ömmu bæði í æsku og á unglingsárum og sækja til hennar bæði gott í gogginn og góðan félagsskap. Frá fyrstu árum mínum eru flestar minningar um ömmu tengdar ferðalögum og fólki, skrautlegum kjólum og snyrt- ingu. Amma tók mig með í morgunfrúarklúbbinn sinn, heitu pottana í Laugardalslaug, veiðiferðir og verslanir. Alls staðar var glatt á hjalla, mikið talað og hlegið – já, amma var mikil félagsvera og fannst gam- an að sýna sig og sjá aðra. Þeg- ar kom fram á unglingsárin var ekki síðra að alltaf mátti halda partí í græna kjallaranum í Stigahlíðinni og flestir vinir fengu því að kynnast ömmu sem fannst alltaf gaman að hafa fólk og fjör í kringum sig. Annella amma var alltaf vel tilhöfð og með tískuna á hreinu. Fátt var skemmtilegra en að fá að máta kjólana hennar og það mátti alveg fá þá að láni í leik ásamt varalitnum. Amma vildi líka að maður væri vel til fara og kynni sig. Það átti að draga fram kvenleikann. Alveg fram á síðasta dag bað hún um varalit og skoðaði vel hvort ég væri ekki snyrtileg og helst svolítið sæt þegar ég kom í heimsókn. Þar var enginn munur á hvort ég var smákrakki og hún rúm- lega fertug, eða ég orðin fertug og hún farin að nálgast níunda tuginn. Það var í raun merki- legt hvað þessi kjarni snyrti- mennsku og skvísu fylgdi henni alla tíð jafnvel þótt minnið væri mikið til farið síðustu árin, önn- ur persónuleikaeinkenni farin að glatast og hún hætt að þekkja okkur sem næst henni stöndum með nafni síðustu mánuðina. Það er alltaf ákveðið tóm sem fylgir því að ástvinur kveð- ur jafnvel þótt árin hafi verið mörg og góð og hún líklega hvíldinni fegin. Börnin mín voru svo heppin að fá að kynn- ast Annellu langömmu sinni og eiga góðar minningar um hlý- legt viðmót hennar. Þótt þau hafi fengið fá ár með henni í essinu sínu er kvika konan með breiða brosið sú mynd sem þau munu geyma um ókomna tíð. Ég veit að bræður mínir og fjölskyldur þeirra eiga líka góð- ar minningar um ömmu. Dísæt súkkulaðikakan og umhyggjan sem svo oft fólst í að bjóða mat af einhverju tagi ásamt snögg- um hreyfingum og þörf fyrir að vera á iði eru líklega þau atriði sem við höfum hvað oftast nefnt okkar á milli. Nokkrum árum eftir að afi dó flutti amma á Sléttuveginn þar sem hún bjó fram að þeim tíma að hún fór að þurfa aðhlynningu á Skjóli. Við vorum öll nokkuð tíðir gest- ir á Sléttuveginum og amma var líka alltaf á ferðinni og dug- leg að líta inn hjá okkur. Amma var alla tíð sjálfri sér lík en hún fann þó alltaf fyrir tómleika án afa og einhvern veginn standa minningarnar úr Stigahlíðinni uppúr þegar horft er tilbaka, þar naut hún sín best. Ég vona að afi taki fagnandi á móti ömmu hinum megin og hún sé því fegin að fá að sameinast honum á ný. Hvíl í friði, elsku Annella amma. Anna Sigríður Ólafsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Það var tilhlökkunarefni í hvert sinn að fara í heimsókn upp í Stigahlíð til Annellu föð- ursystur minnar. Á æsku- og uppvaxtarárum mínum má heita að það hafi verið fastur liður eftir sundferð okkar feðga um helgar. Hún tók alltaf inni- lega á móti okkur og gjarnan var þeginn hjá henni biti enda átti hún undantekningarlaust til eitthvert góðgæti handa okk- ur í eldhúsinu. Það voru gæða- stundir. Ég upplifði samband þeirra systkina alla tíð sem ná- ið og gott. Þau voru lík í útliti og limaburði, bæði skarpleit, ákveðin, grannvaxin og dökk- hærð. Í framgöngu nokkuð blátt áfram, ekki laust við það að vera stundum ofurlítið hvatvís. Sjaldnast fór þó á milli mála að hún var stóra systir föður míns og raunar sú eina. Mig grunar reyndar að hún hafi fengið mun oftar að ráða í uppvexti þeirra á Akureyri og ef til vill lengur. Í þá tíð, og vonandi enn, var viðkvæðið dömurnar fyrst, og það var Annella í orðsins fyllstu merk- ingu. Annella var smekkvís á alla lund og bar heimili þeirra Magnúsar Ólafssonar læknis þess einnig merki. Magnúsar, sem dó fyrir um aldarfjórðungi, minnist ég einnig með hlýhug. Stigahlíðin var oftar en ekki samkomustaður föðurfjölskyldu minnar, einkum eftir að Sigríð- ur amma og Stefán Ágúst afi voru flutt suður. Þessi tími geymist vel og fallega í huga mér. Ég færði pabba mínum andlátsfregn systur hans nú í lok október. Tregafull stund þar sem við minntumst hennar saman, en gæðastund engu að síður. Blessuð sé minningin um An- nellu frænku. Stefán Jón Friðriksson. „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað.“ Þessar ljóðlínur Jóhanns Jónssonar hafa vakað í huga mínum eftir að hafa heim- sótt frænku mína Önnu G. Stef- ánsdóttur skömmu fyrir kveðju hennar. Það var orðin mikil breyting hjá þessari glæsilegu konu, sem nú beið sinnar kveðju. Annella eins og hún var ætíð nefnd var sannarlega litrík og skemmtileg kona. Hún og hennar fjölskylda var ætíð stór hluti tilverunnar. Það var spennandi og heillandi fyrir ungan dreng á Akureyri þegar Annella og Magnús eiginmaður hennar voru að koma heim frá námi í Banda- ríkjunum. Þau komu með nýja strauma og ýmislegt forvitni- legt. Bíllinn, tyggjóið, tónlistin í tækinu, allt var í raun nýtt. Strákarnir þeirra, Stefán og Óli, báru amerískt yfirbragð og okkur fannst flott að heyra þá tala með hreim hins framandi ævintýralands. Þessi tenging Annellu og Magnúsar við Ameríku gerði samskiptin við þau alla tíð heillandi. Þau höfðu frá mörgu að segja og kynntu okkur fyrir ýmsu nýju. Annella var ættrækin og lét sér annt um alla sína. Hún var ekki endilega í daglegu sam- bandi en það mátti glöggt finna að hún fylgdist vel með. Heim- sóknir til hennar í Stigahlíðina urðu fastur hluti lífsins og þar var alltaf tekið vel á móti fólki og gefin næring til líkama og sálar. Annella var alla tíð léttstíg og kvik í hreyfingum. Hún var smart kona sem fylgist vel með tísku og var alla tíð fallega og flott klædd. Þau Magnús voru sannarlega flott saman og það fylgdi þeim einhver sérstakur glæsileiki. Annella bar svipmót foreldra sinna beggja, þeirra Sigríðar og Stefáns. Líkamsbyggingin meira frá föður hennar en í fasi og framgöngu í mörgu lík móð- ur sinni. Það að vitja ættmenna, sem í raun bíða síns vitjunartíma, fær mann til að hugleiða lífið og gjafir þess. Ekkert er víst nema það eitt að við fæðumst og kveðjum. Hvenær eða hvernig vitum við aldrei fyrir. Við eigum aðeins daginn, augnablikið, sem horfir fram inn í framtíð sem er ekki nema að litlu leyti í okkar höndum. „… eitthvað þvílíkt, sem komið sé haustljóð í vindinn, eitthvað þvílíkt sem syngi vor sálaða móðir úr sjávarhljóðinu í fjarska.“ Það er einkennilegt að vera nú í landinu sem heillaði Ann- ellu og senda kveðjur heim til Óla, Stefáns, Friðriks, bróður hennar og þeirra fjölskyldna. Ég veit að frænka mín var ferðbúin og heldur nú inn í sumarlandið. Guð leiði hana á þeirri för og blessi fjölskyldu hennar. Pálmi Matthíasson. Anna Gabríella Stefánsdóttir ✝ Helga Jóns-dóttir fæddist 3. janúar 1926. Hún lést á Dval- arheimilinu Nausti, Þórshöfn, þann 1. nóvember 2017. Foreldrar henn- ar voru Jón Vil- hjálmsson, f. 9. ágúst 1884, d. 25. júlí 1965, og Guðný Óladóttir, f. 11. nóvember 1888, d. 14. mars 1975. Helga var yngst þriggja systkina, eldri voru bræður hennar Vilhjálmur, fæddur 1922, og Óli Scheving, fæddur 1923, þeir eru báðir látnir. Öll voru þau systkinin ógift og barnlaus. Helga ólst upp í sveit og vann við þau störf sem þar falla til. Eftir að hún flutti í kaup- túnið á Vopnafirði vann hún hjá út- gerðarfyrirtækinu Tanga sem fisk- vinnslukona. Útför Helgu fer fram frá Hofskirkju í dag, 9. nóvember 2017, klukkan 14. Jarðsett verð- ur í Hofskirkjugarði. Mig langar að minnast vin- konu minnar, hennar Helgu Jónsdóttur. Leiðir okkar Helgu lágu saman í framhaldi af því þegar ég flyt að Kolbeinsgötu 6, eða á Stöðina eins og húsið er kallað, en þar höfðu tengdaforeldrar mínir búið fram að þeim tíma. Mikill samgangur og vinskapur var á milli þeirra og Helgu enda bjó hún andspænis þeim og stutt var að skreppa á milli í heimsókn. Fljótlega eftir að ég flyt verða miklar breytingar á lífi Helgu, en á stuttum tíma miss- ir hún báða bræður sína, auk þess sem Kjartan tengdafaðir minn fellur frá og Jónína eig- inkona hans flytur frá Vopna- firði til Reykjavíkur. Það má segja að upp frá því hafi okkar kunningsskapur hafist og kem ég að einhverju leyti í stað tengdamóður minnar gagnvart Helgu. Á milli okkar Helgu var tals- verður aldursmunur en á þess- um tíma er Helga orðin 65 ára gömul en ég er 32 ára og ófrísk að yngra barni mínu. Helga hafði unun af útivist og hreyfingu og eftir að sonur minn fæðist voru þeir ófáir göngutúrarnir sem við fórum saman með barnavagninn. Í mörg ár tók hún þátt í kvenna- hlaupinu og mátti ég hafa mig alla við til að halda í við hana þar. Margar búðarferðirnar fór- um við saman og gátu þær teygst í annan endann, en þá var gjarnan sest í kaffihorn verslunarinnar og spjallað við gesti og gangandi. Alveg und- antekningarlaust hafði Helga á orði hvað fólkið væri myndar- legt og börnin einstaklega fal- leg. Þegar ég kíkti í heimsókn til Helgu var strax stokkið til við að bera fram kræsingar og allir sem heimsóttu hana gátu alltaf átt von á veisluborði og máttu helst ekki fara frá því fyrr en búið væri að borða talsvert meira en hægt var í sig að láta. Hún kunni svo sannarlega að meta ef fólk tók vel til matar síns. Við Helga áttum það til að fá okkur sherry-staup þegar sá gállinn var á okkur, en staupin urðu nú yfirleitt aldrei fleiri en eitt. Helgu þótti mjög gaman að tónlist og sótti þá kórtónleika sem haldnir voru á Vopnafirði. Einnig var hún myndarleg í höndunum og bar saumaskapur hennar þess merki. Helga vildi alltaf vera vel til höfð og hafði hún oft samband við mig þegar hún sá auglýs- ingu um fatamarkað og spurði hvort við ættum ekki að kíkja þangað. Áður en Helga flutti í kaup- túnið á Vopnafirði ásamt móður sinni og bræðrum, hafði hún alla tíð búið í Sunnudal. Henni var Sunnudalur mjög kær og talaði alltaf um „heim í Sunnudal“. Þeir voru ófáir bíltúrarnir sem við fórum saman, oft rúnt- ur um þorpið, stundum kíkt „heim í Sunnudal“, og meira að segja skroppið til Akureyrar í heimsókn til Ingu Sveins, vin- konu hennar. Eins var Húsmæðraskólinn að Hallormsstað heimsóttur en þar stundaði Helga nám vet- urna 1955-56. Naut hún þeirrar ferðar mjög og ekki skemmdi fyrir að veðrið lék við okkur, stillt og sólríkt eða ekta austfirskt sum- arveður eins og það verður best. En nú er elsku Helga fallin frá og símtölin og heimsókn- irnar verða ekki fleiri, en þú mátt vita það, Helga mín, að ég mun eiga við þig samtöl eftir öðrum leiðum. Með þakklæti fyrir allt, Þín vinkona, Hrönn. Helga Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.