Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Mennta- og menningarmálaráð- herra og framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins afhentu fyrstu Microbit-smátölvurnar til um 100 nemenda í 6. bekk Austurbæjar- og Hólabrekkuskóla í gær, en tölv- urnar eru notaðar til að kenna for- ritun. Þetta er annað árið sem nem- endur fá Microbit-smátölvur og að þessu sinni fá allir 6. bekkingar í grunnskólum landsins tölvur. Microbit er verkefni sem hleypt var af stokkunum haustið 2016 af mennta- og menningarmálaráðu- neytinu, Samtökum iðnaðarins, Menntamálastofnun, KrakkaRúv og fjölda fyrirtækja á Íslandi. Markmiðið er að efla þekkingu og áhuga barna á forritun og tækni. 6. bekkingar fengu forritunartölvur Embætti sóknarprests Hjalla- prestakalls, Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra, var auglýst laust til umsóknar 8. október sl. Átta um- sækjendur sóttu um embættið, sem eru í stafrófsröð: séra Arnaldur Arnold Bárðarson, cand. theol. Bryndís Svavarsdóttir, séra Bára Friðriksdóttir, mag. theol. Helga Kolbeinsdóttir, mag. theol. Henn- ing Emil Magnússon, séra Kristín Pálsdóttir, séra Sunna Dóra Möller, og séra Sveinn Alfreðsson. Umsóknarfrestur um embættið rann út 3. nóvember og skipar bisk- up Íslands í embættið frá 1. janúar nk. til fimm ára. Umsóknir fara til umfjöllunar matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli um- sækjendanna og skipar biskup Ís- lands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu. Átta sóttu um í Hjallakirkju Hjallakirkja Átta umsækjendur eru um stöðu sóknarprests í kirkjunni. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er erfiður rekstur,“ segir Jógvan Hansen, tónlistarmaður og eigandi tónleikastaðarins Græna herbergisins í Lækjargötu. Græna herberginu var lokað á dögunum en staðurinn hafði um nokkurt skeið verið vinsæll til tón- leikahalds og skemmtana. Jógvan segir að kostnaður við reksturinn hafi reynst of mikill. „Það er há leiga í miðbænum og svo er allt hitt mjög dýrt, starfs- mennirnir, skattarnir og fleira. Við hefðum kannski átt að vera með minni stað. Það var nóg af fólki sem kom og við erum ofboðslega þakk- látir fyrir viðtökurnar. Það var leið- inlegt að þetta gat ekki gengið.“ Breytt í írskan pöbb Græna herbergið er annar tón- leikastaðurinn í miðborginni sem lokað er á skömmum tíma. Hinn fornfrægi Rósenberg við Klapp- arstíg hefur lagt upp laupana og nýir eigendur ætla að breyta honum í írskan pöbb. Þar með eru skörð höggvin í flóru tónleikastaða, sér í lagi þar sem þessir tveir hafa verið athvarf þeirra sem sækja í heimilislega stemningu þar sem nándin er mikil. Þarna hafa og margir tónlistarmenn fengið að stíga sín fyrstu skref. Eftir stendur þó fjöldi tónleika- staða í miðborginni; Gaukurinn, Húrra, Gamla bíó, Kex hostel, Bryggjan brugghús, Hard Rock, Iðnó og auðvitað Harpa en margir setja verðið fyrir sig á þeim bænum. Borgin gæti stutt við bakið María Rut Reynisdóttir tók ný- lega við starfi verkefnastjóra Tón- listarborgarinnar Reykjavíkur. Hún segir að eitt af sínum fyrstu verkum sé að kortleggja tónlistarborgina og tónleikastaðir verði þar framarlega í flokki. „Ég mun skoða tónleikastaðina. Ekki bara fjölda þeirra heldur líka stefnu og gæði og hvernig þeir þríf- ast í regluverki borgarinnar.“ María segir að það sé vissulega söknuður að hverjum tónleikastað sem leggur upp laupana. Slíkt gerist þó í bylgjum og vanalega komi nýir í staðinn. Kemur til greina að styðja við bakið á tónleikastöðum? „Já, mér finnst það borðleggjandi ef hægt er að koma því við. Ég mun kynna mér hvernig aðrar borgir standa að þeim málum. Við viljum halda fjölbreyttri flóru, það græða allir á því.“ Tónleikastöðum lokað í bænum  Rósenberg og Græna herberginu lokað  Há leiga og kostnaður fór með rekst- urinn, segir tónleikahaldari  Kemur til greina að borgin styðji við tónleikastaði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rósenberg Vinsæll tónleikastaður við Klapparstíg sem hafði verið í rekstri frá 2004. Breytist í írskan pöbb. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Græna herbergið Stemningsstaður í Lækjargötu. Reksturinn stóð ekki undir sér og staðnum var lokað í síðustu viku. Jógvan Hansen María Rut Reynisdóttir Kringlunni 4c – Sími 568 4900 MIÐNÆTURSPRENGJA Í KRINGLUNNI í kvöld 9. nóvember 20-40%AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Opið til miðnættis Hjá Samtökunum ’78, hagsmuna- og baráttusamtökum hinsegin fólks á Íslandi, er stöðugt unnið að því að finna nýjar leiðir til að vinna gegn dreifingu kynsjúkdóma hér á landi. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær hafa kynsjúkdómar aukist mjög hér á landi og eru sára- sótt og lekandi í sögulegum hæðum. Flestir sem greinast með þá kyn- sjúkdóma eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. Í viðræðum við Landspítala Daníel E. Arnarsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna ’78, segir að í húsnæði samtakanna á Suð- urgötu 3 sé hægt að fá ókeypis smokka og sleipiefni. Þá hafi þau verið í viðræðum við húð- og kyn- sjúkdómadeildina og smitsjúkdóma- deild Landspítalans um að koma reglulega til þeirra á Suðurgötu og bjóða upp á greiningarpróf. „Þetta verkefni hefur verið til um- ræðu í nokkurn tíma. Smitsjúkdóma- deildin kom hingað varðandi verkefni um lifrarbólgu C og var með hrað- prófanir í húsinu og það gekk mjög vel. Okkur langar til að prófa fyrir kynsjúkdómum og með því bæta að- gengið að greiningarprófunum. Um- hverfið eins og það er í dag er mjög klínískt og því teljum við að með því að fá smitsjúkdómadeildina hingað reglulega geri það fólki auðveldara fyrir, það getur bara litið inn,“ segir Daníel en fyrirmyndina sækja þau til nágrannalandanna þar sem farið er að bjóða upp á greiningarpróf með þessum hætti. Góð lyf eiga ekki að auka kæruleysi í kynlífi Daníel segir að flest hinsegin fólk hér á landi sé meðvitað um hættuna á kynsjúkdómum. „Maður hefur heyrt út undan sér að það eru túr- istar að koma til landsins sem eru á lyfi sem heitir Prepp og á að koma í veg fyrir HIV-smit. Það hefur orðið til þess að sumir hommar leggja smokkinn á hilluna en gleyma um leið að það er hægt að smitast af öll- um öðrum kynsjúkdómum þótt þú sért á Preppi,“ segir Daníel og legg- ur áherslu á að góð lyf við HIV- sjúkdómnum eigi ekki að auka kæru- leysi í kynlífi. „Það eina sem getur spornað gegn því að smitast af sára- sótt og lekanda er smokkurinn.“ ingveldur@mbl.is Vinna markvisst gegn kynsjúkdómum  Vilja bæta aðgengi að greiningu  Flestir meðvitaðir um hættuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.