Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 AF MYNDASÖGUM Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Þegar ég leit inn á fésbókar-síðu Frosks útgáfu á dög-unum varð ég þess áskynja að forsíða nýútgefinnar myndasögu hennar virtist hafa valdið svolitlum usla. Fjöldi fólks hafði þar smellt reiði- og gráttáknum á færslu út- gáfunnar og tjáð hneykslun sína á því hvernig forsíða bókarinnar þótti kyngera tvær spengilegar tánings- stúlkur sem standa þar sigri hrós- andi í sviðsljósinu og ýta til hliðar slánalegri og óálitlegri vin- konu sinni. Með þessu væri ver- ið að setja ung- um stúlkum óraunhæf fegurðarviðmið. Ég hafði fyr- ir tilviljun feng- ið þessa myndasögu í hendurnar og lesið hana nokkru áður. Um er að ræða fransk-kanadísku myndasöguna Skvísur: Ekki með á nótunum (Les nombrils - Pour qui tu te prends? á frummálinu) eftir hjónin Maryse Dubuc og Marc „Delaf“ Delafon- taine. Bókin er fyrsta hefti í mynda- söguflokki sem nýtur nokkurra vin- sælda í Quebec og fjallar um líf menntaskólastelpnanna Agnesar, Signýjar og Beggu. Ég verð að viðurkenna að við lestur bókarinnar hvarflaði aldrei að mér að verið væri að senda stúlkum óviðeigandi skilaboð með vaxtarlagi Signýjar og Beggu („skvísnanna“ umdeildu á forsíðunni) því mér þótti liggja í augum uppi að ekki var ætlast til þess að þær væru teknar til fyr- irmyndar. Bókin er háðsádeila á kynvæðingu og útlitsdýrkun ung- lingamenningarinnar og útmálar Signýju og Beggu sem það versta sem slík menning hefur upp á að bjóða. Þær eru vitgrannar, grunn- hyggnar, hrokafullar, eigingjarnar, athyglissjúkar og strákaóðar og koma fram við hina „ljótu“ (í raun venjulegu) Agnesi vinkonu sína eins og rusl. Samúð lesandans liggur ávallt hjá Agnesi og húmor bók- arinnar felst í því að leiða í ljós hve fáránlegar Signý og Begga eru í raun og veru; hve fáránlegt er að þær séu vinsælar þrátt fyrir per- sónugalla sína einfaldlega vegna þess að þær gæta þess að standast fegurðarkröfur samfélagsins. Boð- skapur bókarinnar kemur mjög vel í ljós í einni skrýtlunni, þar sem við sjáum stelpurnar fara á fætur: Signý og Begga vakna klukkan fimm til að mála sig og gera sig sætar en Agnes sefur til kl. sjö og mætir vel upplögð í skólann. Þegar Signý og Begga mæta loksins er óveðrið búið að gera út af við allt puntið þeirra. Hvar endar ádeila? Ég hef vonandi komið því á hreint að ég tel bókina ekki verð- skulda þá gagnrýni sem hún fékk á fésbókarsíðu Frosks. Ég vil brýna fyrir lesendum að dæma bókina ekki af kápunni og halda að hún sé hluti af sömu útlitsdýrkunarmenn- ingu og hún gerir grín að. Þó þykir mér gagnrýnin áhugaverð og enn áhugaverðara að sjá að þrátt fyrir vinsældir Les nombrils-bókanna í Quebec hafa þær öðru hverju mátt sæta gagnrýni þar og jafnvel verið tímabundið fjarlægðar af skóla- bókasafni af ótta við að vaxtarlag Beggu og Signýjar gæti ýtt undir Með á nótunum eða ekki með á nótunum? Ádeila „Bókin er háðsádeila á kynvæðingu og útlitsdýrkun …og útmálar Signýju og Beggu sem það versta sem slík menning hefur upp á að bjóða.“ anorexíu. Þetta vekur mann til um- hugsunar, bæði um það hvar mörk ádeilu enda og um það hvað er í lagi að sýna í efni fyrir börn og ung- linga. Það er satt að börn læra af því sem haft er fyrir þeim. Það er einnig satt að oft getur verið erfitt að greina illa lukkaða ádeilu frá því sem hún gerir grín að. Ég á þó af- skaplega erfitt með að trúa því að stelpur sem lesi Skvísur muni vilja vera eins og Begga og Signý; til þess eru persónurnar of af- skræmdar og illkvittnar. Hvað geta börn skilið? Nýlega varð ég var við að systir mín vildi ekki lesa bók um Einar Áskel fyrir dóttur sína vegna þess að henni þótti hún senda stúlkum slæm skilaboð. Bókin fjallaði nefni- lega um að Einar Áskell vildi ekki leika sér við stelpur. Hins vegar var boðskapur bókarinnar einmitt sá að það væri rangt hjá Einari Áskeli að hugsa svona og hann bætir ráð sitt í lokin. Varla var bókin þá að mæla með svona hegðun? Systur minni þótti bókin eyða svo miklu púðri í að útskýra hvers vegna Einari Ás- keli væri í nöp við stelpur að áhrifin væru í raun þau að hugmyndum um staðalímyndir yrði plantað í huga barnsins frekar en lokaboðskapnum um að þær væru rangar. Sjónar- miðið er skiljanlegt þegar um er að ræða mjög ung börn líkt og frænku mína en mér þykir það bera vott um ofverndunarhyggju, jafnvel van- mat á gáfum eldri barna og ung- linga, að ætla að ekki sé hægt að sýna neina slæma hegðun í barna- efni og treysta þeim fyrir því að gera sér grein fyrir því hvar samúð þeirra á að liggja. Auðvitað vill maður ekki að barnaefni verði of gróft en það þarf þó ekki að vera gersamlega bitlaust. Svo lengi sem efnið er vel skrifað leikur sjaldan vafi á því hver boðskapurinn er. Skvísur: Ekki með á nótunum er sem betur fer vel skrifuð bók og dregur upp fyndna mynd af verstu eiginleikum unglingamenningar. Táningar munu (því miður) eflaust kannast við sum hegðunarmynstrin sem bókin dregur upp. » „Auðvitað vill maðurekki að barnaefni verði of gróft en það þarf þó ekki að vera ger- samlega bitlaust.“ Blindrahundur er ný heimildar- mynd um mynd- listarmanninn Birgi Andrés- son, sem frum- sýnd verður í Bíó Paradís í kvöld og fer síð- an í almennar sýningar. Í myndinni er æviferill Birgis rak- inn í gegnum frásagnir sam- ferðafólks frá bernsku og þar til hann lést sviplega 2007. Handrit, leikstjórn og klipping er í hönd- um Kristjáns Loðmfjörð og fram- leiðandi er Tinna Guðmunds- dóttir. Myndin var 9 ár í framleiðslu, með hléum, og kem- ur út þegar 10 ár eru liðin frá fráfalli Birgis. Hún var sýnd á Skjaldborg í sumar þar sem hún hlaut hlaut bæði áhorfenda- og dómaraverðlaun. Blindrahundur frumsýndur Birgir Andrésson Í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20 verður kynnt í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi bók- in Útisýningar á Skólavörðuholti 1967-1972 og verða umræður á eftir. Fimmtíu ár eru frá fyrstu sýningu á skúlptúr í opinberu rými á Íslandi. Sýningarnar urðu fimm talsins, fóru fram á Skóla- vörðuholti og voru haldnar að frumkvæði Myndlistaskólans í Reykjavík. Skólinn fagnar nú sjö- tíu ára afmæli og af því tilefni er bókin gefin út. Höfundar eru Inga S. Ragnars- dóttir og Kristín G. Guðnadóttir. Markús Þór Andrésson á einnig innlegg og Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík, ritar inngang. Kynna bókina um útisýningarnar Matur SÝND KL. 8SÝND KL. 5.30 SÝND KL. 10 SÝND KL. 8, 10.25 SÝND KL. 5.30, 8, 10.15 Miðasala og nánari upplýsingar 5% HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástSnickers vinnuföt í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.