Morgunblaðið - 09.11.2017, Page 4

Morgunblaðið - 09.11.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Stórhýsi Iðnaðarbankans var reist við Lækj- argötu 12 á árunum 1959-1964, steinsteypt á fimm hæðum með kjallara og 347 fermetrar að flat- armáli. Húsið var teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt í stíl fúnksjónalisma. Undanfarið hefur stórhýsið staðið autt og yfirgefið og beðið örlaga sinna, en árið 2014 seldi bankinn, þá orðinn Ís- landsbanki, bygginguna og flutti starfsemi sína alfarið þaðan. Núverandi bygging sameinast brátt aftur jörðinni og ný bygging mun þar rísa og bera með sér hugmyndir okkar tíma sem framtíðin mun kveða upp sinn dóm um. ernayr@mbl.is Vel gengur að rífa niður bygginguna sem áður hýsti Íslandsbanka en var upphaflega Iðnaðarbankinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stefnumót uppbyggingar og niðurrifs í Lækjargötu 12 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist telja að í gær hafi allir forystumenn stjórnmálaflokkanna verið að bíða eftir því að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitti einhverjum flokksformanni umboð til stjórnar- myndunar, og undrast hann róleg- heit forsetans í þessum efnum. „Satt best að segja er ég hissa á því að forseti skuli ekki hafa veitt umboðið á nýjan leik, strax í dag (í gær – innskot blm.), vegna þess að það eru allir í biðstöðu á meðan hann veitir ekki einhverjum til- teknum flokks- formanni umboð til stjórnarmynd- unar,“ sagði Sig- mundur Davíð í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöld. Sigmundur Davíð telur að eðlilegt sé að allir bíði í þeirri biðstöðu sem hann lýsir. „Einfaldlega vegna þess að Bjarni Benediktsson gerir vænt- anlega ráð fyrir því að hann fái um- boðið, og þá gerist ekkert í millitíð- inni. Aðrir eru hættir að reyna, eftir því sem ég kemst næst, þannig að þau samtöl sem átt hafa sér stað eru, að mínu mati, málamyndasam- töl,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður hvort hann teldi að einhver skriður gæti komist á stjórnarmyndunarviðræður á nýjan leik í dag, fimmtudag sagði formað- ur Miðflokksins: „Já, ég myndi halda það.“ Sigmundur Davíð undrandi á rólegheitum forsetans  Formaður Miðflokksins telur að viðræður forystumanna flokka hafi verið til málamynda í gær og fyrradag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, heldur í dag fund með formönnum allra átta þingflokk- anna sem nú eiga kjörna fulltrúa á Al- þingi. „Ég hef boðað til fyrsta fundar með nýjum formönnum allra þingflokka, til þess að fara yfir það sem fram- undan er, aðallega á praktískum nót- um, þannig að það verða þó nokkuð margir dagskrárliðir á fundinum,“ sagði Steingrímur í samtali við Morg- unblaðið í gær. Steingrímur segir að þetta hafi ver- ið gert með svip- uðum hætti í fyrra. „Það bíður þingflokksfor- mannanna tals- verð vinna, alveg burtséð frá því hvernig gengur með ríkisstjórnar- myndun. Það þarf að fara að undir- búa samninga um kosningar í nefndir Alþingis og undir- búa dagskrá fyrir 1. desember, svo ég nefni eitthvað,“ sagði Steingrímur. Aðspurður hvort aðstæður nú hvað varðar afgreiðslu fjárlaga væru ólíkar þeim sem voru í fyrra, sagði Stein- grímur: „Nei, það er að mörgu leyti mjög hliðstæð staða og aðstæður eru mjög líkar og voru í fyrra, a.m.k. enn sem komið er.“ Benedikt Jóhannesson, starfandi fjármálaráðherra, féll af þingi eins og kunnugt er. Hann mun samt sem áð- ur mæla fyrir fjárlagafrumvarpinu: „Benedikt er auðvitað ráðherra í starfsstjórn og það breytir í sjálfu sér engu um það, nema kannski að það má segja að bakland þess frumvarps sem hann myndi flytja er veikara, því það eru 20 þingmenn á bak við það núna. En þetta breytir engu um emb- ættisskyldurnar,“ sagði Steingrímur. Talsverð vinna bíður þingflokksformanna  Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum í dag Steingrímur J. Sigfússon Vinnsla á kolmunna hófst á ný hjá fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði í fyrradag. Skip fyrirtæk- isins, Venus NS og Víkingur AK, lönduðu þar um 800 tonna afla. „Skipin komu inn vegna brælu á miðunum og slæms veðurútlits og voru því með minni afla en ella,“ seg- ir Sveinbjörn Sigmundsson verk- smiðjustjóri í frétt á vef HB Granda. Að hans sögn er kolmunninn gott hráefni, hann er feitur og fallegur. Á árinu hafa íslensk fiskiskip veitt alls 192 þúsund tonn af kolmunna. Aflinn kemur mikið úr færeysku lög- sögunni en einnig á Austfjarða- miðum. Heildarkvótinn er 264 þús- und tonn. Dugar fram í desember Sveinbjörn segir að miðað við kvótastöðu skipa félagsins muni kol- munnaafli duga verksmiðjunni vel fram í næsta mánuð. „Framhaldið veltur auðvitað mest á því að kol- munninn gefi sig til og á tíðarfarinu. Mér skilst að vertíðin hafi byrjað vel út af Seyðisfirði en síðan hafi aflinn dregist saman. Það má vel vera að fara þurfi dýpra og lengra eftir kol- munnanum en það kemur í ljós á næstu dögum og vikum.“ Kolmunni unninn á ný Afli Kolmunna dælt í lest.  Enn er kvóti eftir Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. „Staðan er einfaldlega sú að það eru allir að tala við alla og ég var bara að fara yfir það með þingflokknum mín- um í dag. Eftir að það slitnaði upp úr hjá þessum fjórum flokkum hefur í raun og veru verið bara opin lína hjá öllum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. „Það hefur í rauninni lítið gerst í dag nema bara mikið af símtölum og svo náttúrulega þessir þingflokksfundir.“ „Þessi fjögurra flokka stjórn var auðvitað okkar fyrsti kostur. Þegar hún er út úr myndinni þá eru bara nokkrir augljósir kostir sem fjöl- miðlar eru náttúrulega búnir að kort- leggja og við líka. Núna er bara verið að þreifa. Hvað nær maður langt með sín mál og í hvaða samhengi.“ „Við verðum auðvitað að leggja eitthvað á okkur ef við ætlum að fara í ríkisstjórn og ég hef bara verið að keyra þá línu hart að ég vilji halda öllu opnu svo fremi að það náist einhver viðunandi árangur. Eitthvað sem við getum sagt að við séum stolt af að gera með þeim hætti.“ hjortur@mbl.is Í raun og veru opin lína hjá öllum Katrín Jakobsdóttir  Katrín segir búið að kortleggja kostina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.