Morgunblaðið - 09.11.2017, Page 24

Morgunblaðið - 09.11.2017, Page 24
Þann 22. janúar 1935 skall á ofsaveður úr vestri fyrir Vestur- landi. Jafnvel togarar urðu að leita í var. Um miðjan þann dag var togarinn Jería GY á siglingu um fjórar sjómílur út af Bjarg- töngum. Fékk hann þá yfir sig ógnarlegan brotsjó. Varð skipið nánast sem flak, vél- arvana og stjórnlaust. Rak það svo undan ofsaveðri og stórsjó í átt að Látra- bjargi með mennina 13 innanborðs. Sent var út neyðarkall, en engin skip voru nálæg. Þrír enskir tog- arar sem voru komnir í var á Pat- reksfirði, allir frá Grimsby, brutust þó umsvifalaust út í veðurofsann til að reyna björgun. Öll hjálp reyndist vonlaus. Í þrjá klukkutíma var Jería á þessu reki í átt að dauðanum við Látrabjargið ógurlega. Og að lokum kom hið harmþrungna síðasta kall, kveðja heim til Englands. Menn frá Hvallátrum voru fengn- ir til þess að svipast um á bjarginu. Urðu sex menn til þeirrar ferðar. » Ótal frásagnir eru til sem lýsa því, að látnu fólki er annt um jarð- neskar leifar sínar og hefur leitað eftir hjálp. Togarinn Jería tapar baráttunni og sendir hinstu kveðju heim til Grimsby fjallháir brotsjóir falla með ósköpum en dúnmjúk er sængin í sjódauðanum svipur látins hímir hjá nöktu líki undir bjargveggnum loks grillir í mann á himinhárri bjargbrúninni Þyngdarlaus vofan fylgir honum að Hvallátrum. Ótal frásagnir eru til sem lýsa því, að látnu fólki er annt um jarð- neskar leifar sínar og hefur leitað eftir hjálp. Í Breiðuvíkurkirkjugarði í Vesturbyggð er jarðsettur enskur togarasjómaður sem fórst undir Látrabjargi í hörmulegu og ógn- vekjandi sjóslysi. Hann leitaði til manna um að bjarga líkinu. Eftir Helga Krist- jánsson Helgi Kristjánsson Sjómaður frá Grimsby Biblían – lykillinn að menningu Vesturlanda Fá ef nokkur rit hafa haft meiri áhrif á menningu okkar en Biblían. Það er sama hvert litið er. Frá- sagnir Biblíunnar endurspeglast í myndlist, högg- myndum, tónlist, lög- um, siðfræði, heim- speki og bókmenntum svo fátt eitt sé talið. Íslensk tunga væri löngu týnd ef ekki hefði komið til þýðing Biblíunnar á íslensku á 16. öld svo eitt dæmi sé tekið. Frá- sagnir, persónur og tákn Biblíunn- ar endurspeglast í kvikmyndum samtímans allt frá Hobbitanum yf- ir í Armageddon. Þannig er Bibl- ían lykillinn að menningu Vest- urlanda. Í þessari síðustu grein minni um Biblíuna ætla ég að gefa sögum Biblíunnar orðið – og rifja í leið- inni upp þær þekktustu. Þetta eru allt sögur og sagnapersónur sem allir þekktu fyrir fáeinum árum en margir hafa í dag tapað sambandi við. Þú getur svo slegið um þig með Biblíuþekkingu þinni í næsta fjölskylduboði. Hér er líka að finna nokkrar „svartar frásagnir“ sem sjaldan er talað um í kirkjunni á venjulegum sunnudegi – en er þess meir vitnað í sem tákn í listum. Við skulum byrja á sköpunar- sögunum. Sú fyrri, eða fyrsta, fjallar um það hvernig Guð skapar heiminn á sjö dögum. Þessi saga er í fyrsta kafla Fyrstu Mósebókar. Markmið hennar er ekki að út- skýra vísindalega til- urð jarðarinnar – held- ur að undirstrika blessun Guðs. Síðari sagan er líka í Fyrstu Mósebók og byrjar á versi 5 í öðrum kafla. Þar segir frá ald- ingarðinum Eden og þeim Adam og Evu og höggorminum. Um þá bræður Kain og Abel og fyrsta bróðurmorðið má lesa í fjórða kafla Fyrstu Mósebókar. Svo er það Nói og örk- in hans – saga syndaflóðsins er í Fyrstu Mósebók, sjötta kafla. Babelsturninn og það hvernig Guð ruglaði tungumálum jarð- arinnar – frá þeirri sögu segir í Fyrstu Mósebók, ellefta kafla. Síð- an kemur frásögnin um Sódómu og Gómorru – hún er í Fyrstu Móse- bók, nítjánda kafla. Abraham fer með son sinn Ísak til að fórna hon- um á altari Drottins í tuttugasta og öðrum kafla Fyrstu Mósebókar. Í sautjánda og tuttugasta og fyrsta kaflanum má síðan lesa um Ísmael, ættföður múslíma. Móses fæðist í Annarri Mósebók, öðrum kafla. Um uppruna páska gyðinga má líka lesa í Annarri Mósebók, tólfta og þrettánda kafla. Þar er að finna hina hræðilegu frásögn af því þeg- ar Drottinn fer eins og illur vættur um Egyptaland og myrðir alla frumburði Egypta, en gengur framhjá útidyrum gyðinga. Hinn illi vættur sem Drottinn breytist í – eða lætur vinna hið blóðuga verk – kallast „Eyðandinn“. Gæti þess vegna verið „Tortímandinn“. Tor- tímandinn er því eitt af hinum bibl- íulegu heitum Drottins. Flótti Ísr- aels gegnum hafið – og hafið sem klofnar – á sér stað í Annarri Mósebók, fjórtánda kafla. Um Samson má lesa í Dómarabókinni. Saga Davíðs konungs er færð til bókar í Fyrri og Síðari Samúels- bók. Þar er sagt frá Davíð og Golí- at í Fyrri Samúelsbók, sautjánda kafla. Og áfram rennur blóðið í stríðum straumum. Ekkert fyrir börn … Öllu friðsamari er textinn um Friðarboðann í níunda kafla Jesaja. Þessi texti er lesinn á jól- um í öllum kirkjum kristninnar. Tortímandinn og Friðarboðinn. Tvær algerlega andstæðar myndir Guðs. Boðorðin 10 eru rituð í 2. Mósebók, 20. kafla og 5. Mósebók, 5. kafla. Jónas í hvalnum er gleypt- ur í bók Jónasar að sjálfsögðu. Og Daníel í ljónagryfjunni er í Daní- elsbók. María móðir Jesú mætir Gabríel erkiengli í fyrsta kafla Lúkasarguðspjalls og fær boð um að fæða son Guðs í heiminn. Þar er líka að finna þakkarsöng Maríu. Sá lofsöngur er fyrirmyndin að Mar- íubæn kaþólskra manna og ótelj- Eftir Þórhall Heimisson Þórhallur Heimisson » Þetta eru allt sögur og sagnapersónur sem allir þekktu fyrir fáeinum árum en margir hafa í dag tapað sam- bandi við. 24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Fasteignir Allt um sjávarútveg Kókosjógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt: Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Traustur kostur. Power Max® • Vél: fjór • Elds • Vinnslubreidd: 71 cm • Afkastageta á klst: 57 tonn* • Gírar: 6 áfram / 2 afturábak • Ljós: Já • Startari: Handtrektur/rafstart • Blásturslengd: 13,5 m* 200° • Þyngd: 121 kg 1028 OXHE sá „stærsti“ 302 cc Toro gengis 10 hö neytistankur: 3,2 l Verð kr m. vsk 349.500 Vnr: 38826 P sá o • ö • • • Afkastageta á klst: 52 tonn* • Gírar: 6 áfram / 2 afturábak • Ljós: Nei • Startari: Handtrektur/rafstart • Blásturslengd: 12 m* 200° • Þyngd: 79 kg • ower Max® 726 O „stærri“ Vél: 212 cc Tor fjórgengis 7 h Eldsneytistankur: 2,2 l Vinnslubreidd: 66 cm Verð kr m. vsk 209.900 Vnr: 38813

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.