Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum mögulegum stærðum á vinnuvélar, vöru- og flutningabifreiðar, dráttarvélar og lyftara FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur M arta Bíbí Guðmunds- dóttir fæddist á Ísa- firði 9.11. 2017 og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar 1948. Marta Bíbí vann á Símstöðinni á Ísafirði 1948-58, Langlínumiðstöð- inni og skrifstofu Bæjarsímans í Reykjavík 1958-65, á Stokkseyri 1965-77 og var stöðvarstjóri þar frá 1967, var stöðvarstjóri í Mosfellsbæ á árunum 1977-92 og loks í Hafnar- firði 1992-97. Marta Bíbí æfði og keppti á skíð- um frá því á unglingsárunum og varð ein fræknasta skíðakona landsins á sínum tíma. Hún keppti fyrir Ísa- fjörð á skíðum í alpagreinum1952-58 og fyrir KR á árunum 1959-66 og varð margfaldur Reykjavíkur- og Ís- landsmeistari. Hún sat í stjórn Marta Bíbí Guðmundsdóttir, fyrrv. símstöðvarstjóri – 85 ára Morgunblaðið/Eggert Afmælisbarnið Marta Bíbí Guðmundsdóttir heima í stofu á glæsilegu heimili sínu og alltaf flott í tauinu. Afrekskona á skíðum sá um símasambandið Skíðakonur 1960 Jakobína Jakobsdóttir, Marta Bíbí Guðmundsdóttir og Karólína Guðmundsdóttir, helstu skíðakempur kvenna á þeim árum. Þórunn Snorradóttir,útibússtjóri Sjóvárá Ísafirði, er fimm- tug í dag. Hún er nýtekin við starfi útibússtjóra en hefur starfað hjá Sjóvá síð- an árið 2000 og bjó í Hafn- arfirði áður en hún flutti vestur í vor. „Ég er Skagfirðingur en flutti til Ísafjarðar nítján ára gömul og bjó hér í tæp nítján ár og flutti svo suð- ur og bjó í tólf ár. Bestu árin mín eru hérna; ég gifti mig og átti börnin mín hér og er komin með heilmiklar rætur hérna. Það er gott að vera komin hingað, í faðm fjalla blárra. Svo á lognið lög- heimili hérna.“ Fjórir vinna í útibúi Sjó- vár, sem er svæðisútbú. „Sjóvá er með umboðsmann á Patreksfirði og annan á Hólmavík þannig að við sinnum öllum Vestfjörðum.“ Eiginmaður Þórunnar er Jón Ágúst Björnsson, vélstjóri í Noregi. „Hann vinnur fimm vikur í Noregi og er fimm vikur hér heima, þann- ig að þetta er smápúsl.“ Börnin þeirra, Ingibjörg Kristín sundkona 23 ára og Björn Ágúst 21 árs, búa síðan í Hafnarfirði. Þórunn býr sem stendur í sumarbústaðnum sínum fyrir vestan. „Það er erfitt að finna húsnæði hérna en vonandi stendur þetta til bóta, ég keypti bústaðinn fyrir tveimur árum, löngu áður en ég vissi af því að ég væri að koma að vinna hérna. Mig langaði að eiga aðkomu hér en ég hef aldrei misst tengslin við Ísafjörð.“ Þórunn er söngkona og hefur sungið á böllum í 30 ár. „Núna er ég að syngja í dúettinum Þórunn og Halli en áður var ég í stórsveitinni Dolby. Ég syng í brúðkaupum og á skemmtunum og þorrablótin eru síðan aðaltíminn. Um síðustu helgi var ég að syngja á systrakvöldi hjá frímúrurum og um næstu helgi syng ég í brúðkaupi í bænum. Svo syng ég alltaf á hinu fræga Ögurballi sem er haldið næstsíðustu helgina í júlí, ég hef sungið á því balli í tæp 20 ár og er æviráðin þar.“ Auk söngsins hefur Þórunn mikinn áhuga á íþróttum. „Ég var að byrja í golfi og finnst það ansi skemmtilegt og ég er íþróttafrík, fer á alla leiki sem ég kemst á með Haukum í körfuboltanum og fylgist líka vel með þeim í handbolta. Á kvöldin dunda ég mér í fjarnámi í við- skiptalögfræði á Bifröst, en ég á nokkrar mínútur eftir fyrir það. Í dag ætlar dóttir mín að fara með mig í óvissuferð, en hún segist ætla að fara með mig á Hrafnistu. Ég verð því ekki með afmælisveislu núna en ætla að halda stórt partí seinna og það verður tónlistarpartí.“ Útibússtjórinn Þórunn Snorradóttir. Í faðmi fjalla blárra Þórunn Snorradóttir er fimmtug í dag Auður Björg Ármannsdóttir og Hildur Inga Hákonardóttir, 8 ára gamlar, héldu tombólu fyrir utan Hlíðarkjör í Stigahlíð. Þar söfnuðu þær 3.742 kr. sem þær færðu Rauða krossinum að gjöf. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Í afmælisgrein um Þórð Þór- arinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, féll út síðasta setningin: Síðari kona Þórarins og stjúpmóðir Þórðar er Rósa Jónsdóttir, f. 12.7. 1943, hús- freyja og fyrrverandi leik- skólastarfsmaður í Reykja- vík. ÁRÉTTING Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barns- fæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.