Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 19
ekki gripið til refsiaðgerða gegn Kína vegna viðskiptadeilna land- anna. Í kosningabaráttunni hótaði Trump að leggja allt að 45% refsi- tolla á kínverskan varning og óttast var að það gæti leitt til viðskipta- stríðs milli ríkjanna tveggja. Varað var við því að það myndi hafa slæmar afleiðingar fyrir heimsviðskipti og gæti leitt til nýrrar heimskreppu. Trump skírskotaði einkum til þess að vöruútflutningurinn frá Kína til Bandaríkjanna er miklu meiri en innflutningur Kínverja á bandarísk- um varningi. „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar og það gera þeir núna. Þetta er mesti þjófnaður í sögu heimsins,“ sagði hann meðal annars á kosningafundi í maí á síðasta ári. Trump hefur ekki staðið við stóru orðin, enn sem komið er a.m.k., en ekkert bendir til þess að viðhorf hans til útflutningsstefnu kínverskra stjórnvalda hafi breyst. Misvísandi skilaboð Stefna Trumps er þó enn mjög óljós og skilaboðin frá honum og stjórn hans hafa verið misvísandi. Nokkrir hátt settir embættismenn í Hvíta húsinu sögðu fyrr í vikunni að Trump myndi ekki fallast á neinar tilslakanir í viðskiptadeilunum gegn því að Kínverjar féllust á að auka þrýstinginn á einræðisstjórnina í Norður-Kóreu til að knýja hana til að láta af kjarnorku- og eldflaugatil- raunum sínum. Trump hefur þó sjálfur gefið til kynna að hann ljái máls á tilslökunum í viðskiptadeilun- um ef Kínverjar herði aðgerðir sínar gegn Norður-Kóreustjórn, að sögn fréttaskýranda CNN. Fréttaveitan AFP hafði í gær eftir hátt settum embættismanni í föru- neyti Donalds Trump að kínversk stjórnvöld væru að „gera miklu meira en nokkru sinni áður“ til að þjarma að einræðisstjórn Norður- Kóreu en gætu samt gert meira til að knýja hana til að láta af kjarnorku- og eldflaugatilraunum sínum þar sem Kínverjar væru helstu banda- menn hennar. Ráðamennirnir í Kína hafa hins vegar sagt að þeir hafi þeg- ar gert það sem þeir geti og að Bandaríkjastjórn ofmeti áhrif þeirra í Norður-Kóreu. móttökur AFP Í höll keisara Donald Trump og eiginkona hans í Forboðnu borginni í Pek- ing ásamt gestgjafanum Xi Jingping, forseta Kína, og eiginkonu hans. FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Demókratar í Virginíu og New Jer- sey fóru með sigur af hólmi í fyrra- dag í ríkisstjórakosningum sem voru álitnar prófsteinn á það hvaða áhrif Donald Trump forseti geti haft á fylgi repúblikana í lykilríkjum sem ráða oft úrslitum í forseta- og þing- kosningum í Bandaríkjunum. Úrslitin í Virginíu og New Jersey eru álitin ills viti fyrir Repúblikana- flokkinn, að mati margra stjórn- málaskýrenda. Talið er að þau geti magnað enn erjurnar milli stuðn- ingsmanna Trumps og þeirra repú- blikana sem aðhyllast hefðbundna frjálshyggjustefnu flokksins. Sumir forystumenn repúblikana óttast að innanflokkserjurnar og óvinsældir Trumps verði til þess að repúblik- anar missi meirihluta sinn í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings í kosningun- um í nóvember á næsta ári, á miðju kjörtímabili forsetans. Í Virginíu sigraði ríkisstjóraefni demókrata, Ralph Northam, með níu prósentustiga mun og demókratar náðu nokkrum sætum á þingi ríkis- ins af repúblikönum. Áfall fyrir repúblikana Tom Davis, repúblikani og fyrr- verandi þingmaður í Virginíu, segir ósigrana áfall fyrir repúblikana. Kjósendur í borgunum hafi sent þeim skýr skilaboð um að þeir þurfi að breyta stefnu sinni, m.a. í innflytj- endamálum. Að sögn fréttaskýranda The Wall Street Journal hafði ríkisstjóraefni repúblikana, Ed Gillespie, reynt að vera „nógu hófsamur“ til að höfða til óháðra kjósenda en einnig nógu mik- ill „Trumpmaður“ til að geta fengið atkvæði stuðningsmanna forsetans. „Ósigur Gillespies sýnir hversu erf- itt það er að þræða þetta einstigi.“ Í kosningabaráttunni lagði Gill- espie áherslu á mál sem Trump hef- ur hamrað á, m.a. baráttuna gegn glæpum og innflytjendamál. Forset- inn studdi Gillespie í tísti á Twitter að morgni kjördagsins en kom ekki fram á neinum kosningafundum hans. Eftir kosningarnar virtist Trump reyna að þvo hendur sínar af ósigrinum. „Ed Gillespie lagði hart að sér en tók mér ekki opnum örm- um, eða því sem ég stend fyrir.“ Í New Jersey sigraði demókratinn Phil Murphy repúblikanann Kim Guadagno með þrettán prósentu- stiga mun. Murphy tekur við ríkis- stjóraembættinu af repúblikananum Chris Christie, sem hefur stutt Trump. bogi@mbl.is Ósigrarnir taldir ills viti fyrir repúblikana  Biðu ósigur í ríkisstjórakosningum í tveimur lykilríkjum AFP Sigurvegari Ralph Northam fagnar kosningasigri sínum í Virginíu. Stjórnvöld á Spáni íhuga nú að gera breytingar á stjórnarskrá landsins sem geri héruðum kleift að efna til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar. Með þessu eru spænsk stjórnvöld sögð vera að bregðast við atburðum undanfarinna vikna í Katalóníu, þar sem héraðsstjórnin var leyst upp eftir að katalónska þingið lýsti yfir sjálfstæði. Átta af ráðherrum héraðs- stjórnarinnar eru í fangelsi og hafa verið ákærðir fyrir uppreisn í tengslum við sjálfstæðisyfirlýsinguna sem brýtur í bága við núgildandi stjórnarskrá Spánar. DEILAN UM KATALÓNÍU Handtökum mót- mælt í Barcelona. Íhuga að breyta stjórnarskrá Spánar Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.