Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Fyrst skal það tekið skýrt fram, að lágvaxn- ir menn eru fyllilega jafn góðir og gildir og menn með öðru eða hærra vaxtarlagi. Þannig að ekkert skal hér neikvætt sagt um dverga. Hér er líkinda- mál í gangi til að opna augu manna og ná at- hygli þeirra sem leitt hafa málin hjá sér. Ekki „lítið þjóðfélag“ en fámennt Íslenzka krónan er einn smæsti gjaldmiðill heims. Ástæðan er ekki sú að hún sé slæm, heldur er það svo, að við Íslendingar erum bara 340.000 manns, eitt minnsta þjóðfélag heims, ekki í sjálfu sér „lítið þjóðfélag“ – því við erum ótrúlega dugleg og öflug miðað við stærð – en við erum fá- menn. Þess vegna er hagkerfi lands- ins og grundvöllur krónunnar í raun örsmátt. Við getum því talað um dverghagkerfi og dverggjaldmiðil. Þetta er einfaldlega svona. Í 70 ár hafa stjórn- málamenn og forystu- menn fjár- og peninga- mála, alla vega í orði, verið að berjast við að gera krónuna sterka og stöðuga, þannig að þjóð- in gæti búið við stöð- ugleika í sínum peninga- málum, vitað hvar hún stæði, á hverju hún ætti von og fengið lán með hóflegum vöxtum, en það hefur ekki tekizt. Einstein og harka haussins Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú, að það er ekki hægt að finna kerfi fyrir krónuna, sem gætt tryggt stöðugleika hennar – sem aftur gæti þýtt lágan kostnað í kringum hana og hófleg vaxtagjöld fyrir þjóðina – frekar en hægt er að gera mannlegan dverg að meistara í hástökki, kúluvarpi eða þrí- stökki. Hér eru náttúrulögmál að verki. Mér ofbýður það satt að segja að enn einu sinni virðist ný ríkisstjórn ætla að veðja á krónuna og nýjar „kerfisbreytingar“ sem eiga að tryggja stöðuga krónu og lága vexti. Sumir virðast aldrei læra af reynsl- unni og ímynda sér aftur og aftur að nú hafi þeir fundið töfralausnina, eftir 70 ára klúður. Einstein blessaður, sem ég reikna með að flestir telji að hafi verið nokkru spakari en okkar „krónuvitringar“, sagði: „Ef þú gerir sama hlutinn aftur og aftur og reikn- ar með annarri niðurstöðu, þá er það vitfirring.“ Auðvitað getur harðfylgni og þrái verið af hinu góða, og kannski hefðum við ekki komizt af í harðbýlu landi án þessara eiginleika, en ef menn eru búnir að berja höfðinu við steininn í 70 ár og skilja enn ekki að steinninn er harðari en hausinn, þá hefur heimskan tekið stjórnina. Hvað með aðrar smáþjóðir? Í Evrópu eru 14 smáríki, ef talað er um þjóðir sem eru um 2 milljónir manna eða fámennari. Allar hafa þessar þjóðir tekið upp evruna til að tryggja stöðugleika, lága vexti og hagsæld í sínu landi. Átta þjóðir gerðu það með fullri aðild að ESB, sex þjóðir tóku upp evruna án aðildar. Engin þessara þjóða vildi gera lítið úr sér og sínu, engin þjóð tók upp evr- una af þjónkun við ESB, engin þess- ara þjóða leit á þessa leið í gjald- miðlamálum sem skerðingu eða höfnun eigin þjóðernis eða sjálf- stæðis, heldur sem skynsamlegt og nauðsynlegt efnahagslegt skref til að tryggja þjóð sinni stöðugleika, hag- sæld og velfarnað. Ég hef bent á það í blaðagreinum, að Íslendingur sem kaupir sér íbúð verði að greiða hana 3,5 sinnum vegna vaxtaokursins sem fylgir krón- unni, meðan íbúi evrusvæðisins þurfi ekki að greiða sína nema 1,5 sinnum vegna lágvaxta þar. Ég hef bent á það að vextir á sex ára bílaláni hér gætu verið fimm sinnum hærri en á sams konar bílaláni í evrulandi. Margt ann- að svipað má nefna. Heilindi eða blekkingastarfsemi? Hvernig má það þá vera að kjörnir leiðtogar landsins virði þessar stað- reyndir og stórlega skert kjör og hag- sæld Íslendinga að vettugi og leyfi sér, enn einu sinni, að halda því fram að nú hafi þeir töfralausnina, „kerf- isbreytinguna“ sem öllu eigi að breyta til batnaðar og allt eigi að laga? Önnur hlið á málinu og nokkru al- varlegri er að líta má svo á að um blekkingastarfsemi þeirra afla sé að ræða, sem lofa öllu góðu með krón- unni, aftur og aftur, þó að margend- urtekin saga og óyggjandi stað- reyndir sýni að hún sé „algjört svikatól“, en þá kemur einmitt að þeirri spurningu, af hverju menn þyrli upp ryki og blekki almenning, ef svo er. Er krónan kannski hluti af spilltu valdakerfi landsins, þar sem hægt hefur verið af færa stórfellda fjár- muni og verðmæti til og frá, með gengi krónunnar, oft í þágu valdhafa eða þeirra sem að baki þeirra stóðu, á kostnað almennings? Kæru Íslendingar, hvað sem þess- ari síðustu spurningu líður, er ekki nóg komið? Viljið þið virkilega láta fara svona með ykkur til langframa? Er hægt að gera dverg að meistara í hástökki? Eftir Ole Anton Bieltvedt. »Mér ofbýður að enn virðist ný ríkisstjórn ætla að veðja á krónuna og nýjar „kerfisbreyt- ingar“ sem eiga að tryggja stöðuga krónu og lága vexti. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Bak við stormfellda feyskna furu liggur maður með skotvopn klæddur búningi úr vel eltu leðri sem fer honum ágætlega enda þótt saumaskapurinn sé út af fyrir sig ekki með tiltakanlega góðu handbragði og ólitað leðrið nokkuð svona snjáð. Árvekni lýsir mórauðri ásjónunni enda situr maðurinn fyrir veiði- bráð. Innan skamms mun skotið glymja í bergmáli þessa fjallasalar uns óendanlegur skógurinn gleyp- ir það í sig. Barrskógurinn er óendanlegur meðfram hinum syðri ströndum og inn í dalina. Svona og þessu líkt var um að litast víða í Norðvestur-Kanada og Alaska fyrir sjö áratugum. Þar sást fólk ekki nema ofur- lítill strjálingur ind- íánahópa sem höfðu litla nasasjón af vest- rænni siðmenningu. Þeir voru á hnotskóg eftir veiðidýrum; grábirni, svartbirni, úlfum, púmu, elg, hirti og verðmætum loðdýrum, svo sem gaupu, vatnaotri, bís- amrottu, ref og veiddu fisk sem öll vötn eru full af. Og mörg eru vötnin. Já hvílíkt veiðiland! Þessi síðustu veiðivötn villta vestursins víkja nú óðum fyrir óskáldlegri ásókn tækni- menningarinnar. Þegar Japanir sprengdu í loft upp og brenndu stóra flotadeild í Pearl Harbour fyrir Bandaríkjamönnum árið 1942 að þeim óvörum og víggirtu tvær Aleúta-eyjar svöruðu hinir síðarnefndu fyrir sig með því að leggja 2.500 km langan bílveg og 8 metra breiðan með 233 brýr frá norðvestur-endastöð járnbraut- arkerfis Kanada alla leið inn í mitt Alaska, sem talið er að Jap- anir hafi ætlað að nota til inn- rásar í Norður-Ameríku. Þegar þetta mannvirki tengdi Yukon- héruðin í Norðvestur-Kanada við borgina Fairbanks í Alaska var það fljótlega kallað vegurinn mikli, sem þótti mikil samgöngu- bylting. Hálf önnur öld er liðin síðan Bandaríkjastjórn keypti gervallt Alaska af Rússum fyrir 7 milljónir dollara árið 1867 í andstöðu við þingið í Washington sem lagðist gegn þessum kaupum. Allar að- varanir um að þessi ákvörðun væri óskynsamleg hafði alrík- isstjórnin í Washington að engu. Árið 1899 fannst gull í Klondike, Kanadamegin við landamærin, – og stuttu seinna í Alaska. Til gull- leitar þyrptust þúsundir manna, meðal þeirra var rithöfundurinn frægi Jack London. Innflutningur fólks til að nytja landið hófst þó ekki fyrr en veg- urinn mikli var tilbúinn til notk- unar. Í kjölfarið voru reistar byggðir meðfram veginum og við sjávarsíðuna. Vísindaleg rannsókn leiddi í ljós að þetta er feiknaauð- ugt land. Í berginu felast jarðolía, kol, grafít, glimmer, asbest, gull, silfur, blý, sink, mangan, eir, antí- mon, tin, kvikasilfur, flúor, vismút og síðast en ekki síst – úraníum. Eru þá öll önnur landgæði ótalin: óhemju skógarflákar og rækt- unarjarðir. Enn sem komið er leggur þó veiðiskaparinn til aðal- útflutninginn, þar er laxinn lang- stærsta atriðið. Árið 1958 varð Alaska eitt af fylkjum Bandaríkjanna og er að flatarmáli helmingi stærra en það sem áður var stærst, Texas. Alaska er rúmlega þrisvar sinnum stærra en Svíþjóð og íbúarnir litlu fleiri en á Íslandi. Þar af þriðjungur indíánar og eskimóar. Vesturstrandarfjallgarðarnir ná töluvert norður í Alaska, þar er hæsta fjall Norður-Ameríku, Mo- unt McKinley (6.187 m hátt). Mörg eru eldfjöllin í þessu nyrsta ríki Bandaríkjanna og sum enn með fullu fjöri. Þriðjungur lands- ins er norðan heimskautsbaugs. Þar geta vetrarhörkur verið enn meiri en á Íslandi. Nógu miklar verða þær til að bílar komist ekki í gang. Víða í Alaska treysta menn frekar á flugsamgöngurnar í stað þess að keyra upp á illviðrasama og snjóþunga fjall- vegi í meira en 500-600 m hæð sem margir Íslendingar taka fram yfir jarðgöng. Alla vetrarmán- uðina er þessum vegum lokað til að forðast of mikla veðurhæð, blindbyl, snjódýpt, óþarfa slysa- hættu og alltof háan kostnað við samfelldan snjómokstur. Um miðjan júlí 2013 fór greinarhöfundur í ferðalag til Alaska og kynntist því í fyrsta sinn að þar eru samgöngur mjög erfiðar líkt og á Íslandi. Ferðalag til Alaska Eftir Guðmund Karl Jónsson » Innflutningur fólks til að nytja landið hófst þó ekki fyrr en vegurinn mikli var tilbú- inn til notkunar. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Viðskipti Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 FAI varahlutir Ódýrari kostur í varahlutum! stýrishlutir hafa verið leiðandi í yfir 10 ár. Framleiddir undir ströngu eftirliti til samræmis við OE gæði. Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Baðaðu þig í gæðunum Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.