Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Friðjón Sigurðarson, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs hjá Reitum, seg- ir mögulegt að nýtt Kringlusvæði verði fullbyggt 2025. Greint var frá því í Ráðhúsinu síð- degis í gær að Kanon arkitektar urðu hlutskarpastir í hugmynda- samkeppni Reykjavíkurborgar og Reita sem unnin var í samstarfi með Arkitektafélagi Íslands. Friðjón segir Reiti munu rýna til- löguna og máta hana við framtíðar- sýn félagsins og Kringlunnar varð- andi heildaruppbyggingu á svæðinu. „Það er ljóst að það er mikið verk framundan,“ segir Friðjón. Hann reiknar með að uppbygg- ingin verði í áföngum og hefjist jafn- vel þegar árið 2020. Vonir séu bundnar við að svæðið verði full- byggt 2025. „Svæðið er viðkvæmt. Það þarf því að byggjast upp hratt og örugglega,“ segir hann. Aukið um 180 þúsund fermetra Samkvæmt vinningstillögunni verður nettó byggingarmagn aukið um samtals 180 þúsund fermetra ofanjarðar og byggðar 5-600 íbúðir. Skal tekið fram að dómnefnd taldi „nýjar byggingar sem mynda krans utan um Kringluna varla raunhæf- ar“. Þá sé fyrirhuguð Kringlustétt austur af Húsi verslunarinnar „held- ur of stór“. Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs, telur „all- ar líkur á að þessi tillaga fari í upp- byggingu og verði í takt við það sem hér er sýnt“. „Dómnefnd tiltekur það sem kosti við tillöguna að auð- velt sé að áfangaskipta henni, hún feli í sér sveigjanleika og feli í sér þekkt byggðamynstur. Þ.e.a.s. klassískt gatnanet með blandaðri umferð. Hús standa út við götur og það eru inngarðar. Það er hið klass- íska borgarumhverfi sem við þekkj- um úr Vesturbænum og víðar. Að því leyti eru engir meiriháttar þröskuldar í vegi þess að svæðið byggist upp í þessum stíl,“ segir Hjálmar og bendir á að gert sé ráð fyrir að nýbyggingar trappist niður til austurs við Kringlumýrarbraut og til suðurs við Miklubraut. Að jafnaði verða húsin 5-7 hæðir. Danshúsið á hugmyndastigi Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir svonefndu danshúsi suðaustast á svæðinu, sem yrði gegnt aðalbygg- ingu Verslunarskóla Íslands. „Danshúsið er hugmynd um að víkka út þennan hluta svæðisins sem menningarsvæði og gera svolítið meira torg fyrir framan Borgarleik- húsið,“ segir Hjálmar og leggur áherslu á að ekki muni allir hlutar tillögunnar verða að veruleika. Samkvæmt tillögunni verður bið- stöð fyrir fyrirhugaða borgarlínu vestur af Kringlusvæðinu til móts við Suðurver. Spurður um þetta seg- ir Hjálmar ekki útilokað „að síðari tíma útfærslur taki borgarlínuna í gegnum svæðið“. „Þá lest eða hrað- vagnakerfi,“ segir Hjálmar og ítrek- ar að allt bendi til að borgarlínan verði kerfi hraðvagna en ekki létt- lesta. Myndi borgarlínan liggja þar sem nú er akbraut. Gerir tillagan ráð fyrir að byggt verði yfir götuna. Mislæg gatnamót ekki í bígerð Jafnframt fyrirhugaðri uppbygg- ingu 5-600 íbúða á Kringlusvæðinu er byrjað að byggja 361 íbúð á lóðum við RÚV, steinsnar frá svæðinu. Spurður hvernig brugðist verði við aukinni bílaumferð um þennan hluta borgarinnar segir Hjálmar „ekki mikið meira pláss í borginni fyrir mikla aukningu bílaumferðar“. „Eina leiðin til að stemma stigu við vandanum er að efla almennings- samgöngur,“ segir Hjálmar og tekur aðspurður fram að ekki sé áformað að byggja mislæg gatnamót til að anna aukinni umferð. Hins vegar sé til skoðunar að setja Miklubraut í stokk frá gatnamótunum við Grens- ásveg að gatnamótum Bústaðaveg- ar, Miklubrautar og Snorrabrautar. Vinningstillagan gerir ráð fyrir torgi austan við Hús verslunarinnar. Þar hefur verið teiknað Parísarhjól. Hjálmar segist aðspurður telja hug- mynd um Parísarhjól óraunhæfa. Spurður hvort áformað sé að þétta byggðina suður af Kringlusvæðinu í Ofanleitinu, þar sem Háskólinn í Reykjavík var til húsa, segir Hjálm- ar „ekki ólíklegt að samhliða upp- byggingu á Kringlusvæðinu muni menn sjá tækifæri þar“. Að sama skapi komi til greina að þétta byggð- ina í Safamýri, norður af Kringlu- svæðinu. „Við sjáum ekki fyrir okk- ur óbreytt íþróttasvæði,“ segir Hjálmar og á við svæði Fram. Nýtt Kringlusvæði tilbúið 2025  Vinningstillaga að fjölda nýbygginga við Kringluna kynnt  Gert er ráð fyrir 500-600 íbúðum  Reitir hyggjast byggja upp svæðið árin 2020-25  Vegna staðsetningar verði uppbyggingin hröð Teikning/Kanon arkitektar Vinningstillagan Hvítar byggingar eru fyrirhugaðar nýbyggingar. Gamla Morgunblaðshúsið verður rifið. Ljósmynd/Reitir Horft yfir svæðið Hugmyndir eru um danshús við suðausturenda svæðisins. Uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum er líklega í Kverkfjöllum, að mati Veðurstofu Íslands. Ekki var hægt að kanna svæðið úr lofti í gær en vísindamenn eru að greina nánar öll aðgengileg gögn, svo sem um vatnamælingar, gervitunglamyndir, jarðskjálfta og fleira. Stefnt er að könnunarflugi í dag. Vísindamenn hjá Jarðvísinda- stofnun Háskóla Íslands hafa borið saman ratsjármyndir af norðvestur- hluta Vatnajökuls, annars vegar frá 26. október og hins vegar frá 7. nóv- ember. Þær benda til lítilsháttar breytinga í vestanverðum Kverk- fjöllum, á jarðhitasvæði í svokölluðu Gengissigi. Því til viðbótar getur Veðurstofan um það í tilkynningu að fundist hafi nokkuð sterk jarðhita- lykt af ánni inni við Kverkfjallaskála á sunnudag, svipuð lykt og fundist hefur áður í tengslum við lítil vatns- skot undan jöklinum. Er því talið lík- legast að aukin rafleiðni í ánni komi úr Kverkfjöllum. Rafleiðni í Jökulsá hefur farið hækkandi undanfarnar tvær vikur og er nú tvöföld við Upptyppinga, miðað við það sem venja er á þessum árstíma. Í gærkvöldi virtist rafleiðni stöðug og rennsli var ekki að aukast. Veðurstofan hvetur fólk til þess að sýna aðgát við upptök árinnar vegna mögulegs gasútstreymis þar. helgi@mbl.is Jarðhitavatn úr Gengissigi  Rennsli ekki að aukast í Jökulsá á Fjöllum og rafleiðni helst stöðug Jökulsá á Fjöllum Jö ku ls á á Fj öl lu m G ru nn ko rt /L of tm yn di re hf . Kverkfjöll Upptyppingar Grímsstaðir VATNAJÖKULL Fyrsti farmurinn af hráefnum fyrir ljósbogaofn kísilvers PCC Bakki- Silicon ehf. kom með skipi til Húsa- víkur í gær. Hráefnin voru flutt með vörubílum um göngin í gegn um Húsavíkurhöfða og sett í hrá- efnageymslu verksmiðjunnar. Með skipinu komu 3200 tonn af kvartsi og um 700 tonn af kolum. Kolin eru frá Kólumbíu en skipið flutti þau frá Rotterdam. Kvartsið kemur úr námum sem PCC á í Pól- landi, að sögn Freys Ingólfssonar, vörustjóra hráefna hjá PCC. Á næstunni er von á fleiri förm- um af hráefni enda tekur hrá- efnageymslan um 30 þúsund tonn. Það hráefni sem komið er verður notað við prófanir á búnaði verk- smiðjunnar en þær hefjast í desem- ber. Nákvæm dagsetning er ekki komin á gangsetningu en miðað hefur verið við 13. desember. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Löndun Kvartsi og kolum var í gær landað úr flutningaskipi í Húsavíkurhöfn. Hráefnið var flutt í geymslur PCC. Fyrsti hráefnafarmurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.