Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 313. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Talinn hafa lent á tveimur bílum 2. Nafn mannsins sem lést 3. „Hver í andskotanum ertu?“ 4. Naumt íslenskt tap í Katar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Á sunnudagskvöldið kemur verður frumsýnd í Iðnó dagskráin Eftirherm- an og orginalinn. Þar munu eft- irherman Jóhannes Kristjánsson, sem á 40 ára leiklistarafmæli, og Guðni Ágústsson fara mikinn í gam- ansögum og eftirhermum. Jóhannes og Guðni skemmta í Iðnó  Tónlistardúóið Sigga Eyrún og Karl Olgeirsson halda tónleika í Hannesarholti í kvöld kl. 20:30 undir yfirskrift- inni Haustróm- antík. Þar flytja þau úrval af róm- antískum og hjartahlýjandi lögum sem Karl hefur útsett af þessu til- efni. Lögin eru sérvalin og úr ýmsum áttum en eiga það sameiginlegt að fjalla um ástina og rómantík. Miðar fást á midi.is. Haustrómantík í Hannesarholti í kvöld  Lionsklúbburinn Fjörgyn heldur sína 15. stórtónleika í Grafarvogskirkju í kvöld kl. 20 til styrktar Barna- og ung- lingageðdeild Landspítala (BUGL) og líknarsjóði Fjörgynjar. Meðal þeirra sem fram koma eru Ari Eldjárn, Dísella Lárusdóttir, Gréta Salome, Ragn- ar Bjarnason og Sig- ríður Thorlacius. Kynnir er Gísli Ein- arsson. Miðar eru seldir á midi.is. Stórtónleikar til styrktar BUGL Á föstudag Norðvestan 13-20 um landið austanvert, hvassast við ströndina en mun hægari vindur vestantil. Snjókoma á Norðurlandi um kvöldið, annars víða él, en léttskýjað SA-lands. Frost 0 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt 10-18 austanlands, annars mun hægari. Él á landinu NA-verðu en skýjað með köflum syðra. Yfirleitt vægt frost en 1-5 stiga hiti um landið sunnanvert fram á nótt. VEÐUR Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, þarf ekki að gang- ast undir aðgerð vegna við- beinsbrotsins sem hann varð fyrir með Hammarby í lokaumferð sænsku úrvals- deildarinnar á dögunum. Birkir fór í röntgen- myndatöku á þriðjudaginn og niðurstöðurnar voru á þá leið að beinið hefði brotnað í tvennt án þess að færast til. » 1 Birkir Már um sex vikur að jafna sig Flestir íþróttaáhugamenn búast við því að KR-ingar standi uppi sem sig- urvegarar í Dominos- deild karla í körfu- knattleik næsta vor. Hvernig má svo sem annað vera þegar um er að ræða lið sem er Íslandsmeistari síðustu fjögurra ára og hefur unnið tvöfalt síðustu tvö árin. Fleiri öflug lið eru að sjálfsögðu í deildinni en öllum er ljóst að KR er liðið sem ryðja þarf úr vegi á leið- inni að bik- arnum. »1 KR er liðið sem allir vilja ryðja úr vegi Ísland þurfti að sætta sig við 2:1 tap fyrir Tékklandi í vináttulandsleik karla í knattspyrnu. Leikurinn var spilaður í liðlega 30 stiga hita í Katar í gær. Margir fastamenn í landsliðinu sátu utan vallar í þetta skiptið og fengu aðrir að spreyta sig sem sjaldnar koma við sögu hjá landslið- inu. Einn þeirra, Kjartan Henry Finn- bogason, skoraði mark Íslands. »4 Kjartan Henry skoraði í tapleik gegn Tékklandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Áhorfendur hljóta að velta því fyrir sér eftir að hafa séð myndina hvort sögupersónan hafi að öllu leyti verið af þessum heimi. Kraftarnir voru nánast yfirnáttúrulegir og spurningin er því sú hvort dulin öfl hafi búið með manninum,“ segir Baldvin Z kvik- myndagerðarmaður. Í fyrrakvöld var í Smárabíói í Kópavogi og Borgarbíói á Akureyri í gærkvöld forsýnd heim- ildarmyndin Reynir sterki – almenn- ar sýningar á myndinni hefjast í kvik- myndahúsum á morgun, föstudag. Lyfti björgum og braust úr hlekkjum Í myndinni er sögð saga Reynis Arnar Leóssonar aflraunamanns, sem nafntogaður var á sínum tíma. Sem strákur heyrði Baldvin sögur af afrekum Reynis, sem lyfti björgum, sleit 6,1 tonns keðju og braust úr hlekkjum í fangaklefa og þaðan út. Alls setti Reynir þrjú heimsmet sem komust í bók Guinness og standa enn. „Þegar ég fór út í kvikmyndagerð ákvað ég fljótt að gera mynd um Reyni. Ég vann heimildavinnuna og tók fyrstu viðtölin árið 2009 og eftir það en inn á milli komu tímar sem ég sinnti þessu lítið,“ segir Baldvin. „Nálgunin á efnið breyttist eftir því sem tímar liðu. Á fyrstu stigum ræddi ég meðal annars við lækna, sál- fræðinga og presta um þessa ótrú- legu krafta Reynis og skýringar á þeim. Svo fræðandi nálgun gekk ekki upp þegar vinnsla myndarinnar hófst svo ég varð að fara aðra leið.“ Efni sem nýttist Baldvini var með- al annars heimildamyndin Sterkasti maður heims sem Reynir lét gera um sjálfan sig og kostaði talsverðu til. Þá var ýmislegt efni einnig tiltækt í safni RÚV. En mest munaði þó um viðtölin við til dæmis systkini Reynis, fyrr- verandi eiginkonu hans og börn. Reynir var ekki allra „Fólk var yfirleitt tilbúið að ræða við mig, en sumir höfðu fyrirvara því Reynir var ekki allra,“ segir Baldvin. Hann telur að í æsku hafi Reynir um margt verið afskiptur og verið mis- þyrmt í sveit í Svarfaðardal. Það hafi sett varanlegt mark á drenginn, sem í sveitinni fékk þó einhverja vitrun – kannski guðlega – og áhrifin af henni vörðu alla tíð. „Prestur sem ég talaði við sagði að biblíusögurnar greindu frá mörgum sem hefðu fundið guðleg áhrif eftir áföll í æsku. Sú var ef til vill raunin með Reyni, sem af mörgum var lítils metinn og sagður svikull og óheiðar- legur. Kjarninn er samt sá að Reynir var rótlaus maður, sem í dag hefði mögulega fengið greiningar um of- virkni og athyglisbrest og hjálp sam- kvæmt því. En allar sögurnar sem viðmælendur segja eru frá þeim sjálf- um, svo þetta er allt frá fyrstu hendi,“ segir Baldvin um Reyni, sem lengi bjó suður með sjó, starfaði þar sem vörubílstjóri og við járnsmíðar. Fékkst einnig við ýmsar uppfinn- ingar svo sem á útblástursbúnaði fyr- ir bifreiðir, sem hann meðal annars kynnti forsvarsmönnum Volvo í Sví- þjóð. Skilaboð af miðilsfundi „Í þessari vegferð hef ég fundið sterkt fyrir nærveru Reynis. Þegar ég hóf gerð myndarinnar hafði ég samband við Erlu Sveinsdóttur, seinni konu Reynis, sem af miðils- fundi kom með þau skilaboð frá hon- um að ég skyldi fá myndefnið sem til væri og gera myndina, en ekki aðrir þeir sem höfðu bankað upp á. Það ætti að bíða með málið og eftir unga manninum, sem var ég. Linda dóttir þeirra sagði mér líka af því að ákvörð- un um ákveðið atriði í myndinni hefði verið föður sínum að skapi,“ segir Baldvin um samfylgd sína við jöt- unmennið Reyni sterka. Jötunmenni dulinna afla  Reynir sterki brýst úr hlekkjum á hvíta tjaldinu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Reynir sterki Baldvin Z leikstjóri, til vinstri, Erla Sveinsdóttir, seinni kona Reynis Leóssonar, og börn þeirra Reyn- is, Örn og Linda Björg, fyrir forsýninguna myndarinnar á Akureyri í gær. Almennar sýningar hefjast á morgun. Hlekkjaður Reynir braust úr keðj- um, fangaklefa og höndum fílefldra laganna varða í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.