Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Allir leiðtogar stjórnmálannahafa verið settir í að leika Fallin spýtan. Einn stendur við spýtuna og telur upp í hundrað. Hinir fela sig. Sá við spýtuna reyn- ir að finna þá týndu og ná til hennar á undan þeim og hrópa: Fallin spýtan fyrir Sigga, Kötu eða Loga. Nái einhver felumanna spýtunni hrópar hann: Fallin spýt- an fyrir alla og þá hefst leikurinn aftur. Páll Vilhjálmsson lýsir stöð- unni hins vegar svona:    Vinstri grænir láta þau boð útganga að ekkert liggi á að mynda ríkisstjórn. Þeir eru minn- ugir eineltisins á samfélagsmiðlum í fyrra þegar Björt framtíð fékk yfir sig gusurnar fyrir að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki.    Vinstri grænir eru í eftirfarandivalþröng. Í fyrsta lagi geta þeir myndað veika 4-5 flokka rík- isstjórn þar sem Framsóknarflokk- urinn yrði með forsætisráðuneytið. Í öðru lagi ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokki og Framsókn/ Miðflokknum. Þar gæti Katrín orð- ið forsætisráðherra. Umræðan á samfélagsmiðlum yrði hávær, einkum frá bloggher Samfylk- ingar og Pírata. Þriðji kosturinn er að sitja á friðarstóli í stjórn- arandstöðu og vísa frá sér allri ábyrgð á landsstjórninni. Sá friður gæti orðið dýrkeyptur til lengri tíma litið.    Vinstri grænir færu í sama flokkog Píratar, óstjórntækir.    Sjálfsagt er að veita Vinstrigrænum langan frest.    Liggur nokkuð á að myndastjórn fyrir jól?“ Fallin spýtan STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.11., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 1 alskýjað Akureyri 1 snjókoma Nuuk -3 skúrir Þórshöfn 9 rigning Ósló 7 léttskýjað Kaupmannahöfn 7 þoka Stokkhólmur 3 skýjað Helsinki 4 skýjað Lúxemborg 5 rigning Brussel 6 þoka Dublin 8 rigning Glasgow 8 rigning London 8 léttskýjað París 7 alskýjað Amsterdam 7 þoka Hamborg 8 skýjað Berlín 8 skýjað Vín 8 rigning Moskva 1 heiðskírt Algarve 20 heiðskírt Madríd 12 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 16 skýjað Winnipeg -9 snjókoma Montreal 2 alskýjað New York 5 alskýjað Chicago 3 heiðskírt Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:38 16:46 ÍSAFJÖRÐUR 9:59 16:34 SIGLUFJÖRÐUR 9:43 16:17 DJÚPIVOGUR 9:12 16:11 Eggert Þorfinnsson aflaskipstjóri er látinn, 81 árs að aldri. Hann lést í umferðarslysi á gatnamótum Sæbraut- ar og Kirkjusands í Reykjavík síðastliðinn mánudag. Eggert var fæddur á Raufarhöfn 19. janúar 1936 og ólst þar upp til fullorðinsára. For- eldrar hans voru Sum- arlín Gestsdóttir og Þorfinnur Jónsson bátaformaður þar. Hann hóf ungur sjó- mennsku á Raufarhöfn. Vann við síldarsöltun á sumrin og var þar verkstjóri en stundaði fiskveiðar á vetrarvertíð. Eggert fór í Stýri- mannaskólann og lauk meira fiski- mannaprófi árið 1964. Eggert var stýrimaður og síðan skipstjóri á fiskiskip- um. Hann var með Óskar Halldórsson RE á síld í tíu ár og tók við Hilmi SU nýj- um 1980. Hann var á ýmsum síldar- og loðnuskipum, síðast á Oddeyrinni EA, til ársins 2003 að hann lét af störfum eftir tæp fimmtíu ár á sjó. Eggert hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir að vera aflahæsti loðnu- skipstjórinn í tíu ár í röð. Eftirlifandi eiginkona Eggerts er Kristín Ólafsdóttir húsmóðir úr Reykjavík. Synir þeirra eru Þor- finnur Pétur vélfræðingur og starfsmaður Nýherja og Sigurður Jónas tölvunarfræðingur og starfs- maður WOW air. Andlát Eggert Þorfinnsson Lögð var fram hjá Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar þann 29. október sl., að nýju, umsókn THG Arkitekta ehf., varðandi breyt- ingu á deiliskipulagi Landssímareits, skv. upplýsingum frá skipulags- fulltrúanum í Reykjavík. Breytingin felst í meginatriðum á að borgarlandinu á milli lóðanna Vall- arstrætis 4 og Aðalstrætis 7 sé skipt upp á milli þeirra og lóðirnar stækk- aðar sem því nemur og að leyfilegt verði að fjarlægja viðbyggingu frá 1967 við Landssímahúsið/Thorvald- sensstræti 6 og byggja hana í sömu mynd. Fallið sé frá kröfu um að opna skuli samkvæmissal NASA út í Vallar- stræti, bætt við skilmálum um bíla- stæði, ásamt ýmsum smærri breyt- ingum og lagfæringum. Engar breytingar eru gerðar á stærðum og hæðum húsa og húshluta aðrar en nú- verandi kjallara Vallarstrætis 4 er bætt við, skv. uppdrætti THG Arki- tekta ehf. Átta manns höfðu sent inn athugasemdir og Minjastofnun og Borgarsögusafn sendu inn umsagnir. Umhverfis- og skipulagsráð hafn- aði athugasemdunum og vísar málinu til afgreiðslu í borgarráði ásamt því að bóka eftirfarandi: ,,Umhverfis- og skipulagsráði þyk- ir mikilvæg sú umhyggja fyrir al- mannarými, minjum og sögu Reykja- víkur sem birtist í athugasemdum við deiliskipulagsbreytingar á Lands- símareit. Á hitt er hins vegar að líta að deiliskipulagið í heild sinni endur- speglar og tekur fullt mið af fyrri nið- urstöðu um vernd húsa á reitnum og fyrir liggur eftir fornleifarannsókn, sem ekki er að fullu lokið, að gera má ráð fyrir að minjum um byggð eða greftrun á reitnum verði ekki raskað frekar en orðið er vegna byggingar- framkvæmda sem þar standa fyrir dyrum. Eftir sem áður þarf að gæta fyllstu varúðar við þær framkvæmdir allar í góðu samráði við Minjastofnun og borgaryfirvöld. Loks er minnt á að ákveðið hefur verið að halda sam- keppni um torgið yfir Víkurgarði og að þar verði haldið á lofti minningu garðs og kirkju sem þar stóð um ald- ir.“ ernayr@mbl.is Athugasemdum hafnað  Umsókn um breytingu á deiliskipulagi á Landssímareit lögð fram að nýju  Umhverfis- og skipulagsráð vísaði umsókninni til afgreiðslu í borgarráði Tölvumynd/THG Arkitektar Skipulag Svona mun Landssímareitur ásamt Víkurgarði líta út. Flugfreyjufélag Íslands hefur til skoð- unar nokkur tilfelli þar sem flugliðar á tímabundnum samningum hjá flug- félaginu WOW air hafa verið sendir einhliða í launalaust leyfi. Upplýsinga- fulltrúi WOW air segir að með þessum aðgerðum hafi verið hægt að gefa fleir- um tækifæri til að vinna stóran hluta vetrar. „Flugfreyjufélagið er með þessa samninga til skoðunar. Það var ein- hliða ákveðið að senda fólk á tíma- bundnum ráðningarsamningum í launalaust leyfi. Lögfræðingur félags- ins hefur gert athugasemdir fyrir hönd félagsins en það hefur ekki verið brugðist við því,“ segir Berglind Haf- steinsdóttir, formaður Flugfreyju- félags Íslands. Berglind segir að ekki liggi fyrir um hversu marga sé að ræða þar sem fé- lagið hafi einungis nokkur tilfelli til skoðunar en hún telur að heildarfjöld- inn geti numið tugum. Þá segir hún að allur gangur sé á því hversu langt leyf- ið sé. „Við erum að skoða hvort þetta samrýmist lögum eða meginreglum vinnuréttar. Einhverjir eru byrjaðir að hefja töku þessara launalausa leyfa og eru réttindalausir á meðan að okkar mati.“ Í svari upplýsingafulltrúa WOW air við fyrirspurn mbl.is kemur fram að rétt eins og hjá flestum evrópskum flugfélögum sé meira flug yfir sumarið en yfir veturinn. WOW air hafi brugð- ist við þessum árstíðabundnu sveiflum með því að skipta vinnu á milli flugliða yfir veturinn frekar en að segja upp stórum hópi flugliða. tfh@mbl.is Flugliðar sendir í launalaust leyfi  WOW air til skoðunar hjá FFÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.