Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 16
Björn Arnaldsson, hafnarstjóri í Snæ- fellsbæ, segir að haustið hafi verið á pari við sama tíma í fyrra. Rúmlega 1.500 tonn- um hafi verið landað í höfnunum þremur, Ólafsvík, Rifi og Arnarstapa, í september og um 1.200 tonnum í október bæði árin. Talsverður afli hafi tapast í sjómannaverk- fallinu síðasta vetur og hann hafi ekki náðst þá mánuði sem liðnir eru síðan. Hann segir að dragnótabátar af Snæ- fellsnesi hafi eins og undanfarin ár meðal annars landað í Bolungarvík í haust. Línu- bátarnir hafi flestir verið fyrir norðan land og segir Björn að þetta sé hefðbundið munstur, en bátarnir komi síðan flestir heim er líði á nóvember. Sama munstur RÓLEGRA Á SNÆFELLSNESI 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eins og síðustu ár hefur verið líf og fjör við höfnina á Siglufirði í haust, miklu landað þar af fiski og tíðin verið hagstæð til sjósóknar. Öfl- ugir aðkomubátar gera þaðan út frá sept- ember og fram í nóvember, en fiskurinn er þó aðeins að litlu leyti unninn á Siglufirði. Flutn- ingabílar eru mættir á staðinn kvöldið fyrir löndun bátanna og er algengt að bílstjórar leggi sig í bílunum yfir nóttina. Þeir eru svo til- búnir að keyra fiskinn til vinnslu í Grindavík, á Snæfellsnesi og annars staðar um leið og fisk- inum hefur verið landað. Siglufjörður var sú höfn á landinu þar sem mestu var landað af þorski á síðasta fisk- veiðiári, eða alls 20.513 tonnum. Höfuðborgin var sjónarmun á eftir með 20.509 tonn og í þriðja sæti var Grindavík með tæplega 19 þús- und tonn af lönduðum þorski, en hins vegar er verulegur hluti af þorski sem landað er á Siglufirði keyrður suður til vinnslu í Grinda- vík. Fiskveiðiárið 2015/16 komu 21.588 tonn af þorski á land í Reykjavík, tæplega 1400 meira en á Siglufirði. Aflabrögð í meðallagi, gengið hefur gefið eftir Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnarins í Grindavík, segir að haustið hafi á margan hátt verið í meðallagi. Það eigi við um aflabrögð og verð fyrir afurðir, en gengið hafi hins vegar gefið eftir. Fyrirtækið hefur verið með fjóra stóra línubáta fyrir norðan land í haust og hafa þeir yfirleitt landað á Siglufirði á þriggja daga fresti. Eiríkur áætlar að í hverri viku hafi flutningafyrirtækið Jón og Margeir flutt 150- 200 tonn af þorski til vinnslu í Grindavík. Ýsa og annað sem skipin koma með að landi fer hins vegar á fiskmarkað á Siglufirði, en það er aðeins lítill hluti aflans. Þorbjörn hf. í Grindavík hefur í áratugi lagt megináherslu á að salta fisk fyrir Spánar- markað og haft trausta stöðu í Barcelóna og víðar í Katalóníu. Eiríkur segir að þessi staða sé óbreytt, en einnig eigi þeir talsverð við- skipti í Portúgal og í samstarfi við Vísi hf. í Grindavík reki þeir einnig lítið innflutningsfyr- irtæki í Grikklandi. Þá segir Eiríkur að fyr- irtækið hafi aðeins tekið þátt í útflutningi á ferskum fiski með flugi til Bandaríkjanna, en saltfiskurinn sé eftir sem áður uppistaðan í út- flutningi fyrirtækisins. Afurðir tveggja frysti- togara fyrirtækisins fara einkum á markað í Evrópu, en einnig til Bandaríkjann og Asíu. Haustvertíðina byrjuðu Þorbjarnarbátarnir reyndar fyrir austan land og lönduðu nokkrum sinnum á Djúpavogi. Þá fluttu þeir sig norður fyrir og verða þar fram eftir þessum mánuði. Þá flytja þeir sig suður fyrir og róa úr heima- höfn þar til hefðbundinni vertrarvertíð lýkur. Flestir dagar bókaðir hjá löndunargenginu á Siglufirði Steingrímur Óli Hákonarson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðar Siglufjarðar, segir að mikið hafi verið að gera í haust og aðeins þrír dagar séu óbókaðir hjá löndunargenginu það sem eftir er af nóvember. Auk báta frá Þor- birninum þjónusta þeir meðal annars báta frá Hellissandi, Rifi, Stykkishólmi og báta frá Stakkavík í Grindavík. Flutningabílar frá Jóni og Margeiri, Ragnari og Ásgeiri, sem keyra á Snæfellsnesið, Flytjanda og fleiri fyrirtækjum eru fastagestir í bænum. Sextán manns starfa við löndun og á mark- aðnum þá daga þegar landað er úr tveimur skipum, að sögn Steingríms. Harður kjarni heimamanna standi vaktina, en í hópnum sé einn Pólverji. Hann hafi reyndar flutt heim til Póllands í fyrra, en komið aftur til Siglufjarðar fyrir nokkrum vikum til að taka þátt í törninni í haust, enda geti tekjurnar verið góðar. Steingrímur segir að bátarnir hafi fyrst reynt fyrir sér úti fyrir Norðurlandi í lok ágúst, en þá hafi verið mikið æti í fiskinum, meðal annars loðna og síld, og þeir því farið austur fyrir land í nokkra daga. Flest stærri línuskipin hafa verið fyrir Norðurlandi í haust og má nefna að bátar Vísis hafa landað á Sauðárkróki, eftir að hafa und- anfarin ár landað á Dalvík, Siglufirði og Skagaströnd. Haustin hafa oft verið lífleg á Djúpavogi og í september í haust var landað þar 1955 tonn- um, en þá lönduðu stóru línuskipin þar nokkr- um sinnum. Talsvert dró úr löndunum á Djúpavogi í október og heimabátar voru þá nánast alls ráðandi. Í september í fyrra var landað 727 tonnum af bolfiski á Djúpavogi. Líf og fjör við höfnina á Siglufirði  Mestu af þorski var landað á Siglufirði á síðasta fiskveiðiári  Fjöldi flutningabíla flytur fiskinn til vinnslu í Grindavík, á Snæfellsnesi og víðar  Þorbjörn í Grindavík selur mikið af saltfiski til Katalóníu Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Löndun Jón Rúnar Gíslason, Steinar Þór Jónsson og Sturlaugur Kristjánsson við löndun úr Sturlu GK, skipi Þorbjarnarins, á Siglufirði í gær. Veiðar á íslensku sumargotssíldinni eru byrjaðar og voru nokkur skip að veiðum djúpt vestur af Reykjanesi í gær. Þeirra á meðal voru Jóna Eð- valds og Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði, Heimaey VE, Álsey VE og Beitir NK. Jóna Eðvalds var fyrst á miðin og landaði á Höfn á mánudag um 250 tonnum. Þær upplýsingar fengust frá Skinney-Þinganesi í gær að vertíðin færi ágætlega af stað og var Ásgrím- ur Halldórsson kominn með um 440 tonn í gærmorgun, sem fengust í tveimur holum. Síldin er stór og er unnin fyrir hefðbundna markaði, m.a. í Austur-Evrópu. Hafrannsóknastofnun lagði í sum- ar til að veiðar á íslensku síldinni á þessu fiskveiðiári færu ekki yfir 39 þúsund tonn. Afföll hafa orðið í stofn- inum síðustu ár vegna sýkingar og í tveimur umhverfisslysum veturinn 2012/13 þegar talið er að yfir 50 þús- und tonn hafi drepist í Kolgrafafirði. Nýliðun í stofninum hefur farið minnkandi. Ráðgjöf fyrir síðasta fiskveiðiár var upp á 63 þúsund tonn. Í fyrrahaust veiddist síldin á stóru svæði djúpt vestur af landinu. Veiðar gengu erfið- lega framan af þar sem síldin var dreifð yfir stórt svæði og í minni torf- um en vanalega á þessum árstíma. Kolmunni og norsk-íslensk Á mánudagskvöld kom Börkur NK til Neskaupstaðar með rúmlega 1.100 tonn af norsk-íslenskri vorgotssíld, sem öll fór til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Veiðiferðin byrj- aði í færeyskri lögsögu og var síldinni síðan fylgt í norður og endað í Smug- unni, en aflinn fékkst í fimm holum. Skip HB Granda, Eskju og fleiri eru á kolmunna. Skipin hafa verið austast í íslenskri lögsögu, en dauft verið yfir veiðum. Ekki er ólíklegt að þau færi sig suður á bóginn og inn í lögsögu Færeyja á næstu dögum. aij@mbl.is Ágæt byrjun á nýrri vertíð  Veiða íslenska sumargotssíld vestur af Reykjanesi  Nokkrir enn á kolmunna Vertíð Síldin er herramannsmatur. LISTHÚSINU Lúsíurnar komnar aftur í Kaiu Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15 Verð 15.900 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.