Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 25
Vonlaust reyndist með öllu að leita að strandstaðnum. Var óveðrið slíkt að mannhætta var á bjargbrúninni. Komu þeir heim kl. 9 um kvöldið. Næsta dag fóru þeir aftur en fundu ekki strandstaðinn. Ásgeir Erlendsson á Hvallátrum gekk þreyttur til náða eftir heim- komuna og sofnaði brátt. Dreymdi hann þá hvað eftir annað um nótt- ina að hann sæi nakið lík sem væri undir bjarginu. Sex dögum eftir slysið gaf svo til leitar á bjargbrúninni. Bjó Ásgeir Erlendsson sig þá til leitar við fjórða mann. Þegar hann var að hafa sig til fundu hann og kona hans undarlega lykt í húsinu og ræddu nokkuð um án þess að finna ástæðu þess. Skömmu fyrir rökkur fundu mennirnir loks lík af afar hraustleg- um ungum manni í grjóturð eftir að hafa klöngrast niður í fjöru á þeim eina stað sem fær þótti án þess að síga. Hafði Ásgeir verið eins og teymdur á staðinn og vakti þrái hans undrun félaganna. Líkið var kviknakið. Hefur maðurinn afklætt sig í drukknuninni eins og þekkt er. Gerðu þeir líkinu til góða, og færðu það undan sjó upp á syllu í bjarginu. Klæddu þeir það í föt af sér og báru að því grjót til varnar vargfugli. Þá fann Ásgeir glögglega sömu lykt og hann og kona hans fundu um morguninn heima á Hval- látrum. Ekki þótti fært að ná líkinu úr bjarginu næstu dagana. Var það loks jarðsett í Breiðuvík þann 9. febrúar. Það var sr. Þorsteinn Kristjánsson í Sauðlauksdal sem jarðsöng. Átta árum síðar, 16. febrúar 1943, fórst séra Þorsteinn í hinu mikla slysi þegar MS Þormóður fórst í Faxaflóa með 31 manni. Það var svo 12.-15. desember 1947 að unnið var björgunarafrekið við Látrabjarg sem er líklega mesta hetjudáð sem íslenskur hópur manna hefur unnið. Heimildir: Þrautgóðir á raunastund 1. bindi Steinar J. Lúðvíksson 1969. Höfundur býr í Ólafsvík. sandholt7@gmail.com andi tónverkum sögunnar sem ganga undir heitinu „Ave María“. Jólaguðspjallið er í öðrum kafla Lúkasarguðspjalls. Fjallræða Jesú er í fimmta til sjöunda kafla Matteusarguðspjalls. Þar finnur þú líka í upphafi ræð- unnar Sæluboðorðin svokölluðu. Öll guðspjöllin fjögur segja písl- arsögu Jesú, söguna af síðustu dögum hans, handtöku, krossfest- ingu, dauða og upprisu. Píslar- sagan byrjar hjá Matteusi í tutt- ugasta og sjötta kafla, hjá Markúsi í fjórtánda, Lúkasi í tuttugasta og öðrum og Jóhannes segir sömu sögu í þrettánda kafla og frá og með þeim átjánda. Ekki má gleyma Faðirvorinu í sjötta kafla Matteusarguðspjalls. Textinn um Trú, Von og Kærleika er skrifaður í Fyrra Korintubréfi, þrettánda kafla. Í fimmtánda kafla Fyrra Korintubréfs eru frábærar vangaveltur um lífið, dauðann og það sem bíður okkar eftir dauðann. Lærisveinarnir tólf heita Pétur, Jakob, Jóhannes, Andrés, Filipus, Barþólomeus, Matteus, Tómas, Jakob, Taddeus, Símon Kananæos, Júdas Ískaríot – og auk þeirra eru María Magdalena, Jóhanna og Súsanna nefndar til sögunnar. Op- inberunarbókin geymir fjölmörg tákn sem notuð hafa verið aftur og aftur í bókmenntum og listum ald- anna. Þar er tala dýrsins, 666, fjór- ir riddarar heimsendis og þúsund ára ríkið. Mikael erkiengill drepur drekann í tólfta kaflanum – og frummynd íslenska skjaldarmerk- isins er skráð í fjórða kafla Op- inberunarbókarinnar … Og að lok- um má ekki gleyma algildum siðaboðum Gullnu reglunnar í sjö- unda kafla Matteusarguðspjalls og Tvöfalda kærleiksboðorðinu í tí- unda kafla Lúkasar. Gangi þér vel með lesturinn. Og góða skemmtun! Höfundur er prestur. UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Ráðleggingar um mataræði koma frá Embætti landlæknis. Þær byggjast á sam- antekt sérfræðinga frá Norðurlöndunum sem fara reglulega yfir nýjustu rann- sóknir á þessu sviði1). Tilgangur ráðlegging- anna er í megin- atriðum að skilgreina það fæði sem veitir öll lífsnauðsynleg næringarefni og minnkar líkur á sjúkdómum á borð við sykursýki af tegund 2, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein miðað við bestu vísindalegu þekk- ingu. Þó má hafa í huga að ein- staklingar sem lifa mjög heilsu- samlegu lífi geta einnig fengið umrædda sjúkdóma. Heildræn nálgun Í dag er lögð áhersla á matar- æðið í heild og gæði matarins í stað þess að einblína of mikið á einstakar fæðutegundir. Mælt er með því að borða: Ávexti og grænmeti daglega eða um 500 grömm. Til að ná þessu magni þyrfti að hafa alltaf ávöxt og/eða grænmeti með í hverri mál- tíð og borða einnig á milli mála. Heilkornavörur minnst tvisvar á dag. Dæmi um heilkornavörur eru heilhveiti, rúgur, bygg, hafrar, ma- ís, hirsi, heilmalað spelt og hýðis- hrísgrjón. Fisk og sjávarfang tvisvar til þrisvar í viku. Mikilvægt er að muna eftir að borða líka feitan fisk alla vega einu sinni í viku svo sem lax, bleikju, lúðu, síld eða makríl. Fituminni mjólkurvörur sem eru án viðbætts sykurs. Dæmi um slíkar vörur eru brauðostur, létt- mjólk, AB-mjólk, hreint skyr og jógúrt. Belgjurtir og hnetur. Jurtaolíur og viðbit úr jurta- olíum í staðinn fyrir smjörlíki og smjör. Mælt er með því að taka D- vítamín daglega (lýsi, perlur, töfl- ur). Mælt er með því að takmarka: Unnar kjötvörur. Hér er átt við kjöt sem er reykt, saltað og/eða rotvarið með nítrati eða nítríti. Sem dæmi má nefna saltkjöt, spægipylsu, pepperóní, beikon, pylsur, bjúgu, kjöt- fars, hangikjöt og skinku. Rautt kjöt. Hér er átt við til dæmis nautakjöt, lambakjöt og svínakjöt. Matvæli og drykki sem innihalda mikinn viðbættan sykur eins og kökur, kex, sælgæti og sykraða gosdrykki. Salt í matargerð og matvæli sem innihalda mikið af salti. Nýjustu rannsóknir Nýleg rannsókn frá Harvard, þar sem fylgst var með þátttak- endum í 24-30 ár, sýndi að með því að borða mjúka fitu (finnst í jurta- olíum, feitum fiski, hnetum og fræjum) í staðinn fyrir harða fitu (finnst í smjöri, rjóma, feitum osti og feitu kjöti) og heilkornavörur í staðinn fyrir fínunnin kolvetni (korntegundir með lítið af trefjum) og viðbættan sykur minnkuðu lík- ur á kransæðasjúkdómum2). Í samantekt bandarísku hjarta- samtakanna (AHA) á lífsstíls- þáttum til varnar hjarta- og æða- sjúkdómum sem kom út á þessu ári3) kemur fram að til að minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum er æskilegt að hugað sé að eftir- farandi þáttum: Fara eftir ráðleggingunum um mataræði (sambærilegar þeim sem koma frá Embætti landlæknis). Reykja ekki. Hreyfa sig reglulega. Í lokin er líka mikilvægt að muna að þó að farið sé eftir ráð- leggingunum frá Embætti land- læknis er auðvitað í lagi að gera sér dagamun af og til en mik- ilvægt er samt að halda stærstum hluta mataræðisins í samræmi við ráðleggingarnar. Heimildir: 1) Nordic Nutrition Recommendations 2012 – Integrating nutrition and physical activity. 2014, Nordic Council of Min- isters. 2) Li, Y., et al., Saturated Fats Compared With Unsaturated Fats and Sources of Carbohydrates in Relation to Risk of Coronary Heart Disease: A Prospective Cohort Study. J Am Coll Cardiol, 2015. 66(14): p. 1538-1548. 3) Benjamin, E.J., et al., Heart Disease and Stroke Statistics-2017 Update: A Re- port From the American Heart Associa- tion. Circulation, 2017. 135(10): p. e146- e603. Eftir Jóhönnu E. Torfadóttur » Tilgangur ráðlegg- inganna er í meg- inatriðum að skilgreina það fæði sem veitir öll lífsnauðsynleg næring- arefni og minnkar líkur á sjúkdómum. Jóhanna E. Torfadóttir Höfundur er næringar- og lýðheilsu- fræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsu- vísindum við Háskóla Íslands. Hjartvænt mataræði Matur Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum STARFSFÓLK Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum stór jafnt sem smá fyrirtæki. Aðalmarkmið okkar er að spara viðskiptavinum tíma, fyrirhöfn og fjármuni með því að auðvelda þeim leit að hæfu og ábyrgu starfsfólki. Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.