Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Háskólatorg Alþjóðadagar 2017 hófust 6. nóvember og þeim lýkur á morgun. Markmiðið er að vekja athygli á tækifærunum sem fylgja virkri þátttöku Háskóla Íslands í erlendu samstarfi. Kristinn Ingvarsson Allt frá iðnbyltingu hafa markaðsöflin verið að bæta líf okkar. Við eignumst það sem við vinnum okkur inn og þegar við verslum þá kjósum við með budd- unni þann sem stendur sig best. Fyrir vikið er allt sífellt að verða ódýrara, launin hækka og frítíminn lengist. Á frjálsum markaði ber kaupand- inn ábyrgð á því sem hann kaupir og framleiðandinn á því sem hann selur. Annað gildir um opinbera geirann. Sá sem kaupir borgar oft ekki og sá sem selur getur þvingað viðskiptin. Í Reykjavík birtist þetta í gjafapakka- keppni við kosningar og í að upp- blásin gæluverkefni fá mun meira vægi en leiðinlegu skyldustörfin. Enginn vill taka á erfiðum málunum og grínista þurfti til áður en tekið var á rekstrarvanda Orkuveitunnar eftir hrun. Fram að því hreyktu valdhafar sér af því að vernda störf í borginni (á kostnað skattgreiðenda) meðan einkageiranum blæddi út. Orkuveitan er síðan sérstakt dæmi vegna ásókn- ar í samkeppnismarkaði eins og fjar- skiptamarkað, orkuöflun stóriðju og hitaveituútrás út um allt land. Ábyrgðarlaus opinber einokunarfyr- irtæki eiga ekkert erindi í slíkar áhættufjárfestingar. Þegar vel gekk voru byggðar hallir en þegar harðn- aði í ári fengu skattgreiðendur að hlaupa undir bagga, hitareikning- urinn hækkaði og höllin grotnaði nið- ur. Tilbúinn vandi Óseðjandi fjárþörf sóunarinnar hefur svo átt þátt í því að lóðasala og hærri fasteignaskattar (vegna hærra lóðaverðs) fóru að verða veigameiri tekjustofn. Síðan hefur eflaust þótt snjallt að geta rukkað full gatnagerð- argjöld á svæði þar sem götur eru þegar komnar og þéttingarstefnan fór á flug. Slíkt er þó skammsýni því gamlir innviðir þola illa mikla þétt- ingu nema með rándýrri endurnýjun. Versta afleiðing þétt- ingarstefnunnar er samt verðbólan vegna skortsins sem þvingar fólk til að borga yfir- verð við íbúðakaup. Takmörk eru samt á því hversu mikið er hægt að brengla mark- aði og í dag er íbúða- verð það hátt að margir flytja frekar til ná- grannasveitarfélaga en að láta okra á sér. Þétt- ingarstefnan hefur því snúist í and- hverfu sína og stuðlar að dreifðari byggð. Ofbeldi og óráðsía Ofbeldi og óráðsía er eina svar valdaelítunnar. Banna á ný gistiheim- ili í miðbænum, kaupa á rándýr frið- þægingarfátæktarúrræði sem kosta 30 milljónir á hverja félagslega íbúð og byggja á borgarlínu með stofn- kostnað upp á hátt í milljón á hverja íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Til að fjármagna óráðsíuna á að selja Vatns- mýrarlandið en þar sem byggja þarf rándýran nýjan flugvöll í staðinn munu skattgreiðendur stórtapa. Gróði fasteignafélaganna sem græða verður því að fullu fjármagnaður með skattfé. Ef innanlandsflug flyst frá Reykjavík mun það leggjast af í nú- verandi mynd og miðast við þarfir út- lendinga en ekki íslenskra höfuðborg- arbúa. Þróun sífellt hljóðlátari flugvéla og lægri flugfargjalda mun aldrei ná til Reykjavíkur og ferða- hagræðið mun aldrei verða samt aft- ur. Í svæðisskipulagi höfuðborg- arsvæðisins 2015-2040 er stefnt að því að almenningssamgöngur þre- faldist og að hlutur gangandi, hjól- andi og almenningssamgangna verði a.m.k. 42% allra ferða. Það eru ekki bara feitir, fótalúnir og kulvísir sem ættu að hafa áhyggjur, heldur líka skattgreiðendur. Stórfellt markaðs- sókn í úreltar samgöngulausnir frá miðri síðustu öld er galin hugmynd. Alla daga aka niðurgreiddir hálftómir risavagnar eftir sömu föstu leiðunum á föstum tímaáætlunum. Ef Strætó yrði lokað á morgun myndu einkaað- ilar strax taka við. Í samkeppn- isumhverfi gæti þjónustan þróast á heilbrigðan hátt þar sem besta lausn- in yrði brátt ofan á. Uber-strætóút- færsla gæti t.d. haft endalausan sveigjanleika með allar stærðir vagna og stýringu verðs og ferða með síma- öppum sem gæti stytt ferðir og bið- tíma og lækkað kostnað. Uber er hins vegar bannað á Íslandi. Í krafti pólitísks valds eru nú ein- göngu byggðar strætóreinar og hjólastígar í borginni. Götur eru þrengdar og til stendur að lækka há- markshraða helstu stofnbrauta. Ríki og borg hafa meira að segja samið um að taka árlega milljarð af skattfé bíla- eigenda og nota í rekstur strætó en bílaeigendur fá ekkert. Árið 2003 stóð til að gera alla Miklubraut og Kringlumýrarbraut að hraðbrautum án umferðarljósa en 14 árum síðar hefur ekkert gerst. Nýlega var sam- þykkt að byggja háhýsi við Kringluna og þar með byrja að takmarka til frambúðar mögulegar útfærslur á að gera mikilvægustu gatnamótin mis- læg. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem deiluskipulaginu er beitt til að hindra samgöngur því bæði Sundabrautin og Neyðarbrautin urðu að víkja eftir svipaðar æfingar. Breytinga er þörf Þegar viðskipti eru óhindruð þá græða báðir aðilar. En þegar við- skipti eru þvinguð þá græðir bara annar. Í höfuðborginni er fast- eignaverð komið í yfirverð, úreltar samgöngulausnir munu þvælast fyrir betri lausnum og flugsamgöngur frá höfuðborginni munu leggjast af. Því munu höfuðborgarbúar framtíð- arinnar verða skuldsettari, skatt- píndari, hafa minni frítíma og minna ferðafrelsi en nú er. Allt er þetta af- leiðing af skilningsleysi á mikilvægi frjáls markaðar. Þessari valdníðslu og óráðsíu verður að linna. Það er kominn tími fyrir nýja iðnbyltingu frjálshyggjunnar. Eftir Jóhannes Loftsson » Lífsgæði borgarbúa munu versna ef haldið verður áfram að takmarka frelsi fólks gegn vilja þess. Jóhannes Loftsson Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins. Andiðnbylting í höfuðborginni Íslenska bóluhagkerfið: Ójafnvægi markaðsins sést þegar skoðuð er þróun markaðsverðs m.t.t. byggingarkostnaðar án lóðaverðs (byggingavísitölu). Leyfa þarf hraða uppbyggingu í ódýru úthverfi til að markaðurinn leiðrétti sig. Unnið úr gögnum Hagsstofunnar. Síðan þéttingarstefnan varð vinsæl um síðustu aldamót hefur íbúafjölgun í Reykjavík dregist saman um helming og íbúafjölgun nágrannasveitarfélag- anna tvöfaldast. Reykjavík hefur þannig lítið gert til að leysa húsnæð- isskortsvandamál. Unnið úr gögnum frá Hagstofunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.