Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 ✝ Elsa Borgfæddist á Borgum á Skógar- strönd á Snæfells- nesi 10. september 1934. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Hömrum í Mosfellsbæ 2. nóv- ember 2017. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jósep Einarsson, f. 1903, d. 1983, og Guðbjörg Eysteinsdóttir húsfreyja frá Snóksdal í Miðdölum, f. 1903, d. 1955. Bræður Elsu voru Einar, f. 1930, d. 1999, og Ey- steinn, f. 1939, d. 2016. Þann 16. október 1955 gift- ist hún eiginmanni sínum, Guðjóni Þorsteinssyni frá Efri- Hreppi í Skorradal í Borg- arfirði, hann lést 6. febrúar 2012. Guðjón var sonur hjónanna Þorsteins Jónssonar frá Neðri-Hreppi og Guðrúnar Jóhönnu Guðmundsdóttur frá Melshúsum í Leiru. Börn Elsu og Guðjóns eru: 1) Guðbjörn Jósep, f. 9. júlí 1955, hann var kvæntur Kristínu Emmu Finn- bogadóttur og eiga þau þrjú börn: a) Guðjón Eðvarð sem er í sambúð með Margrét Helga- rós Erlu Benediktsdóttur og d) Signýju Borg. Fyrir á Jón soninn Arnar Óla sem er gift- ur Auði Kapitola Moritz og á hann fjögur börn. 4) Kolbrún, f. 26. september 1969, gift Finni Ingimarssyni og eiga þau þrjú börn: a) Sigmar Jós- ep, b) Katrínu Rós og c) Ingi- björgu Sólveigu. Elsa Borg fæddist og ólst upp á Borgum á Skógarströnd en flutti með foreldrum sínum og systkinum til Keflavíkur árið 1950 þegar foreldrar hennar hættu búskap. Elsa Borg stundaði nám við Hússtjórnarskólann á Löngu- mýri í Skagafirði veturinn 1953-1954. Elsa Borg og Guðjón hófu sinn búskap í Keflavík en fluttu í Kópavoginn árið 1966 og bjuggu þar alla tíð síðan, lengst af í Furugrund 14. Þau fluttu síðan að Funalind 1 í Kópavogi. Elsa Borg bjó síð- ustu árin á Hjúkrunarheim- ilinu Hömrum í Mosfellsbæ. Elsa Borg var lengst af húsmóðir og þegar börnin fóru að vaxa úr grasi vann hún við hin ýmsu störf. Elsa Borg og Guðjón stund- uðu hestamennsku í mörg ár og voru þau félagar í Hesta- mannafélaginu Gusti í Kópa- vogi. Útför Elsu Borgar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 9. nóvember 2017, og hefst at- höfnin klukkan 13. dóttir og á hann eina dóttur úr fyrra sambandi, b) Finnborgu Elsu, gift Bene- dikt Elvari Jóns- syni og eiga þau fjögur börn, c) Heimi Loga, gift- ur Guðbjörgu Söndru Óðins- dóttur og eiga þau þrjár dætur. Guðbjörn Jósep eignaðist síð- an tvö börn með Rannveigu Harðardóttur, þau heita Sóley Huldrún og Jósep Friðrik, hann á einn son. 2) Þorsteinn Rúnar, f. 17. ágúst 1960. Á hann fjögur börn: a) Ámunda Sigurð, í sambúð með Tinnu Margréti Valgarðsdóttur, eiga þau tvö börn, b) Val- gerði, gift Sigurði Magnúsi Árnasyni og eiga þau þrjú börn, c) Guðjón og síðan d) Ágúst Snæ sem er í sambúð með Hrafnhildi Lind Þor- valdsdóttur og eiga þau einn son. 3) Sigrún Borg, f. 6. febrúar 1964, gift Jóni Krist- jánssyni og eiga þau fjögur börn: a) Hilmar Má, látinn 2005, b) Elsu Borg, c) Ester Ýri Borg, í sambúð með Ást- Elsku mamma mín, það er sárt að sakna en minningarnar ylja mér um hjartarætur. Þú varst kletturinn minn og gat ég alltaf leitað til þín. Þú studdir mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og hvattir mig alltaf til þess að láta drauma mína rætast. Þú varst ávallt tilbúin til að aðstoða mig ef svo bar undir. Minningarnar streyma fram, samverustundirnar, faðmlögin, ferðalögin, jógastundirnar í stofunni heima þegar þú leyfðir mér sem smástelpu að gera æf- ingarnar með þér, það voru góðar stundir. Árin eftir að pabbi féll frá voru þér þungbær enda voruð þið samrýmd hjón. Svo kom að því að heilsan fór versnandi og þú fluttir á Hjúkrunarheimilið Hamra í Mosfellsbæ. Ég var svo lánsöm að búa nálægt þér og áttum við marg- ar góðar stundir saman sem ég mun aldrei gleyma. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér við leiðarlokin og þó sársaukinn sé mikill þá veit ég að pabbi og ástvinir þínir hafa tekið vel á móti þér. Þú ert eflaust farin í hesta- ferð með pabba og búin að skella þér í dansskóna. Elsku mamma mín, takk fyr- ir allt og ég sendi þér stóran fingurkoss þangað til við sjáumst næst. Þín dóttir, Kolbrún (Kolla). Hún amma Elsa var einstök manneskja. Hún var svo ótrúlega góð- hjörtuð, hugulsöm, elskandi og þolinmóð og setti fjölskylduna alltaf í fyrsta sæti. Ég á margar góðar minn- ingar frá tímum okkar saman, og þegar ég hugsa til hennar sé ég hana fyrir mér að sauma eða baka og svo á hestbaki með afa. Það var alltaf svo gaman að koma til ömmu og afa, maður mátti alltaf búast við því að vera dekraður. Þegar mér leið illa komu þau og hresstu mig við með nokkr- um bröndurum, leikjum og fleiru. Ég held að ég eigi ekki eftir að gleyma öllum ferðunum upp í hesthús og við krakkarnir reyndum að laumast og fá okk- ur kex úr kattarkrukkunni þeirra en það komst upp um okkur í hvert skipti, gat ekki verið að krukkan mjálmaði? Amma og afi hlógu alltaf jafn mikið að því. Það er erfitt að gleyma því hversu einstakar manneskjur hún og afi voru, enda ætla ég mér ekki að gera það. Ég mun alltaf elska þig og ég sakna þín, en ég veit að þú ert komin á betri stað og ég vona og trúi því að afi Guðjón og Hilmar Már hafi tekið á móti þér með opinn faðminn og þið hafið farið beina leið í einn útreiðar- túr og ball um kvöldið. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Sólin þín, Ingibjörg Sólveig. Elsa Borg Jósepsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín. Þú hefur lifað löngu og spennandi lífi og núna ertu á betri stað, langt í burtu, á himnum. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og ég mun aldrei gleyma þér, aldrei! Þú munt alltaf vera til staðar í hjarta mínu, þegar ég þarfnast þín. Kveðja, þín ömmustelpa, Signý Borg. Haustið er fallegt með alla sína liti. Fegurð er af- stætt hugtak. Sagt er um fólk að það sé fallegt utan sem innan, allavega var Jenna falleg og inn- rætið gott. Þegar hún kom með börnin sín tvö, Láka og Jónu, til að hefja bú- skap með Óla bróður mínum í gamla góða Hraundalnum og ég var enn heima unglingur um jólin var ég búin að kaupa margar Jenney Þorláksdóttir ✝ Jenney Þor-láksdóttir fæddist 25. desem- ber 1933. Hún and- aðist 17. október 2017. Jenney var jarð- sungin 31. október 2017. gjafir fyrir skyld- fólkið en fékk enga jólagjöf. Hún hugsaði sig um andartak, fór í Borgarnes með ná- grannanum og keypti gjöf fyrir mig, lítinn sauma- kassa, sem ég á enn. Jenna var svo dugleg, vann eins og veifa, „þar til öll verk eru búin“, sagði móðir mín. Mér fannst hún beina sneið að mér því ég var svolítið að hlaupa úr einu í annað. Okkur öllum í fjölskyldunni þótti vænt um Jennu. Ég þakka samfylgdina og votta fjölskyldu hennar innilega samúð. Elín Margrét Tryggvadóttir. Elsku Daddi, vinur, frændi, mág- ur, sameigandi. Já, upptalningin er löng því tengslin eru margvís- leg. Það er svo margs að minnast nú þegar komið er að kveðju- stund því leiðir okkar lágu sam- an á svo mörgum sviðum. Ver- andi systkinabörn (Daddi og Gerður) og að alast upp í sama húsi fram yfir fermingu tengdi okkur nú líklega sterkari bönd- um en gerist og gengur. Síðar höguðu örlögin því þannig að við frændsystkinin úr Ásgarði (Daddi og Gerður) giftumst systkinunum úr Grímsey (Birnu og Willa) og þegar börnin okkar komu í heiminn var því skyld- leikinn mikill og tengslin líka þar sem samgangur var mikill milli fjölskyldnanna og tengslin sterk. Eftir að hafa verið skipstjórar og stýrimenn hjá öðrum fannst okkur tími til kominn að fara að sprikla sjálfir í útgerð og stofn- uðum því Fiskanes hf. ásamt fé- lögum okkar, Venna mági okkar Birnu, Stjána, Ingu systur okk- ar Birnu og Rósu. Við vorum nokkuð stórhuga og keyptum bát, sem við gáfum nafn í höfuðið á útdauðum fugli, Geirfugl. Fyrstu árin vorum við allir á sjó og þú gekkst í margar stöður um borð, stýrimaður, skipstjóri, annar vélstjóri ásamt því að vera forstjóri fyrirtæk- isins með skrifstofuna heima hjá þér og bókhaldið í stórum pappakassa. Þetta var erfiður róður í byrjun og við höfðum ekki mikið milli handanna og til- Dagbjartur Garðar Einarsson ✝ DagbjarturGarðar Ein- arsson fæddist 26. júní 1936. Hann lést 18. október 2017. Útför Dagbjarts fór fram 30. októ- ber 2017. kynntum eiginkon- unum að næstu árin yrði vinnan og fyr- irtækið númer eitt og tvö og þær yrðu að sætta sig við að vera númer þrjú, enda heimilin öll veðsett í topp. Seinna þegar þú varst kominn í land vílaðir þú ekki fyrir þér að skella þér aftur á sjóinn til að taka að þér að vera skipstjóri á öðrum ver- tíðabátum sem við leigðum ásamt því að sinna forstjóra- starfinu. Það er eftirminnilegur tími þegar við vorum að byggja á sama tíma og búin að selja ofan af okkur húsin og fluttum með fjölskyldurnar í verbúðina sem við vorum nýbúin að reisa í Fiskanesi og bjuggum þar sam- an heilan vetur. Þessi vetur var skemmtileg- ur, ýmsar uppákomur og óend- anlega dýrmæt samvera sem styrkti vináttu og fjölskyldu- böndin enn frekar. Þú gast verið fastur fyrir og hentaði þér ekki að breytingarn- ar gerðust of hratt, eins og þeg- ar við vorum að laga sumarbú- staðinn sem við áttum saman við Þingvallavatn og þú vildir ekki fá klósett heldur halda í gamla kamarinn. Það er skemmst frá að segja að þú tapaðir þeirri baráttu. Elsku vinur, við gætum fyllt heila bók af skemmtilegum minningum sem við geymum í huga okkar. Lífið var fjörugt og skemmti- legt með þér og þú settir sann- arlega lit á umhverfið. Við erum óendanlega þakklát fyrir allar góðu samverustundirnar og minningarnar. Hvíldu í friði. Elsku Birna, börn og fjöl- skyldur, hugur okkar er hjá ykkur. Gerður og Willard. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morg- unblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERGUR JÓNSSON rennismiður, Aflagranda 40, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 30. október. Útförin fer fram í Neskirkju föstudaginn 24. nóvember klukkan 13. Jón Bergsson Guðrún Sederholm Björn Bergsson Kristjana Bergsdóttir Atli Árnason Elín Bergsdóttir Sveinbjörn Jónsson Arndís Bergsdóttir Björn Þorláksson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EGGERT ÞORFINNSSON skipstjóri, Kirkjusandi 1, lést af slysförum mánudaginn 6. nóvember. Kristín Ólafsdóttir Þorfinnur P. Eggertsson Sara Halldórsdóttir Sigurður J. Eggertsson Friðrika K. Stefánsdóttir barnabörn og aðrir aðstandendur Ástkær faðir minn, tengdafaðir og bróðir, ERLINGUR RAGNARSSON vélstjóri, Grímsstöðum við Mývatn, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 2. nóvember. Útför fer fram í Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 11. nóvember klukkan 12. Guðrún Ösp Erlingsdóttir Theodór Páll Theodórsson Þórunn Birna Ragnarsdóttir Sigríður Lilja Ragnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.