Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 ✝ Hans MeinhardJensen fæddist í Sørvogi, Vogey, Færeyjum 15. októ- ber 1932. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Hlíð, Akur- eyri, 26. október 2017. Foreldrar hans voru hjónin Hanna og Esmar Jensen. Systkini Hans eru: Jenhild, f. 1929, Kirstin, f. 1934, sem er látin, og Heri, f. 1942. Árið 1964 kvæntist Hans Ás- laugu Á. Jóhannsdóttur, f. 1938. Foreldrar hennar voru Ástríður Margrét Sæmundsdóttir og Jó- hann Friðrik Sigvaldason. bjuggu þau á Seltjarnarnesi og vann Hans hjá Sláturfélagi Suð- urlands, lengst af í verksmiðj- unni Framtíðinni. Árið 1976 fluttu þau Ása og Hans til Akur- eyrar og bjuggu á nokkrum stöðum. Lengst bjuggu þau á Eiðsvallagötu 11. Síðustu árin bjuggu þau í Kjarnagötu 14. Á Akureyri starfaði Hans á skrif- stofu Kjötiðnaðarstöðvar KEA. Hann hætti störfum vegna ald- urs árið 2000. Áhugamál Hans tengdust ferðalögum og ljósmyndun. Einnig hafði hann yndi af því að veiða silung. Hann fylgdist vel með sínu fólki í Færeyjum og hafði mikið samneyti við ætt- ingja eiginkonu sinnar. Hans tók þátt í því að endurreisa Færeyingafélag á Akureyri og nágrannabyggðum árið 1978. Útför Hans Meinhards Jen- sen fer fram frá Akureyrar- kirkju í dag, 9. nóvember 2017, og hefst athöfnin klukkan 13:30. Hans ólst upp í Sørvogi og fékk þar sína grunn- skólamenntun. Á þrítugsaldri stund- aði hann nám við Sjómannaskólann í Esbjerg í Dan- mörku. Að loknu námi í loftskeyta- fræðum réð hann sig á millilandaskip á alþjóðlegum sigl- ingaleiðum og starfaði við það í nokkur ár. Í kringum 1960 starfaði Hans í tvö ár fyrir dönsku veðurstof- una með starfsstöð á Græn- landi. Árið 1964 flutti hann til Íslands með eiginkonu sinni og átti heima þar síðan. Fyrst Hans var ómissandi hluti af stórfjölskyldunni síðan hann kynntist Ásu frænku, systur pabba, og fluttist til Íslands. Honum var ætíð annt um frændgarð Ásu og ræktaði kynni við alla fjölskylduna. Myndarlegri mann var erfitt að finna. Börn löðuðust að Hans og eru til margar myndir af hon- um með smábörn í örmum sín- um. Gott var að heimsækja Hans og Ásu, alltaf vel veitt og haldið uppi samræðum um heima og geima. Hans var góð- ur hlustandi og kunni einnig frá ýmsu að segja. Hann talaði með hlýju um fjölskyldu sína í Færeyjum. Hann sagði stundum frá náminu í Sjómannaskólanum í Esbjerg á Jótlandi. Hann rifjaði upp ferðir sínar sem loftskeytamaður á milli- landaskipum til fjarlægra landa. Stundum minntist hann verunnar á Grænlandi, þegar hann starfaði við veðurathug- anir á afskekktum stað við óvenjulegar aðstæður. Hans hafði áhuga á ljós- myndun og var gaman að skoða vel skipulagt myndasafn hans. Ása og Hans ferðuðust töluvert þegar færi gafst. Á ferðum innanlands var veiðistöng gjarnan tekin með og rennt fyrir silung. Hans minntist með ánægju margra ferða á Snæfellsnes með vinum þeirra hjóna. Oftar en ekki var tjaldað við lítið vatn og veitt í sveitasælunni. Hans var heilsteyptur maður og traustur. Hann var í nær daglegu símasambandi við nokkra vini sína og systkini sín nánast til hinsta dags. Hans kom að stofnun Færeyinga- félags í Eyjafirði fyrir um það bil fjörutíu árum. Þar kynntist hann vel löndum sínum og sum- ir þeirra urðu ævilangir vinir hans. Hans þurfti að gangast undir erfiða hjartaaðgerð rúmlega fimmtugur. Í kjölfarið var hann duglegur að taka þátt í æfing- um og gönguferðum á vegum hóps sem tengdist líkamsrækt- arstöðinni Bjargi á Akureyri. Sá félagsskapur var honum kær og vildi hann helst ekki missa af stundum með því fólki. Hans átti auðvelt með að setja sig í spor fólks og reynd- ist mörgum vel. Hans og Ása hlúðu vel að föðurbróður henn- ar, Baldvini Sigvaldasyni, sem var einstæðingur í Reykjavík og lést vorið 1974. Hans fékk slæman astma strax á barnsaldri og herjaði sá sjúkdómur illilega á hann síð- ustu árin. Hann var æðrulaus síðustu vikurnar sem hann lifði og var sáttur við að yfirgefa jarðlífið. Við sendum Ásu frænku okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hans Meinhards Jensen. Ingvar, Svandís og Berghildur. Hans Meinhard Jensen Sæl frænka mín. Ertu komin norður og vantar þig gist- ingu? Þannig svar- aði Ingó frændi iðulega er ég hringdi í hann hér áður fyrr eða hann hringdi í mig og sagði: „Sæl elskan mín, eitt- hvað að frétta?“ Vinátta okkar og frændskapur spannar nú nokkra áratugi en við erum systrabörn og bjuggum hvort í sínum landshlutanum. Það eru ákveðin forréttindi að kynnast landsbyggðinni og gaman að kynnast veröldinni hjá Ingó. Veiðimaður af lífi og sál og gert að öllu. Ég hef aldrei smakkað gæs í eins mörgum tilbrigðum og á hans heimili; soðin, bökuð í ofni, grilluð, reykt, í hakki og á pizzu. Reglulega fór hann í stöng með félögum sínum og á ótal verðlaun og viðurkenningar á því sviði. Hann var sannkall- aður veiðisportisti og nýtti allt til matar og hafði óskaplega gaman af að hafa fullt af fólki í kringum sig og mjög góður heim að sækja. Seinni árin fór frændi í útrás og Spánn varð fyrir valinu en hann fór þangað reglulega. Í einni slíkri ferð hitti hann svo Ednu sína en hann var orðinn einn og stækk- aði hún og opnaði veröldina enn meira fyrir honum og hún kynntist náttúruveröldinni hans. Var gaman að fylgjast með samleið þeirra og ham- ingju. Ótrúlega flott saman og alltaf að brasa eitthvað. Frændi var algjört snyrti- menni og allt í röð og reglu hjá honum og Edna algjör fagur- keri svo þau smullu aldeilis vel saman. Dugleg að ferðast inn- anlands og utan, dvalið í Mána- hlíð (sumarbústað Ingós) dytt- Ingólfur Herbertsson ✝ Ingólfur Her-bertsson fædd- ist 2. maí 1947. Hann lést 22. októ- ber 2017. Útför Ingólfs fór fram 6. nóvember 2017. að þar að, trjáræktin, sjó- sportið, verbúðin, berin, fuglarnir, heimilin og matar- gerð. Síðustu árin hafa heimsóknir okkar á báða bóga verið sannkallaðar gæðastundir er við höfum setið yfir mat, löngu spjalli og miklum hlátri sem hafa dýpkað vináttuna. Vænt þótti mér um boðið í 70 ára afmælið hans sem haldið var hjá Óskari syni hans. Keyrðum við Nonni bróðir norður ásamt Rögga mínum og Svenna frænda. Alls kyns heimagert íslenskt og færeyskt lostæti úr fuglum, alls kyns fiski, brauð og með öllu tilheyrandi. Þar hitti ég líka börnin hennar, börnin hans, vini hans, ættingja hennar og ættingja okkar. Sannkölluð gleðistund og frændi í essinu sínu. Var svo brunað beint suð- ur en svo sannarlega þess virði. Lífið er ekki eingöngu dans á rósum en fyrir skömmu kom frændi suður fárveikur og lagð- ist beint inn á Landspítalan þaðan sem hann átti ekki aft- urkvæmt. Edna, fjölskylda hennar, og börnin hans stóðu eins og klett- ar við hlið hans. Í slíku felast lífsins auðæfi. Mig langar að lokum að kveðja þig með þessu fallega ljóði Þorsteins Erlings- sonar: En hamingjan geymir þeim gullkransinn sinn, sem gengur með brosið til síðustu stundar, fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn, kveður þar heiminn í sólskini og blundar. Innilegar samúðarkveðjur til elsku Ednu, Kibbu, Óskars, Arneyjar, þeirra fjölskyldna, barna Ednu og þeirra fjöl- skyldna. Vertu kært kvaddur, elsku frændi. Sveinbjörg (Lilla). Andlátsfregn Ei- ríks æskuvinar míns barst mér til útlanda. Þetta er því síðbúin kveðja. Fárra ára gamlir fluttumst við til Akureyrar, Eiki að aust- an, ég að vestan. Leiðir okkur lágu fyrst saman er við sett- umst í 1. bekk Barnaskólans, sjö ára gamlir. Þar nutum við kennslu Arnar Snorrasonar í 5. stofu næstu sex veturna. Þetta var góður bekk- ur, u.þ.b. 30 nemendur – „Arn- arungarnir“, og frábær kennari. Við strákarnir vorum aðeins um 12 talsins og gengu átta okkar fljótlega í Skátafélag Akureyrar og vorum við þar saman í flokknum „Kettir“, sem styrkti vináttuböndin enn frekar. Þar nutum við handleiðslu Tryggva Þorsteinssonar skátaforingja við útivist og fjallaferðir, leik og söng. Betra veganesti til lífsgöng- unnar var vandfundið utan for- eldrahúsa. Menntaskólaárin á Akureyri liðu fljótt. Eftir stúdentspróf 1953 skildi leiðir. Eiríkur út- skrifaðist frá Íþróttakennara- skóla Íslands áður en hann fór í læknisfræði 1958. Við vorum því ekki samferða í Háskólanum, en samferðum okkar var þó ekki lokið. Akureyrarskátar héldu hópinn fyrir sunnan í nokkur ár. Með okkur blundaði fjalla- bakterían, sem blossaði upp – ekki síst um páska. Um páskana 1955 var Eiríkur með okkur á Fimmvörðuhálsi og í Þórsmörk (E.S.: Áfangar nr. 40, 1991). Páskaferðin 1956, 24. mars til 29. mars, var ógleymanleg (E.S.: Áfangar nr. 28, 1988). Það var göngu- og skíðaferð frá Gullfossi norður yfir Hofsjökul Eiríkur Páll Sveinsson ✝ Eiríkur PállSveinsson fæddist 12. nóv- ember 1934. Hann lést 9. október 2017. Eiríkur Páll var jarðsunginn 30. október 2017. og heim til Akur- eyrar. Fyrstu áfangarn- ir voru Hvítárnes og Kerlingarfjöll. Vistir til 14 daga og ferðabúnaður var 35-40 kg á mann, allt borið á bakinu. Þriðji áfanginn, lengstur og erfið- astur, var upp Blágnípujökul í beina línu norðaustur yfir há- bungu jökulsins, tæplega 1.800 m, með stefnu austan Illviðr- ishnjúka, norður og niður að Laugafellsskála. Þangað náðum við eftir um 80 km göngu á 23 klukkustund- um, þar af um 40 km á jökl- inum. 29. mars gengum við svo niður að Hólsgerði, fremsta bænum í Eyjafirði vestan meg- in. Ekið var svo samdægurs til Akureyrar. Með okkur Eiríki í þessari ferð voru þrír aðrir verðandi læknar: Haukur Kr. Árnason, Leifur Jónsson og Óli B. Hann- esson auk Magnúsar Hallgríms- sonar, síðar verkfræðings. Þetta var löng og krefjandi skemmtiganga. Í Árbók FÍ 2001 (bls. 207) segir Oddur Sigurðs- son jarðfræðingur að þetta hafi verið „fyrsti leiðangur Íslend- inga yfir Hofsjökul“. Nú kveð ég minn gamla vin og sendi Rannveigu og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Jóhann Lárus Jónasson. Smáauglýsingar Bækur Vestfjarðabækurnar 2017 Allur pakkinn 22,000 kr. Frítt með Póstinum. Vestfirskar sagnir 4. hefti, Hjóla- bókin 5, Rangárvallasýsla, Þorp verður til á Flateyri 2, 100 Vestfirskar gamansögur, Allt þetta fólk, Þormóðsslysið 18. febrúar 1943, Sólin er kl. 7 á Hreiðars- staðafjallinu, Vestfirðingar til sjós og lands, Fortunu slysið í Eyvindarfirði á Ströndum 1787, Gerist varla betra. Þetta er alveg satt! Vestfirska forlagið jons@snerpa.is 456 8181 Viltu vita meira um Hornstrendingana? Þá er málið leyst. Í Hornstranda- bókum okkar er uppistaðan frásagnir af Hornstrendingum fyrr og síðar. Tilboð allar 5=7,500 kr. Frítt með póstinum. Gerist varla betra! Vestfirska forlagið jons@snerpa.is 456-8181 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Aðeins 3.900 kr. á mann! Ath! Eingöngu afgreitt fyrir hópa Nánari upplýsingar á sjavarbarinn.is Rjómalöguð sjávarréttasúpa Karrísíld Rússnesk rauðrófusíld Grafinn lax og karfi Tvíreykt sauðahangikjöt Forréttir Jólalambakótilettur í raspi Grillsteikt lambalæri bernaise Dönsk purusteik Allt góða og hefðbundnameðlætið Aðalréttir Hjónabandssæla Ís og ávextir Eftirréttir Grandagarði 9 - Sími 517 3131 - sjavarbarinn.is Öðruvísi Jólahlaðborð fyrir hópa Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Bílar Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögubúnaður ofl lúxus. Verð aðeins 2.990.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.