Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 1
MAREL MÆTIR NÝJUM ÁSKORUNUM NÝR REKTOR TEKINN VIÐ Í MR FULLT AF FÍNUM JÓLAGJAFA- HUGMYNDUM ELÍSABET SIEMSEN 14 16 SÍÐNA BLAÐAUKIVIÐSKIPTAMOGGINN Ljósmynd/Reitir Kringlusvæði Mikið verður byggt í fram- tíðinni ef hugmyndir verða að veruleika.  Vinningstillaga í hugmynda- samkeppni um Kringlusvæðið gerir ráð fyrir byggingu 500-600 íbúða. Þá er gert ráð fyrir danshúsi suð- austast á svæðinu, gegnt aðalbygg- ingu Verslunarskóla Íslands. Torg myndast á milli þess og Borgarleik- hússins. Hjálmar Sveinsson, for- maður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir ekki áform um að byggja mislæg gatnamót til að anna umferð en til skoðunar sé að setja Miklubraut í stokk. »2 Gert ráð fyrir bygg- ingu 500-600 íbúða á Kringlusvæðinu Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Al- þingis, hefur boðað formenn þingflokkanna til fundar á Alþingi í dag til að fara yfir þau verk sem framundan eru. Meðal annars þarf að und- irbúa kosningar í nefndir. Nítján nýir þingmenn sóttu í gær kynningu hjá skrifstofu Alþingis, eins og venja er að loknum kosningum. Fjallað var um þingstörfin, starfsaðstöðu alþingismanna og þjónustu skrifstofunnar við þá. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýir þingmenn í starfsþjálfun í alþingishúsinu  Tveimur vin- sælum tónleika- stöðum í miðborg Reykjavíkur hef- ur nýlega verið lokað. Rósenberg við Klapparstíg verður breytt í írskan pöbb og rekstur Græna herbergisins við Lækjargötu stóð ekki undir sér. Nýráðinn verkefnastjóri Tónlist- arborgarinnar Reykjavíkur, María Rut Reynisdóttir, telur að til greina komi að borgin styðji við rekstur tónleikastaða og hyggst kanna grundvöll þess. »10 Vinsælum tónleika- stöðum lokað María Rut Reynisdóttir MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Líklegast er talið að formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálf- stæðisflokks, Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs og Framsókn- arflokks hefjist í dag eða í síðasta lagi á morgun, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. Síðustu daga hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna rætt ýmsa kosti til stjórnarmyndunar. „Eftir að það slitnaði upp úr hjá þessum fjórum flokkum hefur í raun og veru verið opin lína hjá öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, við mbl.is í gær. Formenn flokkanna þriggja sem eru að undirbúa form- legar viðræður kynntu stöðu mála á þingflokksfundum í gær og upplýstu hvað líklegast væri að gerðist næst. Málefnavinnan eftir Þótt svo kunni að fara að þessir þrír flokkar hefji fljótlega viðræður er samtal um málefni vart hafið á milli þeirra. Fyrir liggur að VG sækir það fast að Katrín Jakobs- dóttir verði forsætisráðherra. Verði það niðurstaðan og samstaða náist um málefnasamning hefur Morgun- blaðið heimildir fyrir því að Sjálf- stæðisflokkurinn, sem er með 16 þingmenn, muni gera ákveðna kröfu um aukinn fjölda ráðherra í nýrri ríkisstjórn, en VG hefur ellefu þing- menn og Framsóknarflokkur átta. Forseti Íslands hefur ekki skýrt frá því hvenær hann stígi inn í óformlegar viðræður stjórnmála- flokkanna til að fela einum foringja umboð til stjórnarmyndunar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, undrast ró- legheit forsetans. Segir að allir séu í biðstöðu á meðan hann veitir ekki einhverjum tilteknum flokksfor- manni umboð til stjórnarmyndun- ar. Þrír að hefja viðræður  Líklegast talið að Sjálfstæðisflokkur, VG og Framsóknarflokkur hefji formlegar viðræður um stjórnarmyndun  Sigmundur Davíð undrast rólegheit forsetans MViðræður »4  Fjármálaeftirlitið hefur hafið nánari athugun á mótaðilaáhættu íslenskra færsluhirðingarfyr- irtækja í kjölfar þess að Kortaþjón- ustan tapaði öllu eiginfé sínu vegna greiðslustöðvunar flug- félagsins Monarch. Þetta segir að- stoðarforstjóri FME sem einnig bendir á að Kortaþjónustan haldi nú lengur eftir fyrirframgreiðslum viðskiptavina sinna en fyrir áfallið. »Viðskipti FME tekur kortafyrir- tækin til skoðunar F I M M T U D A G U R 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  264. tölublað  105. árgangur 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.