Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.11.2017, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Sérhönnuð húsgögn fyrir gælu- dýr verða æ vinsælli og IKEA svaraði þeirri eftirspurn með því að kynna sérstaka línu undir heitinu LURVIG í haust, en þar voru ferfættir fjölskyldumeðlimir hafðir í huga við hönnun hús- gagna fyrir fólk. Einnig voru sér- stök húsgögn fyrir gæludýr þar á meðal, hundarúm og fleira. Á vefsíðunni mymodernmet.com er sagt frá því að þegar japanska fyrirtækið Okawa Kagu ákvað að hanna og framleiða húsgögn fyr- ir ketti var hugmyndin sú að sameina gríðarlegar vinsældir katta á netinu og hæfileika jap- anska handverksfólksins. Ekkert var til sparað; sérvalið timbur er í þessum hágæða kattahús- gögnum og tillit tekið til hins heimspekilega jafnvægiskerfis Feng shui. Þeir kattaeigendur sem njóta þess að dekra við ketti sína fagna þessari fegurð og vandvirkni. Af myndunum að dæma virðast kettirnir nokkuð sáttir við nýju línuna, en ekki víst að fjóskettir kæri sig um slíkan munað. Kattarúm Heldur betur notalegt að kúra svolítið. Kattahúsgögn Sófi Hvaða köttur vill ekki láta fara vel um sig í sófa? IKEA Fjölnota borð fyrir kisu. Japönsk hönnun á gæðahúsgögnum fyrir ketti vekur athygli og loðnum ferfætlingunum líkar nokkuð vel. Vaskir sjómenn, vígreifir banka- menn, krúttleg lopatröll, léttfættir séntilmenn, þrekmiklir bændasynir: Það er misjafnt hvað þykir karl- mannlegt, breytilegt eftir stað, stund og stétt. En hvernig hefur karlmennskan þróast í tímans rás og hvernig bera menn sig karlmann- lega í dag? Þessara spurninga spurði þjóðfræðingurinn Sæbjörg Freyja Gísladóttir sem hefur rann- sakað hvernig karlmennska birtist í ljósmyndum frá árunum 1914 til 2014, hvaða líkamsstaða þykir karl- mannleg á hverjum tíma og hvernig líkamar karlmanna endurspegla samfélagsbreytingar. Í tilkynningu kemur fram að Sæ- björg hafi safnað og greint um eitt þúsund ljósmyndir frá Skjalasafni Austfirðinga og Skjalasafninu á Ísa- firði frá fyrstu áratugum 20. aldar. Hún ljósmyndaði einnig þrjátíu karl- menn sem eru búsettir á Egils- stöðum, Reykjavík og í Önundarfirði. Afrakstur þessa er ljósmyndasýn- ingin Alvöru karlmenn sem þegar hefur verið sýnd víða um land og ratar nú á veggi Háskóla Íslands á Háskólatorgi. Sýningaropnun var í gær og full ástæða til að hvetja fólk til að gera sér ferð á Háskólatorg og berja dýrðina augum, sjálfa karlmennsku íslenskra karlmanna í hinum ólík- ustu myndum og frá ólíkum tímum. Sýningin er á vegum Námsbrautar í þjóðfræði og safnafræði við Há- skóla Íslands og Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu. Sýningin Alvöru karlmenn á göngum Háskólatorgs Karlmaður Þessi tekur sig heldur betur vel út með sláttuvélina. Hvernig hefur karlmennskan þróast í tímans rás? Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð Ábyrgðar- og þjónustuaðilar: Optical Studio Smáralind, s. 528 8500 Optical Studio Keflavík, s. 4213811 Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.