Morgunblaðið - 02.12.2017, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 02.12.2017, Qupperneq 11
11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2017 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kristófer Oliversson, framkvæmda- stjóri og eigandi Center-hótelkeðj- unnar, segir það mikið áhyggjuefni að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkis- stjórnar sé boðað að taka upp hlut- fallslegt gistináttagjald. Keðjan á sex hótel í miðborg Reykjavíkur og undirbýr bygg- ingu tveggja nýrra. Máli sínu til stuðnings bendir Kristófer á að virðisaukaskattur myndi þá leggjast ofan á gistinátta- gjaldið. Virðis- aukaskattur sé enda lagður á heild- arverð í lokin. Því muni boðuð veltu- tenging gistináttagjalds auka útgjöld hótela vegna virðisaukaskatts. Með þetta í huga sé það skammgóður vermir að ríkisstjórnin hyggist falla frá fyrirhugaðri hækkun virðisauka- skatts á gistingu. Til upprifjunar ætl- aði fráfarandi stjórn að hækka virð- isaukaskatt á gistingu úr 11% í 22% árið 2019. Gistináttagjald var hins vegar þrefaldað í haust úr 100 kr. í 300 kr. á hverja gistieiningu. Þekkir ekki önnur dæmi „Ég hef í fljótu bragði ekki fundið dæmi um það í öðrum löndum að gistináttaskattur sé veltutengdur,“ segir Kristófer. Fram kemur í stjórnarsáttmálan- um að ný ríkisstjórn hyggst skoða komu- eða brottfarargjald í ferða- þjónustu. „Gistináttagjald færist yfir til sveitarfélaga á kjörtímabilinu í tengslum við viðræður ríkis og sveit- arfélaga um endurskoðun tekju- stofna. Gjaldinu verður breytt þannig að það verði hlutfallslegt,“ segir í sáttmálanum um þetta efni. Kristófer rifjar upp áform Stein- gríms J. Sigfússonar, nýs forseta Al- þingis og fjármálaráðherra í tíð vinstristjórnarinnar 2009 til 2013, um að leggja á samhliða farþegagjald og gistináttagjald, en frumvarp þess efnis var lagt fram árið 2011. Drógu í land með gjöldin „Síðan þróuðust málin þannig að hætt var við að leggja á komugjöld. Svo hættu menn við að leggja gisti- náttagjaldið á um helming þeirra að- ila sem áttu að greiða gjaldið, á borð við fjallaskála og orlofsheimili. Við teljum okkur hafa gamalt loforð frá stjórnvöldum um að ef lögð verða á komugjöld verði gistináttagjaldið fellt niður. Að mínu mati er rétt að rifja upp þetta loforð ef samstaða er um að leggja á komugjöld. Ég tel mjög óeðlilegt að taka út einn kima í ferðaþjónustunni, sem eru löglega rekin hótel, og leggja sértækan skatt á þau, eins og gistináttagjaldið. Slík- ur skattur er hvergi innheimtur ann- ars staðar á Norðurlöndunum,“ segir Kristófer. Hann segir áhyggjuefni að gjaldið verði hlutfallslegt. Það margfaldi áhrifin. Þá rifjar hann upp ummæli Birgittu Jónsdóttur, sem þá sat á þingi fyrir Pírata, um 5% gistinátta- gjald á kynningu fyrir svonefnda Lækjarbrekkustjórn í aðdraganda þingkosninga haustið 2016. Af þeirri stjórnarmyndun varð ekki. Framlegðin minni en fullyrt er Þá rifjar Kristófer upp nýlega skýrslu KPMG um afkomu hótela. Þar komi fram að framlegð hótela í Reykjavík sé mun minni en ýmsir hafi haldið fram. Þá sé afkoma hótela úti á landi ekki góð. „Eins og KPMG sýndi fram á hefði það verið rothögg fyrir hótelrekstur á landsbyggðinni að hækka virðisaukaskattinn eins og boðað var. Frá sjónarhóli hótelrek- enda er enginn munur á hlutfallsleg- um gistináttaskatti og hlutfallslegum virðisaukaskatti. Hvor tveggja er veltuskattur.“ Ekki náðist í Ólaf Torfason, stjórn- arformann Íslandshótela, eða Davíð Torfa Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandshótela, vegna málsins. Fram kom í áðurnefndri úttekt KPMG að hún byggðist á upplýsing- um frá fyrirtækjum sem voru með 4.655 hótelherbergi, eða um helming skráðra herbergja á landinu. Allar stærstu hótelkeðjurnar hafi verið með, auk fjölda smærri aðila. Hærra gistináttagjald eykur virðisaukaskatt  Aðaleigandi Center-hótela rifjar upp loforð vinstristjórnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við Hlemm Á Center-hótel Miðgarði eru samtals 170 herbergi. Kristófer Oliversson Í Morgunblaðinu í gær sagði að Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra væri fjórði yngsti forsætisráð- herrann frá lýðveldisstofnun. Það er ekki rétt, Katrín, sem er 41 árs, er sá þriðji yngsti. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT Atvinna Kringlunni 4c – Sími 568 4900 ÚRVAL AF GLÆSILEGUM HÁTÍÐAR- FATNAÐI Á ALLAR DÖMUR Kimono 16.990,- St. S-XL Opið 11-16 í dag Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Kr. 7.900 Str. S-XXL Litir: Rautt, svart, blátt og vínrautt Hneppt peysa með vösum gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Árni Stefán Leifsson þvagfæraskurðlæknir sinnir stofurekstri í Læknahúsinu, Domus Medica, 6. hæð. Tímapantanir í s. 563 1060 eða á www.þvagfæraskurðlæknir.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Á ríkissráðsfundi nýrrar ríkis- stjórnar á Bessa- stöðum á fimmtu- dag var stað- festur nýr forsetaúrskurður um skiptingu stjórnmálaefna á milli ráðuneyta. Helstu breyt- ingar fela í sér að málefni hagskýrslugerðar og upp- lýsingar um landshagi, þar með talin málefni Hagstofu Íslands, færast til forsætisráðuneytis frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Einnig mun forsætisráðherra taka aftur við for- mennsku í vísinda- og tækniráði. Þá munu málefni upplýsingasamfélags- ins, þar á meðal verkefnið Ísland.is, færast til fjármála- og efnahags- ráðuneytisins frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Einnig samþykkti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á fundi sín- um í gær að skipa Sigurð Inga Jó- hannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, í embætti samstarfsráðherra Norðurlanda. Ber hann ábyrgð á norrænu rík- isstjórnarsamstarfi innan norrænu ráðherranefndarinnar fyrir hönd forsætisráðherra. Saman fara sam- starfsráðherrar hverrar þjóðar með stjórn norræna ríkisstjórnarsam- starfsins og taka stefnumótandi ákvarðanir. Norræna ráðherra- nefndin var stofnuð árið 1971. Sig- urður Ingi tekur við embættinu af Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra. Breytt verkaskipting í ríkisstjórn Katrínar Sigurður Ingi Jóhannsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.