Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033
Flottir í tu
Gleðilega hátíð
Þökkum viðskiptin á
árinu sem er að líða
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við höfum áætlað að það séu á bilinu
4-6 milljarðar króna sem fara for-
görðum með þessum hætti í íslenskri
smásöluverslun á hverju ári. Þetta eru
því verulegir hagsmunir,“ segir Andr-
és Magnússon, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunar og þjónustu.
Jólaverslunin nær hámarki í dag og
hermt hefur verið að Íslendingar hafi
verið sérstaklega duglegir að sveifla
kortunum þetta árið. Einn fylgifiskur
verslunar á þessum árstíma er búðar-
hnupl. „Við höfum ekki upplýsingar
um krónur og aura en það er nákvæm-
lega sama mynstur hvað þetta varðar
hér og annars staðar á Norður-
löndum,“ segir Andrés.
Hann segir að nýlega sé hafið form-
legt samstarf við lögregluna um að
leita kerfisbundið leiða til að taka á
þessum vanda. „Núna höfum við feng-
ið alvöru skilning hjá löggæslu-
yfirvöldum á þessum vanda sem að
steðjar. Það samstarf snýst um að
auðvelda fyrirtækjum að leita réttar
síns, einfalda kæruleiðir og bæta boð-
skipti. Þetta samstarf, sem er ekki síst
að frumkvæði lögreglu, er algjörlega
til fyrirmyndar og við fögnum því.“
Þó að vandinn blossi upp nú fyrir
jólin þegar margir reyna í örvæntingu
að bjarga sér er hann síður en svo
bundinn við þennan árstíma, að sögn
Andrésar. „Stór hluti af þessu er angi
af skipulagðri glæpastarfsemi sem
teygir anga sína hingað,“ segir Andr-
és.
Það sem af er ári hafa lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu borist 863 til-
kynningar um búðarhnupl. Talsvert á
eftir að bætast við í desember þannig
að útlit er fyrir að fjöldinn verði ívið
meiri en í fyrra þegar tilkynnt var um
866 tilvik búðarhnupls. Árið 2015 var
tilkynnt um búðarhnupl 1.100 sinnum,
árið 2014 voru tilkynningarnar 820 og
2013 voru þær 957.
Sigurjón Örn Þórsson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar, segir að
öll tilvik búðarhnupls í verslunum þar
séu skráð og hann merki enga breyt-
ingu í ár frá fyrra ári.
Magnús Ófeigur Gunnarsson, þjón-
ustustjóri hjá Securitas, segir að sýni-
leg öryggisgæsla í búðum dragi mjög
úr hnupli en nokkur alvarleg tilvik hafi
komið upp í ár. „Það hafa verið tilvik
þar sem einstaklingar ganga búð úr
búð og ætla sér að stela. Þeir hafa ekki
látið sér segjast þó að öryggisvörður
standi rétt hjá og eru jafnvel tilbúnir
að steyta hnefa. Ég man alla vega eftir
tveimur tilvikum núna þar sem við
gripum menn á besta aldri við þessa
iðju. Þetta voru menn, 35-40 ára, sem
var ekki að sjá að væru í neinu rugli.“
Samstarf gegn búðarhnupli
Verulegir hagsmunir í húfi Meira hnupl í ár en í fyrra
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Skaginn 3X á Akranesi, Kælismiðjan
Frost og Rafeyri á Akureyri framleiða
allan búnað í eitt stærsta uppsjávarhús
í heimi, sem nú er í byggingu á Þver-
eyri á Suðurey í Færeyjum. Fyrirtæk-
ið Varðin Pelagic stefnir að því að hefja
vinnslu í húsinu um mitt næsta ár og er
samningsupphæðin um fimm milljarð-
ar króna. Framkvæmdir eru fyrir
nokkru hafnar bæði á Íslandi og í Fær-
eyjum, en fleiri íslensk fyrirtæki koma
að verkefninu.
Skaginn 3X er með stærsta hluta
verksins, en fyrirtækið er nú með
verkefni víða um heim og hefur und-
anfarið gert fjölda samninga um nýj-
ar lausnir í uppsjávariðnaði. Má þar
nefna uppsetningu á nýrri verksmiðju
fyrir Eskju á Eskifirði og samning við
France Pélagique um nýja kynslóð
sjálfvirkrar vinnslu fyrir skip, auk
samningsins við Færeyingana. Alls
starfa um 240 manns hjá fyrirtækinu
og hefur þeim fjölgað talsvert á síð-
ustu misserum.
Stórbruni varð í uppsjávarverk-
smiðju Varðin Pelagic í byrjun júní í
sumar og brann hún nánast til
grunna. Skaginn hf., Kælismiðjan
Frost ehf. á Akureyri og fleiri fyrir-
tæki byggðu þá verksmiðju fyrir um
fimm árum. Forsvarsmenn Varðin
Pelagic hófu þegar vinnu við að
byggja upp á nýjan leik og er 10 þús-
und fermetra stálgrindarhús í bygg-
ingu á Þvereyri. Þá voru öflugir fryst-
ar frá Skaganum 3X einnig settir upp
í haust. Ráðgert er að nýja verksmiðj-
an taki til starfa þegar um eitt ár
verður liðið frá brunanum.
Afkastageta gamla uppsjávarhúss-
ins var eftir stækkun um 900 tonn á
sólarhring, en í nýja húsinu verða af-
köstin allt að 1.300 tonnum af pakk-
aðri vöru á sólarhring og stækkunar-
möguleikar upp í 1.700 tonn. Í nýja
húsinu er lögð áhersla á heildstæðar
lausnir í vinnslu, frystingu og pökkun
með þarfir markaðarins í huga.
Mikil viðurkenning
Ingólfur Árnason, framkvæmda-
stjóri Skagans 3X, segir að sérstak-
lega hafi verið hugað að umhverfis-
þáttum í hönnun verksmiðjunnar og
stór skref hafi verið stigin í þeim efn-
um. Þá gefur verksmiðjan aukna
möguleika í orkunýtingu, fjölbreyti-
leika í framleiðslu og nýtingu auka-
afurða.
Hann segir að þetta sé stærsti
samningur sem fyrirtækið hafi gert
og hann viti ekki til þess að íslenskt
tæknifyrirtæki hafi gert stærri samn-
ing. Mikil viðurkenning á starfsmönn-
um Skagans 3X og lausnum fyrirtæk-
isins felist í því að Varðin Pelagic geri
öðru sinni samning við Skagann 3X.
Það staðfesti að lausnin sé bæði fram-
sækin og áreiðanleg.
Haft er eftir Boga Jacobsen, for-
stjóra Varðin Pelagic, í fréttatilkynn-
ingu að vandlega hafi verið farið yfir
alla möguleika í stöðunni eftir brun-
ann í sumar og álits viðskiptavina m.a.
verið leitað. Niðurstaðan hafi verið sú
að lausnir Skagans hentuðu fyrirtæk-
inu best.
Fimm milljarða verkefni í Færeyjum
Skaginn 3X og samstarfsfyrirtæki byggja nýtt uppsjávarhús á Þvereyri Afköstin verða allt að 1.300
tonn á sólarhring og húsið eitt það stærsta í heimi Eldri uppsjávarverksmiðja brann til grunna í sumar
Þvereyri í Færeyjum Ráðgert er að starfsemi nýrrar verksmiðju í þessu
nýja 10 þús. fermetra húsi geti hafist um ári eftir brunann síðasta sumar.
Tíkinni Dollý var nokkuð brugðið þegar hún
kom á flugstöðina við Reykjavíkurflugvöll í gær.
Þar tók á móti henni sjálfur Hurðaskellir sem
gerði hvað hann gat til að skella hurðinni á
búrinu sem ætlað var að ferja hana austur á
Egilsstaði.
Hún tók sér far með vél Air Iceland Connect
og mun dvelja fyrir austan yfir hátíðirnar. Hún
snýr svo aftur í höfuðstaðinn á nýju ári.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dollý nýtti sér innanlandsflugið
Sala á tvinnbílum
hjá Toyota hefur
aukist um 43%
milli ára. Árið
2016 seldi Toyota
á Íslandi 594
tvinnbíla en í ár
seldist 851 bíll bú-
inn þeirri tækni.
Þessari aukningu
er náð þrátt fyrir að bílaleigur, sem
eru stærstu viðskiptavinir bílaum-
boðanna, kaupi ekki tvinnbíla eða
bíla sem falla í sama flokk hvað um-
hverfisvernd varðar, vegna þess að
þeir bera lág eða engin vörugjöld og
bílaleigur geta því ekki hagnast á
niðurfellingu vörugjalda af þeim.
Yaris var mest seldi tvinnbíll Toyota
en alls seldust 307 slíkir bílar á
árinu. Þar á eftir kom RAV4 en 214
slíkir hafa selst á árinu. „Toyota hef-
ur tekið umhverfismál mjög föstum
tökum og lagt metnað sinn í að fram-
leiða umhverfisvæna bíla og um-
gangast takmarkaðar auðlindir
jarðar af virðingu. Við skiljum ekki
alveg þann tvískinnung sem birtist í
metnaðarfullum markmiðum stjórn-
valda í umhverfismálum annars veg-
ar og hins vegar hvatningu til að
kaupa bíla sem menga meira en
sambærilegir bílar,“ segir Páll Þor-
steinsson, upplýsingafulltrúi Toyota
á Íslandi. mhj@mbl.is
Toyota hefur selt
43% fleiri tvinnbíla
í ár en í fyrra
Yaris var mest seldi
hybrid-bíll Toyota.