Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Jólahelgin gengur í garð. Súspurning kann að vaknahvort helgi jólanna sé henni samferða. Þrátt fyrir allt er ekki ástæða til að ætla annað. Kristin kirkja á undir högg að sækja víða á Vesturlöndum. Það er engin ein skýring á því en til- gáturnar eru óteljandi. Þeir eru til sem segja að aukin menntun hafi ýtt undir tortryggni gagn- vart ósannanlegum hlutum til- verunnar. Og vissulega skín gáfnahroki stundum í gegn í um- ræðunni og það skrítna er að hann er oftast heimskulegasti þáttur hennar. Öllum hinum til- gátunum skal sleppt að þessu sinni, en tölurnar segja óneitan- lega sína sögu. Söfnuðir skreppa saman og sífellt dregur úr sókn í guðshúsin. Þótt þess gæti ekki enn hér er algengt víða í Evrópu að guðshús séu afhelguð svo selja megi þau undir aðra starf- semi. Í Bretlandi kaupa auð- menn upp forna prestsbústaði og tapa ekki á því. Í afhelguðum kirkjum kennir margra grasa í framhaldinu, jafnvel í fyllstu merkingu. Þar fá vöruhús og við- urkennd verslunarstarfsemi inni og frjóir arkitektar breyta hús- unum svo þar megi hafa nætur- klúbba sem slá í gegn. Háaltarið þykir henta sérdeilis vel fyrir þann guð sem menn vegsama völtum fótum þar. Mörgum þykir þyngra en tár- um taki að horfa upp á þessa þró- un. En þessi ytri merki skipta þó minnstu máli. Á sama tíma og þessi er þróunin í Evrópu stækka söfnuðir annars staðar, svo sem í Kína. Þegar lagt er saman kemur í ljós að kristnum mönnum fer enn fjölgandi, en hafa fært sig um set. Vitað er að yfirvöldum þessa fjölmennasta ríkis heims er ekki um þetta gef- ið. Fréttaskýrendur segja að kínverski kommúnistaflokkurinn hafi alls ekki horn í síðu jóla- sveinsins. En Jesús Kristur, sá krossfesti, gerir þá órólega. En hvað sem þeim mannamun líður þá er það þó þakkarefni að mjög hefur dregið úr grimmilegum viðbrögðum sem tíðkuðust lengi eftir valdatöku kommúnista í Kína, rétt eins og í ríki þeirra Leníns og Stalíns þar sem þeir túlkuðu boðorð um að menn skyldu ekki aðra guði hafa með sínum persónulega hætti. Guðs- hús voru mörg sprengd í loft upp, rifin til grunna eða tekin til annarra þarfa. Þeir, sem þráuð- ust við og iðkuðu trú sína, þótt bæri lítt á því, enduðu margir í Gúlagi kommúnismans. Margir þeirra týndu lífi. Það var almennt álitið að þess- um jafningjum alþýðunnar sem tóku sjálfa sig í guða tölu hefði tekist að ganga á milli bols og höfuðs á trúnni í þessu land- mesta ríki veraldar. En þegar múrinn hrundi og sovét-kommúnisminn gufaði upp fylltust kirkjur eins og á auga- bragði á ný. Þau guðshús sem höfðu staðið af sér fullkomna eyðileggingu fengu fyrri veg- semd og dýrð á ný. Hin sanna trú var ekki höggv- in í grjót eða geymd í steindum gluggum. Hún var því ónæm fyrir dýnamíti. Gullskreytingar og heilög tákn voru vissulega sem vitnisburður og upplífgandi umgjörð sem hinum kristnu söfnuðum þótti hæfa, en hvorki upphaf þeirra né endir. Á jarðtíð Krists og seinna lærisveina hans og fylgjenda þeirra var kirkjan þar sem þeir voru. Það var merking orðsins. Trúarneistinn leyndist ekki í rústum kirkn- anna sem „alþýðuleiðtogar“ sprengdu í tætlur. En árásirnar á umgjörðina sýndu að jafnvel alræðisstjórn sem á alls kostar við þegna sína óttast kraft kristninnar, gildi góðleika henn- ar og það undur að síðasti andardráttur deyjandi manns á krossinum, andardráttur friðar- boðans, fékk blásið lærisveinum hans, söfnuðum og loks millj- örðum manna siguranda í brjóst. Þær alþjóðastofnanir sem um slíkt véla segja að kristni söfn- uðurinn sé nú sú trúarheyfing í heiminum sem sæti mestum of- sóknum. Það ætti að setja óhug að öllu góðu fólki. En það er með öfugum formerkjum um þessar mundir. Háværar kröfur eru um það á Vesturlöndum að trúar- iðkun sem berst frá framandi löndum með fólki sem leitar skjóls í vestrænum nægta- ríkjum sé sýnd ýtrasta tillits- semi. Slík krafa ætti að vera óþörf svo sjálfsögð sem hún er. En um leið þykir ekkert að því að fara óvægilega að hinum inn- lenda sið, sem verið hefur vega- nesti þjóða í eitt eða tvö þúsund ár. Virkum þátttakendum í kirkjulegu starfi fækkar ár frá ári. Stundum virðast talsmenn safnaðanna veigra sér við að taka svari þeirra. Það er miður, en mun þó ekki ráða úrslitum. Engan mann má þvinga til að undirgangast trú, hvorki kristna né aðra. Enda þannig fengin gagnast hún engum. En með sama hætti er jafn skaðlegt að leggja stein í götu þeirra sem sjálfviljugir vilja upplifa þá trúarreynslu sem fært hefur svo mörgum styrk og gæfu. Kristnir menn fagna jólum af sínum ástæðum og telja sig hafa ríkar ástæður til að njóta þeirra. Friður jólanna og fagnaðar- erindi er þeim mikil blessun. En sá hópur á ekki einkarétt á að njóta jólanna. Til að mynda í þessu landi gengur allur þorri fólks gleði- ríkur og glaðbeittur til jóla- haldsins sem er framundan og nýtur hátíðar með sínu fólki og með sínum hætti til fulls. Hvað sem trúarlegri afstöðu líður er notalegt að skynja að þjóðin er á þessum tíma nær því að vera sem einn maður en oftast endra- nær. Gleðileg jól. Gleðileg jól STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Jóladansspor Á Árbæjarsafni tekur jólasveinn í gömlum jólasveinabúningi dansspor fyrir gesti áður en dansað er í kringum uppátæki jólasveinsins. Gestirnir láta ekki napurt veður á sig fá heldur draga fram húfur og vettlinga. Í Árbæjarsafni má sjá Morgunblaðið/Ha Lúsíuhátíð Sænska félagið á Íslandi, stóð fyrir árlegri Lúsíuhátíð með tónleikum í Seltjarnarneskirkju 13. desember undir stjórn Maríu Cerderborg. Sænska félagið hefur staðið fyrir Lúsíuhátíð og síðar tónleikum frá árinu 1954. Morgunblaðið/Hari Jólaball Börnin í Melaskóla skemmtu sér vel á litlu jólunum í skólanum. Það fylgir því sérstök stemning að ganga í kringum jólatré í góðra vina hópi. Hjálpsamur Jólasveinar eru oft stríðnir Skógrækt Mosfellsbæjar með fjölskyldu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.