Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017 FRÍSKANDI BRAGÐ OG FULLT AF HOLLUSTU LÝSI MEÐMYNTU- OG SÍTRÓNUBRAGÐI Lýsi með myntu- og sítrónubragði er ný vara frá Lýsi sem innheldur omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA og er þar að auki auðugt af A-, D- og E-vítamínum. LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR NÝ F E R S K T O M Y N T U- OG SÍTRÓN U B R A G Ð V E R T Gunnar Birgisson og fjölskylda færðu hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans nýverið að gjöf að- gerðargleraugu til að sýna mynd- skeið úr aðgerðum. Gunnar var á deildinni eftir alvarlegt hjartaáfall en er á góðum batavegi. Tækið nýtist bæði skurðteyminu á deildinni og nemendum í faginu, sérútbúin aðgerðargleraugu sem gera kleift að taka upp það sem skurðlæknirinn sér einn í hjartanu og streyma því beint til teymis á skurðstofu eða í kennslustofu. Gaf hjartadeildinni aðgerðargleraugu Gjöf Bjarni Torfason yfirlæknir ásamt hjónunum Gunnari og Vigdísi Karlsdóttur. kominnar tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Hlíðarenda“. Sagði þar að tillagan væri í andstöðu við al- menna skilmála deiliskipulagsins. „Í sérstökum skilmálum deiliskipulags- ins er tiltekið að á lóð A sé gert ráð fyrir allt að 12.500 fermetra bygg- ingu á fjórum hæðum … Í breyting- unni felst að byggingarmagn á lóð- inni er aukið „til samræmis við lóðir G og H“ úr 12.500 fermetrum í 17.500 fermetra“. Bent var á að umbjóðandi Lex ætti lóð D vestan við lóð A. Hann hafi „í ljósi nálægðar lóðar D við lóð A verulegra grenndarhagsmuna að gæta af fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda“. Þá væri rannsókn máls ófullnægjandi með vísan til stjórnsýslulaga. Engin rannsókn hefði farið fram á skugga- varpi vegna fyrirhugaðrar aukn- ingar á byggingarmagni á reit A. Byggingarmagn aukið um 40% „Með tillögu að breytingu á deili- skipulagi verður byggingarreitur ofanjarðar á lóð A stækkaður um 94% en um ræðir 40% aukningu á byggingarmagni … Umbjóðandi minn byggir á því að breytingin valdi því að söluverð íbúða á reit D lækki um 3-7% ef ekki meira. Á reit D er heimilað að byggja 16.457 fer- metra íbúðarhúsnæðis og hefur ver- ið reiknað með að verðmæti hvers fermetra muni nema um 580.000 krónum. Taki breytingin gildi mun 3% verðmætisrýrnun á söluverði íbúða því fela í sér 285.000.000 króna tjón fyrir umbjóðanda minn en verði 7% lækkun mun tjónið nema 665.000.000. Yrði því um gríðarlegt tjón að ræða sem sveitarfélagið ber ábyrgð á.“ Mun leita réttar síns Sama bótakrafa var lögð fram vegna reits C. Hljóðaði bótakrafa Sigurðar Sigurgeirsson því upp á 570 til 1.330 milljónir. Tekið var fram í lok tveggja bréfa vegna reita C og D að lóðarhafi myndi „leita réttar síns fyrir úrskurðarnefnd um- hverfis- og auðlindamála og/eða dómtólum taki umrædd breyting á gildandi deiliskipulagi gildi“. Það fékkst ekki staðfest hjá lög- manni Sigurðar, Óskari Sigurðssyni hrl., hver næstu skref verða. Krafðist allt að 1,3 milljarða bóta vegna Hlíðarenda 2  Fjárfestir krafði Reykjavíkurborg um bætur vegna aukins byggingarmagns Teikning/Alark arkitektar Bitbein A-reitur er fyrir miðri myndinni. Arminum til vinstri var bætt við. Hlutafélaginu Skallagrími hf. hefur verið slitið. Tilkynning um slitin birtist í Lögbirtingablaðinu 11. des- ember síðastliðinn, rúmum 19 árum eftir að hluthafafundir ákváðu að slíta félaginu. Þeir fundir voru haldnir haustið 1998. Skallagrímur hf. gerði út Akra- borgina, sem annaðist siglingar milli Akraness og Reykjavíkur. Þrjú skip í eigu Skallagríms hf. hafa borið það nafn. Hið fyrsta var tekið í notkun árið 1956, en áður hafði fyrirtækið gert út Laxfoss til áætlunarsiglinga á Faxaflóa. Eftir að göngin undir Hvalfjörð voru opnuð, sumarið 1998, var út- gerð Akraborgar hætt. Hún er núna skólaskip, Sæbjörg, í eigu Slysa- varnarfélagsins Landsbjargar. Skjöl félagsins eru varðveitt á HéraðsskjalasafniAkraneskaup- staðar. Engar gildar fjárkröfur eða rétt- indakröfur komu fram á félagið í innköllunarfresti og var lýstum kröf- um hafnað án nokkurra eftirmála af hálfu kröfulýsenda á slitafundi sem haldinn var 10. febrúar 1999. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. Skilanefnd lagði fram lokareikning félagsins dags. 26. maí 1999 og út- hlutunargerð á hluthafafundi í félag- inu 27. maí 1999. sisi@mbl.is Síðasta Akraborgin Rekstrinum var hætt 1998 og skipinu breytt í skólaskip. Hlutafélaginu Skalla- grími loksins slitið Séra Hjálmar Jónsson snýr aft- ur í Dómkirkjuna á aðfangadag þegar hann sér um aftansönginn kl. 18 ásamt sr. Sveini Valgeirs- syni dómkirkju- presti, sem mun predika. Hjálmar hætti sem kunnugt er í Dómkirkj- unni fyrr á þessu ári en nýr prestur hefur ekki verið skipaður í hans stað. Aftur í sína gömlu sókn Um áramótin liggur leið Hjálm- ars norður á Sauðárkrók þar sem hann mun gerast afleysingaprestur í sinni gömlu sókn. Þjónaði hann þar sem sóknarprestur á árunum 1980 til 1995. Fyrsta messan verður strax á nýársdag kl. 17. „Börnin sem ég skírði og fermdi eru uppkomin og ég skíri og fermi börnin einhverra þeirra. Það er góð tilfinning að fara heim norður, rifja upp gömul kynni, treysta vinskap- inn og kynnast nýrri kynslóð,“ seg- ir sr. Hjálmar við Morgunblaðið. Hjálmar snýr aftur á aðfangadag Hjálmar Jónsson Jóhann Halldórsson, fjárfestir og hrl., gætir hagsmuna O1 ehf. sem er lóðar- hafi H-reits á Hlíðarenda. Hann mótmælti í bréfi til skipulagsfulltrúa í maí sl. „harðlega framkominni tillögu“ að breyttu skipulagi Hlíðarenda 2. Jóhann rifjaði upp að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 hafi verið heimilað að byggja allt að 60 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á svæði Hlíðarenda auk allt að 360 íbúða. Íbúðum hafi síðan verið fjölgað (sjá grein hér til hliðar) og aðrar breytingar gerðar. Jóhann gerði jafnframt athugasemdir við áform um allt að 500 herbergja hótel á reit A. Fallið hefur verið frá þeim áformum. Á H-reit hefur Jóhann haft áform um 444 herbergja hótel. Taldi Jóhann að 500 herbergja hótel myndi kalla á „a.m.k. 18-20 rútur á dag“. „Er það mjög íþyngjandi í íbúa- hverfi, svo ekki sé fastar að orði kveðið“. Var tekið fram að umbjóðandi Jó- hanns myndi leita réttar síns fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlinda- mála og/eða dómstólum tæki umrædd breyting á gildandi deiliskipulagi gildi. Jóhann sagði aðspurður í gær að málinu væri lokið með sátt. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Creditinfo á hann 95% í O1 ehf., sem heitir nú REY Hotel hf., og kona hans, Valgerður Margrét Backman, 5% hlut. Gagnrýndi áform um hótel FULLTRÚI LÓÐARHAFA Á H-REIT BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eigandi tveggja byggingarreita við Hlíðarenda krafðist allt að 1,3 millj- arða í bætur frá Reykjavíkurborg vegna aukins byggingarmagns á lóð í eigu Vals. Taldi hann það rýra verðmæti íbúða á lóðum sínum. Málið varðar svonefndan A-reit á Hlíðarenda 2. Hann verður sunnan við fyrirhugað knatthús Valsmanna. Ætlunin er að á norðurhlið knatt- hússins verði stúkusæti við aðal- leikvang Vals sunnan megin. Sigurður Sigurgeirsson fjárfestir hefur átt tvo byggingarreiti vestan við A-reit í gegnum félögin Dalhús og NH eignir. Elfar Ólason, löggilt- ur fasteignasali og talsmaður Sig- urðar, sagði í gær að samkomulag hefði náðst við fjárfesta um samstarf við uppbyggingu á D-reit. Málin væru komin skemmra á veg á C-reit. Elfar kvaðst ekki þekkja til kæru- mála vegna framkvæmdanna. Gætir hagsmuna lóðarhafa Samkvæmt tillögu að breyttu deiliskipulagi verður byggingar- magn á A-reit aukið í 17.500 fer- metra, auk 4.600 fermetra af sam- eiginlegu rými og 12.000 fermetra bílakjallara, alls 34.100 fermetrar. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa jafnframt heimilað fjölgun íbúða á reitum C, D, E og F í allt að 673 íbúðir. Á reit B er bygging fjöl- býlishúss með 40 íbúðum langt kom- in. Á reit A eru nú hugmyndir um 67 íbúðir og 100-150 stúdentaíbúðir. Samanlagt gætu því orðið 880 til 930 íbúðir á svæðinu fullbyggðu. Fram kom í bréfi Lex lögmanns- stofu til skipulagsfulltrúa borgar- innar í maí að lóðarhafi á Hlíðarenda 28-34 (C-reitur/Dalhús) og Hlíð- arenda 1-7 (D-reitur/NH eignir) hefði falið lögmanni stofunnar að „gæta hagsmuna sinna vegna fram-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.