Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017
Sögur þessar samdi amma Ástríðar
Ránar þegar Ástríður var lítil um
tvo hunda sem lenda í ýmsum
ævintýrum og gaf út á afmælisdegi
hennar þegar hún hefði orðið 25
ára. Ástríður lést á Vogi árið 2014.
Allur hagnaður af sölu bókarinnar
fer til styrktar hjálparsamtökum
sem styðja unga fíkla við að
komast aftur á rétta braut, þá
sem eru í sjálfsvígshættu og/eða
foreldra sem misst hafa börn
vegna fíknar.
Nú erum við í ljótum málum
Bækurnar eru til sölu í verslunum Hagkaupa í Skeifunni, Garðabæ og
Smáralind, Mál og Menningu og Bókakaffi á Selfossi. Einnig er hægt að
panta bókina á Facebook síðunni Týri og Bimbó og kostar bókin 3000 kr.
Skemmtilegar barnasögur fyrir aldurinn 4-9 ára
sem passa vel í jólapakkann.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Úrslit þingkosninganna í Katalóníu í
fyrradag eru álitin mikið áfall fyrir
Mariano Rajoy, forsætisráðherra
Spánar, sem hafði boðað til kosning-
anna í von um að flokkar sjálfstæðis-
sinna misstu meirihluta sinn á þingi
héraðsins. Flokkarnir misstu tvö
þingsæti en héldu meirihlutanum
eftir að Rajoy hafði leyst upp heima-
stjórn og þing Katalóníu vegna sjálf-
stæðisyfirlýsingar þess 27. október.
Carles Puigdemont, sem Rajoy
vék úr embætti forseta heima-
stjórnarinnar, sagði að úrslit kosn-
inganna væru sigur fyrir „kata-
lónska lýðveldið“. „Þetta er
niðurstaða sem enginn getur dregið í
efa,“ sagði hann í Brussel þar sem
hann hefur dvalið til að komast hjá
því að verða saksóttur á Spáni fyrir
uppreisn vegna sjálfstæðisyfirlýs-
ingar þings Katalóníu. „Spænska
ríkið var sigrað. Rajoy og banda-
menn hans biðu ósigur.“
Mikil óvissa er þó um hvað gerist
eftir kosningarnar. Búist er við að
viðræðurnar um myndun nýrrar
heimastjórnar verði erfiðar og taki
margar vikur eða mánuði. Miklar lík-
ur eru jafnvel taldar á því að kjósa
þurfi aftur á næsta ári.
Flokkur andstæðinga
sjálfstæðis er stærstur
Óljóst er hver fær umboðið til að
mynda nýja stjórn því að Borgarar,
flokkur sem vill að Katalónía verði
áfram hluti af Spáni, fékk mest fylgi,
25,3% atkvæðanna og 37 þingsæti af
135. Inés Arrimadas, formaður þing-
flokks Borgara (Ciutadans á kata-
lónsku og Ciudadanos á spænsku),
kvaðst ætla að reyna að mynda hér-
aðsstjórn en viðurkenndi að það yrði
mjög erfitt. Hún sagði það mikilvægt
að Borgarar væru nú stærsti
flokkurinn í Katalóníu þar sem það
sýndi að margir Katalónar væru
andvígir sjálfstæðisyfirlýsingunni.
„Þjóðernissinnarnir geta aldrei aftur
talað í nafni allra Katalóna. Við erum
öll Katalónar,“ sagði Arrimadas.
Leiðtogar andstæðinga sjálf-
stæðisyfirlýsingarinnar benda á að
flokkar sjálfstæðissinna fengu að-
eins 47,5% atkvæðanna þótt þeir
héldu meirihluta þingsætanna.
Ástæðan er sú að flokkarnir þrír
njóta mikils stuðnings í bæjum og
þorpum þar sem færri atkvæði eru á
bak við hvert þingsæti en í Barce-
lona. Þar er meirihluti kjósendanna
andvígur sjálfstæðisyfirlýsingunni.
Hver á að fara fyrir stjórn
sjálfstæðissinna?
Metkjörsókn var í kosningunum,
um 82%. Þrír flokkar sjálfstæðis-
sinna fengu alls 70 sæti af 135.
Flokkur Puigdemonts, Saman fyrir
Katalóníu, er stærstur þeirra og
fékk 34 þingsæti. Vinstriflokkurinn
ERC fékk 32 sæti og vinstrisinnaði
smáflokkurinn CUP fjögur.
Niðurstaða kosninganna styrkir
stöðu sjálfstæðissinna í deilunni við
spænsk stjórnvöld en ólíklegt er þó
að nýja héraðsþingið lýsi yfir sjálf-
stæði eins og 27. október eftir um-
deilt þjóðaratkvæði um málið. Tveir
stóru aðskilnaðarflokkanna þriggja
hafa slegið af kröfunni um tafarlaust
sjálfstæði, einkum vegna efnahags-
legra afleiðinga sjálfstæðisyfirlýs-
ingarinnar, auk þess sem hún fékk
lítinn stuðning í öðrum löndum.
Leiðtogar Evrópusambandsins
hafa stutt þá afstöðu ríkisstjórnar
Spánar að deilan um sjálfstæðisyfir-
lýsinguna og þjóðaratkvæðið snúist
um stjórnarskrá Spánar og sé innan-
ríkismál sem stjórnmálamenn og
dómstólar landsins þurfi að leysa.
Talsmaður framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins sagði í gær að
úrslit kosninganna breyttu ekki af-
stöðu hennar.
Spænski stjórnmálaskýrandinn
Antonio Barroso sagði að úrslitin
væru mikið áfall fyrir Rajoy og flokk
hans sem fékk minna fylgi í kosning-
unum en nokkru sinni fyrr. „Sá sem
galt mest afhroð var Þjóðarflokkur
(PP) Marianos Rajoy forsætisráð-
herra, sem fékk aðeins þrjú þing-
sæti,“ hefur fréttaveitan AFP eftir
Barroso. „2018 verður líklega árið
sem það skýrist hvort Rajoy getur
haldið embættinu út kjörtímabilið.“
Barroso bendir einnig á að óljóst
er hvort Puigdemont geti aftur orðið
forseti heimastjórnarinnar þar sem
hann verður að öllum líkindum hand-
tekinn snúi hann aftur til Katalóníu.
„Líkurnar á nýjum kosningum á
næsta ári eru miklar.“
Yfirvöld á Spáni hafa ákært alls
þrettán leiðtoga katalónskra sjálf-
stæðissinna og þeir eiga allt að 30
ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Á
meðal þeirra eru leiðtogar tveggja af
aðskilnaðarflokkunum, þ.e. Puigde-
mont og Oriel Junqueras, formaður
ERC, sem er í einangrun í fangelsi.
Óljóst er því hver það verður sem fer
fyrir heimastjórninni náist sam-
komulag milli flokkanna þriggja í
stjórnarmyndunarviðræðunum
næstu vikur eða mánuði.
Mikill ósigur fyrir Mariano Rajoy
Forsætisráðherra Spánar í vanda eftir að sjálfstæðissinnar héldu þingmeirihluta í Katalóníu Erfitt
verður að mynda heimastjórn, m.a. vegna þess að leiðtogar sjálfstæðissinna eru í útlegð eða fangelsi
Þingkosningarnar í Katalóníu
Heimild: INDRA
Saman fyrir Katalóníu (mið-hægrifl.)
ERC (vinstriflokkur) Borgarar (mið-hægriflokkur)
Þjóðarflokkurinn, PP (hægrifl.)
Sósíalistaflokkurinn
Catalunya en Comú (vinstrifl.)
CUP (lengst til vinstri)
Flokkar sjálfstæðissinna Flokkar andvígir sjálfstæði
32
34
37
17
8
3
11
114
Bandalag vinstri- og hægriflokka
í kosningum árið 2015
135
sæti
62
25
16
10
Skipting þingsæta þegar 99% atkvæða höfðu verið talin
Síðas
ta kjörtímabil
Utan fylkinganna tveggja
AFP
Stærstur Forystumenn Borgara fagna kosningaúrslitunum. Flokkurinn er
andvígur aðskilnaði Katalóníu frá Spáni og fékk mest fylgi í kosningunum.
AFP
Í útlegð Carles Puigdemont, fyrrv.
forseti heimastjórnar Katalóníu.
Rajoy hafnar viðræðum
» Carles Puigdemont, fyrrver-
andi forseti heimastjórnar
Katalóníu, bauðst í gær til að
ræða við Mariano Rajoy, for-
sætisráðherra Spánar.
» Rajoy hafnaði tilboðinu.
Hann hefur sagt að ekki komi
til greina að ræða við leiðtoga
katalónskra aðskilnaðarsinna
nema þeir hætti baráttunni
fyrir sjálfstæði Katalóníu.
Mahmoud Abbas, forseti heima-
stjórnar Palestínumanna, sagði í
gær að hann myndi ekki samþykkja
neinar tillögur frá Bandaríkjastjórn
um friðarviðræður við Ísraela þar
sem Palestínumenn gætu ekki leng-
ur treyst henni vegna þeirrar
ákvörðunar Donalds Trumps
Bandaríkjaforseta að viðurkenna
Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
Abbas sagði þetta á blaðamanna-
fundi í París með Emmanuel
Macron, forsætisráðherra Frakk-
lands, eftir að allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna samþykkti ályktun
þar sem hvers konar breytingum á
stöðu Jerúsalem er hafnað. 128 ríki
greiddu atkvæði með ályktuninni,
þeirra á meðal Ísland, en aðeins átta
lönd studdu Bandaríkin í atkvæða-
greiðslunni: Gvatemala, Hondúras,
Ísrael, Marshalleyjar, Míkrónesía,
Nárú, Palá og Tógó.
Abbas fór í heimsókn til Frakk-
lands tveimur vikum eftir að Ben-
jamin Netanyahu, forsætisráðherra
Ísraels, fór þangað til að ræða við
frönsk stjórnvöld. Heimsóknir
þeirra hafa vakið umræðu um hvort
Macron ætli að reyna að hafa for-
göngu um friðarviðræður milli Ísr-
aela og Palestínumanna. Forsetinn
og franskir stjórnarerindrekar hafa
neitað því og sagt að láta eigi reyna á
friðarumleitanir Bandaríkja-
stjórnar. Margir fréttaskýrendur
telja að Bandaríkin séu enn eina
landið sem geti haft milligöngu um
friðarviðræður milli Ísraela og Pal-
estínumanna.
Ákvörðun Trumps um Jerúsalem
var enn mótmælt víða á svæðum
Palestínumanna á Vesturbakkanum
og Gazasvæðinu í gær. Að minnsta
kosti tveir Palestínumenn biðu bana
í átökum við ísraelska hermenn á
Gaza-svæðinu.
Hafnar milligöngu
Bandaríkjanna
Abbas mótmælir ákvörðun Trumps
AFP
Átök Ísraelskur landamæravörður
miðar byssu á mótmælendur.