Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017 Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið Hnífar og hnífatöskur 20% afsláttur Gildir til 24. desember á meðan birgðir endast Orlandó eftir Virginiu Woolfer fyrir margt löngu orðinfræg. Um hana gangafleygar setningar eins og „lengsta og yndislegasta ástarbréf bókmenntanna“ og telja margir hana skemmtilegustu bók Woolf. Það eykur enn á spennuna fyrir lestri að aðalpersónan, Orlandó, er sögð byggjast á ástkonu og vinkonu Woolf, Vitu Sackville-West, sem og persónu Woolf sjálfrar. Í stuttu máli segir Orlandó frá samnefndum pilti, aðals- bornum, fæddum á Bretlands- eyjum á 16. öld. Þessi ævi á eftir að verða með því óvenjulegasta og Orlandó er enn á lífi 1928, þá enn innan við fertugt og er þar að auki orðinn kona. Fyrri part sögunnar er Orlando alvörugef- inn og fremur ómannblendinn drengur, ástfanginn af dauðanum og skáldskap. Persóna hans, eða henn- ar, verður fjörlegri, hnyttnari og hæðnari eftir að Orlandó vaknar upp sem kona þótt í grunninn sé hún jafn íhugul og áður, með sama tilfinn- ingahita. Með lesandanum í för er ævi- sagnaritari. Orlandó veit ekki af honum, hann er ekki hluti af sögunni sjálfri, heldur er bókin tilraun sagnaritarins til að festa ævi Or- landó á blað. Hins vegar er lesand- inn aldeilis látinn finna fyrir því að ævisagnaritarinn sé þarna til staðar. Óspart skýtur hann sér inn í frá- sögnina og lætur lesandann vita að hann sé í hinu og þessu basli með að skrifa söguna. Það gerir Orlandó al- veg stórskemmtilega og fyndna hvað ævisagnaritarinn er fyrirferðarmik- ill og færir textann í nýjar hæðir, of- an á kostulega frásögn af óvenju- legum atburðum og persónum. Virginia Woolf fer með lesandann í gegnum þrjár aldir og kippir með alls kyns einkennum hvers tíma í textann, leikur sér með þau í veðr- áttu, klæðnaði, textanum sjálfum og setur breskar hefðir og venjur ógjarnan í hrikalega skoplegan bún- ing og hæðist að tíðarandanum hverju sinni. Orlandó er uppfull af djúpum, framúrstefnulegum og frjóum pæl- ingum um hlutverk kynjanna og kyngervi, skáldskap, ritun, ástina, náttúruna og einmanaleika, vitund- arflæði eins og það gerist best. Að þessu sögðu, ekki síst með til- liti til hins skoppandi káta og í senn leiftrandi skarpa texta, margslung- inna setninga, tíma í Bretlandi sem stendur Íslendingum svolítið fjarri hefur þýðandinn, Soffía Auður Birg- isdóttir unnið afrek. Hún færir ís- lenskum lesendum þennan fjársjóð bókmenntanna eins vel og hann hefði getað verið borinn fram, án nokkurra hnökra. Flæði og frelsi textans streymir fram án nokkurrar teppu og lesendur njóta óhefts að- gangs að hjarta Virginiu Woolf. „Lesendur njóta óhefts aðgangs að hjarta Virginiu Woolf,“ segir í rýni. Óheft flæði og algjört frelsi Orlandó - ævisaga bbbbm Eftir Virginiu Woolf. Soffía Auður Birgisdóttir þýddi. Opna, 2017. 295 bls. JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR BÆKUR nefnda ritstjóra og þýðanda tengir þá bók saman.“ Fyrst og fremst fræðimaður Þótt Stefán hafi fengist við ýmis afbrigði ritstarfa er hann fyrst og fremst fræðimaður, fræði hafa verið hans helsta iðja í gegnum árin. Að- spurður hvar hann sé helst á heima- velli segist hann telja að það sé í fræðunum, „ég lifi alla vegana af því“, segir hann og kímir. „Mín venjulega vinna er fólgin í fræð- unum en skáldkapurinn er hobbí, eins og að safna frímerkjum. Það eru þó alls konar tengsl og ég hef ýmsar efasemdir um að það sé frjótt að draga skörp skil milli heim- speki og skáldskapar. Ég hef skrifað um það á ensku sem ég kalla póet- ískan pragmatisma, sem ég kynni með poppuðum hætti í Bókasafninu, en hef skrifað talsvert um þá stefnu með heimspekilegum og akadem- ískum hætti, þar sem ég fjalla meðal annars um að ég efist um að það eigi að draga skarpa markalínu á milli heimspeki og skáldskapar. Það þýðir ekki að það sé enginn munur, það er vissulega mikilvægur munur, en það eru ekki verulega skörp skil.“ Landslagsmynd af huganum  Í nýrri bók birtir Stefán Snævarr gamlan og nýjan texta og súrrar saman með skáldskap um óknyttastrák Teikning/Þorgrímur Kári Snævarr Landslagsmynd Þorgrímur Kári Snævarr myndlistarmaður og rithöf- undur myndskreytir bók Stefáns og svona birtist Þórarinn honum. Höfundurinn Stefán Snævarr. VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Bókasafnið heitir óvenjulegt skáld- verk eftir Stefán Snævarr. Í bókinni segir frá Þórarni, ungum pilti sem aldrei hefur lesið bók, hatar móður- mál sitt, elskar ensku og tölvuleiki. Í upphafi bókarinnar er hann hrif- inn inn í heim Bókasafnsins þar sem finna má fjölda ólíkra bóka í hillum – sem allar eru eftir Stefán Snæv- arr. Út úr heimi safnsins kemst hann síðan ekki fyrr en hann hefur lesið bækurnar allar. – Í Bókasafninu eru textar úr ýmsum áttum, skáldlegir og fræði- legir í bland, víða komið við, og spurningin sem vaknar er hvort bókin sé að einhverju leyti birtingarmynd á kollinum á þér. „Já, vissulega má segja að þetta sé landslagsmynd af hausnum á mér en það ber að gæta þess að það er saga sem tengir þessi element saman, sagan um Þórarin. Hugmyndin varð til haustið 2013 og ég var þá meðal annars með í huga að geta komið á framfæri því sem ég hef skrifað og hefur birst hér og hvar, en sumt alls ekki birst. Það er líka heilmikið af nýju efni í bókinni og gamla efnið er yfirleitt endurunnið og sett í nýtt samhengi, samhengi sögu Þórarins og heim Bókasafnsins þar sem Röddin ríkir yfir öllu. Það má segja að sagan af Þórarni hafi komið fyrst, en þar sem ég hafði engan tíma til að skrifa venju- lega skáldsögu gat ég notað sögu hans sem tækifæri til að koma ýmsu á framfæri,“ segir Stefán og bætir við að bókin sé þannig saman sett að kaflarnir kallist á og því sé sam- hengi í bókinni. „Þegar ég fór að vinna þetta áfram komu alls konar hugmyndir sem ég skrifaði inn í, öðru ýtti ég til hliðar eða tók og endurvann. Þessi bók átti sér eldri systur, Rómúlíu hina eilífu sem kom út 2002 og er safnrit um land sem ekki er til, saga landsins rakin, bók- menntasagan og saga hins svo- Meðan Sigmundur Steinarsson vann að bók sinni Stelpurnar okkar – saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914, sem kom út í vikunni, kynnti hann sér sambærileg verk erlendis, m.a. í Þýskalandi og fékk þá upp í hendurnar bókina Das grosse Buch vom Frauenfussball ellegar Stóru bókina um knattspyrnu kvenna. Bókin var upp á 94 blaðsíður í A 4- broti. „Ég hafði lítið á bókinni að græða, þar sem við Íslendingar er- um bókaþjóð og vön því besta,“ segir Sigmundur en verk hans er 512 blað- síður í stóru broti. „Þegar ég lét vin minn í Þýskalandi vita um stærð ís- lensku bókarinnar svaraði hann: Ég mun leggja til að nafninu á okkar bók verði breytt í: Das kleine Buch vom Frauenfussball!“ Misdigrar Bækurnar tvær um íslenska og þýska kvennaknattspyrnu. Mun stærri en stóra bókin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.