Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.2017, Blaðsíða 12
Þjálfari Jurgen Klopp, þjálfari Liv- erpool er í miklum metum hjá bæði stuðningsmönnum og leikmönnum. Morgunblaðið/Eggert Stuðningsmaðurinn Bragi Brynjarsson hefur haldið með Liverpool frá því að hann man eftir sér og hefur ákveðið að gefa sjálfum sér miða á leik Liverpool gegn Everton í enska bikarnum í jólagjöf. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Maðurinn er markmið ísjálfum sér og það eraldrei eins skýrt ogum jól og áramót. Ætla mætti að í ekki stærra landi en Íslandi væru jólahefðir keim- líkar en meðan sumir nostra allan aðfangadag við jólasteikina og taka fram allt sitt fínasta, sækja aðrir kirkju og enn aðrir eitthvað allt annað. Bragi Brynjarsson heldur jólin hátíðleg en hann for- gangsraðar í þágu fótboltans. „Engu munaði að fresta þyrfti jólunum um tæpa tvo tíma en fyrirhugað var að leikur Liverpool og Arsenal færi fram klukkan fjögur á aðfangadag,“ segir Bragi en hann er formaður Liverpool- klúbbsins á Íslandi. „Blessunarlega ákvað enska knattspyrnusambandið að færa leikinn. Jólasteikin verður því á réttum stað á réttum tíma.“ Spurður hvort hann myndi virkilega fresta jólahaldi meðan á leik stendur segist hann ekki hika við það. „Í fyrra áttum við leik við Manchester city á gamlársdag og það þurfti að fresta gamlársboðinu meðan á leiknum stóð,“ segir hann en er konan og fjölskyldan sátt við að leikir séu teknir fram yfir jól og áramót? „Konan tók mér með öllum mínum kostum og göllum, hún vissi hvað hún var að fara út í með mér,“ segir Bragi og hlær. Fótbolti hluti af jólum Allt frá því Bragi man eftir sér hefur hann fylgst með enska boltanum og jóla- og áramótaleikir eru stór hluti af hátíðarhefðinni. „Þetta er skemmtileg hefð sem hefur verið hluti af enska boltanum lengi. Að skjótast á pöbbinn eða fara á leik með góð- um vinum í jólafríinu er einstök upplifun. Jurgen Klopp var einu sinni spurður að því hvað menn gerðu yfir jólin í Þýskalandi. Hann svaraði um hæl að þar borðuðu menn góðan mat og horfðu á enska boltann,“ segir Bragi en Klopp er þjálfari Liverpool en þjálfaði áður þýska liðið Borussia Dortmund . „Þetta er kannski verst fyrir leikmenn og þjálfara þeirra liða sem eru að spila en ég vorkenni ekki mönnum sem fá greiddar milljónir á mánuði fyrir að spila fótbolta.“ Annan í jólum mætir Liver- pool gamla liði Gylfa Sigurðssonar, Swansea, og ætlar Bragi ekki að láta sig vanta á Sport þar sem hann og félagar hans mæta til að horfa á alla leiki Liverpool. „Ég sagði konunni að við þyrftum bara að mæta snemma í þau jólaboð sem væru annan í jól- um og fara snemma því leikurinn byrjar klukkan 17:30.“ Varla er þó opið á Sport annan í jólum? „Árni, sem á og rekur staðinn, hefur alltaf opnað hann fyrir okk- ur þegar það eru leikir. Hann lok- ar svo fljótlega þegar leikurinn er búinn.“ Jólapakkinn í ár Það þarf ekki að spyrja að því hvort jólapakkinn sé mjúkur eða harður í ár, það er augljóslega miði á leik í pakkanum. Spurn- ingin er bara hvort það er Anfield eða Rússland. „Þegar stórt er spurt. Ég ætl- aði ekki á EM sumarið 2016 en þegar Ísland komst í 16. liða úrslit var ekki annað hægt en að fara út. Eini leikurinn sem ég fór á var því Ísland – England og sé ég ekki eftir því. Stóð þar fremst í stúk- unni og grét af gleði og ánægju. Hugsa sér að horfa íslenska lands- liðið sigra hetjurnar sem maður hefur horft á og fylgst með í enska boltanum öll þessi ár,“ segir Bragi sem hefur velt því vel og lengi fyr- ir sér hvort farið verði til Rúss- lands. „Mér finnst svolítið skrítið að þurfa að bíða fram í febrúar til að vita hvort ég fái miða á leik. Ég ákvað því að jólagjöfin frá mér til mín í ár væri miði og ferð á leik Liverpool gegn Everton í enska deildarbikarnum, sem fer fram þann 5. janúar nk. Haraldur vinur minn í BK-kjúklingum er mikill Everton maður og við ætlum að fara saman á leikinn þó svo hann verði í gestastúkunni en ég með mínum mönnum í Liverpool á sjálfum leiknum.“ Í liði Everton er að sjálfsögðu einn af okkar bestu knatt- spyrnumönnum, Gylfi Þór Sigurðs- son, en hann spilaði fyrir Breiða- blik árið 2003, heimalið Braga hér á Íslandi. „Ég held alltaf með íslensku strákunum og liðum þeirra, nema þegar þeir eru að spila við Liver- pool. Ég fagna því alla jafna mörk- um Gylfa en geri undantekningu á því þegar hann mætir mínum mönnum í bikarnum á nýju ári.“ Tekur fót- boltann fram yfir jólin Bragi Brynjarsson heldur fast í þá hefð að fylgjast með enska boltanum um jól og áramót. Frestar hann frekar jólaboðum og áramótaboðum en að missa af leik sinna manna í Liverpool. AFP Knattspyrna Gylfi Sigurðsson í leik Liverpool og Everton fyrr í þessum mánuði en liðin mætast aftur þann 5. janúar í enska birkarnum. AFP Goðsögn Hinn spræki markaskorari Philippe Coutinhoatch ĺætur öllu jafna finna fyrir sér en hér er hann í leik Liverpool og Everton. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017 JÓLATVENNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.